Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Úr borgarstjórn Skipulagslíkan af Kvosinni. Tjömin er í forgunni en byggingin sem merkt er númer eitt er fyrirhugað ráðhús. En bæði Tjamarsvæðið og fyrirhuguð ráðhúsbygging vom til umræðu á borgarstjómarfundi. Athuga ber að þetta líkan er gert án þess að tillit sé tekið til þeirr- ar samkeppni, sem nú fer fram á vegum Alþingis um skipulag á lóð þess milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis. „Setjum kraft í byggingn ráðhúss við Tjörnina“ - sagði borgarstjóri í umræðum um Tjarnarsvæðið Fundartími borgarstj órnar; Tillaga um endur- skoðun vísað til borgarráðs Á FUNDI borgarstjómar sl. fimmtudagskvöld var tillögu Kvennaframboðsins, þess efnis að skipuð yrði nefnd til þess að endurskoða dagskrá og fundar- tíma borgarstjómar, visað til borgarráðs til umfjöllunar. í greinargerð með tillögunni kemur fram, að margoft hefði komið fram gagnrýni á þann þátt í fundarsköpum borgarstjómar, er snýr að dagskrá fundanna. Dag- skráin væri nú þannig upp byggð, að ekki væri hjá því komist að ræða innbyrðis ólík mál undir sama dagskrárlið. Þetta yrði til þess, að samhengið í umræðunni rofnaði og að umræðan yrði oft á tíðum andkannaleg. Þetta gerði það líka að verkum, að mjög erfitt væri fyrir borgarbúa að áætla, hvenær þau mál, sem þeir hefðu áhuga á að fylgjast með, kæmu á dagskrá. Hvað tímasetningu fundanna varð- ar, þá segir í greinargerðinni, að fímmtudagskvöld séu mjög óheppi- legur fundartími, ef koma ætti fréttum af fundunum inn í dag- blöðin áður að fréttimar yrðu úrelt- ar. Mjög takmarkaðar fréttir kæmust inn í föstudagsblöðin, sem og í helgarblöðin, þar sem þau væru flest hver að miklu leyti unnin fyrirfram. Eftir helgina á þriðjudegi væm fréttimar síðan ekki lengur nýmeti og þess vegna væri tilhneiging til að sleppa þeim. Á FUNDI borgarstjómar sl. fimmtudagskvöld lagði Kristján Benediktsson (F) fram tillögu þess efnis, að samþykkt yrði að gera teikningar og tillögur um frágang Tjarnarsvæðisins. í máli Kristjáns kom fram, að á undan- fömum ámm hefðu margar til- •lögur verið fluttar um lagfæring- ar og endurbætur á bökkum Tjarnarinnar en framkvæmdir hefðu þó engar orðið. Sagði hann, að mjög brýnt væri að endurbyggja bakka Tjamarinn- ar bæði meðfram Vonarstræti og Fríkirkjuvegi. Albert Guðmundsson (S) tók í sama streng og sagði, að frágangur Tjarnarbakkanna væri til skammar. Sagði hann, að Tjamarsvæðið væri eitt af þeim svæðum sem útlendum ferðamönnum væri bent á að skoða og því væri nauðsynlegt að laga bakkana, þvi þeir væru beinlínis hættulegir í því ástandi sem þeir væru. Borgarstjóri greindi frá því, að rétt væri að byija á því að gera við norðurbakka Tjamarinnar, því þar væri skjól og því væri hægt að gera þar skemmtilegt svæði fyrir gangandi vegfarendur. í máli borg- arstjóra kom einnig fram að rétt væri að setja kraft í byggingu ráð- húss við Tjömina. En gert hefur verið ráð fyrir byggingu þess við norðvesturhom Tjamarinnar. Að umræðum loknum var tillögu Kristjáns vísað til borgarráðs. Mála út um bíl- gluggann svo ekki frjósi í penslinum - segir Pétur Friðrik sem opnar í dag sýningu á 70 málverkum í Listveri „Þetta eru yfir sjötíu myndir og þær eru mestmegnis málaðar á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að ég var síðast með mál- verkasýningu. Sú sýning var í Hafnarfirði, í salnum hans Þorvalds í Síld og fisk,“ segir Pétur Friðrik listmálari sem opnar málverkasýn- ingu í Listveri á Seltjarnarnesi í dag, laugardag. „Eins og sjá má eru flestar myndanna af íslenzku landslagi en húsamyndir frá ýmsum þéttbýlis- stöðum eru einnig allmargar. Rúm- lega helmingur myndanna er mál- aður með vatnslitum en hinar eru allar olíumyndir, að einni undantek- inni sem máluð er í pastellitum." „Hvemig hagarðu vinnubrögðum þínum? Eru þessar myndir málaðar „á staðnum"? „Vatnslitamyndimar em að heita má allar málaðar þar sem ég hef haft mótífið fyrir framan mig og sumar olíumyndimar líka. Ég hef yndi af því að fara út í náttúruna, leita uppi staði eða spennandi sjón- arhom og mála síðan af þessu myndir á stundinni. Með öðmm orðum að ganga þannig beint að verkefninu. Það er vandalítið að mála vatnslitamyndir með þessum hætti. Vatnslitir og pappír em meðfærileg efni, nema þegar frost er úti. Þegar svo háttar til kemur það oft fyrir að ég læt bflinn vera í gangi og sit í honum og mála það sem ég sé út um gluggann, svo ekki frjósi nú í penslinum. Þetta er auðvitað ekki hægt þegar maður er með olíuliti, en olíumyndir mála Pétur Friðrik við eina af myndum sínum. ég samt oft úti þegar vel viðrar. Húsamyndimar mála ég hins vegar að langmestu leyti heima hjá mér og vinn þá eftir skissum. Mótífíð er mikilvægur þáttur í myndum mínum en þegar það er komið á flötinn er það auðvitað mikið breytt frá því sem það er í raunveruleikan- um. Til þess er maður að mála myndir. Maður framkallar mótífíð á myndflötinn eins og maður sér það með sínum eigin augum. Engir tveir menn sjá sama hlutinn eins.“ „Þú hefur einkum málað myndir með olíu- og vatnslitum. Hefurðu ekki fengizt við önnur efni?“ „Jú, ég hef dálítið málað með akrýl og svo pastel en mér lætur það síður en hitt. Pastellitir eru erfíðir viðureignar. Það er erfitt að fá þá til að tolla á pappímum. svo hef ég átt nokkuð við grafík. Ég fór í tíma til Braga Ásgeirssonar fyrir nokkrum árum til að læra þau vinnubrögð. Ég hafði bæði gagn og ánægju af því en hef svo ekki gefið mér tíma til að vinna að því frekar. Það þarf bæði mikinn tíma og góða aðstöðu til að ástunda grafík. Fremur en að leggja áherzlu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.