Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUÉ 22.MARZ 1986 HollllStubyttÍngÍn/Jón Óttar Ragnarsson Næring og skólaböm Samkvæmt _ neyslukönnun Manneldisráðs íslands árið 1977 rejmdist íj'órðungur af daglegri fæðu íslenskra skólabama koma úr sjoppum og söluskálum!! Jafnframt reyndist um flórð- ungur fæðunnar vera hvers konar sælgæti, sætabrauð og gosdrykkir og er það án efa einsdæmi í ver- öldinni! Þar sem staðreynd er að kann- anir af þessu tagi vanmeta yfir- leitt sykumeysluna er raunvem- leikinn, ef eitthvað er, ömgglega verri. Verður ekki lengur horft fram hjá því að kreppa ríkir nú í nær- ingarmálum skólabama á Islandi, kreppa sem ekki verður hjá komist að uppræta. „Gleymda kynslóðin“ Enginn vafi leikur á að í bylt- ingunni sem dunið hefur yfír þjóð- félagið síðustu áratugina hefur „gleymda kynslóðin": börnin orðið undir. Hafa fáar þjóðir hirt minna um vandamálið en íslendingar, enda hlægilegt að stór hluti af yngri kynslóðinni lifi á sjoppufæðu! Eina leiðin til þess að uppræta þessa hneisu em skólamáltíðir, kaldar eða heitar, til að tryggja að böm og unglingar fái rétta næringu. Hvers vegna skólamáltíðir? Umtalsverður hluti skólabama fær ófullnægjandi morgunmat heima hjá sér og er því oft næring- arlaus frá kvöldi til hádegis næsta dag. Þetta þýðir að þegar bömin koma í skólann em þau oft van- nærð og því afar illa undir þau andlegu átök búin sem þar eiga sér stað. Þar með er blóðsykurinn í lág- marki og í stað þess að haldast eðlilegur eða hækka er hann jafn- vel á niðurleið allan morguninn. Afleiðingin er aukin slysahætta (!), þreyta og slen, skert athyglis- gáfa og úthaldsleysi sem að sjálf- sögðu bitnar illilega á námsár- angri. Hversu mikinn hlut vannæring á í lélegum árangri í íslenskum skólum er ekki vitað en hitt er Ijóst að hún er vemlegur þáttur. Það sem foreldrar þurfa að skilja er að námsgeta er efnafræði þar sem sköpum skiptir að vera líkamlega í stakk búinn til að innbyrða þekkingu. Varnarstarf Neyslukönnun Manneldisráðs á árinu 1977 sýndi að um íjórðung- ur af hitaeiningum kemur úr sætindum oggosdrykkjum. Könnunin leiddi í ljós að alltof mikið var að sykri og harðfeiti í fæðunni, en jafnframt of lítið af jámi, D-vítamíni og fólasíni. Þessi könnun er í samræmi við aðrar rannsóknir á mataræði ís- lendinga og þá alkunnu staðreynd að við eigum enn heimsmetið í sykumeyslu. Hún er líka í samhengi við þá vísindalegu niðurstöðu að tann- skemmdir í skólabömum em miklu stærra vandamál en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Því miður hefur ástandið versn- að síðan 1977 þrátt fyrir aðvaran- ir næringarfræðinga, m.a. vegna síaukinnar neyslu á bætiefnarýr- um sykurdrykkjum. Þarf að efla forvamarstarf til að vinna gegn tannskemmdum og næringarskorti, en ekki síður beinþynningu og æðakölkun síðar á ævinni. Kjaminn í slíkum vömum er að leggja gmndvöll að heilbrigðari lífsstíl, þ.e. skapa venjur sem stuðla að betri árangri og bættri heilsu. Hvers konar máltíð? Skólamáltíðir verða að vera vís- indalega saman settar og tryggja bömunum ákveðinn hundraðs- hluta af dagskammti allra nær- ingarefna. Máltíðimar verða í fyrsta lagi að vera bragðgóðar og ekki leiði- gjamar, en jafnframt að innihalda öll nauðsynleg næringarefni. Best er að miða við næga skammta af hvítu (próteini), A-, Bl- og C-vítamíni, kalki og jámi. Önnur bætiefni ættu að sigla í kjölfarið. Bömin þurfa því mjólkurmat (A-vítamín, kaik og hvítu), gróft brauð (Bl-vítamín og hvítu), ávöxt (C-vítamín), og kjöt eða fisk (jám og hvítu). Jafnframt þarf að sjá til þess að bömin fái lýsi heima fýrir (D-vítamín). Annars er óhjá- kvæmilegt að gefa þeim lýsispillur í skólanum. Einfaldasti kosturinn eru 2 grófar brauðsneiðar með kjöt- eða fiskáleggi, mjólkurglasi og einum ávexti um miðjan morgun og í hádegi. Kreppa ríkir í manneldismálum þjóðar þegar böm fást ekki til að borða hollan mat nema hann sé sykraður og „bragðbættur" á alla lund. Vandamálið stafar fyrst og fremst af því að íslenskt þjóðfélag hefur vanrækt „gleymdu kynslóð- ina“: bömin sín með ofangreind- um afleiðingum. Fyrsta skrefíð til leiðréttingar er að taka upp máltíðir í skólum landsins til þess að tryggja að böm og unglingar fái rétta nær- ingu. En skólamáltíðir leysa ekki allan vanda. Ljóst er að endur- skoða þarf öll samskipti skóla og heimila frá gmnni. Sú endurskoð- un má ekki dragast... meira en orðið er! MÍR heldur ráðstefnu AÐALFUNDUR MÍR, sem jafn- framt er 20. ráðstefna Menning- ! artengsla íslands og Ráðstjórn- arríkjanna, verður haldinn um ] '~'t helgina i húsakynnum félagsins á Vatnsstig 10. Fúndurinn verður settur laugar- daginn 22. mars kl. 14 og fram haldið á sama tíma daginn eftir. Á dagskrá em venjuleg aðalfundar- störf, en einnig verður rætt um og í undirrituð starfsáætlun MÍR og sovéskra samstarfsaðila félagsins. Tveir fulltrúar Sambands sovéskra vináttufélaga og Félagsins Sovét- ríkin — ísland sitja ráðstefnuna, þeir V. Volkov, aðstoðarráðherra í því ráðuneyti Sovétríkjanna sem fer með mál er varða rannsóknir á sviði jarðfræði og vinnslu jarðefna, og E. Paap, verkamaður frá Eistlandi, þingmaður í Æðsta ráði Sovétríkj- • 5 anna. Munu þeir flytja ávörp á ráð- stefnunni, einnig sendiherra Sovét- j ríkjanna á íslandi, Évgení A. Kos- arév. í tilefni fiindarins verður nýfrágenginn kvikmyndasalur tek- inn í notkun á Vatnsstíg 10. (Frétt frá MfR) i ' Síðasta sýning á Sex í sama rúmi SÍÐASTA miðnætursýning á gamanleiknum Sex í sama rúmi verður í kvöld, laugardagskvöld kl. 23.30 og er það jafnframt 20. sýning. Leikritið er eftir tvo þekktustu gamanleikjahöfunda samtímans í Bretlandí. Karl Guðmundsson þýddi, leikmynd og búninga gerði Jón Þórisson, en leikstjóri er Jón Sigurbjömsson, en hann hefur leik- stýrt mörgum af vinsælustu leik- sýningum Leikfélagsins hin síðari ár m.a. Fló á skinni, Skjaldhömrum, Þið munið hann Jörund, og Hassinu hennar ömmu. Umhleypinga- samt tíðarfar Stykkishólmi. UNDANFARIÐ hefir verið umhleypingasöm tíð hér í Stykkishólmi eins og víðar við Breiðafjörðinn. Annað slagið hefir verið snjókoma og þá allt orðið hvítt og jafnvel erfið færð um Nesið, svo hefir komið rigning og þvegið allan snjó af nema af tindum fjalla og það hefir orðið til þess að við höfum enn sem komið er lítið af snjómoksturs- tækjum að segja og má lofa það. R’útuferðimar hafa því verið á hveijum degi og sjaldan þurft að fara Heydal sem er snjóléttari vegur en Kerlingarskarð. Vonandi að ekki verði páskahret. En veturinn hefír verið góður það sem af er og muna menn varla annað eins. Vona bara að þessi veðurgæði komi ekki niður á blessuðu vorinu eins og oft vill verða. Um helgina snjóaði nokkuð og allt varð hvítt á ný og færðin því erfiðari og sérstaklega fyrir smábíla sem voru margir á ferð um helgina. og spáð er éljum næstu daga en svo á að hlýna aftur. Bömin eru fljót að nota sér snjóinn. Umhleyp- ingar hafa komið bátum stundum illa við netaveiðina en þó hefir fiskast hér vel af góðum fiski og nýting er góð enda aflanum komið ferskum í salt. Það er þvi nóg að gera og oft unnið langan vinnudag, allir sem vettlingi valda em í vinnu í fiskiðjuverunum, bæði ungir og aldraðir. Sem sagt. Það er líflegt fyrir vestan þessa dagana. — Arai o INNLENT Um aðdróttanir þj óðleikhússtj óra eftirSverri Hólmarsson í fjórtán ár hef ég fengist við að skrifa um íslenska og erlenda leiklist í dagblaðið Þjóðviljann. Alloft hefur það komið fyrir að skrif mín hafa vakið leikhúsfólk til andsvara, skoðunum mínum hefur verið mótmælt. Slíkt er auðvitað fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt, enda leiklistinni lífs- nauðsyn að fólk nenni að hafa á henni skoðanir og láta þær í ljós. Ég hef heldur aldrei stofnað til ritdeilna út af slíkum skrifum þar sem það særir mig á engan hátt að fólk hafi aðrar skoðanir en ég. En nú er svo komið að ég sé mig tilknúinn að setja nokkrar lín- ur á pappírinn í tilefni greinar sem Gísli Alfreðsson skrifaði í Morg- unblaðið á fimmtudaginn. Tilefni greinar Gísla var mér reyndar að mestu óviðkomandi, þar sem hún var svar við grein Leifs Þórarins- sonar um samskipti Alþýðuleik- hússins og Þjóðleikhússins út af leiksýningunni Tom og Viv. en Gísli notar tækifærið og veitist að mér með óvenjulega rætnum aðdróttunum út af gagnrýni sem ég skrifaði um sýningu Þjóðleik- hússins á Ríkharði þriðja. Hann heldur því blákalt fram að sú gagnrýni hafi verið skrifuð í „heiftaræði" sem stafi af því annars vegar að ég hef undanfarið unnið með Alþýðuleikhúsinu að sýningunni Tom og Viv og hins vegar því að Leifur Þórarinsson og Inga Bjamason voru svo elsku- leg að leigja mér herbergi í vetur. Ásakanir Þjóðleikhússtjóra eru í tvennu lagi. Ánnars vegar heldur hann því fram að gagnrýni mín á leikstjórn og fleiru í uppsetning- unni á Ríkharði þriðja sé sprottin af hatri og óvild í garð Þjóðleik- hússins. Hins vegar lætur hann að því liggja að ég hafi ekki verið að setja fram mínar eigin skoðanir heldur hafi skrifum mínum verið fjarstýrt. Þetta eru alvarlegar og reyndar ærumeiðandi ásakanir. Þeim er erfítt að svara með traust- Sverrir Hólmarsson um og óyggjandi rökum vegna þess að málið er í eðli sínu hug- lægt. Ég get auðvitað ekki „sann- að“ að það hafi ekki verið þær hvatir sem Gísli ber mér á brýn sem lágu að baki gagnrýni minni. Ég get einungis vísað til skrifa minna um leikhús á umliðnum árum og beðið fólk að velta því fyrir sér hvort þau séu eftir mig eða eitthvert annað fólk og hvort þau hafi stjómast af tilfinningum mínum í garð einstakra leikhúsa eða leikhúsfólks. Og ég get haldið því fram — án þess að geta „sann- að“ það — að skrif mín um Rík- harð þriðja vom ekki sprottin af heift og hatri heldur ást á leik- húsinu og djúpri virðingu fyrir þeim listamönnum sem þar starfa. Gísli forðast reyndar alla mál- efnalega umræðu um Ríkharð þriðja. Og hann reynir að láta líta svo út sem ég hafi verið eini maðurinn í landinu sem fór hörð- um orðum um leikstjóm þeirrar sýningar. Það er fjarri öllum sanni að hún hafi yfirleitt fengið vin- samleg ummæli í fjölmiðlum eins og hann heldur fram. En jafnvel þótt ég væri einn um þær skoðanir sem ég hef sett fram á þessari sýningu hef ég fullkominn rétt til að hafa þær, séu þær byggðar á heiðarlegri og óvilhallri ígrundun. Og það em þær. Höfundur er menntaskólakenn- ari og leiklistargagnrýnandi Þjóðviljans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.