Morgunblaðið - 16.03.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNIJDA.GUR 16. MARZ1986
Sem skákmenn eru þeir álika sterkir. Frábært minni Kasparovs gerir honum kleift að tefla byrjanir
af miklu öryg-gi. Karpov er harðskeyttur baráttumaður, viljasterkur, sem skilur á frábæran hátt rök-
fræði baráttunnar.
réttara væri að segja, að Sovétríkin
hafi í öllu sínu veldi og með öllum
ráðum, varið titilinn fyrir sig (og
Karpov). Karpov var svo heppinn,
að andstæðingur hans var Viktor
nokkur Korchnoi, sem gerðist land-
flótta 1976 og var að sjálfsögðu
kallaður „Svikarinn". Honum tókst
jafnvel að angra sjálfan Leonid
Brezhnev með skothríð úr griðastað
vestantjalds þar sem „hrokafullar"
kröfur um að láta fjölskyldu hans
lausa dundu á skrifstofu aðalritar-
ans.
Seint á áttunda áratugnum kusu
aðstoðarmenn Brezhnevs að forðast
að trufla elliæran yfirmann sinn
með málum sem voru ofvaxin skiln-
ingi hans. Einvígi þeirra Karpovs
og Korchnoi, þar sem munurinn á
réttu og röngu kristallaðist; við-
felldinn og þegnhollur piltur gegn
svikulum strokuþræl, voru þeim að
skapi, og Brezhnev líka. Oft á dag
spurði hann „Hvemig gengur Tolik
okkar?“ og stórmeistarar í skák
voru til taks í aðalstöðvum íþrótta-
nefndarinnar ef einhver aðstoðar-
manna Brezhnevs skyldi hringja til
formanns og leita svara.
Jafnskjótt og fyrra einvíginu var
lokið hóf Karpov að rækta tengslin
við aðstoðarmenn Brezhnevs og
þeirra innsta hring. Nú kom það
einnig fyrir, að hann gat gert vel-
gerðarmanni sínum, Tyazhelnikov,
greiða.
Síðari sigur Karpovs gegn Korc-
hnoi 1981 kom Karpov á valdatind
sinn. Á sjóndeildarhring hans var
aðeins eitt ský í mynd 18 ára
unglings með mikla hæfileika, en
það var landi hans Gary Kasparov,
en á þeim tíma taldi FIDE hann
vera öflugasta skákmann í heimi á
eftir Karpov. Karpov ákvað að leysa
þetta vandamál á blaðamannafundi,
sem haldinn var strax að loknu
einvíginu. „Hvað finnst þér um
Kasparov?" var spurningin. Svar
Karpovs: „Kasparov er einn af
beztu ungu skákmeisturum heims-
ins. En hann nær ekki langt nema
því aðeins að hann temji sér hlut-
lægni. Eins og er ofmetur hann
sjálfan sig.“
Þetta orðalag þýddi einfaldlega
að Gary væri vandræðagemsi.
Karpov vissi að hvert orð hans
yrði birt daginn eftir í sovézkum
blöðum, og hann sendi skilaboð til
þeirra, sem kynnu að hafa hugsað
sér að styðja Kasparov og ganga
til liðs við hann — gerið það ekki,
annars...
Karpov óttaðist ekki Gary, sem
hann gat auðveldlega hindrað í að
komast það langt að tefla einvígi
um heimsmeistaratiltilinn, en hon-
um sviðu sögusagnir um hæfileika
vesalings Gary, sem oft voru vissu-
lega ýktar.
Undrabarn gegn
Karpov
Gaiy Kasparov, öfugt við
Karpov, var ekki fæddur til að
komast í nomenklatúra-klíkuna. Að
eðlisfari er hann listamaður. Gary
hefði trúlega orðið heimsmeistari í
stíl við Tal — heimsmaður og
menntamaður. En á sama hátt og
drengurinn Mowgli gerði sér grein
fyrir því, að fyrr eða síðar yrði
hann að beijast gegn Sher Khan,
vissi Gary að hann yrði að beijast
við Karpov. Sögumar af 11 ára
undrabaminu frá Baku gerðu
Karpov gramt í geði og hann reidd-
ist því þegar óvinir sem hann hafði
borið sigurorð af veittu drengnum
eindreginn stuðning og gerðu sér
vonir um að koma fram hefndum
síðar.
Gary lærði mjög snemma að hann
þyrfti ævinlega að vera vel á verði
— sérhver yfirsjón, jafnvel einhver
tilsvör hans, gætu reynzt honum
dýrkeypt. Hvatvís drengur varð
varkár.
Gary, sem einatt hafði fyrir
hugskotssjónum jnynd Karpovs sem
hann hataði og öfundaði, tók að apa
eftir honum. Hann lærði að komast
í samband við „nytsamt" fólk og
halda því sambandi, nákvæmlega
eins og Karpov hafði gert áratug
áður. Hann hóf einnig sama leik
við að skapa sér hið rétta andlit
útávið. Framan af vom yfirlýsingar
hans um hollustu við Flokkinn yfir-
drifnar eða hálfvoigar, en saman
við þær blandaðist einnig útrás hins
sanna eðlis hans. En það leið ekki
á iöngu þar til hann fann sér opin-
bera grímu: hann var maður sem
trúir í einlægni á góðviljað eðli
sovétskipulagsins og telur sig þar
með hafa leyfi til þess að gagniýna
opinskátt ýmsa vankanta sem grafa
undan svo ágætu kerfi — jafnvel
þótt slíkir vankantar og misindis-
mennimir að baki þeim væru heil-
agar kýr að annarra dómi. Lykillinn
að velgengni var að sjálfsögðu sá,
að ráðast ekki á neinar heilagar
kýr. Á Brezhnev-tímabili algjörrar
spillingar var kaldranaleg og taum-
laus hræsni Karpovs heppilegri, en
dagar Brezhnevs voru senn taldir.
Valdamesti maður sem nokkru
sinni bar Gary Kasparov fyrir
bijósti var drottnari Ázerbaidzan,
Heydar Aliev. Azerbaidzan er fomt
land með náin söguleg og trúarleg
tengsl við grannríkið íran. Gary
bjó í höfuðborginni Baku. Á þriðja
áratugnum var Azerbaidzan ofurliði
borið og komið á lögum og reglu í
blóðbaði Bolsévikka og trúarbrögð
(Muslim-Shíite) gróflega ofsótt eins
og annars staðar í Sovétríkjunum.
Innfæddir urðu að breyta nöfnum
sínum og rita að rússneskum hætti.
Því er mikið um ættamöfn eins og
Mohamedov, Aliev og Mamedov.
Heydar Aliev naði frama í KGB og
herforingjatign þar og var síðan
yfirmaður leynilögreglunnar þar.
Hann naut stuðnings og uppörvun-
ar yfirmanns síns í Moskvu, Yuri
Andropov, og Aliev sveik yfirmann
sinn, aðalritara kommúnistaflokks-
ins í Azerbaidzan, og tók við emb-
ætti hans, að sjálfsögðu með sam-
þykki ráðamanna í Kreml.
Kasparov og þjóð-
ermskennd
í hinum litlu „þjóðalýðveldum“
taka þjóðarstolt og andúð á Rússum
á sig einkennilegar myndir. Ein
þeirra er ofstækisfull aðdáun á
samlöndum vegna afreka í íþrótt-
um, listum, vísindum. Kasparov er
ekki Azerbaidzani — faðir hans var
gyðingur, móðirin gyðingur að
hálfu og Armeníumaður að hálfu.
Að sjálfsögðu er þjóðemi Gary á
vegabréfi hans skráð „Armeníu-
maður", og móðir hans breytti
gyðinglegu nafni hans „Weinstein"
þegar hann var tólf ára gamall.
Nú á tímum er miklu betra að vera
Armeni í Sovétríkjunum en gyðing-
ur, en í Azerbaidzan, sem áður var
múhameðstrúar, hefur löngum legið
í landi, að kristnir menn og betur
menntaðir Armenar væm ekki vel
þokkaðir.
En Gaiy var greinilega mikill
hæfileikamaður og fyrir hendi vora
ekki neinir krakkar, innfæddir, sem
stóðu honum á sporði. Auk þess var
hann fæddur í landinu og talaði
tungumál þeirra. Því var það að
almenningur og ráðamenn í Azer-
baidzan kusu að líta á hann sem
einn úr sínum hópi, eða því sem
næst. Heydar Aliev veitti honum
og móður hans áheym sem náði
hámarki með ' konunglegri gjöf,
einkaíbúð með þremur (!) herbergj-
um í staðinn fyrir eina herbergið
sem þau höfðu haft til umráða fram
að þessu. Þannig gat Aliev talið sig
feta í fótspor khalífanna, sem
vemdari lista og velgerðarmaður
ungs snillings.
Gary naut skjóls heimafyrir og
æfði skák með stuðningi ýmissa
kunnra andstæðinga Karpovs svo
sem Botvinniks, fyrrverandi heims-
meistara, og Petrosjans. Oft lét
hann þessi orð falla: „Eg sigra
Karpov með hans eigin aðferðum,"
sem án efa þýðir „óheiðarlegar
aðferðir" í orðabók Gary. Nítján ára
að aldri sótti Gary um aðild að
Kommúnistaflokknum og varð
flokksfélagi tvítugur að aldri.
Karpov bar sig síðar undan þessu
við vin sinn á Vesturlöndum: „Ég
gekk í Flokkinn þegar ég var 25
ára, þegar orðinn heimsmeistari,
og mér var ráðlagt mjög eindregið
að gera það. Þessi náungi gat ekki
beðið eftir því að verða tvítugur!
Og þrátt fyrir þetta kallar fólk mig
tækifærissinna, en hann, hugsið
ykkur, andófsmaður." Eins og skilja
má af þessu, þykir hinum sanna
Karpov orðið andófsmaður ekki
vera neitt skammaryrði.
Brezhnev allur
Þegar Brezhnev dó seint á árinu
1982 vora basði Karpov og Kasp-
aroy að tefla á Ólympíumótinu í
Luzem í Sviss. Mótshaldarar boð-
uðu að sjálfsögðu einnar mínútu
þögn til að minnast hins látna
„mannvinar", og ég sá hve gagn-
tekinn Gary var af ánægju, forvitni
og vonum, svo að hann gat tæpast
haft vald á svipbrigðum sínum.
Hann gretti sig og drap tittlinga
af og til. Karpov stóð rétt hjá, hugsi
og áhyggjufullur. Hann var án efa
að velta því fyrir sér, í hvem hann
ætti að hringja í Moskvu til þess
að fá nánari fréttir og vita hvað
þær fréttir vörðuðu hann. Hann
bjóst ekki við þeim ósköpum sem á
eftir fóru.
Eitt fyrsta verk hins nýja aðalrit-
ara var að reka Tyazhelnikov úr
hárri stöðu hans (og mjög mikil-
vægri fyrir Karpov) á þeirri for-
sendu að hann væri hommi, að því
talið var. Áhrif samstarfsmanna
Brezhnevs rýmuðu auðvitað vera-
lega. Sumir urðu að draga sig í
hlé, en þeir sem héldu velli höfðu
öðra að sinna en að rabba við
„Tolik“ um skákmál. Að sjálfsögðu
hélt Karpov sumum samböndum
sínum, einkum í áróðursdeildinni.
En nú var hann ekki í aðstöðu til
að veita greiða á móti greiða, hann
varð að borga hvem greiða fullu
verði, og þar sem hann var mjög
vel efnaður gerði hann það.
En verst af öllu var — í öllum
Lev Alburt
Um höfundinn
Lev Alburt, stórmeistari í skák, er landflótta Sovétmaður og búsett-
ur í Bandaríkjunum. Hann er íslenzkum skákmönnum að góðu kunnur
og hefur oft teflt á mótum hér. Hann varð sigurvegari á Reykjavíkur-
mótinu í skák 1982 og tefldi einnig á Reykjavíkurmótinu 1984 og
Búnaðarbankamótinu. Alburt tefldi nú þriðja sinni á XII. Reykjavíkur-
mótinu, sem er nýlokið og hlaut 7 vinninga og komst í verðlaunasæti.
Lev Alburt hefur unnið það afrek að verða Bandaríkjameistari í skák
tvö ár í röð, 1984 og 1985, og hefðu fáir spáð honum þeim frama á
síðasta ári, því að á árinu 1984 tapaði hann einvígi við brezka stór-
meistarann Nigel Short með 6—0. Álburt lét það ekki á sig fá og hélt
ótrauður áfram sinni baráttu.
Alburt skrifar mikið um skák í Chess Life, tímarit bandaríska skák-
sambandsins, og sömuleiðis um skák og stjómmál í blaðið The New
York City Tribune. Eftirfarandi grein birtist í janúarhefti tímaritsins
The Worldandl.
Alburt var einnig í liði Bandaríkjanna í keppninni gegn Norðurlöndum
á dögunum.
___________________________23
þessum þrengingum að helzti keppi-
nautur hans varð nú ákaflega
skeinuhættur. Andropov útnefndi
sinn gamla glæpafélaga Heydar
Aliev sem fullgildan félaga í stjóm-
amefnd flokksins. Aliev flutti til
Moskvu og varð strax einn í innsta
hring Andropovs, einn af fáum
trúnaðarmönnum hans, og annar
öða þriðji mesti valdamaðurinn í
Sovétríkjunum. Þegar Andropov
hóf hreinsanir á spilltum fylgis-
mönnum Brezhnevs var KGB-hers-
höfðinginn Aliev kjörinn maður til
starfans.
Þetta allt boðaði Karpov ekkert
gott. Hann var maður sem átti
Mercedes Benz og hafði einkabíl-
stjóra (Brezhnev var einnig hrifinn
af slíkum bílum), átti milljónir í
erlendum bönkum, íburðarmikið
sveitasetur (dacha), dýrmætt frí-
merkjasafn, hafði haft vafasöm
tengsl við embættismenn, sem nú
höfðu verið reknir; mörgum fannst
þetta vera tákn spillingar í stíl
Brezhnevs. Andropov vildi hreinsa
flokkinn með bursta KGB og gera
hann að verkfæri, sem lyti vilja
hans. Mörgum fylgismönnum An-
dropovs sveið það, að Karpov eða
einhveijir aðrir utanaðkomandi
menn eins og skottulæknirinn
Dzina skyldu fá leyfi til þess að
hafa frjálsan aðgang að skrifstofum
miðstjómarinnar til að ná fundi
voldugra deildarstjóra og ganga
framhjá biðröð háttsettra skriffínna
í flokknum, ráðherra og sendiherra.
Þetta var talið hættulegt dæmi um
hnignun og hrun óg því varð að
stinga við fæti.
Karpov lækkar í tign
Karpov var nú fallinn af stalli
og bjóst við hinu versta. Hann kann
jafnvel að hafa látið sér til hugar
koma að flýja land. En um það leyti
dó Andropov og nýr aðalritari,
Chernenko, breytti stefnunni og
stöðvaði hreinsun á félögum sínum
úr hópi stuðningsmanna Brezhnevs.
En skjólstæðingar Andropovs, og
þeirra á meðal Aliev, héldu stöðum
sínum enda þótt áhrif þeirra dvín-
uðu að nokkra.
Fyrir söguhetjur okkar þýddi
þetta eins konar valdajafnvægi.
Kasparov, með vemdara sinn í
stjómamefndinni, átti eftir að læra
að færa sér þennan nýfengna styrk
í nyt, en Karpov hafði á hinn bóginn
sambönd á miklu lægri stigum, en
kunni frábærlega vel að notfæra
sér þau. Karpov réð einnig yfir
skáksambandinu og hafði náin
tengsl við FIDE. Á skákmáli mætti
segja að Karpov hefði marga og
hreyfanlega létta menn, vel stað-
setta, eins og til dæmis í íþrótta-
deild flokksins. Á móti þessu var
„maður" Kasparovs mjög sterkur,
en varð ekki auðveldlega komið í
spilið (Gary varð oftast að bíða
vikum saman eftir áheym) og víðs
flarri hinum eiginlega orrastuvelli,
þar sem Aliev hafði ekki umsjón
með hugmyndafræðinni, sem Áróð-
ursdeildin tilheyrði.
í þessari stöðu ákvað Karpov að
leika djarfan leik og útiloka Gary
frá keppni í undanrásum heims-
meistaraeinvígisins sem fram færi
átímabilinu 1982-1985.
Kasparov, sem varð sigurvegari
á millisvæðamóti og í áskorenda-
keppninni, hafði unnið sér rétt til
að heyja úrslitaeinvígi við fyrr-
nefndan Viktor Korchnoi í Pasad-
ena í Kalifomíu. Karpov beitti allri
sinni snilld til þess að fá Sovétmenn
til að neita að senda Kasparov til
Pasadena en FIDE féllst ekki á
þetta, mjögóvænt.
Karpov gat búizt við því að
mæta Korchnoi eftir að hann hefði
sigrað Ribli, og Korchnoi myndi
skora á hann í einvígi um titilinn
rétt einu sinni. Þetta var óskastaða
og hann fengi enn tækifæri til að
verða hetja, heilagur Georg sem
felldi drekann. En þessi draumur
átti ekki eftir að rætast.
Kasparov heimsótti Aliev og
gerði honum grein fyrir því hvað
þessi Karpov hefði unnið til skaða,
ekki aðeins gegn sér heldur einnig
gegn Aliev, sem átti hagsmuna að