Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 28
28 MPRGUNELAQIQ, LAUGARDAGUR 22..MAKZ 1986 Indland: Þrír féllu í skorthríð öryggissveita í Punjab AF/Símamynd Lögreglumeiui draga burt ungan mann, sem hafði tekið þátt í mótmælaaðgerðum í Durban. Ókyrrt í S-Afríku Chandigarh, Indlandi, 21. mars. AP. ÖRYGGISSVEITIR lögreglunn- ar skutu í dag á herskáa sikha, sem sóttu að þinghúsi Punjab- rikis í Chandigarh. Sikhar hvað- anæva að úr Punjab höfðu þyrpst til borgarinnar til að taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn ríkis- stjórn hófsamra sikha - þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að koma í veg fyrir komu þeirra þangað. A.m.k. þrir féllu og 25 Veður víða um heim Lœgst Hœst Akureyri 2 skýjað Amsterdam 3 8 skýjað Aþena ð 14 skýjað Barcelona 14 skýjað Berlfn 0 8 rigning Briissel 2 10 heiðskfrt Chicago +13 +3 heiðskfrt Dublin 4 10 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 4 11 skýjað Genf 1 12 heiðskírt Helsinki +3 3 heiðskírt Hong Kong 18 21 skýjað Jerúsalem vantar Kaupmannah. 2 8 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 10 18 heiðskírt London 4 12 skýjað Los Angeles 13 30 skýjað Lúxemborg S skýjað Malaga 19 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Miami 24 28 skýjað Montreal +17 +1 skýjað Moskva +4 10 heiðskírt NewYork 1 6 heiðskírt Osló 0 6 skýjað Parfs 4 8 skýjað Peking 2 13 heiðskfrt Reykjavfk 2 rigning RfódeJaneiro 20 31 skýjað Rómaborg 3 16 heiðskfrt Stokkhóimur +2 8 heiðskírt Sydney 19 26 skýjað Tókýó S 13 heiðskfrt Vínarborg +1 9 skýjað Þórshöfn vantar særðust að sögn vitna og spítala- starfsmanna. Indverska fréttastofan UNI hafði eftir vitnum, að skothríð öryggis- sveitanna hefði hafist, er þúsundir herskárra sikha, með brugðin sverð, hefðu brotist gegnum hindranir lögreglunnar og umkringt þing- húsið. Lögreglan beitti táragasi, en múgurinn tróðst áfram, svo að gera varð hlé á þingstörfum. Aðsúgsmenn sögðu, að nokkrum úr þeirra hópi hefði verið hleypt inn í þinghúsið til að gera Suijit Singh Bamala, forsætisráiðherra Punjab, grein fyrir kröfum samtaka þeirra. Að sögn vitna fór Joginder Singh fyrir aðsúgsmönnum, en hann er faðir sikha-prestsins Jamail Singh Bhindranwale, sem féll ásamt hundruðum vopnaðra fylgismanna sinna í árás hersins á Gullna must- erið í Amritsar 1984. „Stjóm Bamala er verri en harð- Kaíró, 20. mars. AP. EGYPSK yfirvöld telja nú að hryðjuverkaflokkur Abu Nidal hafi staðið á bak við skotárás á bifreið með fjóra Israelsmenn innanborðs í Kaíró aðfaranótt fimmtudags, að því er haft er eftir embættismanni stjórnarinn- ar, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Kona ísraelsks sendierind- reka lést í árásinni og þrir sendi- stjóm mógúlanna var nokkum tírna," sagði Joginder Singh, er hann ávarpaði múginn. „Við höfum farið með friði fram að þessu, en þeir hafa ráðist gegn okkur með skothríð, táragasi og kylfum. Næst verðum við harðari í hom að taka.“ Harðlínumennimir kreQast þess. að hundmðum fangelsaðra sikha verði þegar í stað sleppt úr haldi og hermenn af trúflokki þeirra verði aftur teknir í herinn. Hinir síðast- nefndu gerðu uppreisn í * kjölfar árásar hersins á Gullna musterið. Tala fallinna í átökunum í Punjab undanfama viku er komin upp í 29 manns - með þeim þremur, sem létu lífið í skothríðinni í dag. Yfir 100 manns, einkum hindúar og hófsam- ir sikhar, hafa fallið fyrir hendi herskárra sikha í Punjab, frá því að kosningar fóm fram í ríkinu í septembermánuði og stjóm hóf- samra sikha tók við völdum. ráðsstarfsmenn særðust. Aftur á móti hefur hryðjuverka- sveitin „Bylting Egypta" lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, fyllvissaði á fimmtudag Avraham Sharir, ferðamálaráð- herra ísraels, um að Egyptar myndu bæta samskipti sín við Isra- ela, þrátt fyrir skotárásina. Shimon Jóhannesarborg, 21. mars. AP. LÖGREGLUMENN í Suður- Afríku börðust i dag við svart fólk í fjórum borgum og nokkr- um bæjum. Hafði fólkið safnast saman til að minnast hinna föllnu og var það gert með þvi að dansa stríðsdansa og með verkfalli í einni stórborginni. Lögreglumenn beittu táragasi gegn fólki, sem kom saman í borg- um og bæjum til að minnast þeirra, sem fallið hafa í mótmælaaðgerðum gegn aðskilnaðarstefnunni. Kom Peres forsætisráðherra sagði í dag að árásin myndi ekki koma í veg fyrir að hann héldi áfram að leita fríðar í Miðausturlöndum. Hann skoraði á Mubarak að „skera af handlegg ofbeldis", sem ógnar friði á þessum róstursömu slóðum. Þetta er þriðja árásin á ísraelska sendierindreka í Kaíró síðan Egypt- ar og ísraelar tóku upp stjóm- víða til átaka en ekki er vitað hvort nokkur beið bana. í nótt sem leið létust hins vegar 10 svertingjar í innbyrðisátökum og hafa að undanfömu miklu fleiri látist með þeim hætti en fyrir hendi lögreglunnar. Um 600.000 manns fóm í verk- fa.ll í borginni Port Elizabeth í Austur-Höfðahverfi, og af þeim sökum virtist hún eins og yfirgefin aðsjá. málasamband 1980. Egyptar telja að flokkur Nidals hafi einnig staðið að baki hinum árásunum tveimur. Þetta er í fyrsta skipti, sem kemur fram að talið sé að Abu Nidal hafi lagt á ráðin um þessar árásir. Abu Nidal er dulnefni fyrir Sabry A1 Banna. Flokkur hans klofnaði frá Frelsissveitum Palestínumanna (PLO) fyrir um áratug. Egyptaland: Telja að Nidal standi að baki árás á Israela Erfiðleikar Alusuisse snerta ISAL ekki beint ZUrich, 21. mars. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. „Rekstur ÍSAL gengur almennt vel og það hefur ekki verið rætt um niðurskurð eða breytingar á rekstrinum þar i sambandi við rekstrarerfiðleika AIusuis.se," sagði dr. Ernst Bosshard, stjóm- armeðlimur ÍSAL og framkvæmdastjóri málmbræðsludeildar hjá Alusuisse í Ziirich, í samtali við Morgunblaðið á föstudagsmorgun. „Mannabreytingar hafa heldur ekki komið til tals,“ sagði hann þegar hann var spurður hvort það mætti búast við breytingum í framkvæmdastjóm ÍSAL. Dr. Bosshard sagði að enn væri ekki vitað hver tæki við sæti dr. Dietrichs N. Emst, vara- formanns stjómar ÍSAL og fram- kvæmdastjóra álsviðs Alusuisse, í stjóm ÍSAL. „Það kom á óvart þegar Dr. Emst sagði upp störfum hjá fyrirtækinu á miðvikudags- kvöld," sagði Dr. Bosshard, „og það hefur ekki gefist tími til að tala um hver tekur við öllum skyldum hans.“ Dr. Emst sagði upp störfum frá og með 31. mars. Hermann J.M. Haerri, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri, mun stjóma ál- sviði til 1. maí. Dr. Theodor M. Tschopp, sem hefur verið forstjóri Conalco, dótturfyrirtækis Alu- suisse í Bandaríkjunum, síðan 1980, mun þá taka við stjóm ál- sviðs. Wemer Regli, endurskoð- andi ÍSAL og framkvæmdastjóri fjármáladeildar, sagði að sér myndi ekki koma á óvart þótt Dr. Tschopp tæki sjálfur við sæti Dr. Emst í stjóm ÍSAL. „Ef hann gerir það þá tekur góður maður við sæti Dr. Emst,“ sagði hann. Bankarnir björgnðu fyrirtækinu Alusuisse var rekið með 648 milljóna sv. franka tapi (yfir 14 milljarðkr ísl. kr.) á síðasta ári. Stjóm fyrirtækisins greip í taum- ana skömmu eftir áramót þegar neikvæð útkoma síðasta árs lá fyrir og Emanuel R. Meyer, stjómarformaður, var látinn hætta. Hann hafði verið stjómar- meðlimur í 22 ár og þar af formað- ur í 19 ár. Dr. Bruno Sorato, forstjóri, lét af störfum um leið og Meyer. Dr. Sorato tók við forstjórastöðunni af Dr. Paul Múller fyrir þremur árum. Dr. Nello Celio, fv. ráðherra og stjóm- arformaður Alusuisse, tók við af Meyer til eins árs og Dr. Hans Jucker var skipaður stjóri. Hann Álverið í Straumsvík. var áður forstjóri LONZA og framkvæmdastjóri efnasviðs Alusuisse. Dr. Hansjurg Abt, sem er blaðamaður á Neue Zurcher Zeit- ung og fylgist manna best með Alusuisse, sagði að Alusuisse rið- aði ekki á barmi gjaldþrots þrátt fyrir rekstrarerfiðleikana. „Þegar dr. Jucker lýsti því yfir í janúar að bankamir stæðu að baki hinna nýju stjómenda var þegar ljóst að Alusuisse yrði ekki gjaldþrota," sagði Dr. Abt í samtali á föstudag. Fimm svissneskir bankar, þar á meðal stærstu bankamir þrír, hafa samþykkt að ábyrgjast út- gáfu hlutabréfa að verðmæti 208,6 milljónir sv. franka (4,5 milljarðar ísl. kr.) og þar með bjargað rekstri fyrirtækisins. Stjómarformenn tveggja af stóru bönkunum og einn úr fram- kvæmdastjóm hins þriðja eig-a sæti í stjóm Alusuisse. „Þeir hefðu ekki getað neitað Alusuisse um aðstoð og Celio hefði ekki tekið að sér stjómarformennsk- una ef hann hefði ekki vitað að fyrirtækið yrði rétt við,“ sagði Abt. Hann kenndi miklum fjárfest- ingum Alusuisse á 7. áratugnum að hluta um erfiðleika fyrirtækis- ins. „Framtíðarhorfur áliðnaðar- ins voru ofmetnar og fyrirtækið Qárfesti of mikið í málmvinnslu og -brennslu í_ Bandaríkjunum, Ástralíu og á íslandi. Tilraunir þess í átt að fjölbreyttara fram- leiðslustarfi tókust einnig illa og kostuðu of mikið fé. Lán voru tekin fyrir þessum fjárfestingum, það þauí að greiða þau niður og vexti af þeim. Alusuisse sat uppi með skuldabagga á erfíðleikaár- um áliðnaðarins og önnur álfyrir- tæki komust því betur af þegar offramleiðslu á áli varð vart og verð féll.“ Dr. Abt sagðist ekki hafa fylgst náið með ISAL en benti á að Alusuisse væri ekki á íslandi af því að konumar þar væm svo aðlaðandi, eins og hann komst að orði. „Alusuisse er eingöngu á íslandi af þvl að orkuverðið þar er hagstætt. Ef orkuverðið væri ekki hagstætt myndi ekki borga sig fyrir fyrirtækið að framleiða þar ál úr innfluttum málmi frá Ástralíu." Regli sagði að Alusuisse gæti nú sætt sig við orkuverðið á ís- landi og hann taldi að ÍSAL gæti gengið vel á þessu ári ef verð á áli helst þar sem það er nú eða fer hækkandi. „Verð á áli hefúr farið hækkandi síðan í desember og ég tel góðar líkur á að það haldist á því bili sem það hefúr náð og falli ekki mikið. Fall dollar- ans hefur komið ÍSAL vel og mér líst vel á starfsárið í ár. Málm- bræðslan í Straumsvík er góð og orkuverðið á íslandi er ekki of hátt, en það gæti valdið okkur erfiðleikum ef það yrði hækkað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.