Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 36

Morgunblaðið - 15.03.1986, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15.MARZ1986 Bj örg-unarsveitarmenn taka á móti eiturefnum í DAG verða félagar björgun- arsveita Slysavarnafélagsins á bensínstöðvum og taka á móti ýmsum efnum sem fólk vill losa sig við af heimilum sinum og geta valdið slysum á börnum. Að sögn Sigmars B. Hauksson- ar upplýsingafulltrúa Slysa- varnafélagsins verður tekið á móti öllum efnum svo sem gömlum lyfjum, leysiefnum, þvottaefnum, olíum margs konar, gömlum snyrtilyfjum, ilmvötnum og þess háttar, en öll þessi efni geta valdið eitrun- um hjá börnum ef þau eru tekin inn. Sagðist Sigmar vona að fólk notfærði sér þetta, margir eru í vandræðum með að losa sig við þessi efni, en með sam- eiginlegu átaki, og með því að fjarlægja sem mest af efnum úr heimahúsum sem fólk er hætt að nota, er hægt að fækka slysum í heimahúsum til mikilla muna. Björgunarsveitarmenn á einni bensínstöðinni. Morgunbiaaið/Ámi Sæberg Herferð gegn slysum í heimahúsum: Listaverkahappdrætti Víðistaðakirkju: Dregið um 32 listaverk á sumardaginn fyrsta VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnar- firði hefur verið i byggingu síðan 1981 og er stefnt að þvi að vigja hana á árinu 1987. Viðistaðasöfn- uður hefur fengið inni i Hrafn- istu i Hafnarfirði, en sú aðstaða er orðin of lítil og kemur það niður á safnaðarstarfinu. Til þess að hraða kirkj ubyggingunm hefur m.a. verið efnt til lista verkahappdrættis til fjáröflunar Vinningamir í listaverkahapp- drættinu eru 32 listaverk sem flest em gefín af listamönnunum sjálf- um. Þetta em olíumálverk, vatns- litamyndir, tússteikningar, leirverk o.fl. Allir vinningamir í happdrætt- inu verða til sýnis í Hafnarborg dagana 15.—23. mars. og þar verða happdrættismiðar til sölu. Dregið verður í happdrættinu á sumardag- inn fyrsta. (Frétiatílkyimiiigr) Frumsymng í Regnboganum: Trú, von og kærleikur KVIKMYNDIN „Trú, von og kærleikur*1 eftir danska leik- stjórann Bille August verður frumsýnd í Regnboganum í dag og verður leikstjórinn viðstaddur frumsýninguna. Myndin hefur slegið aðsóknarmet í Danmörku, þegar hefur yfir milljón manns séð hana. Kvikmyndin fjallar um fjögur ungmenni sem lenda hvert um sig og saman í mikilli lífsreynslu og em þar af leiðandi rifin burt úr gleði og áhyggjuleysi æskunnar. Leik- stjórinn, Bille August, segir kvik- myndina hafa orðið til út frá þörf fyrir að segja frá gagnstæðu illgim- innar og valdabaráttunnar sem lýst var í kvikmyndinni Zappa, sem hann leikstýrði og sýnd var í Regn- boganum 1984. „Myndin fjallar fyrst og fremst um ástina, ást milli foreldra og bama, ást með og án skilyrða, kynferðislega ást, og þó öllu fremur náungakærleikann. Um upplifun ástarinnar, einföldustu og endingarbestu leið mannsins frá ótta og einmanaleika." Kvikmyndin verður fmmsýnd í A-sal Regnbogans kl. 14. ^ Frá einu af námskeiðum verkstjómarfræðslunnar. Konur við stjórnvöl MIKIÐ hefur borið á alls kyns veikindum hjá íbúum Reykjavík- urborgar að undanförnu. Samkvæmt skýrslum læknavakt- arinnar vikuna 1.—8. mars greind- ust 40 manns með inflúensu, 55 með vírussjúkdóma, 51 með kvef, bronkítis og barkabólgu, 54 með kvef og eymabólgu, 47 með háls- bólgu, 6 með skarlatsótt, 15 með lungnabólgu, 5 með hettusótt og 7 - imeð hlaupabólu og 4 með iðrakvef. Heimir Bjamason aðstoðarborg- arlæknir sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessar skýrslur bentu til þess að veikindi væru nú eitthvað meiri í borginni en í meðallagi og bæri mest á inflúensu og kvefí. Siguijón Pjeldsted skólastjóri Hólabrekkuskóla sagði að nokkuð hefði orðið vart við veikindi í skólan- um. Hann sagði að við skólann væru 60 kennarar og hefðu mest 5—6 verið veikir í einu. Ekki var unnt að fá forfallakennslu þar sem forfallakennarar lágu veikir sjálfír. * Á mánudaginn þurfti til dæmis að senda þrjá bekki heim. Hann sagði að erfíðara væri að átta sig á hvort meira hefði verið um veikindi hjá bömunum en venjulega enda væru 1.140 böm í skólanum og því alltaf eitthvað um forföll. Bjöm Jónsson skólastjóri Haga- skóla sagði að dálítið væri um for- Töll vegna veikinda í skólanum. Verkstjórnarfræðslan efnir í dag, laugardaginn 15. mars, til ráðstefnunnar Konur við stjóm- völinn, um hvernig má fá fleiri konur til stjómunarstarfa á ýms- um sviðum atvinnulifsins, hvað hvetur þær eða hindrar. Ráð- stefnan er ætluð öllum, sem * áhuga hafa á að ræða þessi mál og stuðla þannig að fjölbreyttari skiptingu starfa milli kynjanna, en eins og oft var bent á á sl. ári í lok Kvennaáratugar er kyngreining starfa ein af orsök- um lakari stöðu kvenna á vinnu- markaði. Af þeim 1.418 verkstjómm, sem útskrifast hafa af námskeiðum Verkstjómarftæðslunnar frá upp- hafí, em konur aðeins 88. Þessa vikuna stendur yfír nýjung hjá Verkstjómarfræðslunni, námskeið í stjómun þar sem sérstaklega er tekið tillit til aðstæðna kvenna og m.a. ijallað um viðhorf og fordóma Slæmt heilsu- far borgarbúa starfsmanna og stjómenda til kvenna í stjómunarstörfum. Þetta námskeið er viðleitni af hálfu Verk- stjómarftæðslunnar til að reyna að breyta myndinni. Ráðstefnan Konur við stjómvöl- inn er haldin í lok þessa námskeiðs. Þar verður fjallað um verkaskipt- ingu á vinnumarkaði, stöðuna í dag, 6 stjómendur úr hópi kvenna lýsa viðhorfum sínum til stjómunar og viðhorfum starfsmanna til þeirra og Valgerður Bjamadóttir bæjar- fulltrúi á Akureyri segir frá sam- norrænu verkefni um kyngreindan vinnumarkað, en hún stjómar fram- kvæmd þess á íslandi. Lýst verður niðurstöðum í hópverkefhi nám- skeiðsins um hindranir og fordóma gegn þátttöku kvenna í stjómun og að lokum gerð samantekt á umræðum á ráðsteftiunni. Ráðstefnan verður haldin í húsa- kynnum Iðntæknistofnunar íslands, sem Verkstjómarfræðslan heyrir undir, á Keldnaholti við Vestur- landsveg. Hún hefst kl. 13.30 og stendurtil kl. 18. (Fréttatílkyiming) HorgunbUðið/RAX Klarinettleikararnir Armann Helgason, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Sigrún J. Snorradóttir. Mozart-tónleikar í Hallgrímskirkju: Næturljóð fyrir söng- raddir og bassetthorn LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju heldur tónleika með verkum eftir W.A. Mozart nk. sunnudagskvöld. Flutt verður kammertón- list, kvintettar fyrir bassetthorn og klarinett, noktúmur fyrir söngraddir og bassetthora og kirkjusónötur fyrir orgel og strengjahljóðfæri. Hörður Áskelsson formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju sagði í samtali við blaðið að nýtt 10 radda orgel Hallgrímskirkju myndi hljóma í fyrsta sinn á þessum tónleikum. „Þetta er mjög vandað og hljómfagurt danskt orgel, sem við höfum keyþt til að hafa hér til bráðabirgða, orgelið var sett upp í desember sl. og á að þjóna okkur þar við flytjum í stóru kirkjuna, og verður einnig notað þar í fyrstu, það verður allt of lítið fyrir þá kirlq'u, en það tekur um tvö og hálft ár að smíða nægilega stórt orgel fyrir kirkj- una.“ Á tónleikunum verður eingöngu leikin tónlist eftir Mozart, „tónlist- in spannar mjög stórt tímabil í hans annars stuttu ævi, mörg þeirra nokkuð óvenjuleg verk, sem sjaldan heyrast". Hörður sagði að leikið væri á hljóðfæri sem Mozart hefði notað mikið í tónsmíðum sínum, svo sem bassetthom, á þessum tónleikum er leikið á þijú slík hom samtímis. Flytjendur eru Marta Halldórsdóttir, sópran, El- ísabet Waage, mezzosópran, Halldór Vilhelmsson, bassi, klar- inettleikaramir Ármann Helga- son, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Kjartan Óskarsson, Óskar Ing- ólfsson og Sigurður I. Snorrason, Hörður Áskelsson orgelleikari og strengjaleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hörður var spurður hvort verk Mozarts væm í tísku um þessar mundir. „Já, það er óhætt að segja það, þetta em áreiðanlega áhrif I gegnum Amadeus-æðið sem kom í kjölfar kvikmyndarinnar. “ Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn. Lísa í Undralandi frum- sýnd í Kvennó í kvöld LEIKFÉLAG Kvennaskólans í Reykjavík framsýnir leikritið Lísu í Undralandi í Kvennaskól- anum í kvöld klukkan 20.30. Alls taka um 18 manns þátt í sýningunni. Allt em þetta nemend- ur í Kvennaskólanum nema tveir meðlimir hljómsveitarinnar sem flytur tónlistina í leikritinu. Með aðalhlutverk fara Vala Steinunn Guðmundsdóttir, Halla J. Magnús- dóttir, Ágústa Skúladóttir, Bima Halldórsdóttir, _Níls Helgi Nílsson, Margrét Lind Ólafsdóttir og Anna Vigdís Gísladóttir. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir en leikmynd og búningar em unnir í sameiningu af leikhópnum. Höfundur handrits er Klaus Hagemp. Eins og áður er getið er fmmsýn- ingin í kvöld og em fyrirhugaðar að minnsta kosti 6 sýningar á verk- inu. Þetta er þriðja árið sem Leik- félag Kvennaskólans í Reykjavík starfar. IflKFÉtAG KVENMASKÓUNS IREYKIAVÍK Hófunduf handrtts: - Ltól&tiórf: Klnus Hagerup SkiilatUntík SÍMNGARSttOUR KVENNASKÓUNN í REYKJftílK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.