Morgunblaðið - 15.03.1986, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.03.1986, Qupperneq 56
 LAUGARDAGUR15. MARZ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Evrópuflug Flugleiða: Hækkun á far- -gjöldum 1. apríl Verðbreytíngar mismunandi vegna breytínga á fargjaldakerfinu VERÐ breytist á fargjöldum Flugleiða til Evrópu þann 1. aprfl næstkomandi. Sum fargjöldin hækka en önnur lækka og meta Flugleiðir verðbreytinguna sem 3% meðalhækkun. Lægstu fjargjöld hækka í mörgum tilvik- um mun meira, því gerðar eru verulegar breytingar á fargjaldakerfinu. Apex-fargjöld eru felld niður til margra borga og tekin upp svokölluð Pex-fargjöld. Sæmundur Guðvinsson frétta- ^^fulltrúi Flugleiða segir að venja sé að breyta fargjöldunum þann 1. apríl, en nú yrðu breytingamar rót- tækari en oft áður. Almennt kæmu Pex-fargjöld í staðinn fyrir Apex sem lægstu fargjöld og með því móti væri losað verulega um þau skilyrði sem þessum lágu fargjöld- um fylgdu. Pex-fargjaldið þyrfti ekki að bóka og greiða með 2 vikna fyrirvara eins og var með Apex og er það heldur ekki bundið við ákveðna daga eins og Apex var bundið við. Hin svokallaða sunnu- ■■^dagsregia væri eftir sem áður kvöð á þessum fargjöldum, það er að fólk þurfi að vera erlendis aðfaranótt sunnudags. Þá væri gildistími mið- ans takmarkaður við einn mánuð. Eftir 1. apríl verða algeng far- gjöld sem hér segir, báðar leiðir í öllum tilvikum, en án flugvallar- skatts sem er 750 krónur. Pex- fargjald til Kaupmannahafnar verð- ur 15.840 kr. Er það hækkun um 1.190 kr., eða 8,1%, frá ódýrasta Apex-fargjaldi í dag sem er 14.650 kr. Aftur á móti munu unglingafar- gjöld til Kaupmannahafnar lækka úr 14.660 kr. í 14.370 kr., eða um 2%. Til Lúxemborgar verður tekið 'upp nýtt Pex-fargjald, 13.350 kr. Lægsta Apex-fargjald er nú 13.950 kr. og lækkar því fargjaldið þangað um 4,3%. Pex-fargiald til London verður 14.390 kr., og hækkar úr 13.170 kr. sem nú er lægsta Apex-fargjald- ið, eða um 9,2%. Pex til Stokkhólms verður 18.460 kr. Lægsta Apex er nú 17.070 krón- ur, og er hækkunin því 1.390 krón- ur, eða 8,1%. Aftur á móti lækkar fargjaldið til Helsinki. Þangað verð- ur tekið upp nýtt Apex-fargjald, 21.640 kr. Apex þangað er nú 27.070 kr. og er lækkunin því 5.430 krónur, eða um 20%. Pex-fargjald til Frankfurt verður 17.660 kr., sem er sama fargjald og er þangað í dag. Boðið verður nýtt vor og haust Pex-fargjald á 14.580 kr., sem er 17,4% ódýrara en Pex-fargjaldið á öðrum tfmum árs. MorgunblaðM/RAX Lögreglan fjarlægir bíla sem lagt er ólöglega Það getur verið freistandi að skjótast í búð og skilja bílinn sem snöggvast eftir og þá er kannski ekki alltaf gætt að þvi að honum sé löglega lagt. Freistingin er þeim mun meiri ef veður er slæmt, en í gær var snjómugga talsverð. En lögreglan líður ekkert slikt, a.m.k. ekki í Bankastræti, þar sem þessi bill stóð ólöglega. Slæmt getur verið að standa frakkalaus i bylnum og bfliiiin á bak og burt þegar erindinu í verzluninni er lokið. 0 Ovíst hvort af söngvakeppninni verður í kvöld: Aðgerðir tæknimanna trufla útvarp og síma MIKIL óvissa var í gærkvöldi um óraskaða starfsemi Ríkisútvarps- ins, meðal annars hvort yrði af beinni útsendingu á söngva- keppni sjónvarpsins i kvöld eftir að tugir rafeindavirkja i þjón- ustu Ríkisútvarpsins og Pósts og sima ákváðu að hætta störfum i kjölfar frétta af úrskurði Félags- dóms um ólögmæti verkfalls þeirra, sem boðað hafði verið frá sfðustu áramótum. Útsending rásar 2 féll niður í gærkvöldi af þessum sökum en útlit var fvrir að tæknimenn, sem ekki eru í Sveinafélagi rafeindavirkja, myndu annast útsendingar i dag. Af sömu ástæðu var útlit fyrir Steingrímur Hermannsson á miðstjómarfundi Framsóknarflokksins: „Framsóknarmenn hefji *nýja sókn í þéttbýli“ „Megnm aldrei halda fram hlut strjálbýlis á kostnað þéttbýlis,“ sagði forsætísráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, sagði í ræðu á aðalfundi miðstjórnar flokksins i gær, að hann hefði áhyggjur af því að Framsóknarflokkurinn í heild brygðist ekki rétt við þeim miklu breytingum, sem orðið hefðu á íslensku þjóðlifi á undanförnum árum, og þeim öru breytingum sem r— ^Jframundan væru. „Við eigum að ræða um breyting- amar, óskir fólksins og kröfur, með opnu og jákvæðu hugarfari. Við verðum að heQa nýja og sterka sókn í þéttbýlinu. Við megum aldrei halda fram hlut stijálbýlis á kostnað þéttbýlisins," sagði forsætisráð- herra. Hann hvatti til aukinnar ifcpátttöku ungs fólks og kvenna f starfi Framsóknarflokksins og sagði að hinir eldri ættu að víkja svo hinir yngri kæmust til áhrifa. „Konum ber meiri aðild að forystu- sveit. Eftir næstu þingkosningar skulu þær verða nokkrar í þingliði flokksins," sagði hann ennfremur. Forsætisráðherra taldi kjara- samningana á dögunum marka ein mestu tímamót, sem orðið hefðu í íslensku efnahagslífi, og lagði áherslu á að þar hefði verið fylgt stefnu Framsóknarflokksins, en samstaða innan ríkisstjóminnar hefði þó ráðið úrslitum um að samningar tókust. Steingrímur Hermannsson kvaðst vonast til þess að raunvextir lækkuðu fljótlega, en um lækkun þeirra gilti þó, að hægara væri um að tala, en í að komast. Hann sagði, að hann væri því fylgjandi að innlend fyrirtæki fengju að taka lán erlendis á eigin ábyrgð. Það myndi verða til þess að draga úr þrýstingi á innlendan peningamark- að og stuðla að lækkun vaxta. Sjánánar ábls. 31. að útsendingar rásar 1 yrðu ótruflaðar en framleiðsla á inn- lendu efni mun væntanlega liggja niðri. Sömuleiðis gæti svo farið, að allar nýframkvssmdir í vegum Pósts og síma falli niður þar til lausn er fundin á deilunni. Rúmlega 120 rafeindavirlqar f opinberri þjónustu, sem jafnframt em f Sveinafélagi rafeindavirkja, sögðu upp frá og með sfðustu ára- mótum samhliða því, sem félagið boðaði verkfall hjá Ríkisútvarpinu og Pósti og síma. Ríkisvaldið taldi verkfallið ólöglegt og var gert samkomulag við Sveinafélagið um að Félagsdómur yrði fenginn til að úrskurða um lögmæti þess. Sá dóm- ur féll í fyrrakvöld. Á félagsfundi í Sveinafélagi raf- eindavirkja í gær var samþykkt að félagið drægi til baka tilmæli til félagsmanna í þjónustu Pósts og síma og Rfkisútvarpsins um að fresta því að láta uppsagnimar koma til framkvæmda. Jafnframt var skorað á stjómvöld „að virða félagafrelsið og láta af ögmnum við stétt rafeindavirkja og ganga tafarlaust til viðræðna við félagið", eins og það var orðað. í Sveinafélagi rafvirlqa em nærri 400 félagar, þar af liðlega 150 hjá ríkinu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins telja rafeindavirlqar að með því að ganga úr BSRB og láta Rafiðnaðarsambandið fara með samningsrétt sinn muni þeir geta hækkað gmnntaxta sína um 16—20%, eða um 6—6 launafiokka. Á félagsfundinum í gær vom um 80 rafeindavirkjar og vom flestir þeirra staðráðnir í að hætta störfum að sögn Helga R. Gunnarssonar, starfsmanns Sveinafélags rafeinda- virkja. Hann lagði áherslu á, að hér vseri ekki um að rseða skipulagðar aðgerðir af hálfú félagsins, heldur tæki hver einstakur rafeindavirki eigin ákvörðun. „Ég held að flestir þessara manna séu tilbúnir að taka endurráðningu hjá sínum stofnun- um — en þá samkvæmt samningum Sveinafélags rafeindavirkja," sagði hann. í fréttatilkynningu frá Sveinafé- laginu eftir félagsfundinn í gær- kvöld segir m.a., að verkfallið, sem ágreiningur var um, sé nú úr sög- unni og mönnum sé því fijálst að hætta störfum. „Félagafrélsi er tryggt í stjómarskrá landsins," segir í tilkynningunni. „Það er stað- fastur vilji rafeindavirkja að sam- einast í eitt fagfélag, Sveinafélag rafeindavirkja. Þetta stjómar- skrárákvæði er ekki viðurkennt af ríkisvaldinu og um það snýst deil- an.“ Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði í gærkvöldi að af hálfu ríkisvaldsins væri enn litið svo á, að uppsagnimar væm ólöglegar og að meirihluti Félagsdóms hefði fallist á það sjón- armið. „Mér sýnist að þetta sé einhverskonar óðagot og bráðræði — þessar aðgerðir koma á óvart,“ sagði hann. „Ég ræddi við fulltrúa sveinafélagsins í dag og þá var ákveðið að ræða saman síðdegis á mánudaginn þegar forsendur dóms- ins lægju fyrir. Til hvaða niðurstöðu þær viðræður leiða veit ég ekkert um.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.