Morgunblaðið - 22.02.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1986
Hver er „fullvirðis-
réttur“ bóndans?
eftirHalldór
Gunnarsson
Þannig er spurt á nær hveiju
sveitaheimili landsins um þessar
mundir. Ástæðan er reglugerð um
stjóm mjólkurframleiðslunnar verð-
lagsárið 1985—1986, sem birt var
22.janúar sl.
Þessi reglugerð er flókin í fram-
setningu, enda mun ekki koma í
ljós fyrr en í apríl—maí hver endan-
legur framleiðsluréttur bóndans
verður og má þá segja að sumarið
sé eitt eftir til stjómunar á mjólkur-
framleiðslunni, sem þýðir í raun
fyrir bóndann að hann verður að
skera niður nýbomar hámjólka kýr.
Þeir sem í forsvari eru segja að
þetta hafi mátt sjá fyrir og að allt
sé betra en að framleiða verðlausa
mjólk.
Á þessu erfiða og viðkvæma máli
eru þó fleiri fletir, sem nauðsynlegt
er að hafa í huga:
Búmark jarða var sett á 1979
eftir að tekið hafði verið tillit til
framleiðslu á jörðum árin áður.
Búmarkið var ákvarðað í ærgildis-
afurðum og skipt upp í framleiðslu-
rétt á mjólk, nautgripakjöti og
sauðflárafurðum. Framleiðslunni
átti síðan að stjóma eftir þessu
búmarki með því að greiða aðeins
fullt verð á framleiðslu innan bú-
marks. Eins og vænta mátti tók
mikill meirihluti bænda mark á
þessum ráðstöfunum og minnkaði
verulega við sig í framleiðslu. Hins
vegar hefur komið á daginn að það
gerðu ekki allir bændur og þegar
þeir fengu nær fullt verð fýrir fram-
leiðslu sína fóru aðrir bændur að
auka við mjólkurframleiðsluna. Að
auki opnuðu stjómvöld heimild þá-
gildandi laga um rýmkun búmarks
á jörðum þannig að búmarksréttur
í mjólk fór úr um 120 milljónum
lítra upp í um 140 milljónir lítra.
Þessar varhugaverðu stjómunarað-
gerðir á árunum frá 1980 til 1984
vom ekki bændum að kenna og
kölluðu að auki á nýjar stjómunar-
aðgerðir til að hindra aukningu
mjólkurframleiðslunnar, eða álagn-
ingu kjamfóðursskatts, sem varð
enn til að. auka erfiðleika bænda
við mjólkurframleiðsluna.
í haust þegar forsvarsmenn
boðuðu samdrátt í mjóikurfram-
leiðslunni með nýjum reglum um
svæðabúmark var rætt um nauðsyn
3—5% samdráttar frá síðasta verð-
lagsári og eins að búmarksréttur í
mjólkurframleiðslu myndi vera ná-
lægt 75% á þessu verðlagsári.
Bændur sem voru innan við þessi
mörk töldu sig því geta aukið fram-
leiðslu sína að þessu marki. Aðrir
bændur gátu höfðað til fyrri
ákvarðana um stjómun mjólkur-
framleiðslunnar og ákveðið að taka
ekki mark á nýju búmarki, sem héti
nú fullvirðisréttur, til mjólkurfram-
leiðslu á verðlagsárinu 1985/1986.
Þá gátu einnig þeir bændur, sem
fengu leyfi til að stofna til dýrra
fjárfestinga á þessum árum,
óhræddir haldið áfram að auka sína
mjólkurframleiðslu. Þannig hefur
mjólkurframleiðslan aukist vera-
lega á þessu verðlagsári og einnig
vegna góðra heyja, einkum á Suð-
urlandi.
Hver er þá raunveralegur full-
virðisréttur bóndans í dag eða rétt-
ara sagt mismunandi lækkun á
búmarksrétti? Það veit í raun eng-
inn, því stjórnin hefur farið úr
böndum og bændur geta ekki leng-
ur treyst á réttlæti búmarks eða
fullvirðisréttar til framleiðslu. Veit
ég vel, að reynt hefur verið að koma
til móts við nær öll sjónarmið sem
uppi hafa verið en þá getur stundum
farið svo að maðurinn verði að bera
asnann, eins og dæmisaga Esóps
greindi frá.
Að búa til nýja viðmiðun, svokall-
aðan „þrífót" með möguleikum á
„Bændur verða að
treysta því að þeir fái
að njóta „fullvirðisrétt-
ar“ sem sjálfstæðir
þegnar þessa lands, þar
sem eignarrétturinn er
virtur.“
enn frekari útjöfnun, kallar á sam-
anburð bænda í nágrenni, miili hér-
aða og milli landsfjórðunga, þar
sem stutt kann að verða í mikinn
ágreining eða átök, því ekkert
minna en lífsviðurværi er í húfí,
réttur einstaklingsins tii að lifa á
sinni jörð og fá að lifa af sínum
áunna búmarksrétti, sem á að vera
lögvemdaður réttur, að því er best
verður séð.
Vegna þessarar framvindu horf-
ast margir bændur nú í augu við
verulega meiri skerðingu í fram-
leiðslu á mjólk en Qailað hefur verið
um, eða allt upp í 30—40% sem
þýðir að þeir eiga ekkert að fá fyrir
mjólkina sumarmánuðina þegar
hún er ódýrust í framleiðslu. Bænd-
ur hafa hlýtt kalli um að færa til
gangmál kúnna og framleiða meiri
mjólk að hausti og vetri. Þetta hefur
verið til muna dýrara og er f dag
ónýt fjárfesting eins og svo oft áður
fyrir bóndann, sem hefur hlýtt kalli
ráðunautaþjónustu og forsvars-
manna.
Þessi framvinda er útilokuð f
framkvæmd. Þetta er ekki eins og
að binda bát í höfn, sem hefur veitt
upp í sinn kvóta. Bændur verða að
geta treyst því að þeir fái að njóta
„fullvirðisréttar" sem sjálfstæðir
þegnar þessa lands, þar sem eignar-
réttur er virtur.
í þessari erfiðu stöðu verða
bændur að koma saman og móta
sínar tillögur til úrlausnar í þessum
vanda. Ekki mega bændur ætla
öðram það hlutverk. Ég vil leyfa
mér að setja fram eftirfarandi atriði
sem skoðist f leit að lausn vandans:
1. Þegar í staði verði boðað til
aukafundar Stéttarsambands
bænda, sem móti tillögur til stjóm-
valda um úrlausn, þar sem f algjört
óefni er komið.
Skyrtur, bolir,
peysur, galla-
buxur, jakkar á
dömur, herra og
börn. Gæða-
framleiðsla á
góðu verði til
heildsala.
Upplýsingar í síma DK
90457122385.
2. Kannað verði hvort stjómvöld
séu tilbúin til að taka þátt í veru-
legri lækkun mjólkurafurða og
bæta með því hag neytenda og
lækka verðbólgu. Það verð sem
bændur leggja fram gæti verið hluti
verðmiðlunargjalds, allt að 50 millj-
ónir á verðlagsárinu til þessarar
lækkunar. Kjamfóðurgjald, sem nú
innheimtist vegna framleiðslu í
nautgriparækt, verði allt nýtt til
lækkunarinnar. Einnig verði kann-
að hvort ekki sé rétt að sameina
Stofnlánadeild landbúnaðarins
Búnaðarbankanum, þar sem hún
þjónar ekki lengur neinum tilgangi
umfram það sem aðrar bankastofn-
anir geta gert og um leið leggja
niður framlag mjólkurframleiðenda
til Stofnlánadeildarinnar, sem
myndi skila 80—100 milljónum í
heild af nautgripaafurðum til þess-
arar lækkunar. Á sama hátt verði
athugað hvort ekki megi leggja
niður Bjargráðasjóð landbúnaðar-
ins, en í þess stað bjóða út trygging-
ar fyrir landbúnaðinn, sem bændum
væri frjálst að taka, og spara þann-
ig ef til vill allt að helming þessa
gjalds, sem nú er 0,60% af allri
landbúnaðarframleiðsluni og leggja
þennan sparnað í mjólkurfram-
leiðslunni fram til lækkunar í verði
til neytenda.
Halldór Gunnarsson
3. Vegna lækkunar á verðmiðlun-
argjaldi verði þeim bændum gefíinn
kostur á búháttabreytingum með
stuðningi Framleiðnisjóðs, sem
þetta myndi koma harðast niður á.
Kannað yrði hvort bændur á beztu
markaðssvæðum mjólkurfram-
leiðslunnar myndu vilja skipta á
sauðfjárbúmarki og mjólkurbú-
marki til að stuðla að þessum breyt-
ingum.
4. Sérstök skoðun fari fram á bú-
skap þeirra bænda sem hófu hefð-
bundinn búskap eftir 1980 og þeim
bændum, sem útilokað er að haldi
áfram vegna § ármagnskostnaðar,
verði gert kleift með veralegum
fjárframlögum úr Framleiðnisjóði
að hætta búskap eða heíja annan
búskap en hinn hefðbundna.
5. Ríkisstjóm íslands verði beðin
um að heQa samninga eftir stjóm-
málalegum leiðum við stjómvöld í
Bandaríkjunum um kaup á öllum
mjólkurafurðum á Keflavíkurflug-
velli og um opnun á innflutnings-
kvóta á ostum. Eins og kunnugt
er fengum við mjög gott verð fyrir
Óðalsost til Bandaríkjanna eða um
75% af grandvallarverði og ef við
gætum opnað dyr til þeirrar verzl-
unar á ný myndi það stórlega bæta
þann vanda sem við er að etja í dag.
6. Sú aukning á sölu, sem framan-
greindir þættir gætu stuðlað að,
verði nýtt til rýmkunar á fram-
leiðslurétti mjólkur á þessu og
næsta verðlagsári, þannig að t.d.
5% umfram fullvirðismark verði
greidd á 90% verði, 5 til 10% verði
greidcl á 80% verði o.s.frv.
7. Ákvörðun smásöluálagningar á
búvörar verði tekin upp að nýju þar
sem hin fijálsa álagning hefur leitt
til ómældrar hækkunar til neyt-
enda.
8. Bændur verða að fá fram á þessu
Alþingi lagaheimild fyrir lokun
stéttarinnar. Með niðurlagningu
Stoftilánadeildar landbúnaðarins
yrði komið í veg fyrir þau mistök,
sem hafa orðið síðustu ár, að leyfa
uppbyggingu með lánum á jörðum,
sem síðan hefur kallað á stóraukið
búmark. Um tíma verður að stöðva
alla búmarksaukningu í hvaða
formi sem er og reyna þannig að
nálgast á ný það að fullvirðisréttur
í framleiðslu og búmark jarða fari
saman.
Höfundur er sóknarpreatur l Holti
undir Eyjafjöllum og fuUtrúi i
Stéttarsambandafundi bænda.
H
öfóar til
fólksíöllum
starfsgreinum!
ÞVið EIGUM AFMÆLI
V FÆRD GJÖFINA!
Árið 1986 markar tímamót í sögu skoda á íslandi, því nú eru iiðin 40
ár f rá því fyrsti SKODA bíllinn kom til landsins. Af því ánægjulega tilef ni
færa SKODA verksmiðjurnar okkur íslendingum veglega afmælisgjöf:
2 ára ábyrcð á öllum skoda bflum af 1986 afmælisárgerðinni.
Það var árið 1946 sem fyrstu SKODA
bilarnir komu til landsins. Síðan hafa
þeir notið sivaxandl vinsælda, sem sést
best á Dví að i f jölda ára hef ur markaðs-
hlutfall SKODA hvergi veriö hærra í
V-Evrópu en einmitt á islandi.
Þetta atriði, ásamt pví að Jöfur hf.
er eisti umboðsaðili skoda á vestur-
löndum, hefur leltt til pess að viö
höfum getaö boðið SKODA bilana á
besta veröinu sem pekkist í v-Evrópu.
Það er pvi ekki alveg að ástæöu-
lausu að okkur íslendingum er færð
pessi veglega afmælisgjöf.
En paö er margt fleira en gott verö
og 2 ára ábyrgð sem gera SKODA að
bestu bilakaupunum. Líttu aðeins á
kostina:
SKODA er sterkur
Hann er vel smíðaður, úr þykku stáli
og með firnasterku lakki. Allir SKODA
bilar eru seldir með 6 ára ryövarnar-
ábyrgð.
SKODA er sparneytirm
Aö jafnaöi er eyðslan aðeins rúm-
lega 7 lítrar/100 km og alveg niður i
4,88 litra/100 km i sparakstri.
SKODA er rúmgöður
Sætin eru vönduð og svo er bíllinn
hár til lofts. Það fer þvi vel um þig i
SKODA.
SKODA er þægilegur i akstri
Hann er með sjálfstæöa fjöðrun á
öllum hjólum, aflhemla og tannstang-
arstýri — svolítið sem þú færð venju-
lega bara i mun dýrari bilum.
Aldrei betri bili — aldrei betra
verð og nú 2 ÁRA abyrgð i kaup-
bæti!
JOFUR HF
NYBYLAVECI 2 • SIMI 42600
SIUNGT FYRIRTÆKl A
STOÐUGRl UPPLEIÐ!
•»o|*»Bu!*A|0n« '|*a »J?d