Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 Bjarni og Steinunn (Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhanns- dóttir). Guðmundur Scheving, settur sýslumaður og rannsóknardómari (Gísli Rúnar Jónsson) rœður séra Eyj- ólfi, kapellán (Jakob Þór Einarsson), heilt. Bakvið sést Steinunn í varðhaldinu. Svartfugl Gunnars Gunnarssonar á sviðinu í Iðnó: MENN MUNDU vart harðari vetur og eftir því var hann langur og erfiður. Jarðbönn voru langt fram á sumar, sumstaðar á Vestfjörðum komu tún ekki undan snjó fyrr en i endaðan júní. Hafþök lágu fyrir gervöllu Norðurlandi fram í júli og fellir var víðast um land, þó sérstaklega fyrir norðan. Afleiðingin var að sjálfsögðu sú, að fólk flosnaði upp frá búum sinum og fór á húsgang, reikaði þangað, sem von var um mat. Viða var þó fisklítið, jafnvel fisklaust. Bjargarskort- urinn olli skyrbjúgi í landsmönnum, tannveiki og kreppu. Það heyrð- ist jafnvel að fólk hefði dáið af hungri. Þannig var veturinn 1802. Sum- arið fraus við veturinn og kuldar voru langt fram eftir sumri, en mannlífíð var þó samt, þó víða væri á því röskun. Vestur á Rauða- sandi í Barðastrandarsýslu var lítið samfélag, sem laut sömu lögmálum og víðar á íslandi. Menn fundu fyrir tíðarfarinu og maður nokkur týnd- ist í fjárleit í apríl. Menn töldu Jón Þorgrímsson bónda á Sjöundá hafa hrapað fyrir hamra. A Sjöundá var tvíbýli. Enn var vetrarríki þó komið væri fram í júnímánuð er húsmóðir- in á hinni hálflendunni, Guðrún Egilsdóttir, gaf upp öndina. Blessun gat það verið, því hún hafði lengi þjást af „hóstanum", meira að segja Bjarni Bjamason (Sigurður Karlsson). Óhamingja hans var mikO, missti fimm börn sín. misst tvo drengi sína úr þessum sama sjúkleika. Presturinn í sókninni er gamall maður og hefur unnið sín verk. Kapellán hafði hann nú sér til aðstoðar og var það séra Eyjólfur Kolbeinsson, ungur maður, tilfínn- inganæmur, en lítt reyndur. Þrátt fyrir erfítt tíðarfar fer ekki hjá því að sóknarböm sjái ýmislegt. Kerlingar stinga saman nefjum og velqa athygli bænda sinna á því, að samdráttur var með fólkinu á Sjöundá. Steinunn Sveinsdóttir, ekkja Jóns Þorgrímssonar, og Bjami Bjamason, sem sá á eftir konu sinni, Guðrúnu Egilsdóttur, vom skyndilega samferða til kirkju og samfarir þeirra vom talsvert meiri, eftir því sem sögur hermdu. Sakbomingarnir og séra Eyjólfur. Sýslumaður Scheving, presturinn veijandinn (Guðmundur Pálsson). Þetta var svo sem gott og blessað ef slúðrinu hefði ekki fylgt, að ekki væri einleikið með dauða Jóns og Guðrúnar! Þetta er upphafíð að einu fræg- asta sakamáli íslandssögunnar. Smám saman mögnuðust sögumar og yfírvöld, veraldleg og kirkjuleg komust í málið og ekki var aftur snúið. Þau Steinunn og Bjami vom á endanum bæði dæmd til lífláts fyrir að hafa hjálpast að við að stytta Jóni og Guðrúnu aldur. Þetta varð Gunnari Gunnarssyni efni í skáldsöguna Svartfugl, er að Saurbæ (Gfsli Halldórsson) og hann ritaði í Danmörku og út kom þar á dönsku árið 1929. Gunnar hafði kynnt sér rækilega öll dóms- skjöl málsins og kynnt sér að auki atburðarrás og aðstæður. í sögu Gunnars er Eyjólfur Kol- beinsson, kapellán að Saurbæ í Rauðasandshreppi, sögumaður. Hann rifjar upp með sér þá atburði er gerst höfðu fimmtán áram áður. Eyjólfi svíður sárlega endurminn- ingin, því hann hafði bein afskipti af málinu og honum þykir hann hafa búið Bjama og Steinunni þau örlögerþauhlutu. Vom Steinunn og Bjami sek? Fyrirkomu þau Jóni og Guðrúnu eða lést Jón af slysföram og Guðrún af sjúkdómi sínum? Gunnar Gunn- arsson tekur ekki afstöðu til þess. Hann beinir fyrst og fremst augum lesandans að sálarstríði og örlögum EyjólfS Kolbeinssonar. Ekki minnk- ar angist Eyjólfs við það, að þijú böm Bjama Bjamasonar dóu í umsjón hans og síðar dmkknar einkasonur Eyjólfs. Var samhengi þar á milli? Svartfugl kom út í íslenskri þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar árið 1938 og aftur lítið eitt breytt í þýð- ingu höfundar 1971. Og núna 11. mars veðmr leikritið Svartfugl fmmsýnt í Leikfélagi Reykjavíkur. um er að ræða nýja leikgerð eftir Eitt frægasta sakamál á Islandi Gömul kynni gleymast ei Melaskólinn 40 ára Ólafur Einarsson kennari Sveinbjöm Einarsson kennari Hver man ekki eftir þessum gömlu gódu andlitum? Axel Kristjónsson Dagný Guðmundsdóttir Ingi Kristinsson kennari kennari skólastjóri Ásdís Steinþórsdóttir kennari Árgangar fæddir '33 til ’42 hittumst í kvöld og rifjum upp gömlu góðu dagana í gamla góða Naustinu. Diddú verður með einstaklega skemmtilega dagskrá í tilefni kvöldsins. Hrönn Geirlaugsdóttir fiðluleikari og Jónas Þórir PienóleikarUelka ljúfa tónlist fyrir matargesti.. R kennari Pantið borð strax í dag í síma 17759.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.