Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 Akureyri: Nauðsynlegt er að treysta hráefnisöflun — segir Jón Signrðarson formaður atvinnumála- nefndar um aðild bæjarins að Oddeyri hf. Akureyri 8. marz. „Útflutningsverðmæti rælqu frá K. Jónsson og co. hefur verið mjög verulegt og við teljum nauðsynlegt að tryggja betur rælquaðföng til verksmiðjunnar,“ sagði Jón Sigurðar- son, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar og forstjóri Iðnaðardeildar SÍS, í samtali við Morgunblaðið í morgun, í framhaldi af stofnun hlutafélagsins Oddeyrar hf. sem greint var frá í blaðinu í dag. Stærstu hluthafar í fyrirtækinu eru Akureyrarbær og K. Jónsson og co. en auk þeirra eru nokkrir aðilar sem eiga hlutafé í fyrirtæk- inu. Skv. heimildum Morgunblaðs- ins eru forráðamenn Oddeyrar hf. vongóðir um að fá a.m.k. annað raðsmíðaskipið sem í smíðum er í Slippstöðinni hf. hér í bænum. Hingað til hefur K. Jónsson og co. keypt rækju sína frá Rússlandi og af bátum í nágrenni Akureyrar. Þess má geta að verksmiðjan vinnur úr u.þ.b. 4.000 lestum af rækju árlega. Stjóm hins nýja fyrirtækis hefur enn ekki komið saman til að skipta með sér verkum vegna veikinda Jóns Sigurðarsonar en hann er fulltrúi bæjarins í stjóm- inni. Akureyrarbær er stærsti hluthafínn þannig að telja verður líklegt að Jón verði stjómarfor- maður fyrirtækisins. Tollalækkun grænmetis: Þýðir 15-20% lækkun á verði út úr búð TOLLALÆKKUN á grænmeti úr 70% í 40% hefur í för með sér 15—20% Iækkun á útsöluverði þess að meðaltali. Verð á græn- meti út úr búð er hins vegar mjög breytilegt, bæði vegna þess að innkaupsverð þess er mismun- andi frá einum tima tíl annars, og álagning í heildsölu og smá- sölu er fijáls. Hér á eftir fer heildsöluverð á Tegund Hvítkál Blómkál Tómatar Agúrkur Paprika Iceberg-salat Grænar belgbaunir Kínakál nokkrum tegundum grænmetis hjá einum innflutningsaðila, fyrir og eftir tollalækkun. Smásöluálagning er almennt á bilinu 30—60% svo verð út úr búð er hærra sem því nemur. Miðað er við verð á hveiju kílógrammi: Það vekur athygli að paprikan hefur hækkað í verði þrátt fyrir tollalækkun en það stafar af stór- hækkuðu innkaupsverði. Fyrir tollalækkun Eftir tollalækkun 35 kr. 22 kr. 103 kr. 80 kr. 159 kr. 116 kr. 183 kr. 159 kr. 159 kr. 177 kr. 258 kr. 197 kr. 376 kr. 299 kr. 182 kr. 123 kr. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið veiðibann báta um páska. Allar þorsknetaveiðar báta 10 tonna og stærri verða bannaðar frá klukkan 20.00 25. marz til klukkan 10 árdegis 1. april. Allar fiskveiðar báta minni en 10 tonn, aðrar en grásleppu- veiðar, verða bannaðar frá klukkan 20.00 22. marz til 10 árdegis 1. apríl. Nýtt holræsi í Kópavogi FRAMKVÆMDIR eru hafnar við nýtt holræsi i Kópavogi milli Kópavogs og Arnarness. Kostnaður við fyrsta áfanga, sem nær frá Urðarbraut, vestari mörk Kópavogshælisins og að miðjum Fífuhvammsvegi, er áætlaður kr. 20 millj. og á verkinu að vera lokið í maí. Að sögn Sigurðar Bjömssonar bæjarverkfræðings verður lögð 130 metra bráðarbirgarlögn út í voginn í þessum áfanga en stefnt er að varanlegri lögn fram að Kársnestá. Endanlegt holræsi kemur til með að þjóna allri byggð í Fífuhvammsdal að Vatnsenda- hæð og Suðurhlíðum, „nánast allri byggð í Kópavogi sunnan við vatnaskil á Kársnesi og Digranes- hálsi“. Akureyri: Eining samþykk- ir kjara- samninginn Fjöldi sat hjá á fundi bókagerðarmanna Enn hafa engar fregnir bo- rist af verkalýðsfélagi, sem fellt hefur nýgerða samn- inga ASÍ og samtaka at- vinnurekenda. í flestum fé- lögum hafa samningarnir verið samþykktir með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða, eins og til dæmis í Einingu á Akureyri, þar sem þeir voru samþykktir á fimmtudagskvöldið með 167 atkvæðum gegn 13, átta sátu hjá. Félagar í Einingu eru um þrjú þúsund. Fundur í Félagi bókagerðar- manna samþykkti samninginn á fimmtudaginn með meirihluta atkvæða gegn 18 en fjölmargir félagar sátu hjá. Nær 200 manns voru á fundinum. Þar var sam- þykkt ályktun, þar sem forysta verkalýðshreyfíngarinnar er for- dæmd fyrir að „knýja þessa samn- inga upp á verkalýðsfélög" og að forysta ASÍ hafi í samvinnu við atvinnurekendur bundið hendur verkalýðsfélaga til að sækja þann rétt, sem verkafólki ber, og allar ytri aðstæður buðu upp á, eins og það var orðað. Allmörg félög héldu fundi um samningana í gær, önnur halda fundi í dag og eftir helgi. Samning- ar ASÍ og atvinnurekenda voru undirritaðir með fyrirvara um að aðildarfélögin væru búin að stað- festa þá fyrir 12. mars, sem er á miðvikudaginn. Verðlagsnefnd ASÍ ræðir við fulltrúa Tryggingaeftirlitsins: Lækkun á verði bíla hefur lítil áhrif á tjónabætur — segir Erlendur Lárusson forstöðumaður Tryggingaeftirlitsins Veiðibann umpáskana NÝSKIPUÐ verðlagsnefnd á vegum Alýðusambands íslands ræddí við fulltrúa Trygg- ingaeftirlitsins vegna hækkunar ábyrðartrygginga ökutækja um 22% þann 1. mars. Einn nefndar- manna, Hómgeir Jónsson, sagði að óskað hefði verið skýringa á því hvers vegna skyldutrygging- in hækkaði um 22%, nú þegar bílar lækkuðu í verði, og þar með tjónabætur, að því er virtist. Fiskaflinn í janúar og febrúar: Jafnmiklu landað í Eyjum og erlendis FYRSTU tvo mánuði ársins hefur nánast verið landað jafnmiklum afla erlendis og í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum. Löndun erlendis nemur 64.912 lestum en i Eyjum 65.840. Mestur þorskur hefur komið á land á Akureyri, 4.621 lest. Þessa mánuði var 2.058 lestum. af þorski landað erlendis, 3.223 lestum af öðrum botnfíski og 59.631 lest af loðnu. í Vestmanna- eyjum hafa 2.725 lestir af þorski komið á land, 3.262 lestir af öðrum botnfíski og 59.853 lestir af loðnu. Á eftir Vestmannaeyjum hefur mestu verið landað á Austfjörðum, Eskifírði 36.454 lestum, Seyðisfírði 29.845 og Neskaupstað 26.974 lestum. í þessum tilfellum er loðna megnið af aflanum. Mestum þorski hefur verið landað á Akureyri, 4.621 lest, ísafirði 3.944, Keflavík 3.825, Ólafsvík 3.779 og í Sandgerði 3.170 lestum. I febrúar var langmestu landað í Vestmannaeyjum, 45.739 lestum, 13.446 lestum í Grindavík og 13.297 í Reylqavík. Mestum þorski var landað í Ólafsvík, 2.989 lestum, Akureyri 2.515, Reykjavík 2.460, Grindavík 2.346, Keflavík 2.252 og Vestmannaeyjum 2.084 lestum. Erlendis var landað 41.506 lestum, 635 af þorsksi, 1.971 lest af öðrum botnfíski og 38.900 af loðnu. Þessi nefnd ASÍ hefur það hlut- verk að fylgjast með verðlagi í landinu i kjölfar kjarasamning- „Við fengum þau svör að lækk- unin á verði bfla hefði sáralítil áhrif á tjónabætur vegna ábyrgðartrygg- ingar og þvf væri ekki grundvöllur fyrir því að draga úr hækkuninni," sagði Hómgeir. Hann sagði að næsta skref nefndarinnar væri lík- Iega að ræða við fulltrúa trygginga-. félaganna og viðkomandi ráðuneyti, því meiningin væri að reyna að koma þessari hækkun eitthvað niður. Erlendur Lárusson forstöðumað- ur Tryggingaeftirlitsins sagði að hlutverk Tryggingaeftirlitsins væri einungis það að fínna eðlilegan iðgjaldagrundvöll miðað við tjóna- reynslu og kostnaðarforsendur. „Ég tel að 22% hækkun sé lámarks- hækkun miðað við þær forsendur, og tryggingafélög standi ekki undir því að lækka þá tölu,“ sagði Erlend- ur. Hann sagði að lækkun á bflverði virkaði ekkert að ráði til lækkunar tjónabóta, þar eð bætur vegna slysa á fólki væri stærsti liðurinn í greiðslum tiyggingafélaga vegna ábyrgðartrygginga. Ennfremur væri algengt að skemmdir bflar væru borgaðir út, síðan væru þeir gerðir upp og seldir á almennum markaði, svo tap og gróði trygg- ingafélaga vegna bflverðslækkunar jafnaðist út. Veður hamlar flugi DJÚP lægð suður af landinu hefur valdið austan- og norð- austanátt um allt land með snjókomu eða rigningu. Af þessum sökum hafa orðið nokkrar tafir bæði á innan- lands- og millilandafluiri Flugleiða. Þotu Flugleiða sem koma átti til Keflavíkur kl. 6 í gærmorgun, var snúið til Glasgow vegna veðurs í Keflavík. Þá töfðust vélar sem áttu að fara til Salz- burg og Lúxemborgar og Glas- gow og Kaupmannahafnar vegna vondra vallarskilyrða í Keflavík. Flug til Færeyja féll niður í gær. Innanlandsflug gekk úr skorðum og féllu m.a. niður ferðir til Vestmannaeyja og Akureyrar vegna veðurs þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.