Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atyihna
Veiðihús
Ráðskona óskast til starfa í veiðihúsi á
NA-landi nk. sumar. Þeir sem áhuga hafa á
starfinu sendi umsókn með upplýsingum um
fyrri störf til augl.deild Mbl. fyrir 15. mars
merktar: „Veiðihús —0343“.
Rafeindavirki
eða maður með reynslu í rafeindaiðnaði ósk-
ast til starfa sem fyrst.
Starfið er aðallega fólgið í samsetningu og
prófun rafeindatækja.
Upplýsingar í síma 681091.
Hugrún sf., Réttarholtsvegi 3.
Húsvörður
Húsfélag óskar að ráða húsvörð fyrir fjölbýlis-
hús í Kópavogi (Engihjalla) frá 1. apríl 1986.
Starfið felst meðal annars í ræstingu, ýmis-
konar viðhaldi og eftirliti. íbúð fylgir starfinu
ásamt öðrum hlunnindum.
Umsóknum er tilgreini aldur og fyrri störf
sendist augld. Mbl. fyrir 18. mars merktar:
„Húsvörður Engihjalla — 0624“.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Hjúkrunarframkvæmdastjóri óskast
við Landspítalann, handlækningasvið, frá 1.
maí nk. Æskilegt er að umsækjandi hafi sér-
menntun í stjórnun eða sambærilegt sér-
nám.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 8.
apríl nk.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Land-
spítalans í síma 29000.
Aðstoðarlæknir óskast við krabbameins-
lækningadeild frá 1. apríl nk.
Upplýsingar veitir yfirlæknir krabbameins-
lækningadeildar í síma 29000.
Hjúkrunarfræðingur óskast á legudeild
geðdeildar Barnaspítala Hringsins.
FÓStra óskast á legudeild geðdeildar
Barnaspítala Hringsins.
Þroskaþjáifi óskast á legudeild Barnaspít-
ala Hringsins.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr-
unarframkvæmdastjóri legudeildar geð-
deildar Barnaspítala Hringsins við Dalbraut í
síma 84611.
Læknaritari óskast í fullt starf á hand-
lækningadeild Landspítalans. Stúdentspróf
eða sambærileg menntun áskilin ásamt góðri
vélritunar- og íslenskukunnáttu.
Upplýsingar veitir skrifstofustjóri handlækn-
ingadeildar í síma 29000.
Ljósrnæður óskast til afleysinga á fæðing-
ardeild Landspítalans.
Upplýsingar veitir yfirljósmóðir í síma 29000.
Deildariðjuþjálfi óskast við iðjuþjálfun
geðdeildar Landspítalans 31 -C.
Upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi geðdeildar
Landspítalans 31 -C í síma 29000.
Starfsmenn óskast nú þegar á dag- og
skóladagheimili ríkisspítalanna að Kleppi.
Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil-
isins í síma 38160.
Starfsmenn óskast til ræstinga við geð-
deild Landspítalans, bæði á Landspítalalóð
og Kleppi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri geð-
deildar Landspítalans í síma 38160.
Reykjavík, 10. mars 1986.
Skrifstofustarf
Innfiutningsfyrirtæki vill ráða starfskraft á
skrifstofu hálfan daginn eftir hádegi við síma-
vörslu og vélritun.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Morgun-
blaðsins merktar: „Rösk — 0625“.
Starfskraftur
Útgáfufyrirtæki mánaðarrits leitar eftir
starfskrafti til að annast innheimtu, út-
breiðslu og einnig til almennra skrifstofu-
starfa. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálf-
stætt og hafa bifreið til umráða.
Þeir sem áhuga hafa á starfinu sendi um-
sóknir með upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf til augld. Mbl. fyrir fimmtudag-
inn 13. mars merktar: „Tímarit — 0626“.
BORGARSPÍTALINN
LAUSAR STÖDUR
Staða reynds aðstoðarlæknis við lyflækn-
ingadeild Borgarspítalans er laus frá 1. júní
nk. Umsóknir sendist yfirlækni deildarinnar
sem jafnframt veitir allar upplýsingar.
Staða deildarstjóra á almenna skurðlækn-
ingadeild A-5 er laus til umsóknar. Umsókn-
arfrestur er til 20. mars. Upplýsingar veitir
hjúkrunarframkvæmdarstjóri skurðdeildar í
síma 681200-201.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á skurð-
deildum Borgarspítalans: Á almenna skurð-
lækningadeild A-5 og A-4, heila- og tauga-
skurðdeild og legudeild slysadeildar A-3.
Um er að ræða hefðbundið vaktafyrirkomu-
lag en einnig vaktir frá 8-13 og 17-22.
Hærri laun eru greidd fyrir fastar næturvaktir.
Tvær stöður aðstoðardeildarstjóra á svið-
um almennra skuðlækninga og háls-, nef-
og eyrnalækninga á skurðdeildum Borgar-
spítala eru lausar til umsóknar.
Sérnám í skurðhjúkrun og starfsreynsla er
áskilin.
Umsóknum þarf að skila fyrir 1. apríl 1986,
til hjúkrunarframkvæmdastjóra skurðdeildar-
sviðs, sem einnig gefur nánari upplýsingar.
Staða hjúkrunarfræðings á uppvöknun
tengdri aðgerðarstofur háls-, nef- og eyrna-
deildar á skurðstofum spítalans er laus til
umsóknar. Vinntími er 8-14 virka daga.
Hjúkrunarfræðingar — geðdeild
Hjúkrunarfræðingar óskast á geðdeild Borg-
arspítalans A-2.
Dagvaktir — kvöldvaktir.
Starfseminni er skipt upp í teymi, sem léttir
og auðveldar vinnu á deildinni og eykur
fagleg samskipti. Fræðsla er tvisvar í viku
og taka allir starfshópar þátt í henni.
Arnarholt
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á geð-
deildum Borgarspítalans, Arnarholti. Vinnu-
tími er frá 7.30-19.30, 3 daga í röð, síðan 3
dagar frí. Húsnæði er á staðnum fyrir þá sem
þess óska.
Fríarferðirfrá Hlemmi.
Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu hjúkr-
unarforstjóra í síma 681200-207 alla virka
daga.
Starfsmaður óskast á saumstofu Borgar-
spítalans. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma
681200-264 á dagvinnutíma.
Röntgentæknar óskast til starfa við röntg-
endeild Borgarspítalans. Upplýsingar gefnar
á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma
681200-207.
Reykjavík 9. mars 1986.
BORGARSPÍTAIINN
<>681200
Byggingavöru-
verslun
óskar eftir manni til lagerstarfa nú þegar.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt,
vera röskur, reglusamur og áreiðanlegur.
Umsóknir skulu sendar augl.deild Mbl. eigi
síðar en 12. mars merktar: „P - 3297“.
Meðferðarheimili
einhverfra barna
Trönuhólum 1, Reykjavík
óskar eftir að ráða þroskaþjálfa, fóstru eða
meðferðarfulltrúa frá og með 1. apríl n k.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 79760.
Hárgreiðslusveinn
Hárgreiðslusveinn eða meistari óskast.
Upplýsingar á staðnum eða í síma 17840.
SALON Á PARIS
Nýja húsinu við Lækjartorg,
Hafnarstræti 20, sími 17840.
BORGARSPÍTALINN
LAUSAR STÖDUR
Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar
Sumarafleysingar
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til
sumarafleysinga á hinum ýmsu deildum
Borgarspítalans.
Möguleikar eru á hálfum vöktum þ.e. frá
8-13 og 17-22 auk hefðbundinnar vakta-
vinnu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif-
stofu hjúkrunarforstjóra í síma 681200-207
alla virka daga.
Reykjavík9. mars 1986.
BORGARSPÍTALINN
° 681200
ST. JOSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Lausar stöður
Hjúkrunarfræðingar:
— Handlækningadeildir.
— Lyflækningadeildir.
— Svæfingadeildir.
Sjúkraliðar:
— Lyflækningadeildir.
— Handlækningadeildir.
— Hafnarbúðir.
— Barnadeild.
Einnig óskast hjúkrunarfræðingar
sjúkraliðar til sumarafleysinga.
Boðið er upp á aðlögunarkennslu fyrstu vik-
urnar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist skrifstofu hjúkrunarfor-
stjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma
19600-220-300 frá kl. 08.00-16.00 alla virka
daga.
og
Reykjavík 6. mars 1986.