Morgunblaðið - 09.03.1986, Side 25

Morgunblaðið - 09.03.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 25 Morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, á sér varla hliðstæðu á Vestur- löndum á okkar dögum. Enginn forsætisráðherra í Vestur-Evrópu hefur sætt sömu örlögum frá því í heimsstyijöldinni síðari. Helzt má líkja því við morðið á John F. Kennedy Banda- ríkjaforseta 1963. Það er því ekki að ástæðu- lausu sem morðið á Palme hefur vakið jafn sterkar til- fínningar um allan heim og raun ber vitni. Þær verða þeim mun sterkari sökum þess hve óvænt og skyndilega þessi ógnaratburður varð. Palme er myrtur á hrottaleg- an hátt á opnu stræti í heima- borg sinni, Stokkhólmi, þar sem hann á sér einskis ills von. Þessar myndir sem hér birtast sýna manninn, fjöl- skyldu hans, stjómmálamenn sem hann þekkti o.fl. Með drottningunni Olof Palme ásamt Silvíu, drottningu Svíþjóðar. Þeim geðjaðist vel hvort að öðru, eins og þessi mynd sýnir, sem var tekin af þeim við opinbert tækifæri. Með Lisbeth konu sinni Lisbeth, kona Olofs Palme, var með manni sínum hið örlagaríka kvöld. Þau voru að koma úr kvikmyndahúsi er hann var skotinn til bana. Með Anker Jorgensen Anker Jorgensen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, ásamt Olof Palme. „Hann hefði átt að fá friðarverðlaun Nóbels," sagði Anker Jergensen um Palme látinn. Með syninum Maarten Palme tók fjölskyldu sína sjaldan með á pólitíska fundi, því að hann vildi ekki íþyngja henni með starfsskyldum sínum. Hér sést hann þó við slíkt tækifæri með syninum Maarten, sem er 17 ára gamall. Maarten var á skíðaferðalagi í Frakklandi þegar honum var tjáð: „Faðir þinn hefur verið myrtur." Catharina Palme-Niize Catharina Palme-Nilzenn, eina systir Palme, fór taflaust í sjúkrahúsið, en það var of seint. Bróðir hennar var dáinn. „Hvers vegna bróðir minn. Hann, sem var svo mildur maður," varð henni þá að orði. Sonurinn Joakim Þessi mynd af Joakim, syni Palme, var tekin á flugvellinum í Stokk- hólmi. Joakim kvaddi föður sinn aðeins 10 mínútum áður en hann var myrtur. Kvikmyndahúsið Hrímað tré og snævi þakin gangstétt. Palme og Lisbeth kona hans voru að koma úr kvikmyndahúsinu „Grand Teatret" sem stendur við Sveavágen, helztu verzlunargötu Stokkhólms.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.