Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 61
98eiSHAM e HUOAaUtíVlUg .aiöAJSMUOHOM ‘ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 61 t Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, BJÖRN JÓHANNSSON, völstjóri, Lyngmóum S, Garðabæ, lést 5. mars. Jóhann Björnsson, Ingunn Símonardóttir, Guðný Jóhannsdóttir, Berent Sveinbjörnsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Vilborg Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, og systrabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóöir, STEINUNN BJÖRG HINRIKSDÓTTIR, Skipasundi 71, lést föstudaginn 7. mars. Sigurjón Jörundsson, Þuríður Hilda Hinriksdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Jóna Gréta Sigurjónsdóttir, Atli Helgason, Anna Ólafsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR, Njálsgötu 3, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. mars kl. 13'30' GunnarS. Hólm, Þórhildur H. Gunnarsdóttir, Skjöldur Þorfinnsson, Garðar H. Gunnarsson, Kristfn Þórarinsdóttir, Viktorfa H. Gunnarsdóttir, Aðalbjörn H. Gunnarsson, Þorkell H. Gunnarsson, Guðlaug Hjaltadóttir, Margrét H. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um eiginmann minn, son, föður, tengdaföður oa afa, , JÓN GUÐMUND KRISTINSSON, skipstjóra, Skólagerði 10, Kópavogi, sem drukknaöi í Vestmannaeyjum 12. febrúar, fer fram i Kópa- vogskirkju mánudaginn 10. mars kl. 13.30. Jóhanna Halldórsdóttir, Emilfa Benediktsdóttir, Kristinn Helgi Jónsson, Hafdfs Bjarnadóttir, Emilfa Dröfn Jónsdóttir, Jón Þórlr Jónsson, Anna Helga Jónsdóttir, Rudolf Kristinsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, OLGEIR SIGURÐSSON, Súluhólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miövikudaginn 12. marz kl. 15.00. Ingibjörg Árnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóöur, MÁLFRÍÐAR GUDMUNDSDÓTTUR, ferfram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. rhars kl. 10.30. Geir Herbertsson, Guðrún Geirsdóttir, Guðbjörg Geirsdóttir, Hálfdán Örlygsson, Geir Geirsson, Anna Sólmundsdóttlr. t Alúöarþakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RÓSU iVARS, Hávallagötu 11, Reykjavfk. Agnar ívars, Jón ívars, Guðlaug Erla Björgvinsdóttir, Guðrún fvars, Zophanfas Þ. Slgurðsson, Svava Felixdóttlr og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför unnusta míns, fööur, bróður og mágs okkar, HARALDAR ÁSGEIRSSONAR, prentara. Marfa V. Ragnarsdóttlr, Sólvelg ösp Haraldsdóttir, Helga Ásgeirsdóttir, Einar E. Sæmundsen, Bjarni Ásgeirsson, Guðlaug Rögnvaldsdóttlr, Jóhanna Ásgelrsdóttlr, Slgurður Þorkelsson, Margrót Ásgelrsdóttlr. Guðbjörg Þorvarðar- dóttir — Minning FœddS.júlí 1906 Dáin 24. febrúar 1986 Amma er dáin. í þetta sinn kom dauðinn ekki á óvart. Söknuðurinn er sár en þó er þakklæti ofar sorg- inni í hugum okkar vegna þess hve skjótt og þjáningarlaust hún fékk að fara. Amma fæddist 3. júlí 1906 á Bakka á Kjalamesi. Foreldrar henn- ar voru Málhildur Tómasdóttir og Þorvarður Guðbrandsson. Hún var elst 11 systkina, sem öll komust upp, og kveður hún fyrst þeirra. Minningar um ömmu streyma fram. Ég er elsta bamabam hennar og ólst upp hjá afa og ömmu fyrstu tvö ár ævi minnar. Þá mynduðust tengsl, sem aldrei rofnuðu. Sú skemmtilega tilviljun varð að við amma kynntumst báðar mönnum okkar á Kjalamesi og báðar giftum við okkur á Mosfelli. Afa mínum, Gunnari S. Hólm, giftist amma 7. nóvember 1931 og eignuðust þau 6 böm. Bamabömin em orðin 17 og bamabamabömin em 11. Til ömmu gátum við alltaf leitað og Njálsgata 3 var miðstöð fjöl- skyldunnar. þar hittum við bama- bömin ættingja okkar og fyrir bragðið kynntumst við stærri hluta af ættmennum en annars hefði orðið. Það sem einkenndi ömmu öðm fremur var hennar góða skap. Hún átti alltaf til bros. Fyrir tveim- ur ámm varð amma mikið veik og upp frá því gekk hún ekki heil til skógar. Þá komu best í ljós um- hyggja og ástúð afa. Hann gerði ailt sem í hans valdi stóð til þess að amma gæti verið heima, og bjó henni gott ævikvöld með aðstoð bama sinna. Mánudaginn 24. febrú- ar kom kallið. Hún lést á afmælis- degi fyrstu langömmubaraa sinna. Veðrið var einstaklega bjart og fallegt og sú vissa að amma eigi eftir að taka á móti okkur öllum gerir sorgina Iéttbærari. Elsku afí, guð gefí þér styrk á þessum tímamótum. Ásthildur Á óvenju fögmm febrúardegi í byijun góu lauk Guðbjörg Þorvarð- aidóttir, Njálsgötu 3 í Reykjavík, hérvistardögum sínum. Einmitt á slíkum degi hlaut hún að kveðja, í birtu og stillu þegar daginn er að lengja og sól að hækka á lofti og hjörtu manna að fyllast nýrri von eftir skammdegismyrkur. Veðurlag dagsins minnti á skapgerð hennar sem ávallt bar svip heiðríkju .og stillu og alla tíð hefur líf hennar miðað að því, að gera öðrum lífíð léttbærara. Er ég gekk að húsi Guðbjargar þennan dag komu mér í hug orð tveggja drengja er ég heyrði eitt sinn á götu úti. Þeir stóðu utan við hús sem lengi hafði verið á bygging- arstigi og enginn búið í. Annar kallaði til hins „veistu, það er komin kona í þetta hús“. Fólk var sem sagt flutt inn. Út á götuna við hús Guðbjargar barst aftur á móti undarleg tóm- leikakennd. Þar var engin kona lengur. Hún hafði þó ekki gengið heil til skógar síðastliðin tvö ár eftir veikindaáfall. Enginn hugði henni þá lengra líf. Henni tókst þó að rífa sig ótrúlega upp úr þeim veikindum en líkaminn varð þó ekki sem áður og minnið fór að bregðast henni. Þessi ár vom henni þó á margan hátt góður tími. Hún lét erfiðleikana ekki hafa áhrif á geðslag sitt. Henni fylgdi alltaf gleði og léttleiki. Hún gerði góðlátlegt grín bæði að sjálfri sér og öðmm, sló ávallt á léttari strengi og lét ekkert buga sig. Með aðstoð góðra manna, þó einkum dætra hennar þriggja og eigin- manns, tókst henni að lifa eðlilegu lffí þessi síðustu ár og halda heimili sfnu óbreyttu til hinstu stundar. Ég kynntist Guðbjörgu ekki fyrr en hún var komin hátt á sextugsald- ur og hafði lokið sínu stærsta hlut- verki í lífínu að fæða og ala upp sex böm. Þann tíma bjó hún lengst af í sveit við lítil efni eins og algeng- ast var á fjórða og fímmta áratugi aldarinnar. Störf hennar þau ár hafa hvorki verið smá né auðveld. Nútímakonur eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra kvenna er fyrr á öldinni skiluðu hlutverki sínu án flestra lífsþæginda sem nú þykja sjálfsögð. Ég heyrði Guðbjörgu aldrei kvarta um eigin hagi. Hún lifði sínu lífí eins og skyldan bauð, tók því sem að höndum bar með stillingu og æðmleysi, lagði ekki eigin vandamál á aðra. I mínum huga er hún hetja hversdagslífsins. Guðbjörg var fædd á Bakka á Kjalamesi 3. júlf 1906. Foreldrar hennar vom Málhildur Tómasdóttir og Þorvaldur Guðbrandsson. Hún var elst ellefu systkina. Árið 1931 giftist hún Gunnari S. Hólm, sem lifir konu sína. Böm þeirra em fædd á ámnum 1932—1939. Þau em Þórhildur, Garðar, Viktoría, Aðalbjöm, Þorkell og Margrét. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í Reykjavík, en fluttu 1939 að Hurðarbaki í Kjós þar sem þau vom með búskap í 7 ár. Síðan bjuggu þau um tíma á Selfossi en fluttust svo til Suðumesja 1948. Þau hófu aftur búskap á Þórodds- stöðum á Miðnesi þar sem þau bjuggu í 8 ár en færðu sig þá um set inn til Keflavíkur. Eftir að bömin uxu úr grasi fluttu þau aftur til Reykjavíkur. Frá 1959 hafa þau búið á Njálsgötu 3, þar sem Gunnar rekur hús- gagnabólstmn. Guðbjörg sat ekki auðum höndum þegar um hægðist hjá henni. Hún fékk sér vinnu í þvottahúsi við' EUiheimiIið Gmnd og vann þar meðan aldur leyfði. Þessi ár var oft erilsamt á Njáls- götunni. Vina- og ættingjahópurinn var stór og bamabömunum fjölgaði ört og síðan einnig bamabamaböm- unum. Guðbjörg var félagslynd og gestrisin. Allra leiðir lágu þama fram hjá og þar var alltaf gott að koma. Frá henni fóm allir léttari í spori. Geðprýði hennar og glens smitaði frá sér. Með Guðbjörgu er gengin heil- steypt kona, sem alla tíð lagði sjálfa sig til hliðar en sinnti öðmm af einstakri ósérhlífni. Hún lagði ekki byrðar sínar á aðra en bar sigra sína jafnt sem ósigra hljóðlát og sterk. Þeir sem horfa nú á eftir henni sakna hennar. Heil kynslóð er að hverfa sem aldrei fæst endur- borin því breyttir tímar skapa ekki lengur slíkar persónur. En gott er að kveðja þann, sem góða heim- komu á vísu. Kristín Þórarinsdóttir Mánudaginn 10. mars verður til moldar borin tengdamóðir mín, Guðbjörg Þorvarðardóttir, Njáls- götu 3. Hún fæddist á Bakka, Kjalamesi, og ólst þar upp í stómm systkina- hópi. Hún giftist Gunnari S. Hólm, húsgagnabólstrara, og eignuðust þau sex böm, Þórhildi, Garðar, Viktoríu, Aðalbjöm, Þorkel og Margréti, allt myndar fólk. Þegar ég tengdist þessum hjónum var mér tekið opnum örm- um og eignaðist stóran hóp ættingja og vina þeirra. Guðbjörg var ein af þeim mörgu íslensku konum í þjóðfélaginu sem ekki mikið bar á. Hún fylgdist vel með úr fjarska og var fljót að sjá ef eitthvað var að og tilbúin að rétta þeim hjálparhönd, hver svo sem átti í hlut. Fyrir tveimur ámm veiktist hún en náði sér það að hún gat vericí heima á Njálsgötu 3 í góðri umönn- un eiginmanns og bama. Enginn kom svo í heimsókn að ekki yrði hann að þiggja kaffí, því það var hennar yndi að geta gefíð eitthvað, þó ekki væri nema í svanginn. Þá fóru ömmu- og langömmubömin ekki varhluta. Hosur og vettlingar og sitthvað fleira, er hún tíndi til handa þeim. Minningar hrannast upp í huga manns, er kveðjustundin rennur upp, og amma á Njálsgöt- unni er ekki lengur heima til að taka á móti stóra hópnum sínum. Blessuð sé minning hennar. Skjöldur Þorgrímsson Snowcem aftur á íslandi Byggingamarkaðurinn hefur tek- ið umboð fyrir SnOWCGITI og býður þér nú að sérpanta á húsið þitt. Við viljum vekja athygli þína á að: snowcem sem þú ætlar að mála með í júní þarft þú að panta fyrir 10. apríl. snowcem sem þú ætlar að mála með í júlí þarft þú að panta fyrir 10. maí. snowcem sem þú ætlar að mála með í ágúst þarft þú að panta fyrir 10. júlí. m MARKAÐURINN Mýrargötu 2, sími622422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.