Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 1
104SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 56. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 Prentsiniðja Morgunblaðsins Kashmír stjórnað frá Delhí Nýju Delhí, 7. mars. AP. KASHMÍR-fylki á Indlandi hefur veríð sett undir beina stjórn al- ríkisstjómarinnar í Nýju Delhí. Er það vegna mestu ofbeldis- verka gegn hindúum þar, frá því Indland hlaut sjálfstæði sitt áríð 1947, en meiríhluti íbúa í Kashmír játar múhameðstrú. Þessi ákvörðun fylgdi í kjölfar krafna þessa efnis í sambands- þinginu og í landsblöðum. Var fylk- isstjómin í Kashmír, undir forsæti Ghulams Mohammads Shah, ásök- uð um að hafa ekki brugðist við ofbeldi gegn hindúum undanfamar tvær vikur. Lögreglan í Kashmír segir múhameðstrúarmenn, sem fylgjandi eru sameiningu fylkisins við Pakistan, bera ábyrgð á of- beldinu. Vildi ekki vera hann sjálfur Mineola, New York-ríki, 8. mars. AP. SVO kann að fara að Joseph Bertis Randolph Miller sjái sig tilneyddan til þess að skipta um nafn, þar sem fyrrum skólafélagi hans, sem hann þekkti þó ekki nema litillega, gerði honum þann ljóta grikk að misnota nafn hans með þeirn hætti, að alls óvist er að honum takist að endurheimta mannorð sitt. Skólafélaginn fyrrverandi, Darrin Giraud, gekk í bandaríska land- og flugherinn undir nafni Millers. Hann var handtekinn, safnaði skuldum, lét skrá sig i eiturlyfjameðferð og sem alnæm- issjúkling, svo einungis fátt eitt sé talið af því sem hann gerði undir nafni Millers. í vetrarkyrrð í NorðurárdaJ Morgunblaðið/Snorri Snorrason Bandar íkj astj órn hefur áhyggjur af njósnum í skjóli Sameinuðu þjóðanna: Sovétmönnum skipað að fækka sendimönnum Lögregla handtek- ur konur Santíagó, Chiie^ 8. mars. AP. ÓEIRÐALÓGREGLA bældi nið- ur með táragasi og kraftmiklum háþrýstum vatnssprautum, mót- mælaaðgerðir um eitt þúsund kvenna gegn herstjórn landsins í miðborg Santíagó seinnihluta gærdagsins og handtók 75 þeirra. Tvær konur slösuðust. Þetta eru fyrstu mótmælaað- gerðimar gegn herstjórainni á þessu ár. Mannréttindasamtök kvenna stóðu fyrir mótmælunum, sem fóru fram á alþjóðadegi kvenna. Al- þjóðadagur kvenna er meðal annars viðurkenndur af Sameinuðu þjóðun- um, auk fjölda ríkja. Ríkisstjóm Pinochets herforingja er hins vegar ekki á sama máli og telur þessa viðurkenningu af marxískum toga spunna. Sameinuðu þjóðimum, 8. marz. AP. BANDARIKJASTJÓRN hefur fyrírskipað Sovétmönnum að fækka í hinu „óeðlilega fjölmenna starfsliði" þeirra hjá Sameinuðu þjóðun- um (SÞ) um 38% á næstu tveimur árum. í tilkynningu stjómarinnar segir að bandarísku þjóðaröryggi stafi hætta af fjölmennrí sveit Sovétmanna hjá SÞ. Alls eru 275 Sovétmenn með diplómataréttindi í aðalstöðvum SÞ en Bandaríkjastjóm fyrirskipaði að þeim skyldi fækkað í 170 fyrir 1. apríl 1988. í tilkynningu, sem dreift var til blaðamanna, segir að starf- semi aðalstöðva SÞ réttlæti ekki stærð sovézku sendinefndarinnar og yfírvöld hafí löngum haft áhyggjur af þátttöku sovézkra sendinefndarmanna í „iðju sem eigi ekkert skylt við starf aðalstöðva SÞ, þ. á m. í njósnastarfí". Ekki fékkst staðfest, hvort ákvörðunin um að fækka í sendinefnd Sovétrílq'- anna hjá SÞ hafí verið tekin í fram- haldi af nýjum uppljóstmnum um „Flúði“ Rússinn austur? Yfirmaður rússneskudeildar útvarps- stöðvarinnar „Frelsisins“ horfinn MUnchen, Vestur-Þýskalandi, 7. mars. AP. TALSMAÐUR útvarpsstöðvarinnar „Frelsisins", sem útvarpar á 13 tungumálum til ríkja Sovétríkjanna, sagði að óstaðfestar fregnir hermdu að yfirmaður rússneskudeildar útvarpsins hefði flúið til Sovétríkjanna. Maðurinn, sem unnið hefur hjá útvarpinu í 20 ár, hvarf 25. febrúar eftir að hafa tilkynnt um veikindi. Maðurinn heitir Oleg Tumanov og er 41 árs að aldri. Hringt var í útvarpið og sagði maður, sem neitaði að gefa upp nafn sitt að Tumanov væri í Moskvu. Tals- maðurinn sagðist ekki geta sagt um hvort þessar upplýsingar væm sannleikanum samkvæmar, því engar aðrar upplýsingar en þessar væm fyrir hendi um vemstað Tumanovs. Tumanov flúði frá Sovétríkjun- um 1965 með því að stökkva frá borði sovésks herskips, sem var á Miðjarðarhafínu. Vinstúlka Tu- manovs segir að með honum hafí horfið verðmætt frímerkjasafn, sem hann átti, en engir peningar hafa verið teknir út af banka- reikningi hans í Vestur-Þýska- landi. Um 1100 manns starfa fyrir útvarpsstöðvamar „Frelsið" og „Fijálsa Evrópu", sem útvarpar til landa Austur-Evrópu. Flestir em þeir flóttamenn austantjalds frá og mjög er sjaldgæft að þeir fari aftur austur yfír að sögn fyrmefnds talsmanns útvarps- stöðvarinnar. njósnastarfsemi nefndarmanna. Sendinefnd Sovétríkjanna er Qöl- mennari en tvær næst stærstu sendinefndir samanlagt; sú banda- ríska telur 126 menn og kínverska 116. Bandarikjastjóm hefur um árabil gert athugasemdir við meinta njósnastarfsemi Sovétmanna í skjóli SÞ. í skýrslu þingnefndar, sem fylgist með starfí bandarisku leyni- þjónustunnar, er þvi haldið fram að flórðungur sovézku sendinefnd- arinnar séu njósnarar og starf þeirra hjá SÞ sé yfirvarp. Óháð bandarísk rannsóknarstofnun segir að aðalstöðvar SÞ séu „sovézkt njósnahreiður". í fyrra takmarkaði bandaríska utanríkisráðuneytið ferðafrelsi sovézkra, afganskra, kúbanskra, íranskra, líbýskra og vietnamskra sendinefndarmanna vjð 40 km radíus út frá aðalstöðvun- um. Javier Peres de Cuellar fram- kvæmdastjóri SÞ vill ekki tjá sig að svo komnu máli um ákvörðun Bandaríkjastjómar. Hefur hann falið lögmönnum að kanna hvort ákvörðun fær staðist samninga Bandaríkjastjómar og Sameinuðu þjóðanna um aðaistöðvamar. Sovézka sendinefndin varðist enn- fremur allra frétta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.