Morgunblaðið - 15.03.1986, Page 15

Morgunblaðið - 15.03.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ 1986 15 BORGARTUNI 31 SÍMI29191. EROBIKK FLOKKAR: A) I. Byrjendur „í eldri kantinum" B) II- Byrjendur „í yngri kantinum" C) III. Miðlungs erfiði D) IV. Erfiðir tímar E) Púl. Erfiðir tfmar fyrir topp íþróttafólk F) Svitatfmar. Erfiðir tím- ar, mikill sviti G) Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti H) Offitusjúklingar I) íþróttafélög — Afsláttur J) Aldraðir — Verð 10OO kr. pr. mánuð / Kennarar Olof Palme Við andlát Olofs Palme hafa sannast hin gömlu vísdómsorð, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eins og títt er um mikilmenni á sviði stjómmála var hann umdeildur í lifanda lífí. Svo stórbrotinn var hann, að allir þekktu til hans og höfðu skoðanir á honum, störfum hans og stefnu. Þegar hann, boðberi friðar og frelsis, féll fyrir kúlu launmorðingja á götu í höfuðborg sinni, kom það sem reiðarslag yfír sænsku þjóðina. Raunar var það ekki síður reiðar- slag fyrir hinar norrænu þjóðimar, og loks fyrir svo til allar þjóðir, þar sem hann eða orðspor hans höfðu komið og boðskapur hans var kunn- ur. Sorg sænsku þjóðarinnar var djúp og sár. Synir og dætur norð- ursins táruðust á torgum úti. Olof Palme hefur þegar sess í sögu okkar tíma. Hans mun verða minnst sem hins djarfa baráttu- manns fyrir friði og mannréttind- um, sem hljóp til vamar, þegar valdatafl og vopnaskak tróðu á lífí og örlögum lítilmagnans. Hans mun einnig verða minnst sem oddvita þeirrar sænsku alþýðuhreyfingar, sem hefur á nokkrum áratugum skapað fíjálst velferðarríki, er vart á sinn líka. Sá þáttur einn skapar honum stöðu í sænskri og norrænni sögu. Menn, sem eru til fomstu valdir, hafa oft mörg andlit, ekki síst stjómmálamenn, sem heyja baráttu Heinrich Böll í tíma- riti MM „Fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári er að hluta helgað þýska Nóbelsverðlaunahöf- undinum Heinrich Böll sem dó í fyrra. Halldór Guðmundsson skrifar grein um hann, birt er siðasta langa viðtalið sem tekið var við hann, „Frelsið þverr dag frá degi“, og löng smásaga í þýðingu Guðmundar Georgssonar. Sagan heitir Ekki aðeins á jólunum og er ein af bestu smásögum Böll, fyndin og hvöss ádeila á velferðarsamfélagið," segir ífréttfráMM. „Stefán Hörður Grímsson leggur tvö ný ljóð til þessa heftis og Vil- borg Dagbjartsdóttir á athyglis- verða grein um ljóðið Söknuð eftir Jóhann Jónsson. Hún bendir á tengsl þess við sjálfsævisögulegt kvæði Gests Pálssonar, Árin líða, og fléttar örlög þessara tveggja skálda skemmtilega saman. Af öðm efni í Tímaritinu má nefna minningargrein Stefáns Karlssonar handritafræðings um Jón Helgason prófessor, hina frægu ræðu Sigurðar A. Magnússonar við styrkveitingu Ríkisútvarpsins á gamlársdag, svar Ástráðs Eysteins- sonar við greinum Einars Kárason- ar og Sigfúsar Daðasonar um þýð- ingar og umfjöllun Dagnýjar Krist- jánsdóttur um Kvennamál og kvennamenningu. Tvær greinar varða fomsögumar, Goðgá Hjalta Skeggjasonar eftir Asgrím Al- bertsson, og „Milliganga“, um fé- lagslegar rætur Islendinga- sagna, eftir Jesse L. Byock. Einnig er athyglisverð grein um Mótun nýja Kína eftir Ragnar Baldursson. Auk Stefáns Harðar eiga ljóð í heftinu þau Magnús Skúlason, David Radavich, Carolyn Forché, bandaríska blökkukonan Nikki Giovanni, fínnska verðlaunaskáidið Bo Carpelan og Ezra Pound. Ritdómar em um Ydd Þórarins Eldjám, Við gluggann eftir Fríðu Sigurðardóttur og Um sálina eftir Aristoteles. Tímarit Máls og menningar er 128 bls., unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Hilmar Þ. Helgason hann- aði kápu.“ EROBIKK Olof Palme sína á leiksviði landsmála í augsýn almennings. Olof Palme var engin undantekning hvað þetta snerti. Margir þekktu hann aðeins sem hinn harða og stolta baráttumann í ræðustól eða sjónvarpi. Aðrir þekktu persónulega ljúfan og hóg- væran dreng, skemmtilegan og aðlaðandi. íslendingar hafa syrgt Olof Palme fyrir allt það, sem hér hefur verið nefnt. Þeir syrgja einnig sér- stakan vin og aðdáanda íslands og sér í lagi íslenskrar menningar. Hann hafði oft heimsótt okkur síð- ustu áratugi og átti marga vini á íslandi. Þegar á reyndi í meiri hátt- ar þjóðmálum kom þessi vinátta1' hans og þekking á íslenskum hög- um okkur oft vel. Það vita þeir, sem nærri hafa staðið. Þijú þúsund og fjögur hundmð íslendingar, sem búa hér í landi og njóta gistivináttu sænsku þjóðar- innar, taka fullan þátt í sorg hennar og votta flölskyldu Olofs Palme, flokki hans og sænsku þjóðinni allri, dýpstu samúð. Benedikt Gröndal, sendi- herra í Stokkhólmi. Flokkar við allra hæfi, mánaðarkort, 2 mán., 3 mán., 6 mán., stakirtímar. Mark Wilson, Ágústa Kristjáns, HildigunnurJohnson Sigurlaug Guðmundsd. Ágústa Johnson, Jónína Benediktsd. Pallur fyrir kennarann svo allir sjái Heilsan í öndvegi Góð baðaðstaða Góð gufuböð Stórog góðursalur Frábær tónlist í Bose 901 HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI i/iinu Opið í dag til kl. j I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.