Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Lækkað vömverð mikið auglýst þessa dagana AÐ UNDANFÖRNU hefur verið óvenju mikið um auglýsingar á verðlækkunum af ýmsu tagi. Mest ber á auglýsingum á matvörum, svo sem smjöri, svínakjöti og kjúklingum, en einnig er mikið um auglýsingar á fermingargjöfum og ýmsum vörum fyrir páskana. Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun sagði að ekki væri farið að bera á því að fyrirtæki lækkuðu vörur og þjónustu til frambúðar. Ekki væru nema eitt eða tvö dæmi um það fyrir utan verðlækkanir á bílum, heimilis- tækjum, grænmeti og fleiru vegna lækkunar á tollum. Sagði hann að þessar verðlækkanir sem nú væru mest áberandi væru tímabundnar og notaðar sem söluhvati. Ekkert af þessu virtist vera varanlegt. Almennt um þetta sagði Guðmundur að fyrirtækin virtust vera að reyna að átta sig á stöðunni og möguleikum sínum til verðbreytinga og væri engan lína komin í þessi mál ennþá. Skínkan er nu 40% ódýrari en í janúar’. fjolda áskorana *»k»rHé Kring |XI) unt W “ 'r'*" f 'Í TECHNiœ Fáðuþér &**»*tMtm*> t I jhtoooml ■ sxs rsm Atvinnufrelsi eða lögvemduð störf eftirAtla Harðarson Þegar sagnfræðingar framtíðar- innar skrifa sögu tuttugustu aldar- innar verður það mannfélag sem við nú lifum í líkast til hvorki kallað tækniþjóðfélag né upplýsingaþjóð- félag heldur pappírsþjóðfélag. Enda er það réttnefnt pappírsþjóðfélag þar sem pappírsgögn á borð við prófskírteini eru miklu meir metin en mannkostir á borð við verksvit, dugnað, hugkvæmni og heiðarleika. Eðlí þessa pappírsþjóðfélags opin- berast hvað greinilegast í lögvemd- un starfsheita og umfjöllun manna þar um. Nú er helst rætt um lög- vemdun kennarastarfsins og mun ég því nefna það starf til dæmis í þessum pistli. En eins mætti sækja dæmi úr hverri annarri starfsgrein sem er, sé einhverra dæma þörf til að sanna jafn augljósan hlut og þann að lögvemdun starfsheita er til ills eins og landsins gagni og nauðsynjum er betur borgið með því að tryggja þegnunum það at- vinnufrelsi sem stjómarskráin gef- ur fyrirheit um. Með lögvemdun starfsheitis er átt við að óheimilt sé að ráða aðra til starfs í ákveðinni grein en þá sem uppfylla tiltekin skilyrði. I pappírsþjóðfélögum eru þessi skil- yrði oftast nær þau að viðkomandi hafí tekið tilskilin próf. Með þessu er stjómendum fyrirtækja og stofn- ana -auðvitað sýnt, •nokkúrt van- traust — þejm er-ekki treyst til að ráða þann sem þeir teija hæfastan heldur gert að ráða þá eina sem réttan pappír hafa. Gerum ráð fyrir því að starfsheiti kennara sé lög- vemdað, tveir sæki um stöðu og sé annar með próf en einhveija þá lesti sem gera hann óhæfan til að vinna starfíð vel en hinn sé vel starfmu vaxinn en próflaus, þá mega skólastjóri og skólanefnd ekki nota vit sitt og reynslu til að velja milli þeirra heldur er þeim gert að velja þann lakari. Þar sem ætíð er nokkuð um að fólk með pappíra og próf sé illa hafandi í vinnu vegna lasta sinna og það gerist að góðir verkmenn fari um pappírslausir þá hljóta svona tilfelli að koma upp: tilfelli þar sem skólastjórar eða aðrir, sem ráða kennara, eru knúnir til þess af lögunum að fara á skjön við það sem skynsemin segir þeim að sé fyrir bestu og velja verr en þeir mundu gera ef valfrelsi þeirra væri ekki svo þröngar skorður sett- ar. Því er vafamál hvort rétt sé að setja því nokkrar skorður. Þó engin lög segðu fyrir um hveija megi ráða í kennarastarf og hveija ekki þá væri tæpast hætta á að hæfur maður með próf yrði látinn víkja fyrir óhæfum prófleysingja vegna glámskyggni eða frændrækni skólastjóra. Langflestir sem stjóma fyrirtækjum og stofnunum hafa nægan metnað til þess að gera eins vel óg lög leyfa og meiri hætta er á að þeir freístist til að gera betur en lög leyfa, þar sem 4öginteru <ávo vitlaus að banna það sem er. fyrir „Ef menn eru metnir að verðleikum og mannkostum eru þeir líklegri til að leggja rækt við hæfileika sína og þroskast eftir því sem efni standa til en ef pappírinn hefur síð- asta orðið.“ bestu, heldur en á því að þeir fremji einhver glappaskot sem iöggjafan- um hefur láðst að banna. Af þessum rökum má ljóst vera að lögvemdun starfsheita Ieiðir til þess að þau störf sem lögin taka til verða að jafnaði lakar unnin. Fleiri rök má nefna gegn slíkri lögvemdun og með óskertu at- vinnufrélsi. Ein eru þau að hafí allir þeir sem eitthvert starf vinna sömu, eða nær sömu, menntun eru minni líkur á að bryddað sé upp á nýjung- um í greininni. Þeir sem vilja gera einhveija tiltekna menntun að skil- yrði þess að vinna ákveðið starf horfa fram hjá því að menn með ólíka reynslu og ólíka menntun eru líklegri til að sjá hlutina frá nýjum hliðum og koma með nýjar hug- myndir sem til framfara horfa. Sú hætta er líka fyrir hendi að þeir sem vinna lögvemduð störf verði helst til -værukærir, því þeir vita að það má einu gilda hve illa þeir leysa störf sín af hendi, þeir þurfa ekki að óttast að aðrir verði ráðnir í þeirra stað svo lengi sem annað- hvort er skortur á fólki með tilskilin réttindi eða allir sem réttindin hafa eru í einu félagi og hafa með sér þegjandi samkomulag um að keppa ekki innbyrðis. Við skulum til dæmis hugsa okkur að skóli úti á landi sitji uppi með ómögulegan söngkennara, en á staðnum sé kirkjuorganisti sem sé orðlagður fyrir að hafa kennt meðlimum kirkjukórsins að syngja með mikl- um ágætum en sé próflaus. Er ekki líklegt að söngkennarinn reyndi að taka sig á ef hann grunaði að organistinn hefði augastað á starfí hans og vissi að ef organistinn sækti um þá yrði valið milli þeirra eftir verðleikum þeirra, án tillits til prófa og pappíra. Ef menn eru metnir að verðleikum og mannkost- um eru þeir líklegri til að leggja rækt við hæfíleika sína og þroskast eftir því sem efni standa til en ef pappírinn hefur síðasta orðið. Lög- vemdun starfsheita felur í raun ekki annað í sér en það að þar sem skynsamlegt mat á mannkostum, reynslu og hæfni umsækjenda um starf ætti að ráða þar skuli allt vit upp hafíð og meira mark tekið á pappír en á öllum þeim hlutum sem máli skipta. í pappírsþjóðfélagi skortir á að menn séu hvattir til að ávaxta sitt pund og því er prófa- og pappírsdýrkunin sem kemur fram í kröfum um lögvemdun starfsheita ógnun við heill þjóðar- innar. Enda veltur þjóðarheill á því öðru fremur að sem flestir þegnanna komist til þess þroska sem efni standa til og ekki verður með orðum ýkt hve atvinnufrelsið er miklu þroskavænlegra en lög- vemdun starfsheita. Það ætti að vera óþarfi að lengja þetta mál með frekari rökum svo ótvíræðir-sem kostir atvinnufrelsis- ins «ru. -Eh þó eru ótalin þau rök sem ég tel vega þyngst, þau eru á þá leið að þar sem það er hin mesta óhæfa að meina fólki að vinna gagn og banna því að freista gæfunnar á sem flestum sviðum þá er rangt að banna því að vinna þau störf sem hugur þess stendur til. Margir hafa vilja og hæfileika til að vinna fleiri störf en eitt og vilja skipta einhvem tíma ævinnar. Til dæmis vinna margir húsmóðurstörf framan af ævi, hafa litla skólagöngu en nokkra hæfíleika til ýmissa annarra starfa og vilja nota þessa hæfíleika þegar börnin em farin að heiman og lítið að starfa þar. Reynsla hús- mæðra af bamauppeldi og gangi mannlífsins dugar í mörgum tilfell- um betur en uppeldisfræðinám til að vinna við grunnskólakennslu. Á að banna þeim þeirra sem það vilja að vinna við kennslu vegna þess að þær vörðu þeim tíma sem lærðir kennarar eyddu í uppeldisfræði til að ala upp böm? Og hvað ef kirkju- organistinn í dæminu á undan vill gerast söngkennari í bamaskóla? Það hefur sýnt sig að hann hefur alla þá kosti tili að bera sem prýtt geta góðan söngkennara. Á samt að meina honum að spreyta sig utan hann leggi fyrst á sig skóla- göngu til að læra það sem hann kann fullvel þegar? Með því væri verið að njörva hvem mann niður á einn bás ævilangt og banna fólki að nota hæfileika sína á fleiri svið- um: Banna því að vinna það gagn sem það getur. Nú kann einhver að spyija: Á þá að leyfa hveijum sem er að vinna hvaða starf sem er? Ég svara því til að það eigi að leyfa hveijum sem er að sækja um hvaða starf sem er og láta þá sem sjá um ráðningu á hveijum stað um að nota skyn- semina til að velja hæfasta umsækj- andann. . Höfuadur cr magiater í heimspeki ■ og starfhr týá Félagsstofnunstúd- ■■. enta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.