Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 64
!®UGGUR ffgmilftftfrffr SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 VEW) í LAUSASÖLU 40 KR. Knattspyrnulandsliðið í keppnisferð: Fyrsta verk- efni nýja .-^Jjjálfarans LANDSLIÐIÐ S knattspymu heldur á morgun, mánudag, i keppnisferð til írak og Bahrain. Ferðin var fyrirhuguð um fyrri helgi en á síðustu stundu var henni frestað þar sem nauðsyn- leg gögn höfðu ekki borist frá írak. Nú er hins vegar allt klapp- aðogklárt. Sigfried Held, hinn nýráðni landsliðsþjálfari íslands, verður með í för og stjómar því liðinu í fyrsta skipti í þessari ferð. Guðni Kjartansson, sem þjáifað hefur liðið undanfarið, fer einnig með og sijómar liðinu ásamt Held. ___Landsliðið leikur tvívegis við landslið frak og tvívegis í Bahrain. Þegar landsliðshópurinn var val- inn er ferðin var upphaflega á dagskrá vora valdir 18 leikmenn. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur þeim nú fækkað um þrjá. Teitur Þórðarson var í haust dæmd- ur i eins leiks bann með landsliðinu og tekur hann það út í þessari ferð. Eggert Guðmundsson, markvörður sænska liðsins Halmstad, fer 16. þessa mánaðar í keppnisferð til ,^-jjGrikklands með liði sínu en Iandslið- ið kemur ekki frá miðausturlöndum fyrr en daginn eftir. Eggert komst því ekki með. Þá datt Mark Duffi- eld, KS, úr hópnum. Cahill (til vinstri) og Schwab með eintak af 1 Gutenbergs-biblíu. Vinlandskortið umdeilda. Vínlandskortið ófalsað? Nýjar rannsóknir hnekkja fyrri niðurstöðum NYJAR aðferðir tveggja visindamanna við háskólann í Davis í Kaliforníu við efnagreiningu pappírs og bleks hafa leitt í ljós að niðurstöður frá 1974 um að Vínlandskortið svonefnda væri falsað, og byggðar voru á blekrannsóknum, hafa ekki reynst á rökum reistar. Kortið fannst 1965 og er í eigu Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Það var í fyrstu talið teiknað á tólftu öld og vakti heimsathygli þar sem það sýndi hluta Norður- Ameríku, merktan Vinlandia ins- ula eða Vínlandsey, og þótti benda til þess að evrópskir menn hefðu fundið Ameríku á undan Kólumb- usi. Arið 1974 fannst vottur af títani í blekinu á kortinu og sér- fræðingar kváðu upp þann úr- skurð, að blekið væri blandað á 20. öld og kortið falsað. í nýjasta hefti bandariska tíma- ritsins Time segir frá því, að Richard Schwab sagnfraeðingur og Thomas Cahill eðlisfræðingur við háskólann í Davis hafí notað gamlan öreindahraðal, sem fannst í kjallara í háskólanum í Davis, til þess m.a. að efnagreina blekið á Vínlandskortinu og hafa þeir komist að því að títan í blekinu sé óveralegt en hins vegar mikið af kolefni sem bendi til hærri aldurs en áður var talið. „Við teljum að enn megi deila um það hvort kortið sé falsað," segja þeir SchwabogCahill. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Vextir á lánum til fyrir- tælda hækka úr 7% í 11% STJORN Lífeyrissjóðs verzlun- armanna hefur ákveðið að frá 1. mars sl. skuli „óafgreiddar lánsbeiðnir fyrirtækja, stofn- lánasjóða og banka, afgreiddar í gegnum bankastofnanir eða viðurkenndar fjármálastofnanir, með ávöxtunarkröfu sem fyrst um sinn skal verið hið minnsta 1% hærri en hæstu vextir spari- skírteina ríkissjóðs,“ eins og segir í samþykkt stjórnarinnar. Þetta þýðir að raunvextir sem þessir lántakendur þurfa að greiða, hækka úr 7% i a.m.k. 11%. Fram til þessa hafa lífeyrissjóð- imir lánað fjárfestingarlánasjóðum með 6% raunvöxtum, og þeir síðar- nefndu lánað út á 7% vöxtum. Þessi tala hækkar nú í 11% hið minnsta hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, því hæstu vextir spariskírteina rík- issjóðs era 9%, svo Lífeyrissjóður verzlunarmanna tekur 10%, og Fjármálaráðuneytið og Verðlagsstofnun: Kannað hvers vegna bílar hafa ekki lækkað til fulls „Hef fullan hug á að standa við gef- in loforð,“ segir Þorsteinn Pálsson Á VEGUM fjármálaráðu- sér fyrir að hrinda í fram- neytisins og Verðlagsstofn- unar er nú verið að vinna að athugun á þvi hvers vegna vísitöluálirif af tolla- lækkun bíla hafa ekki skilað sér að fullu. í samkomulagi Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda, sem ríkis- stjómin samþykkti að beita kvæmd, er gert ráð fyrir að tollalækkun bíla virki til lækkunar framfærsluvísi- tölu um 1,5%. í samkomu- laginu var ennfremur talað um að bUverð lækkaði um 30%. Er það samdóma álit ASÍ og VSÍ að þessi áhrif hafí ekki skilað sér að fullu síðustu daga. Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra sagði að ríkisstjómin hefði fullan hug á að standa við gefín loforð í þessu efni og því væri verið að athuga þetta mál. Verðlagsstofnun hefur undan- farið fylgst með verði nýrra bif- reiða og komist að því að tals- verður misbrestur er á því að tollalækkunin skili sér að fullu í verði bfla. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu sagði að ýmsar skýringar gætu verið á því. Það gæti haft áhrif að gengi erlendra gjald- miðla hefiir breyst á annan hátt en reiknað var með. Eins væri hugsanlegt að álagning væri sums staðar óeðlilega mikil. Loks væri það til í dæminu að tolla- lækkunin hefði ekki verið nægi- lega mikil. Þetta er nú til athugunar hjá sérfræðingum ríkisins, og sagði Höskuldur að niðurstöðu væri að vænta á mánudag. bankamir varla undir 1%. Guðmundur H. Garðarsson for- maður stjómar Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna, sagðist vilja taka það skýrt fram að hér væri ekki um hækkun á vöxtum að ræða á lánum til einstakra sjóðfélaga, heldur ein- ungis fyrirtækja, sjóða og banka. Guðmundur sagði að á síðasta ári hefði Lífeyrissjóður verslunar- manna lánað alls 578 milljónir króna, þar af 166 milljónir til fyrir- tækja, stofnlánasjóða og banka. Vaxtatekjur á síðasta ári hefðu verið 6,7 milljónum krónum hærri ef raunvextir hefðu verið 11% í stað 7%. Bankamaður, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að þessi ákvörðun stjómar Lífeyrissjóðs verzlunar- manna hefði í för með sér gjör- breytingu á stöðu rfldssjóðs á al- mennum skuldabréfamarkaði ef fleiri lífeyrissjóðir fylgdu í kjölfarið. Fram til þessa hefði ríkissjóður getað þvingað banka og lífeyrissjóði til að lána á 5—7% vöxtum, en boðið sín bréf með hærri ávöxtun. Nú væri ríkissjóður ekki lengur með hæstu ávöxtunina á markaðinum, heldur „flyti" markaðurinn yfír bréfum ríkissjóðs. Það þýddi að rík- ið væri gert ábyrgara fyrir þeim raunvöxtum sem almennt ríktu og gæti því ekki lengur leyft sér að hækka vexti sinna bréfa eftir geð- þótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.