Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 ÚR Æ VIOG STARFIÍSLENSKRA KVENNAII Guðrún Lárusdóttir Fyrsta bindið af þremur í þessu saf nriti eftir Björgu Einarsdóttur kom út fyrir jólin 1984. í öðru bindi eru 17 frásöguþættir þar sem höfundur fjallar um 24 konur sem uppi voru frá 1812 og til 1981.1 formála er þess getið að þættirnir séu ekki sagnfræði í eiginlegum skilningi, miklu fremur fróðleikur sem safnað hafi verið saman til að varpa ljósi á ævi og störf kvenna, og til að vekja athygli á að þar er mikil saga óskráð sem kemur ekki nema að litlu leyti til skila í almennri söguritun. Margar þessara kvenna sem hér segir frá voru brautryðjendur á einhverju sviði, gerðu garð sinn frægan eða voru þar sem miklir og sögulegir atburðir gerðust, urðu listaskáldi kveikja að ljúfsáru ástarljóði eða mikilvirkir rithöfundar sjálfar. Innan skamms mun annað bindi þessara þátta Bjargar Einarsdóttur koma á bókamarkaðinn og að likindum kemur þriðja og síðasta bindi þessarar þáttaraðar út fyrir næstu jól. „ Alþingismaður og rithöfundur" heitir næstsíðasta greinin í 2. bindi, þvi sem nú er senn að koma út, og er þar fjallað um Guðrúnu Lárusdóttur. Eins og kunnugt er var Guðrún önnur kona sem var kjörin á Alþingi og sat hún alls ' 8 þingum frá 1930 til 1938, en það ár féll hún frá með sviplegum hætti. Auk þátttöku sinnar I opinberum málum var Guðrún afkastamikill rithöfundur og tók þátt í félagsmálum. Morgunblaðið birtir hér kaflann um Guðrúnu Lárusdóttur með góðfúslegu leyfi höfundar. Iyfírgripsmikilli minningar- grein um Guðrúnu Lárus- dóttur sem Valtýr Stefáns- son reit fjallar hann um alþingismanninn, rithöfund- inn, félagsmálafrömuðinn og mann- vininn Guðrúnu Lárusdóttur. Hann telur að starf hennar muni lifa áfram, áhrifa hennar gæta í hjört- um margra og upp af frækomum umhyggju hennar og fómfýsi vaxi mikill gróður „sem heldur nafni hennar á lofti um ókomin ár.“ Með þessa fullvissu í huga kom það mjög á óvart er ung kona, rúmlega ,t þrítug og sem slík uppalandi næstu kynslóðar, svaraði því til þegar hún var innt eftir að hún þekkti ekki nafn þessarar konu og spurði á móti hver Guðrún Lámsdóttir hefði ver- ið. Þetta atvik færði heim sanninn um hversu fljótt fennir í sporin. En ekki er ástæða til að ásaka þá sem ekki vita heldur hina sem láta undan falla að viðhalda minningu merkis- beranna. Spumingu ungu konunnar hver Guðrún Lárusdóttir hefði verið var svarað á þá leið að hún væri önnur kona íslensk sem sæti tók á Alþingi og var alls á átta þingum, bæjarfulltrúi í Reykjavík í nokkur ár, frömuður í félags- og mannúðar- málum og mikilvirkur rithöfundur. *T í þessu svari fólust aðeins fáeinar útlínur á ævi hinnar merku konu sem fæddist árið 1880 og lést með sviplegum hætti 1938, þá í fullu starfí á mörgum sviðum. Hér verður tilraun gerð til að minna lítið eitt á konu sem hafði atgjörvi af þeirri gráðu að vel gat átt við hana hið fomkveðna: Ur henni hefði mátt gera þtjá menn og alia jafn mikil- hæfa. Atburðir gerast og tíðindi verða sem orka svo sterkt á einstaklinginn að hann man jafnan upp frá því öll tildrög þeirra. Hvað sjálfa mig áhrærir get ég meðal annars til- greint í þá vem þegar ég heyrði andlátsfregn Guðrúnar Lámsdótt- ur. Að svo hafí verið um fleiri hníga eftirfarandi orð í minningarþætti Guðrúnar Jóhannsdóttur rithöfund- ar frá Brautarholti: „Þegar sú harmafregn heyrðist setti alla landsmenn hljóða." Það var á sunnudegi árið 1938 í síðari hluta ágústmánaðar, var ég þá á sveita- heimili í Borgarfírði. Gesti hafði borið að garði og þeir, ásamt heimil- isfólki, sátu við dúkað kaffíborð í stofu. Rætt var um heima oggeima. Erlendar fréttir vom ofarlega á ^ baugi því ástandið í Evrópu var ótryggt. Vígbúnaður og útþenslu- stefna á meginlandinu, ólga í Tékkóslóvakíu vegna krafna Sudet- en-Þjóðverja um sjálfstjóm í sínu héraði, málamiðlunarstarf Breta, ótti Frakka um umsvif nágrannans austan Rínarfljóts, allt þetta gerði það að verkum að fjölmiðlar þess tíma tæptu á styrjaldarógn og þó fréttir bæmst þá seinna en nú var margt til umhugsunar í þessum efnum. Þá var riðið í hlað og þegar aðkomufólkið sem þar var á ferð hafði gengið til stofu, heilsað og tekið sér sæti var það innt tíðinda. Það sagði frá slysi við Tungufljót daginn áður. Bíll með fímm far- þegum hafði mnnið út af vegi í fljótið. Tveir menn björguðust en • þrjár konur dmkknuðu, þær Guðrún Lámsdóttir alþingismaður ásamt tveimur dætmm sínum uppkomn- um. Enn get ég heyrt þögnina sem féll á við þessi tíðindi. Hún var brotin þegar öldmð kona sem þama var stödd sagði. „Nú hafa margir sem lítils mega sín misst mikið." Umræður hófust að nýju en beind- ust í annan farveg. Rætt var um Guðrúnu Lámsdóttur, störf hennar að bæjarmálum í Reykjavík og í Iandsmálum, allir höfðu lesið eitt- hvað eftir hana og margir sögðu frá atvikum sem lýstu starfí hennar fyrir bágstadda. Sem að líkum lætur urðu margir til að mæla eftir hina mikilhæfu konu. Þeirra á meðal var Olafur Thors flokksbróðir Guðrúnar og samþingsmaður. Ólafur eins og aðrir sem með henni störfuðu mat hana mikils. Hann segir meðal annars: „Við fráfall Guðrúnar hafa smælingjamir misst sinn einlæg- asta málsvara á Alþingi," og hann bætir því við að hún hafí verið elju- söm og óþreytandi í baráttunni fyrir fatlaða og fátæka, aldraða og ein- mana, fyrir vangæfum bömum og fávitum, vandamálum drykkju- manna og fjölskyldna þeirra. Ólafur höfundur bókarinnar. segir að Guðrún Lárusdóttir hafí verið elskuð og virt af þúsundum manna og mest af þeim er best þekktu hana. Hann fer orðum um hversu óvenjulega góðan framsagn- armáta hún hafði í ræðu og riti, allt hafí legið opið fyrir henni í hverju máli svo hún greindi strax kjama frá hismi, prýðilega gefín, falleg og tíguleg er lýsing Ólafs Thors á Guðrúnu. „Þreytu lést hún ekki þekkja," segir þar ennfremur „enda þótt hún væri önnum kafín frá morgni til kvölds og afkastaði margföldu dagsverki." Svo mælti stjómmálaforinginn þegar hann við fráfall Guðrúnar leit yfír lífsferil hennar. Guðrún fæddist að Valþjófsstað í Fljótsdal 8. janúar 1880. Móðir hennar var Kirstín Katrín ein §ölda margra bama þeirra Guðrúnar Sigríðar Lámsdóttur Knudsen, kaupmanns í Reykjavík, og Péturs Guðjohnsen söngkennara og organ- ista við Dómkirkjuna um áratugi. Er mikill ættbálkur frá þeim organ- istahjónum kominn og margt hæfí- leikamanna. Kirstín ólst að mestu upp hjá Pétri Péturssyni biskupi og konu hans Sigríði Bogadóttur. Faðir Guðrúnar var Lárus Halldórsson prófasts á Hofí í Vopnafírði Jóns- sonar og Gunnþómnnar Gunn- laugsdóttur dómkirkjuprests í Reykjavík Oddssonar. Lárus var prestur á Valþjófsstað og prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi. Hann gerðist árið 1885 prestur fríkirkju- safnaðar á Reyðarfírði og sat fyrst á Gmnd í Eskifírði en síðar á Kolla- leim. Árið 1899 gerðist séra Láms prestur fríkirkjusafnaðar í Reykja- vík en lét af starfí árið 1903 er úfar risu með honum og þeim söfnuði. Hann lést 1908 og hafði þá síðustu árin meðal annars stýrt prentverki í Reykjavík, talinn gáfumaður og skáldmæltur. Um skeið var séra Láms alþingismaður Sunn- Mýlinga. Guðrún var þriðja í aldurs- röð sex systkina og höfðu elstu bömin tvö látist í bemsku. Yngri systkin hennar vom Halldór hrað- ritari í Reykjavík, Pétur sem var fulltrúi á skrifstofu Alþingis og Valgerður fyrri kona séra Þorsteins Briem á Akranesi. Systkinin nutu öll heimafræðslu og systumar til jafns á við bræðuma. Oll urðu þau vel að sér og má geta þess að Guðrún hafði auk Norðurlandamál- anna vald á ensku og þýsku. Æskuheimili Guðrúnar er lýst svo að það hafí verið með glæsileg- um myndarbrag og menningarsniði. Kristin viðhorf og einlæg trúarvissa einkenndu daglegt líf, faðir hennar var gott sálmaskáld og fræðimaður. Móðir hennar var skáldmælt, söng- hneigð og samdi sjálf lög, hljóð- færasláttur var dagleg iðkun. Sem dæmi um hvem sess tónlistin skip- aði á heimilinu má nefna að prests- hjónin stofnuðu kór með bömum sínum og sungu þau margraddað. En systkinin gengu einnig að öllum venjulegum störfum sem heyrðu til á íslensku sveitaheimili á þeim tíma, og systumar lærðu tóvinnu og hannyrðir af móður sirmi. Guðrún hneigðist fljótt til ritstarfa og um fermingu tók hún að gefa út hand- skrifað blað sem gekk á milli bæj- anna í sveitinni. Þar ritaði Guðrún um áhugamál sín og hún vildi snemma láta aðra njóta góðs af því sem var hennar sannfæring. Hún ritaði um bindindismál, kven- frelsi og réttindamál almennt, trú- málin vom og jafnan ofarlega í hug hennar. Fyrir uppörvun frá föður sínum tók Guðrún að þýða úr er- lendum máium. Munu fyrstu sögur þýddar af henni hafa birst í blaðinu Framsókn sem mæðgumar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir gáfu út á Seyðisfirði skömmu fyrir aldamótin. Undir handleiðslu föður síns þýddi Guðrún, þegar hún var átján ára, tvær merkar bækur: Spádómar frelsarans eftir J.G. Matteson og Tómas frændi eftir Harriet Beecher Stowe. Haft er eftir Guðrúnu á þessum ámm að hún vildi hafa fæðst piltur svo hún hefði getað orðið prestur en til þess stóð hugur hennar „ ... þá hefði ég tekið við starfí föður míns á Reyðarfírði" rifjar austfírsk kona upp löngu síðar eftir Guðrúnu. Sú kona varð áheyr- andi að því er Guðrún við heimsókn Fjölskyldan á Ási um 1926. Fremri röð f.v.: Kristín Lára, Guðrún Lárusdóttir, Sigrún Kristín, Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, Guðrún Valgerður. Aftari röð: Halldór, Gísli, Kristín Pétursdóttir, Friðrik og Lárus. Kristín, móðir Guðrúnar, lifði dóttur sína, hún lést árið 1940 rúmlega níræð. Guðrún Lárusdóttir til Eskifjarðar steig í fyrmrn prédik- unarstól föður síns og prédikaði og hreif „alla með framkomu sinni auk þess sem þetta var einstæður at- burður, sem ekki átti sinn líka hér á landi." Guðrún var brennandi í andanum, hafði háleitar hugsjónir um að láta gott af sér leiða og hún vildi hafa áhrif á aðra í þá átt. En þeir tímar vom ekki uppmnnir að ungar stúlkur gætu valið sér þau verkefni sem hugur þeirra gimtist ef það fór út fyrir ramma þess sem var viðtekið. Gmnnt gat verið á tepmskap og tiltektarsemi. Til dæmis þótti ekki við hæfí að prests- dóttir tæki þátt í kapphlaupi á íþróttamóti. Skapti Jósefsson rit- stjóri á Seyðisfirði efndi til mótsins upp á Héraði og setti þar á dag- skrá kapphlaup ungra stúlkna. Var það yfírmáta framúrstefnulegt og enn frekar að Guðrún dóttir séra Lámsar skyldi vera þar þátttak- andi. En hún sagðist vera vön að hlaupa í hjásetunni og þótti sjálf- sagt að vera með. Guðrún var tæplega tvítug þegar fjölskylda hennar fluttist til Reykja- víkur árið 1899. Bemsku- og æsku- árin fyrir austan, sveitalífið og nátt- úmfegurðin urðu henni minnisstæð alla ævi. Bakgmnnur margra sögu- persóna hennar er svipaður þeim sem hún átti þar í uppvextinum og þangað sækir hún andstæðuna við kaupstaðarlífið og þá lifnaðarhætti sem þar tíðkuðust. Úr foreldrahús- um hafði hún að veganesti trúar- vissu og brennandi áhuga á kristni- dómsmálum og sjálf fékk hún í vöggugjöf mannkærleik, menntun hjartans og ríka þörf fyrir að vekja aðra til umhugsunar um þau mál- efni sem hún taldi mannbætandi. Um það snerist allt lífsstarf hennar. Ekki að upphefja sjálfa sig heldur að beina öðmm á þær brautir sem hún taldi til farsældar. Ritstörfín vom henni hugleikin frá æsku og henni var nautn að skrifa því penninn var tæki til að setja fram lýsingar og dæmisögur sem til eftirbreytni mættu verða. Henni fannst skylda sín að leggja sig fram við ritstörfín í þessu skyni ef þau mættu verða einhvetjum til leiðbeiningar. Og Guðrún dáðist að konu eins og Torfhildi Hólm sem var komin fram á ritvöllinn um þær mundir, hafði gerst mikilvirkur rit- höfundur og náð að helga sig þeim störfum. . Þeir gmnndrættir í skaphöfn Guðrúnar sem lýst var höfðu mótast og skýrst á uppvaxtarárunum eystra, og þegar til Reykjavíkur kom skerptust þeir enn því þar vom verkefni í öllum áttum sem höfðuðu mjög til þess. Fest hefur verið á blað lýsing á Guðrúnu skömmu eftir komuna til höfuðstaðarins: Ung,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.