Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 57

Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1986 57 Sósíaldemókratar geta ekki, fremur en aðrir, komizt hjá því að viðurkenna, að innan velferðarríkis- ins gætir vaxandi togstreitu milli ólíkra markmiða. Stofnanir vel- ferðarríkisins, hins félagslega ör- yggiskerfis og efnahagslegrar áætl- unargerðar kosta sívaxandi skrif- ræði, íhlutun og forsjá ríkisvaldsins um málefni þegnanna: Hversu hátt verð eru menn tilbúnir að greiða fyrir „ör- yggið"? Hvað vilja menn ganga langt í skattheimtu, f tekjujöfnunarskyni, á kostnað hagnaðar fyrirtækja, hagvaxt- ar og framleiðni? Þessarar togstreitu milli ólikra markmiða hefur iengi gætt innan hugmyndafræði lýðræðisjafnaðar- manna: Milli kröfunnar um ríkis- forsjá og miðstýringu annars vegar, og kröfunnar um aukið lýðræði, efnahags- og atvinnulýðræði og valddreifingu hins vegar. Vandinn er sá að finna jafnvægi milli forsjár og frelsis. Það hefur aldrei verið hugsjón sósíaldemókrata að koma atvinnu- rekendum, kapítaiistum, á félags- legt framfærí launafólks. Þeir eiga að vera eins konar dráttardýr kerf- isins; menn sem taka áhættu og um leið afleiðingum gerða sinna, — og eru gagnlegir til síns brúks. Á íslandi eru atvinnurekendur í heilu atvinnuvegunum orðnir að eins konar lífeyrísþegum launþega. Þetta er ekki sósíaldemókratísk I>ólitík. Við skulum fyrir alla muni forðast að falla í sömu gröf og lenínistamir: Við skulum forðast að verða „besserwisser"; forðast að halda, að við einir vitum; að við höfum einkarétt á að hafa vit fyrir öðrum. Hin hliðin á því máli er sú, að við hættum að treysta fólki til að taka sínar eigin ákvarðanir og bera sjálft ábyrgð gerða sinna. Hver væri þá orðinn munurinn á okkur og kom- múnistum? Við eigum ekki að drepa dráttar- dýrið, sem er sjálfstæður og blóm- legur atvinnurekstur undir lýðræð- islegri heildarstjóm. Það em engin búmannshyggindi að blóðmjólka kúna. Það hefur aldrei verið sósíal- demókratísk steftia að færa allt vald frá fólkinu, frá hinum smærri einingum fyrirtækja, sveitarstjóma og einstaklinga til pólitískra kom- missara. Til þess eru vítin að varast þau. VII. Jafnvægi frelsis ogforsjár Ég legg áherzlu á lýðræðið umfram jöfnuðinn, á frelsið umfram forsjána. Frelsið er æðsta gildið, því að án þess glata önnur gildi merkingu sinni. Við getum hugsað okkur að fullkominn jöfnuður ríki innan fangelsismúranna. Það er heldur ekkert atvinnuleysi í þræla- búðum Gúlagsins. Þannig er út í hött að tala um jöfnuð og velferð, án frelsis. Frjáls aðgangur að upp- lýsingum og frelsi til áhrifa á meðferð valdsins í þjóðfélaginu, hin lýðræðislega aðferð, er eina leiðin til að tryggja jafnrétti og velferð til frambúðar. Þar að auki er alræðisstjómarfar ópraktískt. Frelsi einstaklinganna er forsenda efnahagslegra fram- fara. Ófrjáisir menn fínna hjá sér enga hvöt til að vinna yfirboðurum sínum og sitja því uppi með tóman disk í þokkabót, eins og Póiveijar mega nú reyna. Það er hinn „svelt- andi“ sósíalismi samtímans. Við emm hins vegar sósíal-demó- kratar — ekki bara sósfalistar, sem ekkert kunna fyrir sér annað en þjóðnýta eymdina. Framtíð hinnar sósíaldemó- kratísku hreyfingar mun ráðast af því, hvort sósíaldemókratar freist- ast til að lúta fremur forsjá ríkis- valdsins, eða standa á rétti einstakl- ingsins og með frelsisbaráttu hans. Höfundur er formaður Alþýðu- flokks. Þingflokkur Alþýðuflokksins 1934. Fremri röð frá vinstri: Stefán Jóh. Stefánsson, Héðinn Valdimars- son, Jón Baldvinsson, Haraldur Guðmundsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Aftari röð frá vinstri: Páll Þorbjörnsson, Sigurður Einarsson, Finnur Jónsson, Emil Jónsson og Jónas Guðmundsson. Saga Alþýðuflokksins: Gleggstu þáttaskílin 1940, þegar tengslin við ASI voru rofin eftirHelga Skúla Kjartansson í tilefni af 70 ára afmæli Alþýðuflokksins tók Helgi Skúli Kjartansson, sagn- fræðingur, saman ágrip af sögu flokksins. Morgunblað- ið birtir hér á eftir 3 kafla úr þessu ágripi. Kommúnistar á íslandi og aðskilnaður ASÍ og Alþýðuflokks 1940 Um 1920, þegar íslenskir sósíal- istar þurftu að átta sig á hvort þeir væru heldur, kommúnistar eða jafnaðarmenn, mun þeim flestum hafa verið valið létt að hallast að jafnaðarstefnunni. Nokkrir yngri menn gerðust þó kommúnistar, sumir á stúdentsárum sínum í Þýskalandi. En sjálfsagt þótti þeim að starfa í Alþýðuflokknum meðan þeir voru fáir, og áttu þeir um skeið nokkurt samstarf við Ölaf Friðriks- son. Danskir ja.'uaoarmenn vöruðu flokksforustuna eindregið við því að láta kommúníska starfsemi við- gangast í flokknum. En fordæmi norska Verkamannaflokksins kann að hafa haft gagnstæð áhrif, auk þess sem skipulag Alþýðuflokksins — að vera jafnframt verkalýðssam- band hlaut að stuðla að umburðar- lyndi. Hinn kommúníski kjami innan Alþýðuflokksins fór heldur stækk- andi, einkum meðal yngstu flokks- manna, en jafnframt afmarkaðist hann skýrar, gerðist æ gagnrýnni á flokksforustuna, enda orðinn áhrifalaus um ákvarðanir hennar, t.d. inngöngu flokksins í Alþjóða- samband jafnaðarmanna 1926. Kommúnistamir höfðu áður viss tengsl við Komintem og stefnu að flokksstofnun innan vébanda þess. Af henni varð ekki fyrr en 1930. I allmörgum einstökum verka- lýðsfélögum (svo og ungliðafélags- skap Alþýðuflokksins, jafnvel ein- staka kaupfélögum) urðu snörp átök milli jafnaðarmanna og komm- únista, og höfðu ýmsir betur, jafn- vel að félögin klofnuðu. í heild var fylgi kommúnista þó alla tíð miklu minna, um 8% við Alþingiskosning- ar 1933 og 37, þegar Alþýðuflokk- urinn fékk 19%. (Ollu meiri fylgis- mun 1934 má rekja til innanflokks- vandamála kommúnista og náðu þeir ekki þingsætum fyrr en 1937). Má segja að kommúnistar hafí hlotið rúmlega þá fylgisaukningu sem heimskreppan og nýtt sóknar- skeið verkalýðshreyfíngarinnar beindu til sósíalísku flokkanna. ■ Áður hafði það í stórum dráttum farið áreynslulaust saman, að þeir sem af nokkrum áhuga störfuðu í verkalýðshreyfingunni væru jafn'-’ aðarmenn að stjórnmálaskoðun. Frá öndverðu var þó bannað að stjómarmenn ASÍ/Alþýðuflokksins störfuðu í öðrum flokkum, en slíkt bann gat ekki náð til sjálfra stéttar- félaganna. Nú voru kommúnistar sums staðar komnir þar til forustu, jafnvel einstaka fylgjendur Sjálf- stæðisflokksins, eins og við var að búast þegar menn voru famir að ganga í félögin hvað sem stjóm- málaskoðunum þeirra leið. Alþýðu- flokkurinn varðist áhrifum and- stæðinga sinna með því að láta fulltrúa á þingi ASÍ — sem um leið var flokksþing — votta fylgi við stefnuskrá flokksins. Deilur um þessi efni leiddu til úrgöngu eða brottvikningar vissra stéttarfélaga úr heildarsamtökunum. Samsemd flokks og verkalýðssambands var farin að hafa óþægilegar aukaverk- anir. Afstaða íslenskra kommúnista til Alþýðuflokksins fylgdi „línu“ Kom- intem á hveijum tíma um afstöðu til jafnaðarmanna, og var þar frá 1934 uppi svokölluð samfylkingar- stefna, stíluð gegn fasistum og nasistum (sem út af fynr sig voru ekki innlent vandamál á íslandi þótt dálítið örlaði á þvílíkri hreyfíngu meðal ungra Reykvíkinga). Sumum Alþýðuflokksmönnum kom í hug, einkum eftir að kommúnistar unnu fyrstu þingsætin 1937, að taka þá á orðinu og freista þess að sameina flokkana að nýju; það væri leiðin til að varðveita einingu verkalýðs- hreyfíngarinnar og tengsl hennar við flokkinn, og á flokksvettvangi yrðu kommúnistar í svo afgerandi minnihluta að ekki væri frágangs- sök að umbera sérskoðanir þeirra. „Alþýðuflokkurinn gekk mjög hikandi til síjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Sósíalistaflokk 1944. Samvinna við sósíalista var honum í sjálfu sér ógeðfelld, enda áttu flokkarnir í óvæginni samkeppni um áhrif í verkalýðshreyfingunni, og svo voru sár klofn- ingsins 1938 langt í frá gróin.“ Héðinn Valdimarsson var aðaltals- maður þvílíkrar sameiningar. Um málið urðu geysiharðar deilur í Alþýðuflokknum sem lyktaði með því 1938 að Héðni var vikið úr flokknum, oggekk hann með fylgis- mönnum sínum til sameiningar við kommúnista í nýjum flokki, Sósíal- istaflokknum, sem stóð utan Kom- intem og átti eftir föngum að þræða bil beggja, kommúnisma og jafnað- arstefnu. Ekki var til að dreifa þeirri forsendu sem Héðinn hafði upphaflega treyst á, að kommúnist- ar væru afgerandi minnihluti í flokknum. Eftir eins árs samstarf brast jafnvægisforsendan líka þeg- ar kommúnistar fengu þvf ráðið að flokkurinn og málgagn hans fylgdu afdráttarlaust málstað Sovétríkj- anna f Vetrarstríði þeirra við Finna. Héðinn dró sig þá í hlé ásamt ýms- um öðrum. Þar eð kosningar fóru ekki fram á þessum árum, verður hvorki full- yrt hve mikið af fylgjendum Al- þýðuflokksins hefur í svipinn snúið við honum baki né hve margir aðhylltust hann á ný eftir Vetrar- stríðið, þegar Sósíalistaflokkurinn virtist afur orðinn sami einangraði öfgaflokkurinn og Kommúnista- flokkurinn hafði verið. Hitt var ekki um að villast, að í verkalýðshreyf- ingunni klofnaði hin virka sveit Alþýðuflokksins alvarlega og var- anlega. Nokkur mikilvæg félög gengu úr ASÍ og gerðu tilraun til að halda uppi sínu eigin verkalýðs- sambandi. Eina leiðin til að tryggja almenna samstöðu um ASÍ var að höggva það úr hinum nánu tengsl- um við Alþýðuflokkinn, og var sú breyting gerð 1940, en kom að fullu til framkvæmda tveim árum síðar. Þar verða gleggstu þáttaskilin í aliri sögu Alþýðuflokksins. Allra fyrstu árin hafði Alþýðu- flokkurinn ekki haft bein tengsl við bræðraflokkana á Norðurlöndum, né ASÍ við norrænu verkalýðssam- böndin. Sendiför Ólafs Friðriksson- ar 1918 markar upphaf slíkra samskipta sem fljótlega urðu náin, einkum við Dani, en einnig við Norðmenn og Svía þegar hið skand- inavíska jafnaðarmannasamstarf færðist í samt lag eftir árekstra þriðja áratugarins. Ein hliðin á þessum skiptum Alþýðuflokksins við bræðraflokkana hefur vakið áhuga íslenskra sagnfræðinga, nefnilega fjárstuðningur þeirra við hann, bæði lán og styrkir, sem talsvert var um á þriðja og fjórða áratugnum og voru flokknum veru- lega til framdráttar. Hann átti jafn- an við fjárskort að stríða, einkum vegna þess hve torvelt reyndist að halda úti dagblaði á mjög þröngum markaði í andstöðu við flesta þá sem réðu fyrir auglýsingum. Á 8. áratugnum voru að nýju áform uppi um fjárstuðning nor- rænu bræðraflokkanna við fræðslu- starf Alþýðuflokksins. Þá varð um málið nokkurt pólitískt fjaðrafok, og endaði með því að íslenskum stjómmálaflokkum var bannað með lögum að þiggja fé frá erlendum aðilum. Hernámsárin 1940-47, lýðveldi og nýtt flokkakerfi Vorið 1940, skömmu eftir innrás Þjóðverja í Danmörku og Noreg, var ísland (eins og Færeyjar) her- numið af Bretum. Islendingar mót- mæltu hlutleysisbrotinu, en voru yfirleitt hlynntir málstað Breta í stríðinu, og ári síðar, þegar Banda- ríkjamenn tóku við aðalábyrgð á vömum íslands, var það samkvæmt opinberri beiðni íslendinga sjálfra. Var síðan erlendur her í landinu allttil 1947. Löngu var ákveðið að íslendingar myndu nota uppsagnarákvæði sambandssáttmálans við Dani frá 1918 og stofna lýðveldi 1944. Raunveruleg sambandsslit urðu við hemám Danmerkur 1940, og kom þá upp mikil hreyfíng fyrir því að flýja lýðveldisstofnun, en Bretar og Bandaríkjamenn réðu því að frá því áformi var fallið. Nokkur hreyf- ing var einnig fyrir því að fresta lýðveldisstofnuninni þar til eðlilegar viðræður við Dani gætu farið fram. Átti sá málstaður einna mest fylgi í Alþýðuflokknum, en niðurstaðan varð þó sú að allir flokkar stóðu einhuga að stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Stríðið og hemámið urðu íslandi til framdráttar efnahagslega. Fyrir aðalútflutningsvömna, fisk, fékkst uppgripaverð í Bretlandi. Og her- setunni fylgdi stóraukin eftirspum innanlands, bæði eftir vörum, og þó sérstaklega vinnuafli. Hvarf þá gjörsamlega atvinnuleysi kreppuár- anna, sem reynst hafði þrálátara á íslandi en víðast annars staðar. (Bæði var landið viðkvæmt fyrir kreppunni vegna mikilla utanríkis- viðskipta, og svo hafði það orðið fyrir viðbótaráfalli þegar borgara- styijöldin á Spáni lokaði saltfísk- markaði þar í landi 1936). Þrátt fyrir stríðsgróðann fór kaupmáttur kauptaxta rýmandi í fyrstu. Stríðinu fylgdi verðbólga, og dróst kauplag aftur úr verðlagi. í ársbyijun 1942, þegar útlit var fyrir mikla sókn til kauphækkana, gengust Framsóknarflokkur og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.