Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986
'y
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Pósti snúið
við á Haga á
Barðaströnd
Póstmálaumræða í efri deild
Opinberum póststofnunum var víðast komið á fót í Evrópuríkjum
á 16. og 17. öld. í Danmörku 1624, í Svíþjóð 1636 og í Noregi 1647.
Kristján konungur sjöundi gaf út tilskipun um Póststofnun á íslandi
13. maí 1776. Opinber póstþjónusta hérlendis verður því 210 ára í
maímánuði næstkomandi, ef miðað er við tilskipun konungs. Opinber
þjónusta var hinsvegar sein í svifum, þá eins og oft síðar. Það dróst
sum sé til ársins 1782 að fyrsta póstferðin yrði farin. Miðað við þá
tímasetningu verða starfsár póstsins 204 á þessu ári.
Samkvæmt tilskipun konungs
„skyldi póstur ganga þrisvar á ári
úr hverjum landsfjórðungi til Bessa-
staða í tenglsum við póstskip milli
íslands og Danmerkur. Stjóm og
skipulag póstmála var í höndum
stiftamtmanns og sýslumanna. í
tilskipun konungs er skýrt tekið
fram að póstferðum sé fyrst og
fremst komið á fót til þess að áríð-
andi embættisbréfum verði greið-
lega komið áfram. Þetta kom fram
í framsögu Matthíasar Bjamasonar,
samgönguráðherra, er hann mælti
fyrir stjómarfrumvarpi að nýjum
póstlögum um miðjan síðastliðinn
mánuð.
Fyrsta póstferðin
Matthías Bjamason, viðskipta-
og samgönguráðherra, hefur þann
skemmtilega sið er hann mælir fyrir
frumvörpum er tengjast opinberum
stofiiunum, að rekja sögu þeirra
aftur í tímann; tengja saman fortíð
og samtíð og stefnumið í fyrirsján-
legri framtíð.
Fyrsta póstferðin hófst 10. febrú-
ar 1782. Pósturinn hét Ari Guð-
mundsson. „Hann lagði upp frá
Reykjarfirði við ísafjarðardjúp, hélt
þaðan um Ögur til ísafjarðar og
siðan gangandi alla firði suður unz
hann kom 16. febrúar að Haga á
Barðaströnd. Þar bjó sýslumaður,
Davíð Scheving. Þar sem pósturinn
hafði aðeins örfá bréf meðferðis
þótti sýslumanni ekki svara kostn-
aði að senda Ara áfram suður held-
ur bað hann vermann á leið suður
fyrir bréfin. Fleiri vóm póstferðir
ekki það árið og það var ekki fyrr
en 1785 að póstferðir í samræmi
við tilskipunina frá 1776 hófust
reglulega."
Þettá vóm orð samgönguráð-
herra. Og enn yngist pósturinn. Ef
við miðum við árið 1785 er regluleg-
ar póstferðir hófust, varð eða verður
íslenzk póstþjónusta 201 árs annó
1986.
Póstferðað fornum hætti
Á þjóðhátíðarárinu 1974 var farin póstferð að fornum hætti, frá Reykjavík i Skagafjörð norður.
Póstur var settur í kistur og þær á klakk. Þarfasti þjónninn, hesturinn, sem var eina „farartæki"
íslendinga um aldir, var að sjálfsögðu i aðalhlutverki i þessari „sviðsettu" þjóðlifsmynd — frá löngu
liðnum tima.
Davíð Scehving, sýslumaður,
hefur látið spamaðarsjónarmið ráða
ferð 1782 og mætti hagsýni hans
verða mörgum opinberum útgjalda-
smiðnum fyrirmynd á okkar dögum,
þegar langleiðina í fjórðungur ís-
lendinga á vinnualdri starfar hjá
ríki og sveitarfélögum eða stofnun-
um á þeirra vegum. Forskrift spam-
aðarins var og í tilskipun hans há-
tignar. Þar var gert ráð fyrir því
að sýslumenn mættu senda póst
með vermönnum, til að spara út-
gjöld.
Gjaldskrá fyrir íslenzka póst-
stofnun var gefin út 8. júlí 1779.
Burðargjald hvers bréfs er þar til-
greint tveir skildingar úr einni sýslu
í aðra. Síðan bættust tveir skilding-
ar við fyrir hveija sýslu sem bréfið
var flutt um. Það hefði því verið
dýrt að senda sjálfum sér eða öðrum
vinarkveðju „hringveginn“ ef hann
hefði til verið á þeirri tíð.
Ifyrstu póstlögin vóru sett árið
1907. Þeim lögum var breytt nokkr-
um sinnum unz ný heildarlöggjöf
var gefin út 1921. Síðast vóru sett
heildstæð póstlög 1940.
Færð í nútímahorf
Samgönguráðherra sagði m.a.,
er hann mælti fyrir frumvarpi að
nýjum póstlögum, að markmið
þeirra væri „fyrst og fremst að
lögfesta þær breytingar á þjónustu
póstsins, sem þegar eru að nokkru
leyti komnartil framkvæmda. Jafn-
framt eru tekin inn ákvæði sem
nefndin, er frumvarpið samdi, taldi
að horfðu til bóta, svo og er þess
freistað að færa ákvæði núgildandi
laga í nútímahorf. Frumvarpið er
flutt hér nánast óbreytt frá því sem
nefndin skilaði þvi, með einni und-
antekningu þó.
Eins og fram kemur í athuga-
semdum við frumvarpið lagði
nefndin til að það nýmæli yrði tekið
inn í frumvarpið að póstgíróstofunni
verði heimilað að veita viðskipta-
mönnum sínum hliðstæða þjónustu
og bankar og sparisjóðir veita varð-
andi inn- og útlán. Á þetta var
ekki fallist en það er að sjálfsögðu
opið fyrir þingnefnd að taka málið
upp ef þingmönnum sýnist svo. Ég
ákvað að taka þetta út úr frum-
varpinu af þeirri einu ástæðu að ég
tel, eins og fleiri, að nóg sé til af
bönkum í þessu landi . . .“
Frumvarpinu er skipt í átta kafla.
Sá fyrsti fjallar um skilgreiningu
verksviða og markmiða, annar um
einkarétt póstþjónustunnar, þriðji
um póstleynd, fjórði um meðferð
pósts, fimmti um gjaldskrá og frí-
merki, sjötti um skaðabætur, sjö-
undi um viðurlög.
Athugasemdir
þingmanna
Þrír þingmenn tóku þátt í fyrstu
umræðu efri deildar um póstlög:
Kolbrún Jónsdóttir (Bj.-Ne.), Eiður
Guðnason (A.-Vl.) og Skúli Alex-
andersson (Abl.-Vl.).
Sá fyrsti gerði að umtalsefni
einkarétt póstsins til að bera út
skriflegar sendingar milli manna
og staða. Kolbrún spurði hver áhrif
frumvarpið, ef lögfest yrði, hefði á
rétt annarra, er t.d dreifðu tilkynn-
ingum frá félögum og fyrirtækjum.
„Er ekki kominn tími til að við
stokkum þetta upp og léttum svolít-
ið á þessari einokun"?
Eiður sagði póstgíróstofuna þeg-