Morgunblaðið - 22.02.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.02.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐID, LAUGA'RDAGUR 22.’PEÍ5RÚAJt 1986 . Ástandið á Filippseyjum: Pravda sakar Banda- ríkjastjórn um íhlutun Dálæti Sovétmanna á Marcosi vekur furðu Moskvu, Manila, Washington, 21. febrúar. AP. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, réðst í dag harka- Iega á Bandaríkjastjórn og sakaði hana um íhlutun í filippísk innan- rikismál. Sovétsljórnin er sú eina, sem sent hefur Marcosi, Filipps- eyjaforseta, hamingjuóskir með opinber úrslit í kosningunum. Marcos fór í dag hörðum orðum um þá útlenda menn, sem gagnrýnt hafa kosningaframkvæmdina, og kallaði þá „heimsvaldasinna vorra daga“. í Pravda voru Bandaríkjamenn sakaðir um óeðlileg afskipti af fílippískum málefnum með það fyrir augum, að bandarískar herstöðvar yrðu áfram á Filippseyjum, og undir þessi orð tók talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, Vladimir B. Lomeiko. Sagði hann á blaða- mannafundi, að Sovétstjómin styddi hvorki stjóm né stjómarand- stöðu og ætlaði sér ekki að hafa nein afskipti af Filippseyingum. Var hann þá spurður hvort Sovétstjómin teldi, að forsetakosningamar hefðu farið heiðarlega fram en þeirri spumingu neitaði hann að svara. „Það er mál Filippseyinga sjálfra hvemig og hvem þeir kjósa," sagði hann. Sovétstjómin hefur ein orðið til að óska Marcosi til hamingju með Dæmdur njósnari fremur sjálfsvíg ManasHas. Virginíu. AP. LARRY Wu Tai Chin, sem fyrir tveimur vikum var dæmdur fyrir njósnir í þágu Kínveija, framdi í dag sjálfsmorð. Chin settiplastpoka yfír hðfuð sér og kafnaði. Hann sat í gæsluvarðhaldi í Prin- ce William fangelsinu í Virgníu í Bandaríkjunum og átti lífstíðar fangelsi yfír höfði sér og allt að 2,5 milljón dollara sektir. Chin var dæmdur sekur um allar kæmr á hendurhonum. opinber úrslit í forsetakosningunum og á fréttamannafundinum lagði Lomeiko áherslu á, að Marcos hefði fengið hálfa aðra milljón atkvæða umfram Corazon Aquino. Hefur afstaða Sovétmanna valdið furðu margra því að þeir em því vanari að úthrópa ríkisstjómir á borð við Marcosar sem leppa bandarískra Málmey, Svíþjóð, 21. febrúar. AP. SÆNSKA skákkonan Pia Craml- ing sigraði Mörtu Litinskayu frá Sovétrikjunum í aðeins 20 leikj- um á fimmtudag og hafa mögu- leikar Litinskayu til að vinna mótið þar með minnkað veru- lega. heimsvaldasinna. Auk þess beijast skæmliðar á Filippseyjum fyrir því' að koma þar á kommúnískum stjómarháttum. Marcos, forseti, sagði í dag um þá útlendinga, sem sakað hafa stjómina um kosningasvindl, að þeir væm „heimsvaldasinnar vorra daga", menn, sem ekki kynnu að una ósigri. Nefndi hann enga menn eða þjóðir með nöfnum en litið er svo á, að tilefnið hafí einkum verið sú samþykkt einnar undimefnda bandarísku fulltrúadeildarinnar, að beinni efnahagsaðstoð við stjóm Litinskaya er þó enn efst á mót- inu ásamt Nönu Alexandría, sem einnig er frá Sovétríkjunum. Sigur- vegari áskorendamótsins öðlast rétt til að tefla við heimsmeistara kvenna í skák, Mayu Chiburdanidze frá Sovétríkjunum. Marcos Marcosar skyldi hætt. Embættis- menn Marcosar sögðu í dag, að á næstu dögum yrðu menn sendir til Bandaríkjanna, Japans og ýmissa Evrópuríkja til að skýra fyrir ráða- mönnum pólitískt ástand á Filipps- eyjum. FYRRUM foringi í bandaríska sjóhernum var í dag ákærður í London um að hafa njósnað fyrir erlent ríki. Bresk fréttastofa segir, að hann hafi haft náin samskipti við Sovétmenn i ára- tug. John Bothwell, 59 ára gamall, fyrrum foringi í bandaríska sjóhem- um, var formlega ákærður um að hafa ætlað að afhenda fulltrúum ótilgreinds ríkis leynilegar upplýs- ingar oer var kveðinn upp yfír hon- GENfíl GJALDMIÐLA London, 21. febrúar. AP. GENGI dollarans var misjafnt eftir gjaldmiðlum á gjaldeyris- mörkuðum í dag. í Tókýó hækkaði dollarinn gagn- var jeninu og kostaði síðdegis í dag 183,35 japönsk jen (179,85). í London kostaði sterlingspundið 1,4442 dollara (1,45225). Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,3080 vestur-þýsk mörk (2,3085), 1,9357 svissneska franka (1,9170), 7,0900 franska franka (7,0825), 2,6050 hollensk gyllini (2,6050), • 1.271,00 ítalskar límr (1.569,00) og 1,3904 kanadíska dollara (1,3905). Kínverskur flugmaður flýr til S-Kóreu Seoul, 21. febrúar. AP. KÍNVERSKUR flugmaður flúði land á flugvél sinni og lenti heilu og höldnu á herflugvelli í Suður- Kóreu í fylgd suður-kóreskra herflugvéla, að sögn varnar- málaráðuneytis landsins. Vélin sást í ratsjá ásamt tveimur orustuþotum Norður-Kóreu. Þær rufu lofthelgi landsins og varð það til þess að loftvamarmerki var gefíð, þar sem ekki var vitað hvem- ig í pottinn var búið og búist við árás þessara flugvéla. Eftir um 13 mínútur var Ijóst hvað um var að vera og var lífíð í borginni fljótt að komast í eðlilegt horf. Kínveijar hafa óskað eftir fram- sali manns og vélar. Boeing 747 hætt komin í flugtaki Harare, Zimbabwe, 21. febrúar. AP. ELDUR kviknaði í einum hreyfli Boeing 747 þotu breska flugfélagsins British Airways er hún var í flugtaki á flugvell- inum í Harare í Zimbabwe á föstudag. Flugstjóri þotunnar hemlaði þegar er vart varð við bilunina í hreyflinum og höfðu nokkur dekkjanna brunnið upp er þotan nam staðar við brauta- renda. Farþegar sem um borð vom komust allir ómeiddir út úr þotunni. Ekki var kunnugt um hvað olli bil- uninni í hreyflinum en unnið er að því að rannsaka hann. um gæsluvarðhaldsúrskurður. Hilt- on Cole, starfsmaður Scotland Yard, þeirrar deildar, sem fer með þjóðaröryggismál, sagði, að Both- well hefði verið handtekinn sl. sunnudag þegar hann var að reyna að laumast úr landi. Fyrr um daginn hefði einhver hringt í hann og flutt honum dulbúin skilaboð. Breska fréttastofan skýrði frá því í dag, að Bothwell hefði játað fyrir lögreglunni, að hann hefði haft samskipti við Sovétmenn í ára- tug og m.a. verið milligöngumaður þeirra og Suður-Afríkumanna vegna viðskipta, sem Sovétmenn vildu að fæm leynt. Þessi frétt hefur ekki verið opinberlega stað- fest. Bothwell er kvæntur breskri konu og hefur lengi haft þann hátt á að búa annað misserið f London og hitt í Aþenu í Grikklandi. 1 m Veður víða um heim Lœg.t Hæst Akureyri +7 heiðskírt Amsterdam +6 +2 heiðskírt Aþena 10 16 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlín +10 +3 skýjað Brussel +10 0 heiðsklrt Chicago +1 2 skýjað Dublín +1 3 skýjað Feneyjar 6 þokum. Frankfurt +4 +12 heiðsklrt Genf +4 0 skýjað Helsinki +12 +9 skýjað Hong Kong 12 17 heiðskírt Jerúsalem 7 16 skýjað Kaupmannah. +10 LasPalmas +4 skýjað Lissabon 10 14 rigning London +5 +1 skýjað Los Angeles 12 17 heiðskírt Lúxemborg +6 heiðskirt Malaga 20 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Miami 19 30 heiðskfrt Montreal +3 4 skýjað Moskva +24 +14 heiðskirt NewYork 1 6 skýjað Osló +18 +10 skýjað Parfs +7 2 heiðsklrt Peklng +4 10 heiðskfrt Reykjavik +1 léttskýjað Ríóde Janeiro 22 37 skýjað Rómaborg 7 13 skýjað Stokkhólmur +11 +6 snjókoma Sydney 19 27 skýjað Tókýó 2 8 heiðskirt Vinarborg +2 1 skýjað Pórshðfn 0 skýjað Indverski lífsspekingurinn J. Kristhnamúrtí látinn: „Þú verður að efast um allt“ INDVERSKI lífsspekingurinn J. Kristhnamúrtí lést í þessari viku níræður að aldri, en hann var fæddur 11. maí 1895. Kristhnamúrtí var ungum ætl- að mikið hlutverk. C.W. Lead- beater, breski dulspekingurinn, uppgötvaði hann ef svo má segja þegar hann var 14 ára gamall. Taldi hann Krishnamúrtí miklum andlegum hæfileikum búinn og snemma festist það orð á að þar væri fæddur nýr mannkynsfræð- ari. Krishnamúrtí barðist hins vegar alla tíð gegn því að honum væri festur átrúnaður og kenndi að sannleikurinn um manninn fínnist aðeins í honum sjálfum og kenningar og kreddur geti ekki komið þess í stað. „Þú verður að efast um allt. You must doubt everything! Ég hef aldrei heyrt þyngri áherslu lagða á neitt en þá sem Krishnamúrtí lætur fylgja þessum orðum, og hann tekur sér þau oft í munn. Efínn vinnur skapandi starf, jákvætt starf, af því hann leiðir í ljós máttarviðina f mannlífínu. Þeir eru ekki þjóðfélagsbygging, heimspeki eða trú, þeir eru ekki neinir guðir, hvorki þessa heims né annars — þeir eru bein reynsla hins lifandi manns. Hann segir: Gefstu upp fyrir því sem erí Þetta er ekki uppgjöf, heldur sókn, meira að segja óstjómlega mikil þrekraun fyrir venjulega menn; við erum flestir þannig í stakk búnir. Hann segir „Að skilja hvað þú ert, án af- J. Kristhnamúrtí skræmingar, er upphaf dyggðar- innar.““ Þannig komst Sigvaldi Hjálm- arsson, rithöfundur að orði í grein sem hann ritaði þegar Krishna- múrtí var rúmlega áttræður. í greininni segir ennfremur: „Komandi kynslóðir kunna sennilega betur að meta mál Kris- hnamúrtís en við. Og þá mun sannast að hann leggur grundvöll að algerlega nýju lífskyni, lífskyni sem er stórkostleg bylting frá því sem er í dag, kannski „bylting- in eina“ í samfélagi mannanna á jörðinni?" Reiðir kartöflubændur hrúguðu 2.500 tonnum af kartöflum á götur f Morlaix í Frakklandi á miðvikudag til að mótmæla landbúnaðarstefnu stjórnvalda. Um 2 þúsund dráttarvélar dreifðu um 9.000 tonnum af kartöflum á vegi í fimm borgum í Brittany og uliu þessar aðgerðir miklu umf erðaröngþveiti. Askorendamót kvenna: Pía Cramling vann Mörtu Litinskayu Njósnamál í Bretlandi London, 21. febrúar. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.