Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986
hún var einn af stofnendum Trú-
boðsfélags kvenna, nú Kristniboðs-
félag kvenna og formaður þess síð-
ustu tólf æviárin; Guðrún var hvata-
maður að stofnun Húsmæðrafélags
Reykjavíkur í janúar 1935 og fyrsti
formaður þess. Ófremdarástandið í
f mjólkursöulmálum ýtti þeirri fé-
lagsstofnun úr vör. Varð það mál
mikið hitamál innan þings og utan,
með stefnum og skaðabótakröfum.
En þar fór eins og oftar að góður
málstaður sigrar að lokum og hefur
þetta stórmál neytenda farsællega
komist í höfn á síðari árum.
Margan hefur undrað hvemig
Guðrún Lárusdóttir fékk tíma til
ritstarfa samhliða öðrum verkefn-
um sem á hana hlóðust og sum
hafa þegar verið talin. Henni var
iétt um að skrifa og sýnt að nota
tíma sinn. En mest mun hún þó
hafa notað síðkvöld og nætur til
skriftanna, tíma sem flestir nota til
hvfldar. „Líklega var það hennar
besti og mesti næðistími til rit-
starfa," segir Guðrún frá Brautar-
holti um þennan þátt í ævistarfi
Guðrúnar Lárusdóttur og bætir við:
„En sterkt afl hefur það verið, sem
kallaði fram krafta og löngun til
ritstarfa eftir langan og strangan
vinnudag." Skal hér getið nokkurra
helstu ritverka Guðrúnar og er í
því efni stuðst við ritaskrá sem
fylgir æviágripi Guðrúnar Lárus-
dóttur í Alþingismannatali
1845—1975. Á árunum 1903 til
1905 kom út í þremur heftum fyrsta
frumsamda rit hennar sagan Ljós
og skuggar, Á heimleið, skáldsaga
úr sveitinni kom út árið 1913, Brúð-
argjöfin árið 1922, Þess bera menn
sár á árunum 1932 til 1935 og
Systumar 1938 og sama ár Sólar-
geislinn hans, safn smásagna. Oftar
gaf hún út einstakar smásögur,
flöldi greina birtist eftir hana í
blöðum og tímaritum og hún var
iðulega ræðumaður á fundum og
samkomum ýmsum. Ótalið er hér
að sjálfsögðu það efni sem prentað
er í Alþingistíðindum af málflutn-
ingi hennar á þingi. Ritsafn Guð-
rúnar Lárusdóttur kom út í Reykja-
vík 1949 og bjó Lárus sonur hennar
það til prentunar. Safnið sem er
um sextán hundruð blaðsíður að
lengd hefur að geyma samkvæmt
undirtitli: skáldsögur, sögur fyrir
unglinga, erindi og hugvekjur. í
fljótu bragði má þó sjá að þar er
ekki öllu haldið til skila sem frá
hendi Guðrúnar kom í rituðu máli,
en sýnir glögglega hversu afkasta-
mikil hún var við ritstörfín.
Það er mannbætandi að lesa það
sem Guðrún Lárusdóttir skrifar.
Hún er ævinlega að vísa veginn í
skrifum sínum, náttúrulýsingar eru
oft undur fagrar og hið góða sigrar
að lokum. Sá sem leggur allt í söl-
umar fyrir trú sína og hugsjón,
gleymir sjálfum sér vegna um-
hyggju fyrir öðrum og fyrir sálar-
heill annarra, uppsker hina æðstu
gleði og frið innra með sér. Guðrúnu
verður tíðrætt um hina sönnu jóla-
gleði og skrifar dæmisögur til að
sýna hvemig slík gleði fellur aðeins
þeim í skaut sem hyggja fyrr að
þeim er örðugt eiga en eigin þæg-
indum. Sjálf hafði hún oft áhyggjur
af því að geta ekki lagt meiri rækt
við ritstörfin en raun bar vitni. Hún
átti sér þann draum að sinna betur
því sem hún hafði skrifað, fága það
og bæta þegar um hægðist og tími
ynnist til. En þar var gripið inn í
atburðarásina.
Föstudaginn 19. ágúst 1938 fór
hún ásamt eiginmanni sínum og
dótturinni Guðrúnu Valgerði, sem
þá var tuttugu og tveggja ára og
nýlega gift, og yngstu dóttur sinni
Sigrúnu Kristínu, sem var átján ára
og nýlega orðin gagnfræðingur, í
stutta orlofsferð að því er áformað
var. Voru þau í litlum fólksbfl og
ökumaður með þeim. Þau lögðu upp
um hádegi og fóru fyrst að Hraun-
gerði í Flóa til fundar við hjónin
þar, Stefaníu Gissurardóttur og
séra Sigurð Pálsson. Síðar sagði
hann um komu þeirra að allar hafi
þær mæðgur verið glaðar og án-
ægðar, og framkoma þeirra lýst af
flöri og lífsþrótti. Þau gengu öll til
kirkjunnar í Hraungerði þar sem
Guðrún greip í orgelið og séra
Sigurður bað systurnar að syngja
með. Valdi Guðrún útfararsálminn
Á hendur fel þú honum og síðan
Lofíð vorn Drottinn, og sagði séra
Sigurður að sér hefði flogið í hug
andstæðan sem fólst í því að syngja
útfararsálm á skemmtiför. Sólar-
hring síðar barst að Hraungerði
andlátsfregn Guðrúnar og dætra
hennar. í ræðu við útför þeirra
sagði séra Sigurður frá hinum tákn-
ræna atburði er þær að kalla mátti
sungu sinn eigin útfararsálm. Frá
Hraungerði var farið á Skeiðin og
ættmenni heimsótt, þaðan að Geysi
og gist þar. Að laugardagsmorgnin-
um fóru þau í beijamó en ætluðu
síðan að Gullfossi og vera við foss-
inn síðdegis þegar hann er fegurst-
ur og úðinn spinnur gull sitt í sól-
skininu. Vegir voru þá ekki eins
beinir á milli þessara stað og síðar
varð. Við krappa beygju við Tungu-
fljót gerðust þeir atburðir sem fyrr
var frá sagt. Vegamannatjöld voru
við fljótið á bakkanum austanverð-
um. Var þetta um hádegisbilið,
vegavinnumenn í matarhléi og voru
að búa sig undir að hlýða á hádegis-
fréttir í ríkisútvarpinu. Hið raf-
magnaða andrúmsloft á meginlandi
Evrópu, þar sem allra frétta gat
verið von, gerði það að verkum að
fáir létu sig vanta að viðtækjunum
á fréttatíma. Um það bil sem frétta-
lesturinn hófst heyrðist kall um
hjálp frá bakka Tungufljóts. Þar
höfðu þeir atburðir gerst sem eng-
inn mannlegur máttur gat breytt.
Svo vildi til að mágkona Guð-
rúnar Valgerðar, eldri systurinnar,
hafði látist í Reykjavík þennan
sama dag. Það var því útför fjög-
urra kvenna sem gerð var frá Dóm-
kirkjunni iaugardaginn 27. ágúst.
Borgin drúpti af sorg, þúsundir
manna fylgdust með athöfninni og
stóðu meðfram þeim götum sem
líkfylgdin fór um. I kirkjunni töluðu
auk séra Sigurðar, sem áður var
vikið að, prestamir Friðrik Friðriks-
son æskulýðsleiðtogi og Friðrik
Hallgrímsson dómprófastur. Hinn
síðamefndi lýsti starfi og mann-
kostum Guðrúnar Lámsdóttur.
Enga konu hefði hann þekkt sem
ríkar hefði fundið þá ábyrgð sem
því fylgir að lifa og betur verið
undir það búin að mæta dauðanum,
hvenær sem hann bæri að höndum.
í orðum hans kom fram að Guðrún
hefði á undraverðan hátt sameinað
trúaralvöm og bjartsýnt glaðlyndi.
Séra Friðrik Hallgrímsson taldi að
ef hið sviplega fráfall hennar gæti
vakið menn til umhugsunar um að
vera ávallt viðbúnir dauða sínum,
eins vel og hún, myndi það hafa
verið henni kærkomnara en hinn
veglegasti minnisvarði úr steini.
Þessari frásögn af Guðrúnu Lár-
usdóttur skal hér lokið með því að
gefa henni sjálfri orðið. í grein sem
hún ritar eftir að hafa sótt Hall-
grímshátíð að Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd hinn 30. júlí 1933 er eftir-
farandi stemmning efst í huga
hennar að loknum sálmasöngnum
á hátíðinni: „Ég lýt höfði og hlusta.
Ómar söngsins snerta hjarta mitt,
eins og hlýr vorblær, kalla á það
besta, sem þar var gróðursett í
fyrstu æsku, vekja viðkvæma þrá
og knýja til þakkargjörðar hér við
altari kærleikans í hinu háhvelfda
musteri almættisins... Ég vil
halda henni hjá mér, þessari undur-
fögm stund, en hún hverfur mér
eins og allar aðrar stundir míns
stundlega lífs."
L_l