Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 pliúrfmii Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Þing Norður- landaráðs Rólegt var yfír þingi Norður- landaráðs, sem lauk í Kaup- mannahöfn á föstudag. Yfir því hvíldi einnig skuggi morðsins á Olof Palme. „Voru menn hóg- værir, lítið um athugasemdir og fátt um snörp orðaskipti," sagði Páll Pétursson, fráfarandi for- seti Norðurlandaráðs, um þingið í Kaupmannahöfn í Morgun- blaðsviðtali í gær. Honum hefur líklega verið ofarlega í huga fjaðrafokið í kringum þingið í Reykjavík fyrir ári, þegar hart var tekist á utan þings og innan um hin fjölbreyttustu mál. í ræðu á þinginu í Kaup- mannahöfn gat Sverrir Her- mannsson, menntamálaráð- herra, um nýlegar lyktir á hand- ritamálinu og sagði meðal ann- ars: „Samningur íslendinga og Dana um handritamálið er lýs- andi dæmi um alþjóðlega sam- vinnu eins og hún gerist best.“ Undir þessi orð skal tekið og einnig það, sem Betel Haarder, menntamálaráðherra Dana, sagði við undirritun lokatillagna um skiptingu handritanna og samstarfssamning þjóðanna: „Þessi einstæða samvinna ís- lendinga og Dana á sér ekki hliðstæðu í heiminum." Á þinginu í Kaupmannahöfn var unnið að framgangi marg- víslegra mála, sem ekki ber hátt í fjölmiðlum eða umræðum um stjómmál en skipta miklu fyrir þá, sem í hlut eiga. Þannig hljót- um við íslendingar sérstaklega að fagna því, að tillögu um að koma á fót norrænni líftækni- stofnun á íslandi var vísað til ráðherranefndarinnar. í því felst, að málið er komið á sam- norrænt framkvæmdastig. Hindranir geta þó enn verið lagðar í götu þess og virðist Finnum sárt að sjá á eftir líf- tæknistofnuninni hingað til lands. Að óbreyttu skal þess þó vænst, að fallist verði á þau rök, sem liggja að baki tillögunni um að stofnunin rísi hér. Þá er fagnaðarefni, að vel var tekið í tillöguna, sem flutt var að frum- kvæði læknanna Snorra Ingi- marssonar og Þórarins Sveins- sonar, um norrænt samstarf í krabbameinsrannsóknum. Skömmu áður en norrænir stjómmálamenn hittust í Dan- mörku höfðu Danir ítrekað þátt- töku sína í Evrópubandalaginu (EB) í þjóðaratkvæðagreiðslu. Danskir jafnaðarmenn vildu að tillagan um aukið samstarf Evrópubandalagsþjóða yrði felld í atkvæðagreiðslunni. Þeir urðu undir en á þingi Norðurlanda- ráðs sagði Anker Jörgensen, formaður þeirra, að Dönum fyndist sem menn annars staðar á Norðurlöndum væm hlynntir aðild Dana að EB og teldu sig hafa gagn af henni. Hann bætti því síðan við, að í hreinskilni sagt þætti sér það mun æski- legra, ef fleiri norræn ríki sýndu áhuga á beinni aðild að banda- laginu. Með því væri tryggt, að hugmyndir Norðurlandamanna settu meiri svip á þróun sam- vinnunnar í Evrópu. Með þessu hreyfír Anker Jörgensen, sem nú tekur við sem forseti Norðurlandaráðs, máli, er tvímælalaust á eftir að setja svip sinn á umræður um stöðu Norðurlanda í fjölþjóðlegu sam- starfí. Líklegt er, að á næstu ámm verði það til dæmis ofar- lega á dagskrá í Noregi, hvemig háttað skuli samstarfí við Evr- ópubandalagið. Kemur vafa- laust einnig að því hér á landi, að stjómmálamenn þurfí að huga meira að þessum þætti utanríkismálanna en þeir hafa gert um nokkurt árabil. Merkilegt framtak Félag einstæðra foreldra hefur nú tekið í notkun nýtt neyðar- og bráðabirgðahúsnæði í Reykjavík. Félagið hefur þegar rekið slíka starfsemi í fímm ár og hefur nú yfír að ráða allt að 20 íbúðum fyrir einstæða for- eldra, sem þurfa á húsnæði að halda um skamman tíma. í janúar 1986 höfðu 106 foreldrar með 131 bam búið í húsi félags- ins í Skeijafírði, frá því að það var opnað. Framtak Félags einstæðra foreldra miðar að því að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Rekstur húsnæðisins byggist á því, að hann standi sjálfur undir sér. Starfsemin er ekki aðeins til fyrirmyndar hér á landi held- ur hefur hún vakið athygli í nágrannalöndunum, þar sem ýmsir hafa lýst áhuga á því að geta fetað í fótspor félagsins. Fyrir opinberar stofnanir, sem vinna að því að aðstoða fólk við útvegun húsnæðis, eins og Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, hefur verið ómetanlegt, að slík starfsemi hefur verið rekin af einstaklingum. Á mörgum sviðum félagslegr- ar aðstoðar vinna einstaklingar stórvirki og létta þannig undir með sameiginlegum sjóðum borgaranna. Félagi einstæðra foreldra ber að þakka frum- kvæði til aðstoðar þeim, sem þarfnast hennar oft á örlagarík- um og erfiðum tímum. „Leiftursókn gegn verðbólgn“ Alkunna er, að hugtök og heiti vega oft þyngra á metunum í stjómmálum, en mál- staður og röksemdir. Það er að sÖnnu þægi- legt og skynsamlegt, að auðkenna stefnur og sjónarmið með skýrum hætti, en stundum geta pólitískar nafngiftir líka villt sýn og komið í veg fyrir réttan skilning á mönnum og málefn- um. Um þetta eru ótal dæmi og má til skýringar nefna hversu grátt hugtökin „hægri“ og „vinstri“ eða „ftjálshyggja“ og „félagshyggja", nú eða „róttækni" og „íhaldssemi", hafa verið leikin í stjórn- málaumræðunni. Dæmi af öðru tagi, en hins vegar jafn þýðingarmikið í þessu viðfangi, er heitið sem Sjálfstæðisflokkur- inn valdi stefnuskrá sinni fyrir þingkosn- ingamar í desember 1979: Leiftursókn gegn verðbólgu. Þetta heiti var að vísu ágæt lýsing á yfírlýstu markmiði flokksins, sem var að ná verðbólgunni niður í alls- heijaratlögu í stað hægfara aðlögunar, en hjá mörgum virðist það hafa vakið aðrar hugrenningar. Andstæðingar flokksins gripu það á lofti og fullyrtu, að stefnan fæli í sér atlögu að lífskjörum almennings. Ef henni yrði hrint í framkvæmd myndi það leiða til stórfellds atvinnuleysis og íandflótta. Þjóðviljinn kallaði hana „leiftur- sókn gegn lífskjörum", sem frægt er, og því hefur verið haldið fram, að þessi útúr- snúningur allur hafí ráðið úrslitum um það að Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki því fylgi í kosningunum, sem búist hafði verið við og öll rök hnigu að. Nú má vitaskuld segja, að sjálfstæðis- menn geti sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu þurft að vera samhentari í því að benda á, að leiftursókninni var sannarlega ekki stefnt gegn lífskjörum almennings sem slíkum, eins og andstæðingamir héldu fram, heldur gegn versnandi lífskjörum, sem og kom á daginn eftir að henni var hafnað. Ýmsir áhrifamiklir talsmenn flokksins brugðust í þessu efni. Sjálfstæð- ismenn hefðu kannski líka átt að velja stefíiuskrá sinni hógværara heiti. Á þetta benti Jónas Haralz raunar í grein hér í blaðinu í miðri kosningabaráttunni. „Ég hef orðið var við það,“ skrifaði hann, „að titillinn „leiftursókn" hefur orðið ýmsum ásteytingarsteinn. Með þessu vali var auðsjáanlega ætlunin að leggja sem mesta áherslu á skilning flokksins á mikilvægi þess tvenns, að sóknin gegn verðbólgunni yrði að sitja í fyrirrúmi fyrir öðru og að sóknina yrði að hefja með snörpu átaki. Á hinn bóginn hefur nafngiftin óneitanlega á sér nokkum áróðursblæ og getur vakið hugmyndir, sem ekki eru í neinu samræmi við orð og anda stefnuskrárinnar sjálfrar." Og sjálfstæðismenn drógu vissulega sína lærdóma af óförunum, svo sem stefnuskrá flokksins fyrir þingkosningamar 1983, „Frá upplausn til ábyrgðar", er til vitnis um. Þar er orðið „leiftursókn" hvergi að fínna, en hins vegar talað um „samstillt átak þjóðarinnar allrar" gegn verðbólg- unni. Það þurfti hins vegar enginn að fara í grafgötur um það, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafði ekki áhuga á því að halda áfram þeirri „hægfara niðurtalningu" verðbólg- unnar, sem ríkisstjóm Gunnars Thorodd- sen taldi sig vera að vinna að. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn boðaði leiftursóknina í nóvember 1979 var verðbólgan rúmlega 80%. Að loknu rúmlega þriggja ára tíma- bili „hægfara niðurtalningar" í maí 1983 var verðbólgan orðin 130%! Þá fyrst skap- aðist grundvöllur fyrir „leiftursókn gegn verðbólgu", sem af pólitískum ástæðum mátti ekki nefna sínu rétta nafni. Með róttækum stjómarráðstöfunum, sem í fyrstu fólust einkum í því að stöðva víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags, tókst á þremur mánuðum að ná verðbólgunni niðurí 13%. Stefnan framkvæmd Að sjálfsögðu er margt ólíkt með hug- myndinni að leiftursókninni 1979 og fram- kvæmdunum 1983 og samningunum 1986. Sjálfstæðismenn stefndu t.d. að því árið 1979, að fjármagna ýmsar „hliðarráðstaf- anir“, s.s. skattalækkanir og uppbætur handa láglaunafólki, með 10% niðurskurði ríkisútgjalda. Það er sambærilegt við lækkun núverandi fjárlaga um rúma þijá milljarða króna. Nú er hins vegar gert ráð fyrir því, að lækkun óbeinna skatta verði mætt með umfangsmikilli Iántöku innan- lands og halla á ríkissjóði. Það breytir ekki hinu, að grundvallarhugmyndin í stefnu sjáifstæðismanna frá 1979 hefur unnið sigur. Sú kenning, að annað hvort verði verðbólga snarlækkuð með hröðu og samstilltu átaki eða hún verði alls ekki hamin, hefur reynst rétt. Það er síðan athyglisvert að hugsa til þess hvaða önnur atriði, en leiftursókn gegn verðbólgu, voru boðuð í kosninga- stefnu Sjálfstæðisflokksins 1979 og þóttu þá mikil nýmæli. Þar má nefna, að ákvarð- anir um vexti skyldu færðar frá ríkisvald- inu til markaðarins, banka, sparisjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Jafnframt þessu yrðu leyfðir verðtryggðir banka- reikningar. Hið fyrmefnda er þegar orðið að veruleika að nokkru leyti og stefnt að lögfestingu þeirrar stefnu í Seðlabanka- frumvarpinu, sem nú er fyrir Alþingi. Hið síðamefnda er nú líka fyrir hendi og hefur leitt til aukins spamaðar, sem er gífurlega mikilvægur fyrir þjóðarbúið. Fjögur önnur atriði er rétt að nefna. í fyrsta lagi var stefnt að því að verðlag yrði gefíð fijálst undir eftirliti og losað um innflutnings og gjaldeyrishöft, þ. á m. hinn óvinsæla skatt á ferðamannagjald- eyri. Þessu hefur verið hrint í framkvæmd. I öðru lagi var stefnt að því, að jafnvægi kæmist á milli framboðs og eftirspumar eftir búvöru. Að þessu er enn unnið og þar hafa orðið miklar breytingar á örfáum árum. í þriðja lagi var stefíit að því, að gengissig íslensku krónunnar yrði stöðvað eftir ákvörðun fískverðs. Sama hugsun er að baki ákvæðanna um fast gengi í samn- ingunum um mánaðamótin. Loks er að nefna fyrirheit um afnám þeirra skatta, sem vinstri stjómin kom á, s.s. sérstaks skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, en það hefur ekki tekist að efna nema að litlu Ieyti. Sársauki og fórnir Um það er ekki deilt, að ráðstafanir þær sem núverandi rikisstjóm greip til sumarið 1983 voru sársaukafullar og bitnuðu af þunga á launafólki. En rökin að baki leift- ursóknarinnar vom einmitt þau, að sigur yrði ekki unnin á óðaverðbólgunni nema með sársauka og fómum. Ákjósanlegast væri, að vinna verkið í snöggu átaki svo sársaukinn yrði skammvinnur og fljótt unnt að hefja uppbyggingu á ný. Sjálf- stæðismenn bentu á, að tilraunir hefðu margsinnis verið gerðar til að ná verð- bólgunni niður í áföngum og þrátt fyrir nokkum árangur á fyrstu tveimur stjóm- arárum ríkisstjómar Geirs Hallgrímssonar (er verðbólgan hrapaði úr 54% í 26%) hefði ætíð sótt í sama farið. Stefna áfangalækk- unar hefði verið reynd, en mistekist hrapal- lega. Eitt af því, sem kann að hafa spillt fyrir framgangi leiftursóknarinnar 1979, var það hugarfar, sem Iangvarandi óðaverð- bólga hafði skapað hér á landi. Fólk var farið að trúa því, að óðaverðbólgan væri óhjákvæmilegur fylgifískur efnahagslífs- ins. Menn horfðu til nágrannalandanna, þar sem verðbólga var lítil en atvinnuleysi mikið, og ímynduðu sér, að valkosturinn hlyti að vera verðbólga eða atvinnuleysi og kusu hið fyrrnefnda. Svo vom auðvitað líka þeir til, sem högnuðust beinlínis á MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 . ... i'.—* ^ .• ' l~" »^ *(.1) i.'« r i’i—. • . , s—:-rr rr x j 1 i— 4* REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. mars r>r> síocr Sjálfstæðisflbkkurinn boðar: Leiftursókn (tíkisútgjöld lækkuð um 35 milljarða — Tekjutrygging til lágtau fólks — Gengissig stöðvað — Verðtryggðir bankareiknini aó v sA hefy-i ti! bæitn* itskj*rs <*r. fyrvi taklsi *? r>n* á v trtWÚKunnk i er xú »taAr>'ja<L ww ókják'.a-B-lItjft *t nú fyrir i d-^ina b»rlast i >«jíu M. finunstti þirl »iíí j fns&Bgidorar ákvkrðsiúr i álfum srriN«ir>» ; ú.r síidf > fí'.iid xinní líi;} viusiri Mtfúr»nti»n»t um i »«; sspp i wsíiuu frfáf-tynds ; í' r;>rk« flníh**.vt'fna. f.*'kka [mrf r;kÞút*)»l4 er«ii«»r* »* ko>«ö '< r:V»r a.sfrar.ru dóhakfi i prninud «»lum. StOðvn [>»rf vtilhjrkkdnir ka-.ipK)«M- »« rrúis*s, fcinslremur rr «»«ísy.Rteíff nftstrxfv* gr:«*i<xf« i ir«»«ftr.ar. Rá<V tdí*RÍr xtvn vttöáóiííuur.; vsró* aiJ ■.<ra ny.g ; Múkm vú hfíjaxr údrfr «»«f *<: f«fja i rxwk.a'reöir li! cj"- |>><i'-.>r?«dmh kVJur.* x|r*\ wuð->nlrira« undirhunirgt -r iokfé. vi<«- : fi«<»!*if*f>*r*»x faíia Jien : **r N»Ni*;x->x»!»»}!. k; ; -;>í»* íx>k»<t»x : »‘»*k*«*. <r .! í;;'->r>t.>x* ***«. <>><'(*■(*<•' Á **J«a: *t>* «x »* » = Sátgft !*»:»( OnMWwt. hrrwÍH’ bxwk'*f»>*k*t»<. 8búr*x< «*?*»*». if*wl •'<>*- Mrífi. <•'■;' 11x11*»'*««», (< rx-»<<c: <*: á***»r 'Ux.r<*#t«x, v«r»J>r>»»»>r » tdwoo.MkJ.: » Tilraun PLC út um þúfu r.;*ff>*»*f<í>c*k< i »(■»»*<: <■> (<M ».*KX i «>■<:& ritkr»*ff : >.<«* x* Wosctt fí-« «» »A rn ■■ ■»» *»>!>** «: W»#x(x,x>* * :>■*< >> «: k>or«*l t «»<!*(X» .................. <»< « 4<'<XÓ<«*J>»VÍfttS* Í t<Vx<X4 *á ff <J fc*Jt > jf : «**»> 1<»K*X' Bauðst tílaðfara <«o(:>í*». «s .1 «y* * <-*■•> fí::h»x* kx»«* <t» Kcs-x-mr : *•* x*< «i«** .:**.<«k*x«x *.x:> **f i*xi* •» *><t*íx þfirr* Vx<: ».-tt ■*» : ,at.v(*« fe*Jxt ■ fekt <Mx< : 'iOÐvu/m - *. t-mbrr i»?» —2*4. **. 'huldið hefur ( hótunum Skölarannsöknir undir hnifinn Leiftursókn gegn lífskjörum 'toðar óhefta mark- ~ * — ðshyggju og erknda tóriðju > kynnt y*r kntúxft****«>*•* >*nv*hf*M rtír*krm«<W *■' r*tln*»<tí v*rí < Jrv> t>*> *t «*t*4*«>*>*,<»> *»*> * ie i Minien A *i«w tS *< <>i twvdtvn,?. (>*■<< ,<*><g.-fn>»o-»< *« :«*a#l *><.«« **<*. :<r- v,,,•>* > *<;. 4,*H*, «* i<nn» *, >»-. .,,.v..ya>>r %*«#&*#** WStWWÍf tw «<*•■••* '■> - •; «>'>■' *k#t*« *i M.1 >(*«><*» <«j <Vv**»•■■».>,>■»>*>. l;4JM>.(U*»«lt «« ASt* 1*4 *»*<{* **«> »lrí«i»> » f> >«>,>5. 4, t«rmdvV«- Siib*i*rt<»tl<M*«»!>>* ;«•*' *>V>'A-f A<tí'*(<.«n<W «<* «*<« HAk\>*n\* if tvi iytif • ;»*,■*#•<.' *A vvoví ni&ut*l rltOfcir's (*>;>*>»«>,« wj *<>.< t»> zenQÍfl tnK { tMfttnv fMwto «i bvi ><ti ♦»**«« iyrú A*%ni/Ht*t - «t *t<wt#fek.un *v> i<$re,<*&>> n#»Uði <\t> *»>■> .' itA því «v* >,»w« ♦.k'" wrrt Mr At< v>ð. >;» (.«*, *, »«..%’«<■ K***k<r< ni&jt Þ»<kr *rór'*»i<t» ÍMfKfevr, i»>»(lx«>d.trt)df«, A» IXxVtóvr *» ,'«>*» * t<»mJ0«O)W rtkltrrti, ♦<( rt#»t«HHr,'t4m**j<W* W f )*»**<«)»joð* iðrufto* , itttodðr *« «*lm*í*t'Vðttvr ♦«<(*»«* *A xtomt* ! v*»i*at»«r«*ntr «tg* *A y*t» 1 bömtvm vifttklpt* i m\ *fek( r(fet*»t^nðr t*ftMl»f»fe*«,\«. i :i()U>J(H)Al \KIKirhKW ALl Sl iX Vildi 3-500 MVV til álbræðslu á íslandi rmM* »»#<■)*«, ÍTrír- £**£ j Orkan áttí ut) >»,<MJ.«(.,» >*Kð. *fek< ottsððdf 4 (ttMön. ivm lilnek t) > V»*> ðtwðökt Vwð,'#o -*'»«> »»»!ð , lt!4(»t • >•,<»*. V»,ft> thnkjMðHum f,»m»x».t rxjt *t t.ttixxn r*}i xwði i>)'xa>on*A*rv#r* • vtxdi, l <’t*'0lV*r}< dvfe.r, < Unittm.'4 <>»>;(v (tötvm » 1' ♦ittMk ♦ m <w •♦♦kr A* ..***' * •kýrUv VkðrmftMMfMUr mfeðbv) #4r*.*d«tl) »»«►( *, 'nni iýr,tt**i 6 «><Jv WWWífe, «r ♦>*»*; »l»tt>v*«,k fe!*il»!«4,' v*m\ ..l*>liv,vs».n »>»*fe{4rvo\ðn' >vt«i»(* ‘( hív^4«t)ktl«vfeM»* #U)»rhðli»fe4‘*rítk **m Jijfett ♦itttofekwtDv, b«<ut nofektt, *»on» *«!♦ ♦»*.*, >yt>t »<*$*t *ó bvwtt Þ*ð v«r.V,r »>»n) A>Þv4*>H<*kurim. Mrm ufe* *f> I*r *& vmn* « ítVfetfevt m*ð »v*W<OV »Hvr k(N.mrtjt*t, — ivro tilttek i ilnwhitinu 1981 '84 k*t»r n* »*<4 i**6 >»»>***> w >.>4*n*»»<*,vr 4,.»> *«*« y »v.*4 >a *—.„ -w> w< .0 ttrt. «•<<« >■> »♦♦<<«>• < ,I»A*»»4* * ¥.<*>« « (. G-iistinn í Reykjavík Sjá slöu 6 vv'fe.:;*.’***>*> ■ V*rfe«*>.*,» *< ►»♦*'* *>,«*< K*U tt«« fcrr ♦*,»»*• <* *M<»<n*tM»gw. v«*-*,;«v>vc »>» »< Wifr. . ! .....» •*» þ*<i »»*;** '•*> ■ » *»»•*> M-kww ferWw* »«>*; .»»><»,««*»„.»*»w. *» **».» >» kr> t*t(V4>4 mtw *»W» >>> . >■* tfetWvýt •'♦• ♦«. •*•*• i -**<r>*. M«r*V,<» 4,1* VVtV *«.«< ,V»W. ,«»«♦» *tW«»*N« Jd*tt*<„ *n»*d»v» *»v,r í 4 »r •» »•»,»> fe»» fe»» *»*4> •**' <»1»» <,,* *" «♦>>, t W 4, >•*" * •»)•”'» \ *fe V*».v> ’A* «*» > ,v*»»Mt* >*»; »> S*»VV*»»,A«»* ♦■!«.<«')’**'* **>♦«> w*v*.' r-*» v* k*«v>;*fet ** **>*«< »»«*»,♦** **t*j**r«* AHAk «*»W» «*r\*tmj*«* V »>•* <;,v *«* STOPNAD 10i:i - n»»w»ia!«n, mwífíAR <»w> nýrrn kj;v>-ife9»inmí»ga: V erðbólga 7-8% < »> :- ,»x.»-x* M. i.\...-|.-\.‘> i MMJH-J. >-Mí- ; Iwvt) )>;->■>!- (*.»♦(>».)« »n> <><* <:4 >«jt mt* «*r,t\<xv>o« fe»«.v< |í «»»»'*•*»< (.'fewX -xiRi ASÍ »•■„.■n-ai\»fev>w!x. ' «<:«»»!«> ‘ »w!—\.««OMi,. |.»>,.do Yix\>\«>>.V!,«<*A\<'.v:«t» w«» Xx>«(»fev(.VXA« *»v,xwv>,«r < *r«í»V »-) vv»rx >«•»» Mgtnu <uer:i v» ,-»..■ jj *x< < t,v!,<v|««.. .Vt *»V! <-r *tv» >M ttrk *»rfxxt-.x:ik!«w» ■«<»»>.<».» ij ttr* «*)(».♦ k .!>-k» w.Mvr x> •rtOAxdíx ; >x.»fe«». w» k*» j * >»>0«. v.*k • >tf\4»v. ,w.\. 'vv; ♦«»» »»d!< »**v m*<> || fe-Xx ,,«»*«*>: *\ !«!»■ ,.«<»' .,.,•»> > «A»r> >>>!r ««rV, (9S* f »r *»»:>*‘ yrrt rk,> *yv!r #:>r<; iv— xd fj*>v«»>:'>» fcW>«;.:*.\»V'. )';.' .««- *♦,>,**» W»rr,-sj*4xx«« ««* „n>»v,.raw(x# vxrS *>x vx.feiv-*>p.>!«y\.\w*>: <.foy>;«\,vt.,Áo‘. www \».v, '«*x> t >»r vt CtW v»»*xr »»><<( < W-,,'x»VW»»x %t Mráw >♦>;«««, J, r*rfe«»«rff»fe». x* jwrar. rvr, ,.» <;< w»\>>iww,i wjx i,»M(«•»»:,, »>r» x.<:*>' xv x» *>>>VKfe\.') *x)«c<w>»>,x *»<rá>xráw»»V' rá*>t »»«);),.>'>•*«»> *v:x, K>V.úrtUxow» v*.*>>- rfr»*M. x <...»!> vfe««» ,y,» >-\,lr>;> 1 .l->; »»• *r »v.,,\ ,’* ..*«<« vi.'rá.vcK x.' rS»w W'r»x*,i*» ll'inWAW'x, í m ,x‘>\w *<)fe»,‘, * l-.vu«rá>: ,'iio-M. ,».\>«x*,-i-».' s:*>rá.«v:>».‘»' »! lí! 4rv«vfex v: 'V'wVk !*wv.\!»%-fej vx».« -MaAi' ; W j >• «»;:«»■ ♦< «* fe«.f ; Vwrá. fxS j >r»« A:>I : tkt»’ \**\ >«,.. ti < ýtráSráfeX Vrtxw ► •x>*v< -x-'SvSr, j »Yj»»ráj^xfe*« xxVxwó-V. VVfen ; ».*>>)« \*!'.(..'V»<.> * ! »fe«rf« »rá.w,,vV V»'**rá.»' Í lr»t‘irá.>««j»»»> ; • )x»w wswx* «•: ÍS.4X W ♦* ; Þráfefer « ' > -»-*» > * S \,,.‘:f.0>.,.- rffenw fe fc*!.«i. ; «»‘V»»: 4 *»<»*>>.• »<>>>«»:,y» ra» ! U <:». »>-: (V ♦ fvv^« «J><jm!«.vr' «K *rá 5* 4 *•'!>•<»:„« » %«:*rv !*«ra'xMW! ÍÁráV fefejSíí vovfev *':v;«-\\r >>! fe-i tráMX-xi fex-ránn < e»i.*v\ MM v,»fe> jrfe ..... fe*. hw-Vfeo:, A,«www!x> .ráxKraw** fw «aV; fe(J,ý>>xxxx,fc»:x>» )>fcw»*» n* <.'«•»»»>■ ». vfe Aráxfeww,- íráwvt- raVfev »,>, fe-í.v«-f> *ix* wx.K< «,)»>: fe*»r*«««www*‘ i Jráfe f>r *-»>« m \xw>Jnfefe> ilfnfejfcwlM*, •'A* *' V*-isfera« «r f IBS iferáfew.; x ww;.* .. V < >‘fe«o o, • opiV, Kf)i-w«0)b)t r« j>>->\- „■„—-—>■. ráxi. w»fe >. ,.r rafe íy»»- > :*.-^i,x.,«*x,. J'j.'-Ai, x.»«! rá-fe» l* tfeWOMM fe « ; Vixi.ó-ti •rrg-k -.fefvrrá S i»-fefe» kri. <■ ; fefe fcívfe «■*> >v*4w *» «>'-. »>>.- ■ - ' »fe> Á*ii»iMmiur StefánsHon foi-seti .V|J»ýön-«irai»»ndf» islaniis: Umrangsmikil niðurfærsla og sííft aðhaid í gengismáhim eru meg^nfom'ixiur í«*mnín(fju«na .(•*»• ♦:» ffcrá. »* ►■*;, >«a-xx.*-x, «-rar» «« rárátra «, ««*♦«' <,\■ vM,-feo,,vw-„. <r» li. rárávra, <»-*» t*A íyrx. M r*- fv) rfefe* 1»>x»\ a* )-\x»o •> >-«• wrrá* 4 *>o»»»d •«**.-»» »»rfc«fe*». ÍM,- J^rár ril ráwx.. *•) IwA „r-V, .» fclrára «> >x,fc... y.V.) ywx fcoW-1 fevirra.-* «x«J; <wrv»í> rávra „>, rax,ra--x.*x, <-, voirxidfciráV*. 1 —w»*W ,w' fc<»* Mw«\»«Oferádfeo 1 x‘XO»‘-,.l. vt'w* »<■««< !-.>«* «*X'.,)-«AWÍJfe—fcr-VA ■>>' ,. ',v-,v<:«»,.»*xfefe >•>'.•<.<-, .* ,,« V«v>fei )«w !;A\»»:)» *>w\. - :«w!« ráídfcfeXj : Jw\<» <w.j*V>».'V»: fe> Forsiða Morgunblaðsins 9. nóvember 1979 þegar boðuð var „Leift- ursókn gegn verðbólgu". Forsíða Þjóðviljans 9. nóvember 1979. Þar var strax snúist gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins með útúrsnúningi. Forsíða Morgunblaðsins 27. febrúar 1986, þar sem greint er frá hinum sögulegu kjarasamningum á dögunum. verðbólgunni, enda var ranglát fíármuna- tilfærsla eitt af höfuðeinkennum hennar. Þáttur stjómmálamanna skiptir einnig miklu máli í þessu sambandi. Þeir hafa tilhneigingu til að taka skammtímahags- muni fram yfir hagsmuni til lengri tíma. Þeir hneigjast líka til, að taka mið af sjón- armiðum skipulagðra sérhagsmunahópa, en átta sig síður á hagsmunum hinna óskipulögðu almennu borgara, s.s. dæmi sparifjáreigenda á verðbólguárunum er til marks um. Eins og fyrr var vikið að æddi verð- bólgán stjómlaust áfram á ámnum 1980- 1983 og hraði hennar var um 130% vorið 1983. Þá var mælirinn loks fullur og eftir kosningamar í maí náðist samstaða milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um atlögu gegn verðbólgunni með afnámi vísi- tölubindingar launa. Þjóðin var þá orðin langþreytt á gömlu úrræðunum og fullyrða má, að almennur skilningur hafi ríkt á nauðsyn og réttmæti þeirra ráðstafana, sem ríkisstjómin greip til. Sumarið 1984 mátti hins vegar sjá þess glögg merki, að óveðursský voru að hrannast upp. Laun- þegár og forystumenn þeirra voru að missa þolinmæðina. Biðin eftir uppbyggingu atvinnulífs og viðreisn kaupmáttar í kjölfar hinnar miklu lækkunar verðbólgu var orðin of löng. Þetta leiddi til harðvítugra verk- falla á haustdögum og sem kunnugt er vom þær kjaradeilur leystar með gamal- kunnum hætti: launahækkunum, sem atvinnuvegimir gátu ekki staðið undir. Verðbólgan fór af stað á ný og nam á árínu 1985 32,7%. Á síðustu þremur mán- uðum var hraði verðbólgunnar síðan orðinn rúmlega 36%. Hefðbundnir kauphækkun- arsamningar hefðu leitt til enn meiri verð- bólgu. Kjarasamningar o g hugarfarsbreyting Kjarasamningamir á dögunum era til merkis um hugarfarsbreytingu, sem ör- ugglega má rekja til þess árangurs er náðist í viðureigninni við verðbólguna á fyrstu starfsmánuðum núverandi ríkis- stjómar. Verkalýðsformgjar hafa áttað sig á því, að vísitölubinding launa tryggir ekki kaupmáttinn og Ieiðir aðeins til ófam- aðar. Þeir höfðu uppi stór orð þegar vísi- tölukerfið var afnumið, en nú hafa þeir sannfærst um að þetta kerfi gat ekki gengið. Fyrir vikið eru þeir líka meiri menn. Þeir hafa tekið hagsmuni umbjóð- enda sinna fram yfír stundarhagsmuni og pólitíska einkahagsmuni. Kjarasamningamir em auðvitað gerðir á ábyrgð samningaaðila, vinnuveitenda og verkalýðshreyfmgar. Þáttur ríkisstjómar- innar er hins vegar mikill, því hún hefur fallist á að beita sér fyrir umfangsmiklum aðgerðum í efnahagsmálum, sem ásamt samningunum miða að því að verðbólga hér á landi verði um 7-8% í árslok. Miklu skiptir, að víðtækt samkomulag verði um að virða þessa samninga, sem gerðir em við óvenju hagstæð ytri skilyrði þjóðar- búsins. Það er ekki víst, að annað eins tækifæri gefíst á næstunni til að koma verðbólgu á hóflegt stig (því útrýming verðbólgu er óhugsandi). Þung verður ábyrgð þeirra, sem reyna að svíkjast undan merkjum. Þáttaskil Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og fjármálaráðherra, sagði á fundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fímmtudagskvöld, að nýju kjarasamning- amir mörkuðu þáttaskil í stjórnmálum hér á landi. Með samningunum hefðu forystu- menn launþega og vinnuveitenda fallist á, að leggja efnahagslegar forsendur tií gmndvallar kjarasamningum. Hann rifjaði það upp, að fyrir frumkvæði sjálfstæðis- manna hefði verið reynt að fara sömu leið við gerð kjarasamninga haustið 1984. Þá hefði ekki tekist samstaða vegna þess að eining ríkti ekki um stefnuna innan verka- lýðshreyfingarinnar og jafnvel ekki innan ríkisstjómarinnar. „Við væmm komin lengra í framfarasókn og rekstrarskilyrði atvinnuveganna væm betri ef tilraunin hefði tekist haustið 1984,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, taldi að samningarnir mörkuðu sambærileg þáttaskil í efnahagsmálum og myndun nýsköpunarstjómarinnar 1944 og samkomulag um lausn kjaramála 1964. Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, vakti athygli á því síðar á fíindinum, að samkomulagið 1964 væri af mörgum talið eitt helsta stjómmálaafrek Bjama heitins Benediktssonar. Það væri ekkert launung- armál, að frumkvæðið að þeirri lausn kjaramála, sem nú tókst, hefði fyrst og fremst komið frá formanni Sjálfstæðis- flokksins og væri mikið pólitískt afrek. Á því leikur ekki vafí, að Þorsteinn Pálsson hefur styrkt stöðu sína í Sjálfstæðisflokkn- um og meðal þjóðarinnar með forystuhlut- verki sínu í samningunum. Miklu skiptir að eftirleikurinn verði í samræmi við það, sem að er stefnt, og í því efni stendur formaður Sjálfstæðisflokksins og fíármála- ráðherra í eldlínunni. Hugmyndir þær, sem hann kynnti í ræðu sinni á fimmtudaginn, um markvissar aðgerðir til að eyða halla ríkissjóðs í kjölfar samninganna eru allrar athygli verðar. Frá þessum hugmyndum var greint hér í blaðinu á föstudaginn og sú þeirra, sem er hvað forvitnilegust lýtur að opinberri fjármálastjórn. Fjármálaráð- herra sagði, að starfsmenn Fjárlaga- og hagsýslustofnunar hefðu hafíð undirbún- ing að gerð „rammafjárlaga", sem byggð- ust á því að dregið yrði úr miðstýringu í fjárstjórn ríkisins og ábyrgð dreift til ráðu- neyta og stofnana. Breyting af þessu tagi er fagnaðarefni vegna þess að hún felur í sér hvort tveggja, tímabæra valddreifingu og aukna möguleika á skynsamlegri nýt- ingu fíármagns. Nafnsiðir íslendinga Nafnvenjur íslendinga eru eitt af sér- kennum tungu okkar og menningar. Sama er að segja um stafróf okkar. Mikilvægt er að vemda þessi einkenni. Nafnsiðimir eru t.a.m. ekki aðeins þjóðemislegt metn- aðarmál, heldur má færa rök að því að þeir séu ríkur þáttur í þeim jafnnræðishug- myndum, sem íslendingar aðhyllast og þekkjast ekki meðal margra annarra þjóða. í nýlegu hefti tímaritsins Nordisk kon- takt, sem Norðurlandaráð gefur út, er fjallað um íslenskar nafnvenjur í viðtali við Baldur Jónsson, formann íslenskrar málnefndar. Þar vekur hann athygli á því, að í ýmsum ritum á vegum Norður- landaráðs eru nöfn íslenskra manna af- bökuð. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, er t.d. látinn heita Hermanns- son, Steingrimur. Sami snúningur er á nöfnum annarra íslendinga. Það er eins og frændur okkar í öðmm norrænum löndum viti ekki, að hér á landi er ekki við lýði ættamafnakerfi (þótt ættamöfn séu vitaskuld fyrir hendi), heldur föður- nafnakerfi. Og það er eins og þeir viti ekki heldur af tilvist stafanna ð, þ og æ eða broddanna yfir sérhljóðunum á, é, í, ó, úogý. Ánægjulegt er að lesa það í hinu nor- ræna tímariti að nokkur vilji er fyrir því, að gera hér bragarbót á (og í því efni er dæmi Nordisk kontakt til eftirbreytni), en einhver embættismannastirfni virðist þó ráða því, að þetta mál er enn ekki komið í höfn. Norðurlandaráð er vettvangur ís- lendinga, sem sjálfstæðrar þjóðar, og það hlýtur að teljast réttmæt krafa að tunga okkar sé virt til fullnustu í opinbemm gögnum ráðsins. „Að sjálfsögðu er margt ólíkt með hugmyndinni að leiftursókninni 1979ogfram- * kvæmdunum 1983 og samning- unum 1986. ... Það breytir ekki hinu, að grundvallarhug- myndin í stefnu sjálfstæðismanna frá 1979 hefur unnið sigur. Sú kenning, að annað hvort verðiverð- bólga snarlækkuð með hröðu og samstilltu átaki eða hún verði alls ekki hamin, hefur reynst rétt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.