Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 15
Hversu meinlaus var Karen Blixen í reynd? Meryl Streep i hlutverki Karenar í kvikmynd Sydneys Pollack „Jörð í Afríku“. Afríku" („Out of Africa") er 14. kvikmyndin sem Pollack leikstýrir. Kvikmyndir Pollacks lýsa gjarnan áræði til breytinga, jafnt hið ytra sem innra, og það er slíkt áræði sem Pollack gerir að sjálfri þunga- miðju mynda sinna. Aðalpersónum- ar í myndum hans álíta sig oft vera að leggja heiminn undir sig en eru þó í rauninni enn að fást við að ná fullu valdi á sjálfum sér. Það er alltaf hreyfingin, sem mestu máli skiptir — út úr for- herðingu, algjörri stöðnun, burt frá föstum viðteknum venjum og sið- um; myndir hans fjalla ýmist um uppgötvun nýrra, ósnortinna landa („Jeremiah Johnson", „Jörð í Afr- íku“) eða um ný og framandleg hlutverk, sem menn neyðast til að leika í lífinu („Tootsie"). Um and- stæður og átök milli stétta („This Property is Condemned“), milli kynþátta („The Scalpshunters") eða á milli ólíkra menningarsamfélaga („The Yakuza“); um pólitískar of- sóknir („Three Days of the Cond- or“) eða eltingarleik lögreglunnar („Absence of Malice"). Og hann hefur í kvikmyndum sínum einnig Qallað um upplausn mannlegrar sjálfsmeðvitundar, skrælnun per- sónuleikans („They Shoot Horses, Don’t They?“) eða um yfirþyrmandi stöðnun hversdagslífsins („Bobby Deerfíeld"). Ast og óvissa Þýðingarmesta stefið í kvik- myndum Pollacks, það stef sem alltaf skýtur aftur og aftur upp kollinum í verkum hans, er stefið um að halda á vit hins nýja og óþekkta og að standast þær þol- raunir, sem bíða manns. Allar kvikmyndir, sem Sydney Pollack gerir, segja líka ástarsögu. Hann segir sjálfur, að hann geti bókstaflega ekki gert kvikmynd án ástarsögu. Þessar ástarsögur hans hljóta hins vegar aldrei farsælan endi. „Ég vildi óska, að ég gæti útskýrt þetta. Ef til vill liggur það í því, að ég get ekki tekið neinar kvikmyndir, þar sem ég veit fyrir- fram, hvemig endirinn verður. Þá mundi mér bara fara að leiðast. Þess vegna koma alltaf fram tvenns konar viðhorf í kvikmyndum mín- um, viðhorf sem mynda þungamiðj- una: Karlmaður og kona, sem búa yfir andstæðum viðhorfum — stundum eru það siðferðileg viðhorf, stundum þjóðfélagsleg, stundum pólitísk viðhorf. Ég reyni svo að lýsa afstöðu hvors þeirra fyrir sig eins nákvæmlega og ég get. Á þann hátt verður kvikmyndin mér sjálfum lærdómur. Ég leitast við að vetja afstöðu hvors um sig og sýna um leið fram á, að báðir aðilar hafi samt sem áður rangt fyrir sér að nokkru leyti. Alveg eins og það nú einu sinni er í lífínu. Það kemur oft fyrir, þegar ég haga þessum atriðum þannig, þá fer ég undir lok kvikmyndarinnar að sjá fram á, að það getur ekki gengið þannig, og ég næ ekki að sameina þau tvö. Það mundi þá vera ósönn iausn. Ég geri það sem sagt heldur ekki." I myndinni „Jörð í Afríku" er á ósköp bragðdaufan hátt fjallað um ástir Karenar Blixen. Hún hafði þó sjálf skrifað nákvæma ritgerð um þetta efni á meðan hún bjó enn á býlinu sínu i Kenýa. í þeirri ritgerð lætur hún mörg lofsamleg orð falla um hugsjónina „ftjálsar ástir" og lætur í ljós róttækar skoðanir varð- andi réttindi kvenna í þessum efn- um. Það er því næsta fáránlegt, hvernig sú hin sama Karen Blixen er í kvikmynd Pollack látin allt að því biðja Denys Finch-Hatton betl- andi á hnjánum um að giftast sér. í reynd leit hún alltaf á samband sitt við hann, jafn ástríðufullt og um leið stormasamt og það var, sem „samskipti tveggja hliðstæðna". í myndinni er allt, er lýtur að hugsuðinum og menntakonunni Karen Blixen, vandlega afmáð. Hún er sýnd sem ástleitin, hcillandi ævintýradís; aldrei sézt hún skrifa eitt einasta orð á heimili sínu í Kenýa, er aldrei látin segja eina einustu reglulega athyglisverða setningu. Um snilligáfu Karenar Blixen þegir myndin algjörlega. Frásögnin í „Jörð í Afríku" er greinilega öll miðuð við að ná góð- um árangri á heimsmarkaðnum; hvergi er tekin nein áhætta, efnið er allt borið fram hálfvolgt, og þar hefur á göfugan hátt verið leitast við að fínna lægsta sameiginlega nefnara, sem unnt var að notast við. Það hefur ekki átt að særa siðferðiskennd neins, ekki átt að ofbjóða smekk neins. Þaaspe^1.Kjötborðið slær allt út... Svínakjöt Mýtt-Reykt: Konfektkassi á páskatilboði: oo 400 g AÐEINS vtsa 199 Stórafsláttur á páska. eqqium! Hynnum. í Mjóóöinnit Emmess ís TTerskfrosin íarðarber J íráSólhJ.meö ÍS frá Kjons Páskaábætinnn»ar. páskaegg frá Nóa h.í- veSaskólaislands ^a&steik „/(rönskumtartöflum. Eldsteikja jarðarber og kynna graflax Páskatorréttinn '< arl Kjúklingar 189 .00 pr.kg. .00 pr.kg. Kalkún Endur 248« Hýgríllaðir kjúklingar til að taka með sér:9 29800 AÐEINS pr.kg. \ Fyrir börnin: llmandi poppkorn og kaldur Svali Lifandi ungar! Páskahangikjöt Daglega úr reyk... Læri — Úrbeinað læri Framp. Urbeinaður framp. Húsavíkurhangikjöt sérlega.ljúffengt Páskalamb Sérslátrað fyrir páskana og hefur fengiö að hanga og meirna. Cosas appelsínur 00.00 pr.kg. B.C epli 98 pr. kg. Miðursoðnir ávextir: Jarðarber Ferskjur Ananas q_ a q QX-oo #;q.oo qq.oo ovainostk. s\j i/i dos U7 i/i dós 07 i/idos AÐEINS Perur Aspas Ananas jap 7Q.00 qq.oo 4Q.80 /^i/idós J70j^dós "■-71/2dós 10,80 pr. stk. Opið í Mjóddinni en í Austurstræti frá kl. 10-16 frá kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.