Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 57
falleg, hógvær og lítillát, en stefnu- föst og undarlega djörf í skoðunum af svo ungri stúlku að vera. Syðra gekk Guðrún þegar til liðs við Góð- templararegluna, hún gerist virkur félagi í stúkunni Hlín og var alla tíð einlægur talsmaður bindindis. Hún tók ótrauð og hiklaust til máls á fundum og hélt fram áhugamálum sínum. Kynntist hún fljótt ýmsum framúrskarandi konum í bænum og urðu margar þeirra góðir vinir hennar og samherjar, nægir þar að nefna Ólafíu Jóhannsdóttur sem síðar hvarf til Noregs og helgaði sig þar líknar- og mannúðarmálum. Eitt af því sem sameinaði þær langa hn'ð var trúarvissan. Guðrún Lárusdóttir giftist árið 1902 Sigurbimi Ástvaldi Gísiasyni cand. theol, kennara og rithöfundi í Reykjavík, síðar heimilispresti við Eliiheimilið Gmnd. Var hann frá Neðra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði. Bjuggu þau fyrsta misserið í Þing- holtsstræti 3 og síðan í húsinu núm- er 11 við sömu götu en frá árinu 1906 að Ási á Sólvöllum og við það hús vora þau oftast kennd. Þeim Guðrúnu og Sigurbimi varð tíu bama auðið, þijú þeirra létust á bamsaldri, Kristín Guðrún á þriðja ári og Kristín Sigurbjörg á tíunda ári og Gústaf, þeirra yngsta bam á fyrsta ári. Sjö böm komust upp og þau fimm sem lifðu móður sína vora: Láras borgarskjalavörður og rithöfundur, Halldór verslunarfull- trúi, Gísli forstjóri Elliheimiiisins Grandar, Friðrik heildsali og Kirstín Lára er iengi var í forystusveit Kvenréttindaféiags íslands, gift Ásgeiri Einarssyni dýralækni. Eftir að Guðrún eignaðist sitt eigið heim- ili og Qölskyldan stækkaði varð verkahringurinn umfangsmeiri enda þótt hún, að venju þess tíma, hefði jafnan vinnukonur. Gest- kvæmt var í Ási, vinir og vanda- menn vora þar auðfúsugestir, og áhugi Guðrúnar á mönnum og mál- efnum varð einsog segull, fólk tók að leita til hennar með vandamál sín. Hún gaf sér ævinlega tíma til að ræða við fólk sem þannig kom til hennar og heyra hvað íþyngdi huga þess. Margir komu endumýj- aðir á sál og hjarta af fundi hennar. Á einum stað þar sem sonur Guð- rúnar ritar um móður sína rifjar hann meðal annars upp frá bemsku sinni þegar systkinin urðu óþolin- móð að bíða eftir að samtölum móður þeirra við aðkomufólk lyki. Seinna, sagði hann, skildum við hvað í þeim fólst og að slík samtöl gátu verið, eins og hann orðar það, sálfræðileg könnun og andleg lækn- isaðstoð sem gat haft gagngerð áhrif á heilu heimilin og fjölskyld- umar. Þekking hennar á kjöram fólks varð með tímanum mikil og fjölda margir bára óskorað traust til hennar. Enda fór það svo að hún var sjálfkrafa kölluð fram á völlinn til opinberrar þjónustu. Við bæjar- stjómarkosningamar í Reykjavík í janúar 1912 skyldi kjósa fimm full- trúa til næstu sex ára og komu tólf listar fram við þá kosningu. Þeir sem hlutu kosningu voru Hannes Hafliðason, Þorvarður Þorvarðar- son, Knud Ziemsen, Sveinn Bjöms- son og Guðrún Lárasdóttir. Sat hún í bæjarstjóm til ársins 1918. Þann tíma var hún í skólanefnd og einnig fátækrafulltrúi þau árin og áfram til ársins 1922. Síðar, eða árið 1930, var hún svo skipuð fátækrafulltrúi og gegndi því til dauðadags. í starfí sínu sem fátækrafulltrúi kynntist Guðrún erfiðustu kjöram manna baíði í andlegu og efnalegu tilliti. Án efa hefur það verið henni mikil raun að kynnast því hversu fólk gat verið illa á vegi statt, en á móti kom að henni var það huggun og uppörvun að geta liðsinnt því. Til era frásagnir af henni í þessu starfi og skal hér sögð ein slík sem kemur fram í eftirmælum er Guðrún J. Briem ritar um nöfnu sína. Þær höfðu átt mikið og náið samstarf á vettvangi félagsmála og eitt sinn þurftu þær í því sambandi að ná MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 mv mt Frá útförinni 27. ágúst 1938, hún hófst með húskveðju heima í Ási og fyilti mannfjöldinn sem þangað safnaðist nærliggjandi götur. Líkfylgdin á leið í Dómkirkjuna sést hér koma niður Túngötu. fundi eins bæjarfúlltrúans. Þegar hinu upphaflega erindi þeirra er lokið heyrir Guðrún J. Briem að bæjarfulltrúinn spyr Guðrúnu Lár- usdóttur hvort fólkið sem hafí flutt inn til hennar á dögunum sé búið að fá húsaskjól og að hún játar því. Greinarhöfúndi lék forvitni á að vita frekari málavexti og kom þá fram að eitt kvöld ekki löngu áður hafði maður komið að Ási til Guðrúnar Lárusdóttur, tjáð henni vandræði sín og leitað liðsinnis hennar. Ásamt konu sinni og fímm bömum hafði hann verið borinn út á götuna úr húsnæði því sem §öl- skyldan hafði búið í. Guðrún lét ekki mörg orð falla, sagði mannin- um að koma heim í Ás með fjöl- skyldu sína því án húsaskjóls geti þau ekki verið. Lét hún síðan rýma dagstofuna í húsi sínu og bjó um þessa sjö manna fjölskyldu þar. Vora þau svo þaraa um sinn uns Guðrún fann leið út úr vanda þeirra. Var það mat greinarhöfundar að þeir væra færri sem þannig myndu bregðast við vandkvæðum náunga síns. En atburðir sem þessir vora ekki einsdæmi í störfum Guðrúnar Lárasdóttur, henni var það eiginlegt að sýna kærleika sinn í verki. Kona nokkur hér í bæ hefur sagt mér frá því er hún fór til fundar við Guðrúnu Lárasdóttur þeirra erinda að Ieita ásjár fyrir aldraða konu sem hvergi hafði höfði sínu að halla. Guðrún var að þvo þegar að var komið og ræddu þær málin yfír þvottabalanum. Aðeins tveimur dögum síðar barst gömlu konunni einstæðu tilkynning frá Guðrúnu sem fól f sér lausn á málum hennar. En fyrir daga almanna trygginga vora fáir verr á vegi staddir en einmitt gamalt fólk sem var orðið slitið eftir ævilangt strit og átti enga nákomna að. Eitt af hjartans málum Guðrúnar var að koma á fót elliheimili til að bæta úr þessum erfiðleikum og umkomuleysi hinna öldruðu. Stóð hún mjög við hlið Guðrún með eij sínum, Sigurbirai Á. Gislasyni, á ferð I Berlín 1905. eiginmanns síns við að stofna Elli- heimilið Grand og þar var Guðrún tíður gestur hjá vistmönnum til að ræða við þá og kynnast kjöram þeirra. Oft lék hún þar á hljóðfæri og stuðlaði að almennum söng. Sagan segir einnig að þegar Jón Þorláksson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, kom heim til Guðrúnar til þess að fá hana til að bjóða sig fram til þings fyrir flokk sinn, hafí hún staðið við þvottabal- ann. „Það verður hver að koma til dyranna eins og hann er klæddur," á Guðrún að hafa sagt þegar þetta var talfært við hana síðar. í júnímánuði 1930 fór fram kosn- ing þriggja landskjörinna alþingis- manna og úr Reykjavík hlutu kosn- ingu þau Pétur Magnússon, Jónas Jónsson og Guðrún Lárusdóttir. Kjörtímabil Ingibjargar H. Bjama- son var þá á enda og hún gaf ekki kost á áframhaldandi þingsetu, varð Guðrún því önnur kona hér á landi sem kosin var til starfa á Alþingi. Guðrún sendi frá sér ítarlega stefnuskrá þegar hún fór í framboð vegna Alþingiskosninganna. Hún ávarpar þar háttvirta kjósendur og segist telja það skyldu sína að minnast á nokkur landsmál við þá. Hún nefnir nokkra málaflokka sem hún vilji beita sér fyrir: Kristin- dómsmálin, sem era henni æðst allra mála; Fátækralöggjöfina, sem nauðsynlegt sé að taka til rækilegr- ar endurskoðunar. Raforkumálið, sem engum geti blandast hugur um að flytji með sér framfarir og þægindi inn á heimilin: Tollmálin, sem eitt af ágreiningsmálum þjóð- arinnar og neyðarúrræði sé að tolla nauðsynjavörar: kvenréttindamálin, sem óbeinlínis komi á dagskrá þing eftir þing og er einkum með í huga vanmat á störfum kvenna og þá stöðu að konur hafí nær engin bein áhrif á stjóm landsmála. Sú stað- reynd að pólitískur flokkur bauð konu öraggt sæti á lista, Guðrún var í öðra sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í þessum kosn- ingum, telur hún vera tækifæri sem íslenskar konur geti ekki hafnað. Hún segir beram orðum að það atriði hafi vegið þungt þegar hún ákvað að gefa kost á sér til þing- mennsku. Hún spyr kjósenduma beint hvort dyr Alþingis eigi að lokast á hæla fyrsta og eina kven- fulltrúanum sem þar hafí setið frá stofnun þingsins fyrir eitt þúsund áram og hvort Ingibjörg H. Bjama- son eigi að hverfa svo af þingi að önnur kona taki þar ekki sæti í hennar stað. Fram kemur í þessari kosningastefnuskrá Guðrúnar Lár- usdóttur, að konur hvaðanæva af landinu hafa skrifað henni, hvatt hana og lýst stuðningi við framboð hennar. Hún segist ekki vera flokkspólitísk í venjulegum skilningi þess orðs og meginmarkmiði sínu lýsir hún á þennan veg: „Ég er fyrst og fremst íslendingur, sem vil þjóð minni allt hið besta og hefi löngun til að starfa fyrir heildina, hvar sem ég er stödd, eftir því sem Guð gefur mér ráð til.“ Guðrún tók síðan sæti á þingi 14. febrúar 1931 er það kom saman í fyrsta skipti eftir landskjörið árið áður. Sat Guðrún Lárasdóttir síðan á þingi til æviloka eða á átta þing- um. A Alþingi beitti hún sér einkum fyrir brautargengi ýmissa mannúð- armála. Þótti henni stundum sem þau málefni ættu ekki þeim skiln- ingi að mæta eða nytu þeirrar athygli sem þeim bæri. Sem dæmi má nefna að á fímm þingum í röð barðist hún fyrir, án þess að útrætt yrði, stofnun uppeldisheimilis handa vangæfum börnum og unglingum. Svipað mátti segja um önnur þing- mál hennar svo sem stofnun fávita- hælis, drykkjumannaheimilis og fleiri málefni af þeim toga sem hún beitti sér fyrir. Kom hér fleira en eitt til. Þessir málaflokkar vora ekki hin dæmigerðu þingmál á þeim tíma, hún tilheyrði lengst sinnar þingsetu flokki sem ekki átti aðild að stjórnarsamstarfi og var af þeim sökum örðugt um framgang mála. Sumir andstæðingar hennar í stjórnmálum virtust og leggja sig fram um að vinna gegn þeim málum sem hún beitti sér fyrir, einnig vora þeir sem töldu að hún væri af „gamla skólanum" og þröngsýn vegna þess hve mikil og eldheit trú- kona hún var. En því fór íjarri og er margt sem vitnar einmitt um að hún var á undan sinni samtíð í ýmsum málefnum. Þau áhersluat- riði sem þykja nú sjálfsögð í öryggi velferðarríkisins, með vel skipu- lögðum almanna tryggingum, vora henni hjartans mál af því hún þekkti svo vel hvar skórinn kreppti að hjá fólki í daglegu lífi þess. Þessi áhersluatriði vora fjarlæg mörgum samtímamönnum Guðrúnar Láras- dóttur á opinberam vettvangi. Hægt væri að tilfæra mörg dæmi þess að hún var kona mjög frjáls- lynd og umburðarlyndi hennar gagnvart öðram, sem að ýmsu leyti vora henni andstæðir í skoðunum, var mikið svo framarlega sem hún fann að menn hefðu til að bera hreinskilni og drenglund. Það var ekki að ófyrirsynju að Ólafur Thors segir í eftirmælum þeim um Guð- rúnu, sem fyrr var vitnað til, að íhugunarefni sé ef fráhvarf Guð- rúnar af Alþingi eigi eftir að verða smælingjum þessa lands óbætan- legt tjón. Til þess að hindra það verða þeir sem eftir silja á þingi, og til þessa hafi lítinn áhuga sýnt á mannúðarmálum, að láta þau til sín taka. í leiðara dagblaðs í Reykjavík við fráfall Guðrúnar era störf hennar á Alþingi rædd nokkuð og er þar talið að mannúðarmálin eigi sér talsmenn í öllum flokkum. „En á síðari áram,“ segir það, „hefur enginn barist fyrir málstað þeirra sem lífíð leikur harðast af jafn næmri samúð og Guðrún Lárus- dóttir." Sagt er þar að þingmenn séu oft granaðir um græsku í mál- flutningi og að hann þjóni þeim tilgangi einum að afla þingmönnum kjörfylgis. En slíkt geti enginn leyft sér að segja um Guðrúnu. „Nærvera hennar á þingi var eins og mildur dráttur í harðlegri ásýnd“ og síðan segjr „Réttmæti þeirra mála sem hún barðist fyrir orka ekki tvímæl- is. Hún lagði traustan grandvöll að ýmsu því sem eftir er að reisa.“ Guðrún var mjög virk í ýmsum félagasamtökum og verður það ekki allt talið hér. Nefna má að hún átti um árabil sæti í stjórn Barnavinafé- lagsins Sumargjöf, í stjóm Kristi- legs félags ungra kvenna, jafnan umtalað sem KFUK, frá árinu 1922 og formaður frá 1928 ogtil æviloka; Sjá næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.