Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR22. MARZ1986 Ný deildarstj órastaða hjá Ríkisutvarpinu: Auglýsingadeildir RÚV sameinaðar AUGLÝSINGADEILDIR Ríkisútvarpsins verða sameinaðar á næs- tunni undir stjórn nýs deildarstjóra, sem ber starfsheitið forstöðu- maður auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins. Það starf hefur verið auglýst laust til umsóknar. Með þessari ráðstöfun er ætlunin að tengja auglýsingadeildimar þrjár rækilega saman og auka þjónustu þeirra við auglýsendur og hlustendur, að sögn Harðar Vilhjálmsson- ar, fjármálastjóra RÚV. „Það hefur lengi verið ætlun okkar að sameina deildimar þtjár hér í Reykjavík og forstöðumaður- inn verður leiðandi í því starfí," sagði Hörður í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Hann mun hafa með höndum yfirstjóm á vinnslu auglýsingadeildanna, stjómun starfsfólks, áætlanagerð og eftirlit með auglýsingum. Hon- um verður ætlað að gæta hagsmuna bæði auglýsenda og hlustenda." Hörður sagði að meginmarkmið með stofnun hinnar nýju stöðu væri að ná fram „samræmdara starfí milli þessara þriggja miðla - sjónvarpsins, rásar 1 og rásar 2 - og rækja þjónustuhlutverk auglýs- ingadeildanna betur en við höfum gert til þessa, til dæmis með því Jónheiður Steindórsdóttir verð- ur fyrirsæta hjá Dórótheu Magn- úsdóttur í Amsterdam. Hér má sjá Jónheiði með greiðslu eftir Dórótheu. * Islendingar á hárgreiðslu- keppni í Hollandi HIN árlega hárgreiðslukeppni Golden Tulip verður haldin sunnudaginn 23. mars nk. í Amsterdam. Keppni þessi er alþjóðleg og keppt er eftir sömu reglum og á heimsmeistaramót- inu. Að þessu sinni munu tveir kepp- endur frá íslandi taka þátt í keppn- inni og tveir dómarar. í hárgreiðslu keppir Dóróthea Magnúsdóttir, Hársnyrtistofu Pap- illu, og fyrirsæta er Jónheiður Steindórsdóttir. í hárskurði keppir Hugrún Stefánsdóttir, Hársnyrti- stofunni Papiilu, og fyrirsæta er Jón Magnússon. Dómarar eru Amfríður ísaksdóttir, Hárgreiðslustofunni Permu, og Torfí Geirmundsson, Hársnyrtistofunni Papillu. Keppni þessi er vel sótt af kepp- endum frá flest öllum aðilum innan alþjóðasambandsins og er því góð æfíng undir Heimsmeistarakeppn- ina, en hún verður haldin í Veróna á Ítalíu, 14.—16. sept. nk. Landslið íslands í þá keppni verður sem hér segir. Hárgreiðsla: Dóróthea Magnús- dóttir, Hársnyrtist. Papillu. Guð- fínna Jóhannsdóttir, Hárgreiðslust. > Ýr. Heiga Bjamadóttir, Hár- greiðslust. Carmen. Hárskurðun Eiríkur Þorsteins- son, Rakarst. Greifanum. Gísli V. Þórisson, Rakarst. Hárlínunni. Hugrún Stefánsdóttir, Hársnyrtist. Pailiu. Keppni með hártoppa herra: Torfí Geirmundsson, Hársnyrtist. Papillu. (Fréttatilkynning) að veita sem mestar og bestar upplýsingar til auglýsenda og neyt- enda. Fram til þessa hafa auglýs- ingadeildimar mestmegnis unnið að móttöku auglýsinga en markað- urinn hefur lítið verið kannaður og þar með sölumennskan ekki rækt,“ sagði hann. „Við viljum gjaman sjá starfsemi auglýsingadeildanna færast vel í þessa átt á miðju þessu ári en ég held að þetta starf fari varla að skila sér fyrir alvöru fyrr en við höfum flutt alla starfsemina undir eitt þak. Vonandi verða hljóð- varpsdeildimar báðar komnar í nýja útvarpshúsið eftir um það bil ár og svo sjónvarpið um mitt ár 1988.“ Hugmyndin er að undir stjóm forstöðumannsins verði markaðs- stjóri fyrir hveija deild og að þegar nýja kerfíð er komið á muni átta sölumenn sjá um sölu auglýsinga í alla miðlana þijá og reyna að samræma auglýsingaflæðið. „Við höfum um nokkurt skeið notið þjón- ustu rekstrarhagfræðings og í tengslum við það starf er verið að koma auglýsingunum í tölvumeð- ferð frá upphafí til enda,“ sagði Hörður Vilhjálmsson. „Með því móti eigum við að geta veitt betri og ítarlegri upplýsingar til þeirra, sem á þurfa að halda - til dæmis þannig, að við eigum að geta upplýst á augabragði hver auglýsir hvaða vöm og hvaða þjónustu. Mér segir svo hugur um að sú þjónusta sé nýjung - ekki aðeins hjá Ríkisút- varpinu heldur á hér á landi yfír- leitt." Umsóknarfrestur um starf for- stöðumanns auglýsingadeildar Rík- isútvarpsins rennur úr 11. apríl næstkomandi. Mikið fjölmenni var við stofnun Iðnþróunarfélagsins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Iðnþróunarfélag stofnað í Kópavogi IÐNÞRÓUNARFÉLAG til eflingar atvinnulífi í Kópavogi var stofnað þar í bæ á mánudaginn 17. mars. Félagið var stofnað fyrir tilstuðlan atvinnumálanefndar Kópavogs en verður sjálfstætt og óháð kaup- staðnum þótt bæjarsjóður styrki félagið fjárhagslega fyrstu skrefin, að sögn Hrafns Sæmundssonar, atvinnumálafuUtrúa í Kópavogi. Á stofnfundinn mættu alls 93 bráðabirgðastjóm, sem situr fram einstaklingar en 54 fulltrúar fyrir- að aðalfundi og undirbýr hann og tækja og stofnana gerðust stofn- starfsemi félagsins. í þessa stjóm félagar á fundinum. Þar var kosin voru kosnir fulltrúar ólfkra atvinnu- greina ásamt fulltrúa frá Háskóla Islands. í bráðabirgðastjóminni eru Tryggvi M. Þórðarson, Óskar Ing- varsson, Óttar P. Halldórsson, Ingi- mundur Magnússon, Friðrik Daní- elsson, Helgi Baldursson og Þor- steinn K. Bjömsson. Iðnþróunarfélagið var stofnað að tilstuðlan atvinnnmálanefndar Kópavogs. Lengst til vinstri er Hrafn Sæmundsson atvinnumálafulltrúi. Biskup Islands telur aug- lýsendur ganga of langt Dómnefnd Bamabókaverðlaunanna skipa Ólafur Ragnarsson, út- gefandi, Hildur Hermóðsdóttir, bókmenntafræðingur og gagnrýn- andi, Eðvarð Ingólfsson, rithöfundur, Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor, og Halldóra Jónsdóttir, formaður Nemendafélags Hlíðaskóla. Halldóra er fulltrúi lesenda barna- og unglingabóka, en grunnskólar landsins tilnefna fulltrúa í dómnefndina til skiptis. íslenzku barnabókaverðlaunin: Fjörutíu og fjög- ur handrit bárust FJÖRUTÍU og fjögur handrit að bókum fyrir böm og unglinga bámst í samkeppni þá sem Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efndi til á siðastliðnu ári, en skilafrestur rann út um áramótin. Búist er við að niðurstaða dómnefndar liggi fljótlega fyrir og stefnt að því að verðlaunabókin komi á markað seint í apríl en útgefandi verður Vaka/Helgafell. I fréttatilkynningu frá Vöku/ Helgafelli segir m.a.: „Verðlauna- sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli bama- bókahöfundarins vinsæla, Ármanns Kr. Einarssonar. Fjölskylda Ár- manns og Bókaútgáfan Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins, 200.000 krónur. Tilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga og stuðla jafn- framt að auknu framboði íslensks lesefnis fyrir áðumefnda aldurs- hópa á öðrum tímum árs en fyrir jól. Höfundur besta handritsins að mati dómnefndar hlýtur 40.000 króna verðlaun að viðbættum höf- undarlaunum samkvæmt samningi Rithöfundasambands Islands og Félags íslenskra bókaútgefenda sem gætu numið 80—100.000 mið- að við meðalupplag bama- og unglingabóka." AUGLÝSING sem birst hefur í sjónvarpinu að undanförnu hef- ur vakið nokkra athygli sökum þess að í upphafi hennar birtist mynd sem tekin er í kirkju og sýnir prest að ferma böm. Er hér verið að auglýsa ýmis konar vörar og þjónustu sem tengist fermingunni. Biskup Islands herra Pétur Sigurgeirsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að honum þyki auglýsendur ganga of langt þegar þeir nota kirkjuna og fermingarathöfnina í ágóðaskyni til þess að auglýsa söluvarning sinn. Séra Gunnar Bjömsson, sem kemur fram í umræddri auglýsingu, sagði, að hann teldi allt í lagi með hana. „Ég fagna því að auglýsingin hefur vakið umræðu og ég vona að sú umræða sé um ferminguna og kirkjuna á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Auglýsingin er mjög lík lífínu eins og það er og allrar athygli vert ef einhverjir þola ekki sjá það. Kannski verður þetta til þess að við gefum meiri gætur að fermingunni í heild. Ég held að það sé oft af hinu góða þegar þessir hlutir vekja athygli. Á þeim grund- velli gæti ég verið tilbúinn hvenær sem er að blanda kirkju og kristin- dómi inn í auglýsingar. Ég gæti til dæmis vel hugsað mér messuaug- lýsingar í sjónvarpi," sagði séra Gunnar Bjömsson að lokum. „Mér finnst ekkert að þessari auglýsingu og það er fjöldi manns sem hefur tjáð mér að þetta sé bæði falleg og góð auglýsing," sagði Þórir H. Oskarsson ljósmynd- ari, sem er einn þeirra sem kynnir þjónustu sína í auglýsingunni. „Ef eitthvað er athugavert við að sýna prest ferma böm, þá held ég að ' athuga þurfí ferminguna sjálfa. Fermingin er staðreynd og einnig fermingargjafír ogjjjónusta í kring- um ferminguna. Ég get ekki séð að það hafí borið nokkum árangur þó svo að biskup og prestar hafí reynt að hvetja fólk að draga úr þessu á einhvem hátt.“ Þórir sagði að það væri villandi sem fram hefði komið í útvarpinu að þessir auglýs- endur hefðu staðið að auglýsing- unni. Hann sagði að þeim hafi verið boðin þátttaka. Bókaforlagið Svart á hvítu hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að forlagið hafí ákveðið að draga til báka þátt sinn í umræddri aug- lýsingu og harmar þau mistök sem hafa átt sér stað. Valdimar Leifsson sem átti hug- myndina að auglýsingunni og gerði hana sagði að búið væri að taka út hluta bókaforlagsins Svart á hvítu en hlutur annarra auglýsenda væri óbreyttur og ætlunin að auglýsingin birtist fímm sinnum. Valdimar sagði að sér fyndist ekkert óeðlilegt að kirkjan og fermingarathöfn tengdust auglýsingu um fermingar- gjafir. Verslunin Torgið birti fyrir skömmu auglýsingu sem sýnir fermingarböm standa upp við alt- ari. Nú hefur verið hætt við birtingu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.