Morgunblaðið - 22.02.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986
15
Útilegiisag-a
Bókmenntir
JennaJensdóttir
Magnea frá Kleifum:
Tóbías trítillinn minn.
Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn.
Iðunn — Reykjavík 1985.
„Vandamálabækumar" um
drenginn Tóbías eru nú orðnar
þrjár. Fyrir nokkru barst mér í
hendur sú síðasta, sem kom út rétt
fýrirjólin.
Tóbías, sem nú er bráðum sex
ára, hefur verið undir handaijaðri
Sighvats listmálara síðan móðir
hans fór til náms erlendis. Kona
Sighvats er einnig erlendis að læra.
Sighvatur er kominn í útilegu, með
Tóbías og Tinnu dóttur sína, sem
er lítið eitt eldri en Tóbías. Þau
hafa tjald og bíl og eyða dögunum
í dásemd náttúrunnar með heiðar
og fjöll á aðra hönd, en sjó og fjöru
á hina.
Hér er Sighvatur frjáls með
pensilinn sinn og strigann. Hann
nýtur þess að hafa bömin að félög-
um og tekur þátt í undmn daganna
með þeim.
Tóbías sem er bijóstgóður og
meyr í lund hefur býsna ákveðnar
skoðanir á því að láta ekki aðra ráða
lífsferli sínum. Hann leitar eftir
ástúð og vemd hjá Sighvati, sem
reynist honum hlýr og skilningsrík-
ur.
Tuskubrúðumar Jóka og Trölli
em enn góðir félagar Tóbíasar og
í samræðum sínum við þær getur
hannjafnvel tárast.
Tinna er hetjan í atburðum dag-
anna í mætti góðrar nasagreindar,
sem blómstrar í agalausu uppeldi
föðurins. Að eðlisfari er hún hjarta-
hlý. Hún er uppfræðari Tóbíasar
og byggir fræðslu sína oft á hugar-
flugi, sem á sér rætur í þeirri for-
sendu að hún geti hiklaust sagt
öllum til syndanna af því að hún
viti allt og að hennar skoðanir séu
þær einu réttu.
Páll kennari, faðir Tóbísar kemur
í heimsókn á afmælisdegi sonar
síns. Öðmm þræði er hann í lax-
veiðiferð með félögum sínum úr
boiginni.
Lýsingin á honum er nöturleg.
Samband hans við Tóbías lýsir
skilningsleysi og hræðslu við að
nálgast drenginn. Hann ásakar
Tóbías fyrir fötlun hans. Þótt hann
finni mistök sín hefur hann ekki
vit til að bæta-úr þeim. Hann öskrar
af skelfingu þegar Tóbías setur
kettlingskríli á hné hans. Andúð
hans á kennslu og bömum er með
eindæmum. Tinna tekur kennarann
í karphúsið og Sighvatur gefur
honum ákveðin fyrirmæli um upp-
eldi Tóbíasar, á vissan hátt innan
sinna hóflegu marka.
Kennarinn hefur orð á því að
Tinna sé óstýrilát, en Sighvatur
vísar því á bug og trúir fortakslaust
á dóttur áina. Kennarinn og félagar
hans sýnast fremur koma til að
stunda drykkjuskap, en veiða lax.
En sú skemmtun verður að engu
fyrir tilstilli Tinnu.
Sighvatur fær bréf, sem gerir
hann sagnafáan og sorgbitinn.
ímyndunarafl Tinnu fær byr undir
báða vængi. Hún veit að mamma
hennar er dáin. Sorg hennar verður
mikil og Tóbías reynir að hugga
hana. En mamma hefur þá bara
tekið saman við annan mann og
eignast bam með honum. Reiði
Tinnu á sér engin takmörk og orð-
bragð hennar markast af haturs-
fullum heitingum. Af eðlislægri
ástúð reynist Tóbías vinkonu sinni
eins vel og honum er unnt í sorg
hennar.
Að lokum ganga þeir Sighvatur
og Tóbías niður í fjöru til að hlusta
á hafið.
Þetta er góð útilegusaga. Fjör-
lega og vel sögð á köflum. Höfundur
lýsir af næmi þeirri kyrrlátu gleði
og lífsfyllingu sem mannssálir geta
öðlast í nánu sambandi við náttúm
landsins. í því felst ágæti sögunnar.
Skemmtilegar myndir árétta texta.
Frágangur á bókinni er góður.
Vinningshafar í afmælis-
þraut Verslunarbankans
10. febrúar sl. vom aðalvinningar
í afmælisþraut Verslunarbankans
afhentir vinningshöfum. Á mynd-
inni em þeir með skáktölvur sínar,
ásamt Geir Þórðarsyni þjónustu-
stjóra Verslunarbankans. Talið frá
vinstri: Ólafur B. Þórsson, Geir
Þórðarson, Guðbjörg Óskarsdóttir
og Ólafía Siguijónsdóttir.
TOYOTA COROLLA GT er gott dœmi um nútíma hönnun, þar sem
| saman fara mikil þœgindi og afburða aksturseiginleikar.
Framhjóladrifinn, með sannkallað orkuver undir húddinu er þessi bíll
búinn fjölhœfni skutbílsins og snöggum og skemmtilegum eiginleikum v
sportbílsins.
COROLLA GT SPECIAL SERIES er sérbúinn c
bíll, þar sem saman fara aukin þœg- a
indi og útlit sem vekur aðdöun. ^
Renndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist
um að COROLLA GT SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði
TOYOTA^r