Morgunblaðið - 16.03.1986, Page 54

Morgunblaðið - 16.03.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Feðgar óska eftir að kaupa bensín í heildsölu: Lögin gera ekki ráð fyr- ir heildsölu á bensíni — segir Þórður Ásgeirsson forsljóri Olís „LÖGIN gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að bensin sé selt í heildsölu. Innflutningsaðilinn ber fulla ábyrgð á vöru sinni alla leið í bílgeymana. Auk þess eru olíufélögin skyldug til að selja bensín og oliur á sama verði á öllum útsölustöðum á landinu. Ég fæ því ekki séð hvemig við ætt- um að geta gert Pétri verðtil- boð,“ sagði Þórður Ásgeirsson forstjóri OIís. Feðgamir Pétur Geirsson og Jón Pétursson, sem reka Hreðavatns- skála og Botnsskála í Hvalfirði, hafa auglýst í blöðum eftir kaupum á bensíni í heildsölu og óskað eftir að olíufélögin geri þeim verðtilboð. Er gert ráð fyrir að bensínið verði „afgreitt á flutningstæki í viðkom- andi birgðastöð,“ eins og segir í Maður skotinn fyrir að stíga á tær konu New York, 15. mars. AP. UNGUR maður særðist alvarlega er hann var skotinn í neðanjarð- arlest fyrir það að stíga ofan á fót ungrar stúlku sem var með honum í lestinni. Hafa stúlkan og maður, sem var með henni í lestinni, verið ákærð fyrir morð- tilraun. Hinn 22 ára gamli Giovanni Lovatelli liggur þungt haldinn í sjúkrahúsi eftir að hafa verið skot- inn í hálsinn. Trina Williams, 18 ára, og 19 ára samferðamaður hennar, Emmanuel Wheeler, hafa verið ákærð fyrir morðtilraun, ólög- legan vopnaburð og fyrir að stofna lífi fólks í hættu að ástæðulausu. auglýsingunni. „Eg hef barist fyrir því lengi að koma á samkeppni í verslun með bensín og olíur, því ég er sann- færður um að það myndi leiða til lægra verðs," sagði Pétur Geirsson. „Olíufélögin annast nú alla dreif- ingu bensíns og olíu og leggja til útbúnað á útsölustöðunij bensín- dælur og birgðageyma. Eg tel að þetta sé óhepgilegt og stuðli að hærra verði. Ég treysti mér að minnsta kosti til að leggja til þessi tæki og reka með minni tilkostnaði, og því hef ég keypt bensíndælur °g geyma, sem taka samtals 70 þúsund lítra. Ég ætti að fá bensínið við lægra verði úr því ég legg öll tæki til,“ sagði Pétur Geirsson. Pétur sagði að tilboðin yrðu opnuð nk. miðvikudag og ef hann fengi hagstætt verð fyrir þá 20 þúsund lítra sem hann hefur óskað eftir í bili, myndi hann hefja bensín- sölu í Botnsskála fyrir páska. Bensínlítrinn kostar í dag 32 krónur. Verðið er þannig samsett: Innkaupsverð, vátrygging og flutn- ingsgjöld (sif-verð) er 7,94 kr. (24,81%),- opinber gjöld 20,53 kr. (64,15%), og álagning eða dreifíng- arkostnaður 3,69 kr. (11,52%). Umboðsmenn sem annast útsölu fyrir olíufélögin fá 1,04 kr. af þess- ari álagningu. Loks eru 60 aurar greiddir í verðjöfnunargjald. Sam- tals gerir þetta 32,75 kr., en þar sem innkaupajöfnunarreikningur er jákvæður er teknir af honum 75 aurar fyrir hvern seldan lítra. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Nýkomið í öllum stærðum: Kjólföt í svörtu, hvítu og appelsmugulu. Verð kr. 4.900.- Smóking í gulu, blágrænu, brúnu, svörtu og hvítu. Verð kr. 4.900.- Einnig mikið úrval af smókingskyrtum og linda í stíl. Einnig eigum við pils í sömu litum. FÆiéM 2 'Smú 71730 i raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi veröur í Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1, þriöjudaginn 18. mars, kl. 21.00 stundvíslega. Mætum öll. Stjórnin. Kópavogur — Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi heldur félagsfund mánudaginn 17. mars 1986 kl. 20.30 í Hamraborg 1, 3. hæð. Gestur fundarins verður Þórunn Gests- dóttir formaður Landssambands sjálfstæð- iskvenna. Kaffiveitingar. Stjórnin. K'. ,&/ æ Þórunn Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna á Akureyri Almennur fundur í Fulltróaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi við Mýrarveg þriðjudaginn þann 25. mars nk. kl. 20.30. Fundarefni: Ákvörðun framboðslista vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga. Önnurmál. Stjórnin. Garðabær! Sjálfstæðisfélag Garðabæjar heldur aðalfund sinn næstkomandi mánudag 17. mars. Fundurinn verður að Lyngási 12 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf. 2. Fulltrúar flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar verða kynntir. 3. Önnurmál. Sjálfstæðisfólk f Garðabæ, fjölmennið. Stjórnin. Seltirningar — félagsvist Spiluð verður félagsvist aö Austurströnd 3, mánudaginn 17. mars kl. 20.30. Mætum sem flest stundvislega. Stjórnir Sjálfstæðisfólaganna. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn Keflavík heldur fund þriðjudaginn 18. mars í húsi Verslunarmannafélagsins að Hafnargötu 28 kl. 20.30. Gestur fundarinns verður Þórunn Gests- dóttir ásamt stjórn landssambands sjálf- stæðiskvenna. Kaffiveitingar. Mætum vel og stundvislega. HFIMDALLUR r ■ u • s Eiturhressir ogalliraðrir Nú höldum við ræðunámskeið fyrir byrjendur, verður það i neðri deild Valhallar, þriðjudaginn 18. mars og fimmtudaginn 20. mars frá kl. 20.00-23.00 bæði kvöldin. Námskeiðið er öllum opið og hvetj- um við fólk við að vera ófeimiö við að koma. Þátttökugjald er ekk- ert. Nánari upplýsingar i sima 82900. Heimdallur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.