Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 5

Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 5
MORGUNBIAÐID, SUNNUDAGLfR 16. MARZ 1986 Nýskipaður sendi- herra Vatikansins VÆNTANLEGUR var til lands- ins nú um helgina nýskipaður sendiherra Vatikansins á Norð- urlöndum Henri Lemaitre erki- biskup. Engin nýrna- veikihjá Pólarlaxi Henri er hér á miðri myndinni ásamt kaþólskum kirkjuhöfðingjum þeim John W. Gran Oslóarbiskup, sem nú hefur látið af störfum og Pau! Verschuren Finnlandsbiskup (t.h.). Myndin hér til hægri var tekin á biskuparáðsfundi Norðurlanda í síðasta mánuði. Erindi Lemaitre erkibiskups og sendiherrans er að afhend forseta íslands embættis- bréf sitt. Hann mun væntanlega hafa nokkra daga viðtöl hérlendis. - segir Finnbogi Kjeld „ÞAÐ er engin nýrnaveiki hjá Pólarlaxi. Það varð vart smitun- ar i 25 fiskum í haust og hrogn- um úr þeim öllum eytt. Við komum því í veg fyrir útbreiðslu veikinnar með þessu,“ sagði Finnbogi Kjeld, stjórnarformað- ur Pólarlax, í samtali við Morg- unblaðið. „Að eigin frumkvæði tókum við upp þá nýbreytni að láta rannsaka hjá okkur hvern einasta klakfísk til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúk- dóma með hrognum. Af 1.059 físk- um, sem rannsakaðir voru, fundust merki um smitun í 25 og þar sem við höldum hrognum aðskildum eftir fískum reyndist auðvelt að eyða hugsanlega smituðum hrogn- um,“ sagði Finnbogi. Dregið hefur úr áhuga á stækkun - segir forsætisráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra átti nýlega viðræður við forsvarsmenn Alusuisse í Sviss, vegna hugsan- legrar stækkunar á álverinu í Straumsvík með þátttöku Kin- veija. Að sögn Steingríms er ekki að vænta endanlegrar ákvörðunar um stækkun álversins á næstunni. „Ég hef það á tilfínningunni að það verði töf á stækkuninni," sagði Stein- grímur. Mikil óvissa ríkir vegna breytinga á aðalstjórn Alusuisse og verða engar ákvarðanir teknar fyrr en þær eru til lyktar leiddar. Þá hefur heimsmarkaðsverð á áli ekki hækkað og hefur fyrirtækið neyðst til að loka verksmiðjum í Bandaríkj- unum af þeim sökum. „Þetta hefur dregið úr áhuga fyrirtækisins á stækkun álbræðsl- unnar en þeir taka fram að ál- bræðslan hér á landi sé ein þeirra sem álitlegust er þegar til lengri tíma er litið og vafalaust góður kostur að stækka hana,“ sagði Steingrímur. Engin svör hafa borist frá Kínveijum ennþá en Dr. Miiller sem er ráðgjafi fyrirtækisins í áliðn- aði er þar staddur um þessar mundir. Stuðningur við NATO ánægjuefni í TILEFNI af nýafstaðinni þjóð- aratkvæðagreiðslu á Spáni hefur utanríkisráðherra sent kveðju tíl Francisco Fernándes Ordonez utanríkisráðherra: „Stuðningur spænsku þjóðarinn- ar við áframhaldandi aðild Spánar að Atlantshafsbandalaginu er mikið ánægjuefni og uppörvun bandalag- inu í ómetanlegum störfum þess að varðveislu friðar, frelsis og lýðræð- is. Ég bið yður að veita viðtöku einlægustu ámaðaróskum. MatthiasÁ *' BOÐ á IBM PC kyimingu IBM býður til námsstefnu 18.—20. mars nk. Kynnt verður íiotkun IBM PC einmennings- tölvunnar. Daglega verða haldnir 3 fyrirlestrar sem hefjast allir kl. 14:30. Að loknu kaffi- hléi er sýning eða kynning á verkefnum en dagskránni lýkur kl. 17. Væntanlegir þátttak- endur eru beðnir að skrá sig í síma 68 73 73. Þátttaka er ókeypis. PC I LITLUM FYRIRTÆKJUM Kristján Óli Hjaltason, frkv.stj., Iðnbúð 2, Garðabæ. PC í STÓRUM FYRIRTÆKJUM Kjartan Ólafsson, forstöðumaður skipulagssviðs hjá Skeljungi. PC I FRAMLEIÐSLU- FYRIRTÆKJUM Gunnar Ingimundarson, viðskiptafræðingur, FÍI. 18. MARS PC FYRIR RITSMIÐI Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. 19. MARS PC í SKÓLUM Anna Kristjánsdóttir, lektor við KHl. 20. MARS PC í BÖNKUM Magnús Pálsson, forstöðumaður markaðssviðs hjá Iðnaðarbankanum. PC VIÐ RANNSÓKNIR OG GAGNAVINNSLU Dr. Þorsteinn Hannesson og Björgvin S. Jónsson,efnafræðingur, íslenska járnblendifélaginu. PC FYRIR VERKFRÆÐINGA OG TÆKNIFRÆÐINGA Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, VST. PC HJÁ bæjarfélögum Bjarni Þór Einarsson, bæjar- tæknifræðingur á Húsavík. ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI Skaftahlið 24 • 105 Reykjavík • Sími 27700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.