Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 198G 59 Jón G. Kristins- son — Minning „Enginn veit sína ævina fyrr en 511 er.“ Aldrei hefur mér fundist þetta máltæki eins átakanlegt og þegar mér bárust þær fréttir að tengda- foður míns, Jóns Guðmundar Krist- inssonar eða Bonna eins og hann var kallaður, væri saknað. Kynni mín af Bonna hófust vorið 1982 þegar ég og elsti sonur hans kynntumst. A heimili þeirra hjóna var mér strax tekið með mikilli vinsemd eins og öllum þeim sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim. Aldrei minnist ég Bonna öðruvísi en lífsglöðum manni sem gat sífellt komið öllum í gott skap og veitt af gleði sinni. Eg minnist þeirrar stundar þegar ég og unnusti minn færðum honum og Hönnu þær fréttir að von væri á fyrsta bamabaminu. Leyndi sér ekki gleðin sem sú frétt færði honum. Vom þær ófáar stundimar sem við sátum Qögur saman og töluðum um bamið og framtíðina sem bæri svo margt í skauti sér. Seint kem ég til með að gleyma svipnum á honum þegar hann kom í fyrsta sinn að heimsækja litla afastrák og færði honum fyrsta bangsann. Það fór ekki á milli mála að þama fór góður maður, fullur af ást og umhyggju. Þegar ég sit hér og hugsa um þennan válega atburð er mér gjör- samlega óskiljanlegt hver tilgang- urinn geti verið. I þeirri góðu trú að hann sé einhver, þó svo að hann sé okkur lifandi hulinn, vona ég að Bonna líði vel og sé „ríkur" maður þar sem hann er núna. Eftirsjáin í góðum tengdaföður er mikil og með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja hann og biðja algóðan Guð að vaka yfír honum. Elsku Hanna, Kiddi, Emma, Bonni og Anna Helga; missir ykkar er mikill en minningin um góðan mann mun aldrei gleymast. Fyrir hönd flölskyldu minnar votta ég ykkur fyllstu samúð. Hafdís Á morgun fer fram minningarat- höfn frá Kópavogskirkju um vin okkar hjónanna. Þann 12. febrúar síðastliðinn barst okkur sú fregn að hann Bonni væri týndur. Síðast hefði spurst til hans á leið um borð Skreytum við öll tækifæri ^ Reykjavikurvegi 60, simi S3848. Alfheimum 6, simi 33978. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. í „Helgu" sem lá við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Við Snorri sögðum bæði: Þetta getur ekki verið. Hann hlýtur að finnast. En hversu óskiljanlegt og tilgangslaust sem það virðist, öll hin víðtæka leit reyndist árangurs- laus. Bonni fæddist í Vestmannaeyjum 8. nóvember 1933. Hann hét fullu nafni Jón Guðmundur Kristinsson. Foreldrar hans voru Emelia Bened- iktsdóttir og Jóhann Kristinn Guð- mundsson og áttu þau saman þijú böm. Þau slitu samvistum þegar hann var átta ára og fór Bonni með föður sínum til Seyðisfjarðar. Tveim ámm síðar fórst faðir hans með vélskipinu Þormóði. Þá fluttist Bonni suður til móður sinnar sem þá var gift Þormóði Jónssyni og ólst upp með alsystkinum sinum og tveim hálfsystkinum. Eftir að Emelía var orðin ekkja tók hún í fóstur dreng, Ingþór Pétur Þorvaldsson. Hann var skipsfélagi Bonna í síðustu ferðinni. Bonni var aðeins fjórtán ára þegar hann fór til sjós. Hann starf- aði á sjónum alla tíð, utan átta ár þegar böm hans vom lítil, að hann keypti sér sendibíl og vann þá á Nýju sendibílastöðinni. Árið 1953 réð Snorri, maðurinn minn, sig á togarann Jón Þorláks- son og þar kynntust þeir Bonni og urðu miklir vinir. Hefur sú vinátta alltaf haldist. Vom þeir saman í skiprúmi þar til ársins 1958. Á þessum ámm var margt brall- að. Þeir þreyttust aldrei á að rifja upp þá gömlu góðu daga. Bonni var einn af þessum eldhressu mönnum, alltaf hrókur alls fagnaðar og oft tóku þeir lagið saman vinimir. Það vakti lfka ósvikna tilhlökkun hjá bömunum okkar seinna þegar Bonni og Hanna komu í heimsókn. Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir, eða Hanna, og Bonni kynntust árið 1956 en við hjónin 1957 og í land- legum héldum við oftast hópinn. Þetta vora ógleymannleg ár. Haustið 1958 fóm þeir báðir í Stýrimannaskólann, Bonni og Snorri, þá trúlofaðir og famir að hugsa til framtíðarinnar. Þetta var heilmikið átak en tókst með sóma. Að skólanum loknum réðust þeir á sitt skipið hvor. Bonni var ýmist stýrimaður eða skipstjóri þau ár sem hann var á sjónum á Þormóði goða, Sæborginni, Helgu I eða Helgu II. Eftir að þau Hanna stofnuðu heimili bjuggu þau mestan sinn búskap á Langholtsvegi og við Skólagerði í Kópavogi en þau gift- ust 10. desember 1960. Böm þeirra urðu flögur, mannvænleg og góð böm. Þau em Kristinn Helgi, 23 ára, í matreiðslunámi, sambýlis- kona hans er Hafdís Bjamadóttir. Þau eiga ungan son; Emelía Dröfn, 22 ára, hún dvelur í Bandaríkjunum við nám í djassballett; Anna, 16 ára sem hefur nýlokið gmnnskóla og vinnur í verslun, og Jón Þórir, eða Bonni litli, eins og við köllum hann, 20 ára efnilegur liðsmaður í Breiða- bliki. Þegar því varð við komið fór pabbi hans með honum á leiki og hvatti hann til dáða eins og reyndar hin bömin, sem hann hvatti og V \ (|: t / í i; • studdi með ráðum og dáð, bæði í leik og starfí. Og það var með hann eins og flesta sem dvelja fjarri fjöl- skyldum sínum á sjó eða annars staðar, að þeim mun meiri var án- ægjan að njóta samvistanna þegar heim var komið. Og í þekktu kvæði um sjómann eftir Öm Amarson segir: Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark. Sjórinn er máttugt afl í lífi þeirra sem bindast honum og seiður hans slíkur að lengi eimir eftir, jafnvel langa ævi. En kveðjur hans geta líka verið kaldar og naprastar em þær þegar hann skilar ekki aftur herfangi sínu. Það fá þau nú svo sárlega að reyna, Hanna og bömin og aðrir ástvinir. Bonni var góður vinur, glaður og reifur, hreinn og beinn. Þannig munum við hjónin minnast hans, þakklát fyrir góða samfylgd. Á slík- um stundum em orð svo fátækleg. Maður hljóðnar og lítur í eigin barm og fær ekkert að gert. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til þín, Hanna mín, og bamanna, Emmu og annarra ást- vina. Steina og Snorri Það er ávallt mikið áfall þegar vaskir synir landsins hverfa snögg- lega úr miðju ætlunarverki lífs síns. Það gerðist í Friðarhöfn við Binna- bryggju í Vestmannaeyjum aðfara- nótt miðvikudagsins 12. febrúar 1986, er Jón Guðmundur Kristins- son, skipstjóri, hvarf á leið milli skipa í stormi, kulda og náttmyrkri. Minningarathöfn um Jón verður gerð frá Kópavogskirkju mánudag- inn 10. þ.m. kl. 13.30. Nú em fimmtán ár liðin frá því ég kynntist Jóni. Hann átti síðar eftir að verða mágur minn og góður vinur. Jón var léttur í lund og það vakti fljótlega athygli mína hversu dáður og elskaður hann var af íjöl- skyldu sinni. Meðal hennar naut hann sín hvað best, enda áberandi hve fómfús hann var og reiðubúinn til að hjálpa öðmm. Margsinnis rétti hann mér hjálparhönd, oft óbeðinn. Jón var ekki hár maður vexti en sterkbyggður, snöggur í hrejrfing- um og dimmraddaður. Hann var með leiftrandi blá augu, sem gátu orðið talsvert hvöss ef svo bar undir. Meðal kunnugra gekk hann gjaman undir gælunafninu Bonni. Trúlega hefur faðir Jóns, Jóhann Kristinn Guðmundsson vélstjóri, haft bein eða óbein áhrif á starfsval sonar síns. Jón útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum árið 1960. Fjár- hagurinn var mjög krappur meðan á námi sbóð en endar náðu þó saman með ötulum og dyggum stuðningi eiginkonu hans, Jóhönnu. Að námi loknu tók við ríflega aldarfjórðungs starfsævi, aðallega við stjóm fiskiskipa, en einnig við útgerð sendibfls hér á höfuðborgar- svæðinu. Frá árínu 1984 var Jón einn af þremur skipstjómm sem fyrirtækið Ingimundur hf. hafði á að skipa. Jón var ýmist skipstjóri á skipunum Helgu eða Helgu II við rækjuveiðar, eða stýrimaður, þegar skipin vom við loðnuveiðar. Er Jón hvarf hina örlagaríku nótt nú í febrúar var hann stýrimaður á Helgu II. Jón var talinn með fengsælli skipsijómm er mér sagt, harðdug- legur og ósérhlífinn. Sama orð fór af honum sem sendibflstjóra. Jón talaði ekki aðeins um hlutina, hann framkvæmdi þá. Ég minnist þess að árið 1979 átti ég erindi úr landi þess efnis að afla Islendingum ráð- gjafarverkefnis á sviði fiskveiða. Aðallega vom það Qármála- og lögfræðileg atriði sem vom á dag- skrá. Engu að síður vildi ég styrkja þekkingu mína á fiskveiðum. Jón var ekki lengi að greiða úr þessu. Hann bauð mér um borð f skipið Sæborgu, sem hann stjómaði þá. Þar útskýrði hann m.a. allar þær veiðiaðferðir sem til álita kæmu við þessar tilgreindu aðstæður og til- nefndi ensk heiti hins ýmsa búnaðar um borð. Þama kom berlega í ljós hve Jón var stórvel að sér í öllu er lýtur að stjóm veiða. Ég held ég hafi aldrei lært eins mikið á jafn skömmum tíma og við þetta tæki- færi. Jón fæddist í Vestmannaeyjum þann 8. nóvember 1933. Faðir hans var Jóhann Kristinn Guðmundsson vélstjóri, f. 3. nóvember 1904 á Kaldalæk á Vattamesi við Reyðar- ijörð. Foreldrar Jóhanns Kristins vom Guðmundur Jónsson útvegs- bóndi á Vattamesi og kona hans, Jónína Jónsdóttir. Kristinn var alinn upp hjá Kristjáni Indriðasyni bónda á Þemunesi j Reyðarfirði og konu hans, Lukku Friðriksdóttur. Þau fluttust síðar til Eskifjarðar. Jóhann Kristinn fórst í hinu mannskæða Þormóðsslysi 18. febrúar 1943. Móðir Jóns, sem lifir son sinn, er Emelía Benediktsdóttir, fædd í Ólafsvík, nú búsett í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Benedikt Jónsson, vagnmaður í Ólafsvík, og Guðbjörg Halldórsdóttir. Emelía ólst upp í fóstri hjá þeim hjónunum Helga Daníelssyni og Önnu Guð- mundsdóttur, er bjuggu í Helludal í Bemvík á Snæfellsnesi. Jón var næstelstur sex systkina. Hin em, talin í aldursröð: Anna Helga Kristinsdóttir, Rudólf Krist- insson, Ragnheiður Þormóðsdóttir, Brynjar Þormóðsson og Ingþór Þomaldsson, öll búsett í Reykjavík. í einkalífi var Jón mikill gæfu- maður. Gmndvöllurinn var lagður hinn 10. desember 1960 er hann kvæntist Jóhönnu Halldórsdóttur úr Reykjavík. Jóhanna var honum ekki aðeins góð eiginkona, heldur líka styrkur lífsfömnautur og félagi. Hún rak heimili þeirra hjóna af rausn og myndarskap. Einkum rejmdi á, þegar Jón var langtímum flarverandi vegna vinnu sinnar. Síð- astliðin ellefu ár hafa þau Jóhanna og Jón búið að Skólagerði 10 í Kópavogi. Heimilið endurspeglar hið hlýja hugarfar sem þar ríkir. Þau Jón og Jóhanna eignuðust flögur mannvænleg böm. Kristinn matreiðslunema, Emelíu jassball- ettkennara, nú við nám í Bandaríkj- unum, Jón, starfsmann hjá Pósti og síma og Önnu Helgu, sem er yngst, 16 ára. Jón og Anna HelgSlí búa enn í föðurhúsum. Nú er Jón Kristinsson horfinn af sjónarsviðinu 52 ára að aldri. Margt verður öðmvísi en ætlað var. Ég veit að hann hefði viljað sjá öllum bömum sínum farborða °g fylgjast með framgangi þeirra. Einnig veit ég að þau hjónin, Jón og Jóhanna, áttu sér draum um sameiginleg ævintýr í náinhi fram- tíð. Nú er séð að vemleikinn verður á annan hátt. Þegar við .kveðjum Jón Guðmund Kristinsson standa eftir ljúfar minn- ingar um góðan dreng. Við hjónin minnumst með þakklæti vináttu hans og margra ánægjulegra sam- vemstunda, sérstaklega þess, er þau Jón og Jóhanna heimsóttu okkur hjónin til Sviss um mánaðar- tíma árið 1980. Þá var ekið um Evrópu og kom glöggt í ljós að á betri ferðafélaga varð ekki kosið. En öllum ferðum lýkur og leiðir skiljast. Ég óska Jóni mági mínum fararheilla og færi honum þakkir fyrir auðsýnda vináttu og traust. Jóhönnu og bömunum, Emelíu og öðmm aðstandendum Jóns sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi bjartar minningar um góðan vin gefa þeim styrk. Þór Gregor Þorsteinsson Lára Þorsteins- dóttir — Minning Hún amma mín elskuleg er nú öll. Svo skjmdilegt var andlát henn- ar að ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég kom á heimili þeirra ömmu og afa rétt fyrir jarðarförina og varð þess vör að engin góð amma kom með útbreiddan faðm og bros á vör á móti okkur, fyrir innan var allt hljótt og tómlegt. Amma fæddist 4. júní 1912 og var því aðeins 73ja ára er kallið kom, því alltaf var hún jafnungleg og dýrðarljómi jrfír henni hvar sem hún fór. En þó var íjarlægðin á milli okkar of mikil og óskaði ég þess oft að geta skroppið augnablik, þótt væri farið minnst einu sinni á ári á meðan ég var í föðurhúsum. Þá varð ég þess aðnjótandi að dvelja hjá þeim afa og mömmu á mínu fyrsta aldursári og fæ það aldrei fullþakkað. Amma fæddist í Reykjavík en fluttist 2ja ára gömul til ÓlafsQarð- ar með foreldmm sínum, Margréti Helgadóttur og Þorsteini Hallssyni. í Ólafsfirði bjó hún þar til jrfir lauk þann 3. febrúar. 1986. Foreldra sína missti amma mjög ung, þannig að ekki urðu allar dætur hennar þess aðnjótandi að eignast afa og ömmu og hafa þar farið mikils á mis. Amma mín var einbimi, en bætti um betur og eignaðist 6 böm; dreng, sem dó aðeins 2ja vikna gamall, og dætum- ar 5, sem allar lifa móður sína. En við huggum okkur við það að nú er hún komin til ástvina sinna sem hún missti svo ung. Amma og afi, Helgi Sveins eins og hann er alltaf kallaður í sínum heimabæ, giftu sig á gamlársdag fyrir rúmum 52 ámm og syrgir nú elskuiegur afi minn sína ástkæm eiginkonu. Guð stjrki þig, elsku afi minn, í sorgum þínum og alla afkomendur þína. Lára B. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna frófalls og jarðarfarar systur okkar, ÞÓRU TÓMASDÓTTUR frá Barkarstöðum. Áml Tómasson, Guðrún Tómasdóttir, Marta Tómasdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auösýndu samúö, studdu okkur og styrktu í veikindum, við andlát og jarðarför, ÞURfÐAR LIUU ÁRNADÓTTUR. Guö blessi ykkur öll. Júbús Jónas Ágústsson og fjöiskyfda. Þuríður Guðmundsdóttir frá Baa og aðrir oðstandendur. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.