Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Norræna húsið: Fyrirlestur um íslenskar konur í tónlist og kynning á íslenskum þjóðlögum í TENGSLUM við sýninguna „Tónlist á fslandi*1 sem nú stendur yfir í Norræna húsinu mun Jón Þórarinsson tónskáld flytja erindi laugardaginn 22. febrúar um íslenskar konur í tóniist og Helga Jóhannsdóttir þjóðlagasafnari kynna íslensk þjóðlög sunnudaginn 23. febrú- ar. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 17.00 báða dagana. „Erindið Qallar um íslenskar konur í tónlist að fomu og nýju,“ sagði Jón. „Það fer raunar ekki miklum sögum af tónlistariðkun kvenna fyrr en komið er langt fram á 19. öld. Eg mun dvelja mest við fyrstu áratugi þessarar aldar þegar konur gegndu mjög mikilsverðu hlutverki í tónlistarlífí okkar. Kannski mikilsverðara en nokkru sinni, fyrr eða síðar. Þá mun Elísabet F. Eiríksdóttir syngja nokkur lög eftir Jórunni Viðar við undirleik hennar." „Ég mun kynna íslensk þjóðlög frá ýmsum tímum, sem ég hef verið að safna um allt land á undanförnum árum á vegum ríkis- útvarpsins," sagði Helga. „Brugð- ið verður upp sýnishomum af ýmsum tegundum þjóðlaga sem sungin voru við ýmis tækifæri. Leikin verða af segulbandi fjöl- breytt tóndæmi, einsöngslög, tví- söngslög og bamagælur." Helga Jóhannsdóttir þjóðlaga- safnari. Á sýningunni í kjallara Nor- ræna hússins, sem framlengd hefur verið um eina viku, er rakin saga tónlistar á Islandi frá því sögur hófust fram til dagsins í Jón Þórarinsson tónskáld. dag. Þar má sjá langa röð ljós- mynda, sem tengjast þessari sögu, handrit, bækur og nótur, auk ýmissa eistu hljóðfæra landsins. NÝJUNC ■ NÝJUNG ■ NÝJUNG TÖLVUVÆDD BÍLAVIÐSKIPTI Aö kaupa eöa selja notaöan bíl er oft tímafrekt og þreytandi Nú höfum viö tekið í notkun tölvu til aö auðvelda viöskipta- vinum okkar aö finna réttan bíl og réttan kaupanda. „ENGIN TÍMASÓUN ' Sértu kaupandi, færöu á augabragði tölvuritaöar upplýsingar um: 4 Alla btta á söluskrá eftir verðttokkum. 4- -4 Atta bíla á söluskrá eftir tegundum. 4- -4 Alla btta á söluskrá eftir árgeröum. 4- -4 AHa btta á söluskrá eftir skiptamöguleikum. 4- Sértu seljandi, færöu söluskráningu á methraða og tölvan fylgist stööugt meö hvort kaupandi býöst aö þínum bíl Sölugögn eru tölvuprentuð í einu vetfangi Njarðvík: Sameiginlegt próf- kjör þriggja flokka Vogum, 20. febrúar. UNDIRBÚNINGUR vegna bæjarstjórnarkosninga er í fullum gangi í Njarðvíkum. Akveðið er að þrír stjórn- málaflokkar, Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur viðhafi sameiginlega prófkjör. Þessir flokkar eiga fulltrúa I bæjarstjórn. Að auki býður Alþýðubandalagið fram og Bandalag j afnaðarmanna. Prófkjör Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks fer fram í mars, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um kjördag. Al- þýðufiokkur og Framsóknarflokkur hafa þegar ákveðið framboðslista í prófkjörinu, en hjá Sjálfstæðis- flokki hefur verið auglýst eftir frambjóðendum, og skal framboð- um skilað fyrir kl. þriðjudaginn 25. febrúar. Frambjóðendur Alþýðuflokksins í prófkjörinu eru: Borgar Jónsson, Eyrún Jónsdóttir, Hallfríður Matt- híasdóttir, Ragnar Halldórsson, Eðvald Bóasson, Ólafur Thorder- sen, Guðjón Sigbjömsson, Haukur Guðmundsson og Óskar Bjamason. Núverandi bæjarfulltrúar flokksins Ragnar Halldórsson og Eðvald Bóasson gefa báðir kost á sér áfram. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins í próflqorinu eru: Valur Guðmundsson, Ólafur Þórðarson, Vilmundur Ámason, Steindór Sig- urðsson, Óskar S. Óskarsson, Gunnar Ö. Guðmundsson, Krist- jana B. Gísladóttir, Gunnlaugur Óskarsson, Bragi Guðjónsson, Karl Ketill Arason og Hrefna Kristjáns- dóttir. Núverandi bæjarfulltrúi flokksins Ólafur í. Hannesson gef- ur ekki kost á sér. áfram. Hjá Sjálfstæðisflokki gefa bæj- arfulltrúamir Sveinn Eiríksson, og Ingólfur Bárðarson kost á sér áfram, en óvíst hvað Halldór Guð- mundsson gerir. Áki Gránz forseti bæjarstjómar hættir. Hann hefur verið í bæjarstjóm í 16 ár, þar af forseti bæjarstjómar í 4 ár. Kynning á skátastarfi SKATAFÉLAGIÐ Skjöldungur sem starfar í Vogahverfí heldur kynn- ingardag í skátaheimilinu Sólheim- um 21A, laugardaginn 22. febrúar. Þar verður ungum sem öldnum íbú- um hverfisins kynnt starfsemi skáta um leið og minnst verður gamalla félaga í Skjöldungum. Húsið verður opnað kl. 14.00 og um kvöldið verður kvöldvaka sem hefst kl. 20.00. (Úr fréttatilkynningu.) Siglufjörður: Kjörbúð Einco tekin til starfa Sigtufirði, 21. febrúar. í DAG var opnuð ný kjörbúð hér á Siglufirði, Kjörbúð Einco. Mikið lif er í verslunarmálunum hér og er verið að undirbúa opnun fleiri verslana. Konráð Baldvinsson bygginga- meistari er eigandi Kjörbúðar Ein- co. Innréttaði hann verslunina á mettíma í húsakjmnum sínum við hliðina á samnefndri byggingavöm- verslun við Aðalgötu. Maigt fólk kom í verslunina þegar hún var opnuð og virðist verslunin vera til fyrirmyndar. Skammt frá Einco er Ásgeir Bjömsson fyrrverandi verslunar- stjóri Verslunarfélags Siglufjarðar að innrétta matvöruverslun, og við Aðalgötu verður opnuð á næstunni bamafataverslun, Verslunin Nes. — Matthias Ásmundarsalur: Ljósmyndasýningu fram- haldsskólanema að Ijúka Ljósmyndasýningu framhalds- víðsvegar af landinu. Sýningin er skólanema í Ásmundarsal við opin frá kl. 16.00 til 21.00 virka Freyjugötu lýkur á sunnudag. daga og frá 14.00 til 23.00 um Á sýningunni em 116 verk frá helgar. nemendum í 12 framhaldsskólum (úrfréttatakynmngn.) +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.