Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 3

Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986 „Frægðrn skiptir ekki mestu máli“ — sögðu þær Hanne Krogh og Elisabet Andreasson, eða Bobbysocks „Við hittumst fyrst í söngvakeppni í Belgíu þar sem ég keppti fyrir Noreg en Elisabet fyrir Svíþjóð. Nú, Sviþjóð vann svo ég hugsaði með mér ef þú getur ekki sigrað þá, gakktu tii liðs við þá,“ sagði Hanne Krogh, annar meðlimur Bobbysocks, á blaðamannafundi sem þær stöllur efndu til á Hótel Loftleiðum á föstudaginn. Bobbysocks á Hótel Loftleiðum í gær. Elisabet Andreasson t.h. og Hanne Krogh. Morgunblaðið/RAX Elisbet Andreasson og Hanne Krogh voru hinar hressustu, þær tóku lagið og göntuðust við blaða- menn. Þær sögðust hafa hlakkað mikið til að koma til íslands og ætluðu að skreppa á Broadway á föstudagskvöldið og fara svo að versla á laugardaginn því þær höfðu frétt að tískufatnaður væri miklu ódýrari hér en t.d. í Noregi. Ekki höfðu þær enn heyrt íslensku lögin í söngvakeppninni en sögðust vera mjög spenntar. Bobbysocks koma fram í beinni útsendingu sjónvarps- ins í kvöld þegar sigurlagið í söngvakeppninni verður valið. Þar syngja þær lögin La det svinge, Midnight Rocks og nýtt lag, Wait- ing for the Moming. „Líf okkar hefur lítið breyst frá því að við unnum í Euorovision- keppninni í fyrra," sagði Elisabet. „Að vísu vinnum við miklu meira núna.“ Og Hanne bætti við: „Dúett- inn var ekki stofnaður með Euorovi- sion í huga. Við höfðum báðar sungið lengi og byrjuðum löngu áður en Bobbysocks varð til árið 1984. Markmiðið var að halda því áfram en hafa Bobbysocks sem tómstundagaman. Það breyttist svo eins og kunnugt er. Það er ekki frægðin sem hefur skipt okkur mestu máli eftir að við unnum í keppninni. Mestu máli skiptir að nú höfum við tækifæri til að vinna með bestu hljóðfæra- leikurum sem völ er á, við það sem okkur þykir skemmtilegast. Það er að syngja opinberlega — hafa áheyrendur fyrir framan okkur." Bobbysocks hafa ferðast víða um Evrópu, til Ástralíu og Sovétríkj- anna. Áuk þess hafa þær sungið mikið í heimalöndum sínum Noregi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að brátt taka aðrir sigurvegarar í Euorovision við af þeim er ýmislegt á döfinni hjá þeim á næstunni. I apríl munu þær koma fram í sjónvarpi í Englandi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og gera tvö myndbönd. Þær fara til Bergen í maí til þess að vera við- staddar Eurovision-keppnina og í júní er fyrirhugað að fara í tónleika- ferðalag. Hanne sagðist vonast til að komast í frí í júlí, enda hafa þær aðeins tekið viku frí frá keppninni í fyrra, og þá fóru þær saman! Frá því í október á síðasta ári hafa Hanne og Elisabet unnið við að gera stóra plötu. Platan kemur væntanlega á markað í apríl, en þegar hefur verið gefin út lítil plata með tveimur laganna í Noregi. Lagið Waiting for the Moming er komið í 1. sæti á norska vinsælda- listanum. Hanne og Elisabet sögðust von- ast til að^geta komið einhvem tíma aftur til Islands og hafa þá hljóm- sveitina með. Mun sjónvarpið sýna myndina um Sakharov? MAGNÚS Erlendsson lagði í gær fram bókun á fundi útvarpsráðs þess efnis að sjónvarpið gerði gangskör að því að sýna heimildarkvik- myndina um Andrei Sakarov og konu hans Yelenu Bonner, en kvik- mynd þessi var gerð árið 1984. Bókun Magnúsar Erlendssonar er svohljóðandi: „Ég leyfi mér að fara þess á leit myndbandaleigum hér á landi. að Sjónvarpið geri að því gangskör Undirritaður telur nauðsynlegt að fá nú þegar til sýningar heimild- að almenningur á íslandi, sem býr armynd um sovéska Nóbelsverð- við allt það frelsi sem lýðræðisþjóð- launahafann og eðlisfræðinginn Dr. félögin veita þegnum sínum, fái að Andrei Sakarov og konu hans kynnast þeim ofsóknum sem bar- Yelenu Bonner. Vitað er að heim- áttumenn mannréttinda verða að ildarmynd þessi sem framleidd var þola í Mekka kommúnismanns — árið 1984 hefur verið til leigu á Sovétríkjunum." Seltjarnarnes: Lægsta útsvars- prósentan 9,6% í FRAMHALDI af óskum ríkis- stjórnarinnar í kjölfar kjara- samninga um að sveitarfélög lækki útsvar, svo og gjaldskrá hitaveitna og gjöld dagvistar- stofnana, hefur bæjarstjóm Sel- tjarnarness tekið ákvörðun um lækkun útsvars. Er útsvarið á Seltjarnarnesi lækkað úr 10% i 9,6%, sem mun vera lægsta út- svarsprósenta á landinu. Bæjarstjóm Seltjamamess hefur einnig ákveðið að gjaldskrá hita- veitu Seltjamamess lækki nú um 7% og dagheimila- og leikskólagjöld lækki um 5%. —----- DAIHATSU Sýning frákl.1-5 Allir gæðabílarnirfrá Daihatsu. Daihatsuumboðið s. 685870- 681733

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.