Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Vinnan gat beðið en börnin ekki - segir Margaret Drabble um móðurhlutverkið og bókmenntaferilinn „Það eru hálfgerð vandræði þegar ég á að fara að tjá mig í fjölmiðlum. Um dagana hafa verið höfð við mig mjög mörg viðtöl og það er svo margt sem ég er búin að segja oginberlega að ég man það bara ekki lengur. Ég er líka talhlýðin manneskja þannig að í samræðum á ég sjálfsagt of auðvelt með að setja mig í spor viðmælandans og taka undir sjónarmið hans. Svo er ég sífellt að skipta um skoðun og það sem ég sagði í fyrra eða árið áður á jafnvel alls ekki við nú, en lífið er svo óendanlega flókið og fullt af ófyrirsjáanlegum viðburðum að það er víst ekki nema von að maður sé á báðum áttum.“ Þetta segir Margaret Drabble sem er í röð fremstu brezkra rit- höfunda um þessar mundir. Hér er hún í boði Heim- spekideildar háskólans ásamt manni sínum sem einnig nýtur mikils álits sem rithöfundur. Þau halda fyrirlestra í Háskólanum á þeim fimm dögum sem þau dvelj- ast hér, en síðari fyrirlestrar þeirra verða síðdegis á laugardag. Talið beinist að starfi rithöfundar og fyrirlestraferðum. „Ég hef gert þó nokkuð af því í seinni tíð að ferðast um og halda fyrirlestra um enskar bókmenntir. Eg hef líka kennt og haft af því mikla ánægju og lít á fyrirlestra- _ ferðimar sem framhald af þeim hluta starfs rnfns." Fyrsta skáldsagan, A Summer Birdcage, kom út árið 1963. Þá var Margaret Drabble 24ra ára og gekk með fyrsta bam sitt. Næstu árin þar á eftir kom ný skáldsaga nánast árlega, en auk skáldsagnaritunar hefur Margar- et stundað margvísleg bók- menntastörf önnur. Þar á meðal hefur hún skrifað um skáldin Amold Bennett og Wordsworth, auk þess sem hún hefur verið afkastamikill bókmenntagagn- rýnandi. í fyrra kom út undir ritstjóm hennar The Oxford Companion to English Literature í endurskoðaðri og aukinni út- gáfu. „Þegar ég giftist og fór að eiga böm var það svo nærtækt að fara að skrifa," segir hún. „Það kom aldrei til greina að hugsa bara um böm og bú án þess að nýta með einhveijum hætti þá menntun sem ég hafði aflað mér. En í stað þess að sækja vinnu út fyrir heim- ilið var vitaskuld miklu hentugra að sitja við skriftir heima þegar næði gafst. Þegar bömin voru lítil notaði ég aðallega kvöldin til að skrifa því að þá voru þau komin í rúmið en þegar þau fóru að ganga í skóla gat ég skrifað að degi til. Smátt og smátt for ég svo að hafa það að vinnu á morgn- ana og hef lokið dagsverkinu síð- degis, eða um sama leyti og flest fólk er búið að vinna." „Hvemig fer þetta saman, böm, heimili og framaferill móð- urinnar?" „Hjá mér hefur það ekki rekizt á. Ég er mikil Qölskyldumann- eskja og fyrir mér hlýtur heimilið að hafa forgang, einkum þegar böm eru að vaxa úr grasi. Að sjálfsögðu hefur það oft borið við að ritstörfín hafa orðið að þoka fyrir fjölskyldunni, t.d. þegar bömin voru lítil og urðu lasin, svo ég nefni dæmi. En ég hef ekki fært neinar fómir, hvorki með tilliti til fjölskyldu né starfsins. Ég hef sjálf ráðið mínum tíma og getað hagað honum svo að ég hef getað rækt hvort tveggja, heimilið og skriftimar, svo vel að sjálf hef ég talið að ég mætti vel við una. Ef ég ætti að nefna tímabil á ferli mfnum þegar ég var í vandræðum með að samræma þessi viðfangs- efni þá var það áður en ég skildi við fyrri manninn minn sem er faðir bamanna. Okkur samdi ekki. Við vildum bæði ráða. Það var erfitt og sársaukafullt að taka þá ákvörðun að skilja en þegar við höfðum komið okkur saman um þetta fór allt að ganga betur. Við bárum líka gæfu til að skilja í góðu og síðan höfum við alltaf getað haft samráð um uppeldi bamanna og haldið áfram að vera vinir. Mín skilnaðarsaga er því engin harmsaga en þess ber þó að geta að þegar ég stóð frammi fyrir því að verða einstæð móðir var ég fjárhagslega sjálfstæð. Ég hafði þá þegar svo góðar tekjur af ritstörfum mínum að ég var fullfær um að sjá heimilinu far- borða. Ég var ekki upp á fyár- hagsaðstoð frá föður bamanna komin, enda þótt hann léti hana jafnan í té og það fúslega. En það veitti mér sjálfstraust að þurfa ekki á slíkri aðstoð að halda — að vera m.ö.o. í þeirri aðstöðu að geta hafnað henni. Ég geri mér grein fyrir því að fæstar einstæðar mæður hafa slíka sögu að segja. Þær eru flestar bundnar á flár- hagslegan klafa og hafa alls ekki bolmagn til að fara sína leið kjósi þær að gera það. Þetta er félags- legur raunveruleiki í Bretlandi og mörgum öðmm löndum." „Kemur hann við sögu í bókum þínum?" „Já, það fer ekki hjá því. Þó em skáldsögur mínar ekki sjálf- sævisögulegar í orðsins fyllstu merkingu. Ég hef að sjálfsögðu nýtt mér mína eigin reynslu og fólks sem ég þekki, en sögumar em engir annálar ævi minnar." „Ertu femínisti?" „Já, ef lögð er sú merking í þá nafngift að femínisti sé sá sem tekur þá afstöðu að konur hafi lakari stöðu en karlar — menntun- arlega, fjárhagslega og félags- lega. Þetta er auðvitað mjög víð- tæk skilgreining en hún er raun- veruleg. Fyrir þá sem stefna að réttlæti — þótt það sé nú afstætt — er ástandið í jafnréttismálum karla og kvenna óviðunandi. Þeir sem. vilja leiðrétta það misrétti sem hefur viðgengizt og viðgengst enn hljóta að teljast femínistar. Hitt er svo annað að oft verður þessi jafnréttis- og femínisma- umræða svo þreytandi að mann langar lítið til að láta bendla sig við hana. Það kemst maður þó ekki upp með til lengdar finni maður til félagslegrar ábyrgðar." „Sérðu fram á lausn á þessu vandamáli?" „Á svo flóknu máli er engin einföld lausn en ég ímynda mér að einhvers konar lausn verði í því fólgin að konur og karlar skipti með sér þeirri ábyrgð sem fólgin er í uppeldi og framfærslu." „Telurðu að þín eigin börn hafí á einhvem hátt goldið þess að þú varst ein með þau á sama tíma og þú varst afkastamikill rithöf- undur?" „Nei. Stundum hef ég hugsað að ég hafí e.t.v. lagt þeim á herðar ábyrgð áður en þau voru fær um að standa undir henni. Þau þurftu oft að bjarga sér sjálf með hitt og þetta, en niðurstaða mín er þó sú að þau séu nú sjálfstæðari og harðari af sér en ella hefði orðið. í þessu sambandi skal þó tekið fram að ævinlega þegar ég stóð frammi fyrir því að velja — milli þess að uppfyila þarfir bam- anna og annarra skuldbindinga — sátu bömin í fyrirrúmi. Það var oft úr vöndu að ráða en niðurstað- an varð auðvitað sú að vinnan gat beðið en bömin ekki.“ „Ertu pólitísk?" „Ég er ekki virk í pólitík lengur en ég var til skamms tíma félagi í Verkamannaflokknum. Ég sagði mig úr flokknum fyrir nokkmm ámm og er nú hvergi flokks- bundin. Ef kosið væri til þings í dag veit ég ekki hvemig ég mundi ráðstafa atkvæði mínu. Égtilheyri þessu margumtalaða lausafylgi. Ég held að ég mundi aldrei kjósa íhaldsflokkinn en það er vel líklegt að ég kysi flokk sósíal-demókrata þar sem David Owen er í foiystu. Mér líkar sá flokkur að mörgu leyti vel. Mér er uppsigað við Thatcher, ekki sízt vegna stefnu hennar í menntunarmálum. Þar er niðurskurður á öllum sviðum og það er varhugavert hvemig sem á málin er litið. Slík stefna kemur niður á konum sem eiga undir högg að sækja f menntunar- málum en kannski er hún enn óheillavænlegri með tilliti til hins mikla fjölda atvinnuleysingja sem er í Bretlandi. Við gífurlegan vanda er að etja í félagsmálum og niðurskurður í menntamálum gerir hann enn erfíðari viðfangs." Margaret Drabble hefur víða farið og talið berst að mannlífinu í löndum sem búa við mismunandi þjóðfélagskerfí og menningu. „Mér er mikils virði að fá tækifæri til að ferðast og kynnast framandi þjóðum. Það er misjafnt hvað maður á greiðan aðgang að fólki af mismunandi þjóðemi. Enn hef ég ekki komið til Kína og heldur ekki til Ástralíu en ég fór til Japans. Það var stórfurðuleg lífsreynsla. Það vill svo til að bækur eftir mig hafa verið þýddar á japönsku og em mikið lesnar þar í landi. Það var því sannarlega með eftirvæntingu sem ég fór þangað en síðan kom í ljós að mér var gjörsamlega fyrirmunað að skilja þá Japani sem ég átti samskipti við. Slíkir voru tján- ingarörðugleikamir. í Japan hittir maður fólk sem hefur hinar og þessar prófgráður í ensku. Það er vant að lesa ensku og hefur jafnvel þýtt úr ensku heilu doðr- antana. Samt getur það ekki haldið uppi samræðum á ensku. Ég er ekki að áfellast þetta fólk eða gera lítið úr því á nokkum hátt. Þetta var bara svona. Og hvemig í ósköpunum þetta fólk getur haft gaman af að lesa bækur sem ég hef skrifað — það er mér gjörsamlega hulið. Mér fannst ég ekki eiga neitt sameig- inlegt með því og ég varð þess ekki vör að nokkur manneskja sem ég hitti þama skildi mig. Ég hugsaði mikið um þetta og var eiginlega helzt á því að þeir Jap- anir sem læsu bækumar mínar gerðu það af því að þeim þætti fróðlegt að lesa um fólk sem væri gjörólíkt þeim. A.m.k. hefur mér ekki dottið önnur skýring í hug.“ „Þú varst í fímm ár að undir- búa hina endurskoðuðu útgáfu Oxford Companion to English Literature. Hvers vegna ræðst skáldsagnahöfundur í slíkt verk?“ „Ég fékk tilboð um að ritstýra þessu verki og það var fyrirsjáan- legt að það tæki mörg ár. Verk- efnið heillaði mig og það vildi svo til að á þessum tíma var ég orðin þreytt á því að skrifa skáldsögur. Ég varð því fegin að fá eitthvað annað til að fást við. Ég var líka upp með mér að fá slíkt tilboð. Svona tilboð fær maður varla nema einu sinni á ævinni." „Hvað ertu að skrifa um þessar mundir?" „Skáldsögu sem væntarJega kemur út á næsta ári. Hún fjallar um fímm ár í lífí þriggja miðaldra vinkvenna og nær yfír tímabilið 1980—85. Þetta er þó auðvitað bara umgjörðin. Ég er ekki fyrst og fremst að skrifa um þessar þijár konur sem eru mjög ólíkar innbyrðis enda þótt þær eigi eitt og annað sameiginlegt. Ég er að skrifa um lífíð í Bretlandi nútím- ans.“ - Á.R. Prófkjör sjálfstæðismanna á Stokkseyri Sjálfstæðismenn á Stokks- eyri efna til prófkjörs vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Átta aðilar gefa kost á sér, 4 konur og 4 karlar, þau Anna Kr. Pétursdóttir, Ámý Jónas- dóttir, Sveinsína Guðmunds- dóttir, Helgi ívarsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Sveinbjöm Guðjónsson, Jón Haraldsson og Hinrik Ámason. Prófkjörið fer fram 29. mars nk. kl. 10—18 í Gimli og er öllum stuðningsmönnnum Sjálf- stæðisflokksins heimil þátttaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.