Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 55
55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986
Blariburöarfólk
óskast!
AUSTURBÆR
Laugavegur 34-80
og fleira
JftsiirjpTOMíiíiÍfo
samtalinu þótt ég óttaðist að þreyta
hann. Eftir á finnst mér einhvem
veginn eins og okkur báðum hafi
óað við að slíta talinu.
Um dagana hef ég eignast Qöl-
marga góða kunningja en kannski
ekki svo marga vini í þeim skilningi,
sem ég legg í það orð. Guðmundur
var einn vina minna. Þegar slíkir
menn deyja skilja þeir eftir tóma-
rúm í lífí manns og öll orð verða
eitthvað svo undarlega ónothæf til
að lýsa þeim tilfínningum, sem
bærast innra með manni.
Þótt við Guðmundur ræddum
margt og létum okkur fátt óviðkom-
andi í þeim efnum bar eilífðarmálin
aldrei á góma. Ég veit því ekkert
hvaða skoðanir hann hafði á því
sviði en flestir ala sjálfsagt með sér
þá von að ekki sé allt sem sýnist
og dauðinn sé aðeins kaflaskipti f
lífínu. Ef svo er kysi ég ekkert
fremur en að slóðir okkar Guð-
mundar lægju saman í landinu
handan móðunnar miklu.
Við Olla sendum Guðnýju, böm-
unum þremur og tengdasyni, for-
eldrum Guðmundar og systkinum
svo og öðmm vandamönnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sveinn Herjólfsson
Þægilegar og • falla vel að.
Tengist konum á öllum aldri
Sloggi nærbuxur eru úr 95% bómull og 5% Lycra. Sloggi nærbuxur halda alltaf lögun sinni
og góðri teygju. Sloggi nærbuxur falla þétt að líkamanum og því sjást engin brot í buxunum.
AGUST ARMANN hf.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 24, SÍMI 686677
HALLDÓR JÓNSSON / VOGAFELL HF.
Dugguvogi 8-10, sími 686066
Minning:
Guðmundur Benedikts-
son framkvæmdasijóri
Fæddur 28. nóvember 1937
Dáinn 2. mars 1986
Ég kjmntist Guðmundi Bene-
diktssyni fyrir um það bil 7 ámm
en þá fluttist hann ásamt flölskyldu
sinni frá Reykjavík til Egilsstaða
en hann var Héraðsmaður að upp-
mna. Þau hjónin, Guðmundur og
Guðný Siguijónsdóttir kennari,
byggðu sér hús að Mánatröð 14 og
lágu lóðir okkar saman. Fljótlega
tókst góður kunningsskapur milii
^ölskyldna okkar og varð hann æ
nánari eftir því sem tímar liðu.
Nýbýlið varð til þess að fjölskyld-
urnar unnu saman að ýmsum verk-
um m.a. við frágang lóðanna og
fleira. Öll vom þessi samskipti eins
og best varð á kosið.
Við Olla minnumst þess með sér-
stakri ánægju er þau hjónin annað-
hvort eða bæði saman — litu inn
til okkar til að slappa af og spjalla
yfír kaffíbolla. Guðmundur var allt-
af hress og kátur, bjartsýnn og já-
kvæður en félagsskapur fólks með
slíka lyndiseinkunn er ávallt eftir-
sóknarverður. Guðmundi fylgdi
hressilegur blær, hann var gaman-
samur og léttur í tali og sagði vel
frá. Hann fylgdist vel með atburð-
um jafnt innanlands sem utan og
hafði fastmótaðar þjóðfélagsskoð-
anir. Það kom þó ekki í veg fyrir
að hann sæi broslegu hliðamar á
skoðanabræðmm sfnum og mál-
flutningi þeirra jafnt sem þeim, sem
önnur leiðarljós höfðu. Guðmundur
átti til að vera svolítið stríðinn en
allt var það græskulaust enda var
honum eðlislægt að lífga upp á
hversdagsleikann og létta lund
manna.
Skömmu eftir að Guðmundur
kom hingað austur tók hann við
starfí framkvæmdastíóra pijóna-
stofunnar Dyngju hf. Eg þekki ekki
mikið til þess fyrirtækis en veit þó
að staða þess hefur oft verið þröng
og starf Guðmundar því mjög krefl-
andi eins og sagt er nú á tímum.
Eins og maklegt var naut hann
vinsælda og trausts starfsfólksins
þar og hefur hann þó áreiðanlega
oft þurft að taka ákvarðanir, sem
ekki féllu öllum í geð, enda orkar
flest tvímælis þá gert er. Vinnudag-
ur Guðmundar var því oft langur
og það var einmitt oft að loknum
erfíðum vinnudegi, sem hann leit
aðeins inn til okkar áður en gengið
var til náða. Við höfum alltaf af
því mikla ánægju en hversu mikils
virði þessar heimsóknir voru verður
þó fyrst áþreifanlega ljóst nú þegar
þessi innlit verða ekki fleiri.
Um mitt síðastliðið sumar kenndi
Guðmundur þess meins sem nú
hefur orðið honum að aldurtila.
Hann var þá m.a. að vinna að því
að helluleggja stíg í lóðinni hjá sér.
Þegar ég lít út um stofugluggann
minn og sé helluhrúguna, sem eftir
var að leggja, fer ekki hjá því að
á hugann leiti dapurlegar hugsanir
um fallvaltleik lífsins. Maður, sem
virðist í fullu Qöri, missir óvænt og
skjmdilega heilsuna í miðju verki,
er fluttur á sjúkrahús í öðrum lands-
hluta og á ekki afturkvæmt. Þetta
vofir jrfir öllum, eitt sinn skal hver
deyja og dauðastríðið er sá hildar-
leikur, sem engum er fært að vinna.
Guðmundur brást karlmannlega
við og barðist við sjúkdóminn,
ákveðinn í því að vinna á honum
bug. Hefur honum áreiðanlega ekki
veitt af allri sinni miklu bjartsýni
og öllu sínu jákvæða hugarfari í
þeirri baráttu. Þennan erfiða tíma
vék Guðný vart frá sjúkrabeði hans,
hvorki dag né nótt, og segir það
meira um gerð hennar en nokkur
orð fá tjáð og enginn, nema sá sem
rejmt hefur eitthvað svipað, getur
gert sér í hugarlund hvílík eldraun
þessir mánuðir hafa verið henni og
bömunum.
Ég heyrði rödd Guðmundar í síð-
asta sinn í síma nokkru áður en
hann lést. Hann var enn bjartsýnn
og óbugaður þótt hann fyndi hvem-
ig þróttur þvarr. Honum varð tíð-
rætt um að allir vildu allt fyrir sig
gera og var hann mjög þakklátur
fyrir það. Hann virtist ekkert þjáður
þennan dag og það teygðist úr