Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 44

Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 4 Bréf til Matthíasar Johannessen: Gunnhildur kóngamóðir og skáldið í Fagurey eftirÞórarin Þórarinsson Kæri Matthías. Ég er þér enn þakklátur fyrir að hafa vísað mér á höfund Bárðar sögu Snæfelisáss. Til viðbótar fyrri rökum fyrir því að Sturla Þórðarson sé höfundur Bárðar sögu hefur mér verið bent á, að Sturla muni að verulegu leyti hafa alist upp hjá Böðvari bróður sínum á Stað á Ölduhrygg, en hvergi nýtur Snæ- fellsjökull sín betur en þaðan. Sagn- imar um Bárð Snæfellsás hafa verið vel þekktar í þessu umhverfi, þegar Sturla Þórðarson var að alast upp. Síðan ég skrifaði þér um Bárðar sögu hefí ég verið að velta fyrir mér kenningu þinni um Sturlu Þórð- arson sem höfund Njálu. Þær vangaveltur hafa leitt til þess að ég tel mig hafa komist að eftirgreind- um niðurstöðum um höfund Njálu. í fyrsta lagi, að höfundur Njálu muni vera afkomandi Hrúts Heij- ólfssonar, einnar helstu söguhetj- unnar í upphafi Njálu. í öðru lagi, að höfundur Njálu hafi verið fróður um menn og mál- efni í Dalasýslu og geti því sagt skilmerkilega frá deilum Laxdæla og Fljótshlíðinga. Sennilega hefir hann verið Dalamaður, eða a.m.k. Breiðfirðingur. í þriðja lagi, að höfundur Njálu hafi verið vel kunnugur sögu kónga og drottninga í Noregi, m.a. Gunn- hildar kóngamóður. Sturla Þórðar- son var hirðmaður Magnúsar kóngs lagabætis og skrifaði sögu föður hans, Hákonar konungs Hákonar- sonar. í fjórða lagi, að höfundur Njálu hafi lagt mikinn trúnað á ýms dul- ræn fyrirbrigði, eins og drauma, spádóma forviturra manna og áhrínsorð. í ágætri bók séra Gunn- ars Benediktssonar um Sturlu Þórð- arson segir, að hann hafi haft sér- stök tök á því, að „undirbúa mikla atburði með dulúðgum fyrirburð- um“. Séra Gunnar segir ennfremur: „Sturla Þórðarson er sá maður á 13. öld, sem þekktastur er að því að hafa ástríðu til að flétta dulræn- ar frásagnir raunverulegum at- burðum.“ Þetta er eitt meginein- kenni á frásögn Njálu af deilum Laxdæla og Fljótshlíðinga. Það, sem hér er nefnt, finnst mér ásamt fleiru, styðja kenningu þína um Sturlu Þórðarson sem höfnd Njálu eða a.m.k. þess hluta hennar, sem oft er nefndur saga Gunnars og Hallgerðar. Mér fínnst sennilegt, að Sturla hafí skrifað sögu þeirra Gunnars og Hallgerðar fyrst, en þótt svo eðlilegt eftir að saga þeirra færðist austur í Rangár- vallasýslu og Njáll kemur til skjal- anna að láta hana verða upphaf hinnar eiginlegu Njáls sögu. Sturla Þórðarson hefur bersýni- lega flutt búsetu sína út í Fagurey til þess að geta notið betra næðis til ritstarfa. Sennilega hefur hann safnað handritum að sögum og sögubrotum víða að og oft tengt þetta saman, umritað og aukið. Þannig byggir hann Landnámu mikið á ritum eldri höfunda. Meðan Sturla bjó í Fagurey hefur verið þar eins konar miðstöð íslenskrar sagn- fræði. Ég mun nú víkja nánar að fram- angreindum atriðum. Forfaðir Sturlunga í Landnámu, sem yfirleitt er eignuð Sturlu Þórðarsyni, segir svo: „Hrútur bjó á Hrútsstöðum. Hann átti Hallveigu, dóttur Þor- gríms í Þykkvaskógi, systur Ár- móðs hins gamla. Þau áttu mörg böm. Þeirra sonar var Þórhallur, faðir Halldóru, móður Guðlaugs, föður Þórdísar, móður Þórðar, föður Sturlu í Hvammi." Sturla í Hvammi var afi Sturlu Þórðarsonar. Það er ekki ósenni- legt, að hann sé hér að rekja ætt sina. Frá Hrúti er nokkuð sagt í Lax- dælu, þótt það sé meira gert í Njálu. Laxdæla lýsir honum á þennan hátt: „Hann var snemmendis mikill og sterkur er hann óx upp. Var hann og hveijum betur í vexti, hár og herðabreiður, miðmjór og limaður vel með höndum og fótum. Hrútur var allra manna fríðastur sýnum, eftir því, «em verið höfðu þeir Þorsteinn, móðurfaðir hans, eða Ketill flatnefur. Inn mesti atgervis- maður var hann fyrir allra hluta sakir." Þá segir Laxdæla stuttlega frá því, að Gunnhildur kóngamóðir hafi metið Hrút mikils, þegar hann var hirðmaður Haraldar konungs, sonar hennar. Þó er ekki gefið beint í skyn að þar hefi verið um ástamál að ræða, en skilnaðarstund þeirra er þó lýst á áhrifaríkan hátt. Frá- sögn Laxdælu hljóðar þannig: „Gunnhildur leiddi Hrút til skips og mælti: Ekki skal þetta lágt mæla, að ég hafi þig reyndan að miklum ágætismanni, því að þú hefur atgervi jaftiframt inum bestu mönnum hér í landi, en þú hefir vitsmuni langt um fram. Síðan gaf hún honum gullhring og bað hann vel fara, brá síðan skikkjunni að höfði sér og gekk snúðugt heim til bæjar, en Hrútur stígur á skip og siglir í haf.“ Laxdæla segir svo stuttlega frá ferli Hrúts eftir heimkomuna til Islands. Um konur hans og bömin segir á þessa leið: „Hrútur kvongaðist og fékk konu þeirrar, er Unnur hét, dóttir Marðar gígju. Unnur gekk frá honum. Þar af hefjast deilur þeirra Laxdæla og Fljótshlíðinga. Aðra konu átti Hrút- ur, þá er Þorbjörg hét. Hún var Armóðsdóttir. Átt hefur Hrútur ina þriðju konu, og nefnum vér hana eigi. Sextán sonu átti Hrútur og tíu dætur við þessum tveim konum." Hrútur og- Sturla Nú víkur sögunni til Njálu. Þar er hlutur Hrúts ekki aðeins miklu meiri en í Laxdælu, heldur má segja að hann sé ein helsta söguhetjan í fyrri helmingi sögunnar. Lýsing Njálu á Hrúti er talsvert á annan veg en í Laxdælu. Laxdæla dregur það mest fram, að Hrútur hafi verið manna best vaxinn og fríðastur, en Njála gerir meira úr öðrum kostum hans. Hún segir: „Hrútur var vænn maður, mikill og sterkur, vígur vel og hógvær í skapi, manna vitrastur, harðráður við óvini sína, en tillaga góður inna stærri mála“. Óneitanlega er hér dregin upp mannlýsing, sem vafalítið hefiir fallið Sturlu Þórðarsyni betur í geð en lýsingin á Hrúti í Laxdælu. Sturla metur augljóslega mikils í frásögnum sínum, að menn séu hógværir og vitrir og „tillagagóðir inna stærri mála,“ svo sem hann var sjálfur. Sérstaklega virðist hann dá forvitra menn, en hvað eftir annað segir Njála frá þvi að Hrútur hafi verið forvitur. Sé Sturla höf- undur Njálu, gæti maður freistast til að halda að hann sé að draga upp mynd af sjálfum sér, þegar hann er að segja frá þessum forföð- ur sínum. Eitt er líka sameiginlegt í sögu þeirra Hrúts og Sturlu, en það er þáttur drottninga í lífi þeirra. Það Þórarinn Þórarinsson var eiginlega drottning Magnúsar konungs lagabætis, sem kom í veg fyrir, að hann hrinti Sturlu alveg frá sér, svo að vægilega sé til orða tekið. Drottningin var miklu vitrari en konungurinn og kunni að meta Sturlu sem skáld og sögumann, ef annað hefur ekki legið undir steini. Á sama hátt var það Gunnhildur kóngamóðir, sem kom í veg fyrir að Haraldur konungur, sonur henn- ar, ræki Hrút á dyr, heldur gerði hann að hirðmanni sínum. Kynni Sturlu af drottningu Magnúsar lagabætis geta hafa gert sögu Gunnhildar áhugaverðari í augum hans. Aðdáun Njáluhöfundar á Hrúti kemur vel í ljós, þegar hann lætur svein einn mæla að gefnu tilefni: „Þínum drengskap skal ég við bregða æ síðan." Deilur Laxdæla og Fljótshlíðinga Mörgum hefur þótt skjóta skökku við, að Njáls saga skuli heQast í Breiðaíjarðardölum og Hrútur vera aðalsöguhetjan í inn- gangi sögunnar. Þetta þurfa menn þó ekki að undrast, ef haft er í huga, að líklegur höfundur sögu Gunnars og Hallgerðar sé Breið- firðingur og afkomandi Hvamms- Sturlu. Við Breiðafjörð, en þó eink- um í Dölum, hafa deilur Laxdæla og Fljótshlíðinga þótt eftirminnileg- ar og lifað frá manni til manns. Höfundur Njálu er bersýnilega fróður vel um þessar deilur. I stuttu máli er atburðarás þeirra þannig: Hrútur kvongast Unni dóttur Marð- ar gígju og fær með henni ríflegan heimanmund. Hún gengur frá hon- um og vill Mörður þá fá heiman- mundinn til baka og ríflega það. Líklega hefði Mörður, sem var lagarefur, haft mál sitt fram, ef Hrútur hefði ekki skorað hann á hólm og skyldi sá, sem sigraði, fá heimanmundinn tvöfaldan. Mörður hafnaði hólmgöngunni og féll krafan niður að sinni. Unnur átti frænda, sem var enn meiri vígamað- ur en Hrútur, Gunnar Hámundar- son á Hlíðarenda. Hann tók málið upp að beiðni hennar og fékk tæki- færi til að skora Hrút á hólm og skyldi sigurvegarinn hreppa heim- anmundinn. Hér sá Hrútur sitt óvænna og kaus að láta heiman- mundinn af hendi. Gunnhildur kónga- móðir Gagnorðir menn, eins og höfund- ar íslendingasagna yfirleitt voru, hefðu vel getað rakið deilur Lax- dæla og Fljótshlíðinga í stuttu máli. Það er hins vegar ekki gert í Njáls sögu. Það er hér, sem mér finnst skáld- ið í Fagurey koma til sögunnar. Hér gerist hann trúr þeirri ástríðu sinni, ef vikið er til séra Gunnars Benediktssonar, að „flétta dulrænar frásagnir raunverulegum atburð- um“. Ef til vill eiga hér þó enn betur við þau ummæli séra Gunn- ars, að Sturla „undirbúi komu mikilla atburða dulúðgum fyrir- burðum". Skáldið í Fagurey telur sig þurfa að finna skýringu á því, að Unnur Marðardóttir gekk frá Hrúti forföð- ur hans, þrátt fyrir líkamlegt og andlegt atgervi hans. Þessa þraut leysir hann með því að láta Gunn- hildi kóngamóður koma til sögunn- ar og gerast örlagavaldur hennar. Það er þáttur Gunnhildar í Njáls sögu, sem styður það, að höfundur- inn hafi haft góðar spumir af hátta- lagi hennar í ástamálum og hvemig hún tók á móti gestum sínum. Þótt Gunnhildur kóngamóðir væri að ýmsu leyti gallagripur, var hún mikill og sérstæður persónu- leiki. Heimskringla lýsir henni þannig, að hún hafi verið „kvenna fegurst, vitur og margkunnug, glaðmælt og undirhyggjumaður mikill og in grimmasta". Egils saga lýsir henni þannig: „Gunnhildur var allra kvenna vænst og vitmst og fjölkunnug rnjög." í ástamálum var hún ekki við eina fyöl felld og kom þar meðal annarra við sögu Þórólfur Skalla-Grímsson og Ólafur pá. Þegar hér var kómið sögu, var Eiríkur blóðöx, konungur, eigin- maður Gunnhildar, látinn, en hún stjómaði með sonum sínum, sem fóm mjög að ráðum hennar. í skjóli Minning: Guðmundur Ingvars- son, Vestmannaeyjum Fæddur 25. ágúst 1904 Dáinn 10. mars 1986 f gær var jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum frændi minn, Guðmundur Ingvars- son, Kirkjuvegi 28. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 10. mars sl. Guðmundur fæddist 25. ágúst 1904 að Minna-Hofi á Rang- árvöllum. Foreldrar hans vom Sig- ríður Steinsdóttir ljósmóðir og Ing- var Ólafsson bóndi. Guðmundur var 7. í röðinni af 10 bræðmm. Eftir em á lífi þeir Magnús bóndi frá Minna-Hofi og Sigurgeir kaupmaður á Selfossi. Ungur fór Guðmundur á vetrar- vertíð til Vestmannaeyja eins og bræður hans höfðu gert. Vann hann þá hjá Ársæli Sveinssyni útvegs- bónda frá Fögmbrekku. Hér í Eyj- um kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Clöru Lambertsen, mestu gæðakonu. Þau giftu sig 20. júní 1931 og eignuðust tvo syni, þá Jó- hann Ingvar flugvallarstjóra í Eyj- um, giftan Guðbjörgu Kristjáns- dóttur og Stein sölumann í Reykja- vík, giftan Guðbjörgu Petersen. Bamabömin em fimm og eitt bamabamabam. Heimili Mumma og Clöm var mjög myndarlegt og gaman að koma til þeirra, bæði að Vestur- húsum og á Kirkjuveginn. Ógleym- anleg era jólaboðin hjá þeim mekt- arhjónum. í fyrstu fór ég með pabba og mömmu ásamt systmm mínum og síðar með manni sínum og böm- um. Enn í dag minnast þau heim- sóknanna. Ég kynntist frænda mínum vel þegar ég byijaði að vinna í verslun Isfélags Vestmannaeyja, en þar var Mummi verslunarstjóri. Hann var mér mjög góður og kom okkur ætíð vel saman, þótt aldursmunur- inn væri 30 ár. Töluðum við oft um þá gömlu og góðu daga. Hjá Kaup- félagi Vestmannaeyja vann hann í yfir 30 ár og lengst af sem verslun- arstjóri eða þar til hann veiktist í janúarmánuði síðastliðnum, þá orð- inn 81 árs gamall. Jafnhliða daglegum störfum vann hann í fjölda mörg ár hjá Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Öll sín verk vann hann af trúmennsku og natni. Ekki fór mikið fyrir hon- um frænda mínum, en hann fylgdist vel með og var mjög frændrækinn og var honum ætíð annt um hagi skyldfólks síns. Hann var mikill íþróttaunnandi, lét sig sjaldan vanta á kappleiki. Ég veit að margir munu sakna þess að sjá ekki hann ekki á fótboltavellinum í sumar. Elsku Clara, ég og fjölskylda mín vottum þér og allri fjölskyld- unni dýpstu samúð. Fari frændi minn í friði, friður Guðs hann blessi. Guðrún Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.