Morgunblaðið - 16.03.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 16.03.1986, Síða 45
f MORGUNBLADID, gLINNUDACilJR 16. MARZ 1986 45 þessarar aðstöðu hefur hún getað lifað fijálsu lífi, eins og ráða má af Njálu. Svefnloft Gunnhildar Nokkru eftir að Hrútur bað Unnar Marðardóttur og ráðahagur þeirra var ákveðinn, þurfti hann að fara til Noregs að vitja arfs. Til þess að styrkja stöðu sína, sótti hann heim Harald konung, son Gunn-hildar, og óskaði að gerast hirðmaður hans. Konungur brást í fyrstu fár við, uns móðir hans hvatti hann eindregið til að ráða Hrút í þjónustu sína. Konungur féllst á það, en þó yrði á því nokkur töf og skyldi Hrútur á meðan vera á vegum Gunnhildar. Að boði Gunnhildar, var Hrúti fylgt í steinhöll eina. Hann var leiddur til hásætis og honum haldin hin dýrlegasta veisla. Þegar leið á veisluna og drykkjuna, birtist Gunnhildur og ætlaði Hrútur þá að víkja úr hásætinu, en Gunnhildur bað hann vera kyrran og myndi hann skipa þetta sæti meðan hann væri gestur hennar. Síðan segir frá þessu í Njálu á þessa leið: „Síðan settist hún hjá Hrúti og drukku þau og um kveldið mælti hún: Þú skalt liggja í lofti hjá mér í nótt og við tvö saman. Þér skuluð slíku ráða, segir hann. Síðan gengu þau til svefns og læsti hún þegar loftinu innan og sváfu þau þar um nóttina, en um morguninn fóru þau til drykkju. Og allan hálfan mánuð lágu þau tvö ein í loftinu. Þá mælti Gunnhildur við þá menn er þar voru: Þér skuluð engu fyrr týna nema lífinu, ef þér segið nokk- urum frá um hagi vora Hrúts." Það er engan veginn ólíklegt, að höfundur Njálu hafi haft heimildir um venjur Gunnhildar og þeim sé hér réttilega lýst. Vafalaust hefur Sturla Þórðarson sem hirðmaður og sagnaritari Magnúsar konungs fengið um þetta vitneskju og honum þótt þetta frásagnarvert. Kveðjuorð Gunnhildar En skáldið í Fagurey lætur það verða forföður sínum dýrt að hafa sofnað á loftinu hjá Gunnhildi. Þótt Hrúti þætti vistin allgóð hjá Gunn- hildi, stefndi hugur hans samt til íslands. Gunnhildur innti hann þá eftir því, hvort hann ætti konu nokkra úti þar. Hrútur neitaði því. Þegar kom að skilnaði þeirra, leiddi Gunnhildur Hrút á einmæli, gaf honum gullhring og mælti síðan: „Ef ég á svo mikið vald á þér, sem ég ætla, þá legg ég það á við þig, að þú megir engri munúð fram koma við konu þá, er þú ætlar þér á íslandi, en fremja skaltu mega vilja þinn við aðrar konur.“ Njála segir, að Hrútur hafi hlegið við og gengið á braut. Hann hefði vel mátt spara sér hláturinn. Þegar heim kom giftist hann Unni, en samvist þeirra var skömm. Hún gekk frá honum eða skildi við hann af þeirri ástæðu, sem hermt er í Njálu, að „hann má ekki hjúskapar- far eiga við mig, svo að ég megi njóta hans .. . Þegar hann kemur við mig, þá er hörund hans svo mikið, að hann má ekki eftirlæti hafa við mig. En þó höfum við bæði breytni til þess á alla vega, að við mættum njótast, en það verðureigi." Skilnaðarorð Gunnhildar við Hrút urðu þannig að áhrínsorðum og raunar upphaf og orsök deilu- mála Laxdæla og Fljótshlíðinga. Skáldið í Fagurey undirbýr söguna um sjálfar deilumar á magnaðan hátt með kynnum Gunnhildar og Hrúts og áhrifamiklum kveðjuorð- um hennar. Jafnframt sýknar hann forföður sinn. Dulmögnuð ástæða olli því, að Unnur gat ekki notið hans. Rifja má upp fleiri atburði í frá- sögn Njálu af Hrúti, sem eru undir- búnir á dulrænan hátt. Þannig undirbýr höfundurinn frásögn af stuldinum í Kirkjubæ með því að láta Hrút segja við Höskuld bróður sinn, föður Hallgerðar, þegar hann sá hana unga: „Ærið fögur er mær að sjá og munu margir þess gjalda. En hitt veit ég eigi, hvaðan þjófs- augu eru komin í ætt vora.“ Ekki er ósennilegt, að Hrútur hafi haft í huga, að móðurbróðir Hallgerðar var Svanur á Svanshóli, sem talinn var bæði þjófóttur og göldróttur. Höfundur Njálu er hins vegar ekki í efa um, að Hrútur sjái hér fyrir stuldinn, sem Hallgerður lét þræla sína fremja í Kirkjubæ. Enn má greina viðræður þeirra bræðra, Hrúts og Höskuldar, er Hrútur hafði hafnað hólmgöngu- áskorun Gunnars á Hlíðarenda. Höskuldur spyr: „Hvort mun Gunn- ari aldrei hefnast þessi ójöfnuður?" Hrútur svarar „Hefnast mun hon- um víst og mun oss verða í því engin hefnd né frami." Hér er Hrút- ur látinn sjá fyrir giftingu þeirra Hallgerðar og Gunnars og endalok- in frægu, þegar Hallgerður neitaði Gunnari um hár sitt sem boga- streng. Það er sá frásagnarmáti Sturlu Þórðarsonar að undirbúa frásagnir af atburðum með spám, draumum eða öðrum fyrirbærum sem benda sterklega á hann sem höfund Njálu eða a.m.k. sögu Gunnars og Hall- gerðar. Rétt þykir að ljúka þessum orð- um með þeim eftirmælum sem Sturla Þórðarson fær í formála Sturlungasafnsins, en þau eru á þessa leið: „Og treystum vér honum bæði til vits og einurðar að segja frá, því að hann vissi eg alvitrastan og hófsamastan. Láti guð honum nú raun lofi betri." Óneitanlega minnir þessi lýsing á Sturlu Þórðarsyni á lýsingu Njálu- höfundar á Hrúti Herjólfssyni. Báð- um er þeim lýst á þann veg, að þeir hafi verið hófsamir og vitrir. Höfundur er fyrrum ritstjóri dagblaðsins Tímans. Námskeið í almennri skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ beitir sér nú, sem oft áður, fyrir þvi að halda námskeið í almennri skyndihjálp. Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 18. mars kl. 20 og stendur i 5 kvöld. Leið- beinandi verður Guðlaugur Leós- Námskeiðið verður haldið í kennslusal RKÍ að Nóatúni 21. Þeir sem vilja taka þátt í námskeið- inu geta látið skrá sig hjá deildinni í síma 28222. Lögð er áhersla á fýrirbyggjandi leiðbeiningar og ráð til alrrtennings viðslys og önnur óhöpp. Á námskeiðinu verður kennd endurlífgun. Fyrstahjálp við bruna, kali, og eitrunum af völdum eitur- efna og eitraðra plantna. Einnig verður kennd meðferð helstu bein- brota og stöðvun blæðinga og fijall- að um ýmsar ráðstafanir til vamar slysum í heimahúsum. Auk þess verður fjallað um margt fleira sem kemur að notum þegar menn og dýr lenda í slysum. Sýndar verða myndir um hjálp við helstu slysum. Fundur um náttúrulækn- ingastefnuna Starfsmannaráð heilsuhælis- ins í Hveragerði hélt fund með starfsmönnum hælisins 5. mars siðastliðinn. Gestir fundarins voru dr. Jónas Bjarnason, efna- verkfræðingur, varaformaður NLFR, og Reynir Ármannsson, póstfulltrúi, formaður NLFR, segir í frétt frá ráðinu. + Kvennadeild Reykjavíkur- deildar RKÍ Aðalfundur kvennadeildarinnar verður haldinn þriðju- daginn 21. mars kl. 20.00 í Bláasal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands Fræðslu- og kynningarfundur fyrir væntanlega sjúkravini verður haldinn þriðju- daginn 18. mars kl. 20.00 í Múlabæ, Ármúla 34. Þátttaka tilkynnist í sölubúðum eða bókasöfnum sjúkrahúsanna eða í síma 28222 á skrifstofunni Öldugötu 4. Stjórnin. Jónas Bjarnason flutti erindi um náttúrulækningastefnuna í dag, þá gat hann um stóraukinn áhuga fyrir náttúrulækningum erlendis. Reynir Ármannsson ræddi um félagsmál NLFÍ og uppbyggingu náttúrulækningafélaga og sögu þeirra. Þar koni fram að Náttúru- lækningafélag Islands var stofnað á Sauðárkróki 1937, en aðalhvata- menn að stofnun þess voru þeir Jónas Kristjánsson, héraðslæknir, og Bjöm Kristjánsson, kaupmaður. Eftir erindi þeirra vom bomar fram fýrirspumir, sem þeir svömðu greiðlega. Þeir Reynir Ármannsson og Jónas Bjarnason, hafa nýlega tekið við forystu Náttúralækninga- félags Reykjavíkur og nágrennis. Við í starfsmannaráði lýsum ánægju okkar yfir að hafa fengið þessa góðu gesti á okkar fund og þökkum þá mikilsverðu fræðslu er þeir veittu okkur um náttúmlækn- ingastefnu og félagsmál almennt. Rauði kross íslands Reykjavíkurdeild heldur námskeið í almennri skyndihjálp Það hefst þriðjudaginn 18. mars kl. 20.00 í Nóatúni 21. Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda í síma 28222. Öllum heimil þátttaka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.