Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 22. MÁRZ1986 ffclk í fréttum 8áraí öryggismála- kynningu á Grandanum Vaskur hópur átta ára barna úr bekk 23 í Hólabrekkuskóla fór fyrir skömmu í leiðangur niður á Granda og um Reykjavíkurhöfn. Tilgangurinn var að safna efni í verkefni sem bekkurinn var með varðandi öryggis- og björgunarmál. Fyrst var Gúmmíbátaþjónustan á Granda heimsótt og bömin fengu að skoða ýmsar gerðir gúmmíbjörg- unarbáta, fara inn í bátana, prófa varmapoka, neyðarkex og starfs- menn Gúmmíbátaþjónustunnar sýndu þeim alian búnað sem er um borð í hvetjum gúmmíbjörgunarbát. Þá var farið í hús Slysavamafélag íslands þar sem bömunum var kynnt starfsemi SVFÍ um allt land og síðan fengu þau að skoða búnað Slysavamafélagsins og prófa nokk- ur tæki, en að lokinni heimsókn til SVFÍ var farið í stutta siglingu um Reykjavíkurhöfn á einum lóðsbát- unum. Krakkamir sýndu mikinn áhuga á öllu sem þeim bauðst að skoða í ferðinni, en tveir kennarar vom með bömunum, þær Kristbjörg Eðvaldsdóttir og Ema Baldvins- dóttir. Hópurinn fylg- ir með í Gúmmmíbáta- þjónustunni hvað býr í ein- um gúmmí- björgunarbát, en einn bátur var sérstaklega blásinn upp fyrir þau. Barnahópurinnúr bekk 23 i Hólabrekkuskóla um borð í einum hafnsögubátnum ásamt kennurunum Kristbjörgu Eðvaldsdóttur, lengst til hægri og Ernu Bald- vinsdóttur, efst fyrir miðju. Morgunblaðið/Árni Johnsen Smári Karlsson, flugstjóri hjá Flugleiðum, yfirgefur flugvél sína í síðasta sinn eftir farsælt flug í rúmlega fjóra áratugi. Að þessu tilefni voru flugmennirnir Magnús Guðmundsson (t.h.) og Jóhann es Snorrason (t.v.) mættir á flugvellinum og færðu honum blóm. Þetta var mitt ævintýri Rætt við Smára Karlsson, flugstjóra, sem nú hefur látið af störfum fyrir aldurs sakir Smári Karlsson, flugsljóri hjá Flugleiðum, flaug sína síðustu ferð fyrir Flugleiðir aðfararnótt miðvikudagsins, er hann flaug Norðurfara frá New York til Keflavíkurflugvall- ar, en Smári hefur nú látið af störfum fyrir aldurs sakir. Tveir frumkvöðlar íslenskra flug- mála, flugmennirnir Magnús Guðmundsson og Jóhannes Snorrasson tóku á móti Smára er hann kom út úr flugvélinni og færðu honum blóm á þessum merku tímamótum í lífi hans. „Mín gramófónsplata er útspiluð — ég er orðinn gamlingi í þessum flugmálum, þó ég sé náttúrulega ungur í anda. Allir eiga sitt lífstíðarævintýri í sambandi við vinnu og ástir - þetta var mitt lífstíðar- ævintýri í vinnunni en ég á mikið ævintýri framund- an í lífinu ennþá,“ sagði Smári í samtali við Morgun- blaðið. „Ég byrjaði að fljúga 1942 og hef ekki haft annað starf síðan. Ég lærði að fljúga í Winnipeg í Kanada og byijaði sem flugmaður hjá Canadian Pacific Airlines, CPA, þegar að námi loknu. Og svo hófst ævintýrið hér heima 1944 - ég byijaði eiginlega sem síldarspekúlant, í síldarleitarfluginu frá Mikla- vatni. Fór svo til Flugfélags íslands og var þar til 1947 að ég til Loftleiða og flaug svo fyrir Flugleiðir eftirsameininguna," sagði Smári. Hjá Slysavamafélaginu fengu börain að gera æfingar með björgun- arnet á gúmmítuðru. Það var handagangur i öskjunni eins og sjá má. Hluti af hópnum búinn að koma sér fyrir í uppblásnum gúmmíbjörg- unarbát í Gúmmíbátaþjónustunni. COSPER Gaman að hitta þig, gamii vinur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.