Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 22. MARZ1986 22 Offjárfesting hefur valdið verðhruni á fasteignamarkaði eftir Eyþór Þórðarson Rík ástæða er til að vara við þeirri ofQárfestingu íbúðarhús- næðis sem orðið hefur hér á landi hin síðustu ár. Meginástæður henn- ar má rekja til rangrar húsnæðis- stefnu, sem ráðið hefur ferðinni fram til þessa. Ungt fólk sem hefur ráðist í það að eignast fyrstu íbúð sína á undan- fömum árum, hefur nánast verið neytt til þess að hefja nýbyggingu vegna einhliða lánafyrirgreiðslu Húsnæðisstofnunar ríkisins, þar sem nýbyggingar og kaup á íbúðum í smíðum hafa notið mikils forgangs í lánveitingum fram yfír kaup á eldra húsnæði. Lokaorð bréfs Húsnæðisstofnun- ar ríkisins til nær eitt hundrað líf- eyrissjóða, dagsett 24. júní, 1985, ber glöggt vitni um þessa stefnu Húsnæðismálastjómar, en þar segir m.a.: „Með skuldabréfakaupum af byggingarsjóðum leggja lífeyris- sjóðimir sitt af mörkum til að náð verði mjög mikilvægum markmið- um, félagsmönnum þeirra og laun- þegum í landinu til góða: Nýbygging íbúða fyrir al- menning haldi áfram og komist í höfn og tryggð verði atvinnan í byggingariðnaðinum. Lífeyrissjóðimir hafa alla tíð haft glöggan skilning á þessum sjónar- miðum og er ekki að efa að svo er enn.“ Með þeim orðum lýkur þessu bréfi. Það kvað við annan tón hjá Alexander Stefánssyni, félagsmála- ráðherra, er hann sat fyrir svömm á beinni línu DV 20. feb., 1986. í svömm ráðherrans kom- fram, að hann gerir sér fulla grein fyrir nú- verandi stöðu — yfirfjárfestingu í byggingu íbúðarhúsnæðis á síð- ustu árum. Því vil ég vona að líta megi svo á, að svör ráðherrans gefi fyrirheit um stefnubreytingu. Eg nefni hér eitt dæmi: Viðar Friðgeirsson í Þorlákshöfn spurði ráðherrann: „Hefur komið til tals að kaupa gömul hús, sem erfitt er að selja úti á landi, í stað þess að byggja ný á félagslegum gmndvelli?" Og ráðherrann svaraði: „Já, það hefur komið til tals, og meira að segja er í nýju lögunum, sem tóku gildi árið 1984, kveðið á um að Byggingarsjóður verka- manna geti keypt notuð hús á stöð- um þar sem framboð er á slíkum húsum. Byggingasjóður verkamanna hefur fengið fyrirmæli um að beita þessu ákvæði í meiri mæli en nokk- um tíma hefur verið gert áður. En það er eitt sem hefur komið þama á móti, sem ekki er nógu gott, að aðilar á viðkomandi stöðum, annað hvort stjómir verkamannabústaða eða sveitarstjómir, vilja heldur fá að byggja nýtt. Þá kemur það til að nýtt fjár- magn kemur inn í byggðarlagið. Lánin koma þar auðvitað við sögu. En þetta er mál sem þarf að ná tökum á. Það er ekkert vit í að reisa nýjar, dýrar byggingar þegar vitað er að aðrar fullnægjandi eru fyrir á staðnum." Já, það er rétt hjá ráðherranum, að nauðsynlegt er að ná tökum á þessu máli, en það er ekki auðvelt meðan Húsnæðisstofnun lánar nær eina milljón til kaupa á íbúðum í smíðum, eins og nú er, og biðtími eftir slíkum lánum er um tveir mánuðir. En til kaupa á nýlegum og eldri íbúðum er lánsupphæðin aðeins 40—50% af nýbyggingarláni að frádregnum þeim eldri lánum sem hvíla á eigninni, svo að í mörgum tilfellum er alls óvíst, að þeir sem vilja kaupa notaða íbúð séu lánshæfír hjá Húsnæðismála- stjóm vegna eldri lána á íbúðinni sem fylla þetta 40—50% hámark, og því verði þeir að leggja sjálfir til helming íbúðarverðsins eða afla þess flár með skammtímalánum eða öðrum lánaúrræðum. Þar að auki er biðtíminn eftir þessum lánum Húsnæðisstofnunar ekki tveir mán- uðir eins og á hinum, heldur allt að fimm sinnum lengri, nú áætlaður 6—10 mánuðir. Þannig eru þeir, sem hyggjast kaupa notaðar íbúðir á húsnæðismarkaðnum beinlínis settir á hakann hjá Húsnæðisstofn- un. Mikið framboð er nú á nýlegum og eldri íbúðum á fasteignamarkaði. Algengt er, að þessar íbúðir séu með hagstæðum, áhvílandi lánum, Grafarvogur og í mörgum tilvikum eru auk þess boðin óverðtryggð lán vegna eftir- stöðva kaupverðs. Samt er sölu- tregða mikil og verðhrun á þessum íbúðum á fasteignamarkaðnum, og er auðséð að þar veldur miklu um sú nýbyggingarlánastefna Hús- næðisstofnunar, sem lýst er hér að framan, og til hennar má rekja þá offjárfestingu í nýbyggingum, sem ríkt hefur á undanfömum árum. Af því sem að framan hefur verið rakið er augljóst, að brýn nauðsyn er á nýrri stefnumörkun til þess að nýta það húsnæði sem fyrir er í landinu og mikið framboð er af á íslenskum fasteignamarkaði um þessar mundir, fremur en að halda áfram að auka enn á offjárfestingu í nýbyggingum. Fyrsta og mikil- vægasta skrefíð í þá átt er að Hús- næðisstofnun ríkisins breyti nú þegar lánareglum á þann veg, að ekki verði lánuð lægri upphæð hlutfallslega til kaupa á notuðum íbúðum en til nýrra íbúða í smíðum. Fjölmargar kannanir og ummæli manna sem gerst þekkja þessi mál, vitna ótvírætt um offjárfestingu í íbúðarhúsnæði á liðnum árum, og má m.a. minna á niðurstöður kann- ana Fasteignamats ríkisins á fast- eignamarkaðnum 1984, þar sem í ljós kom, að íbúðarhúsnæði mátti heita óseljanlegt. í könnun Fasteignamatsins vegna 1985 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að verðhrun á fasteignamarkaði það ár hefði numið 20%. Á síðasta ári og þessu hefur mátt lesa í blöðum fjölda greina manna, sem kunnugir eru fasteignamark- aði, þar sem fram kemur, m.a. í skýrum tölum, að þetta verðhrun hefur enn aukist og bilið milli byggingarkostnaðar og söluverðs eldri íbúða vaxið að miklum mun. En offjárfestingin setur mark sitt á fleiri þætti húsnæðismála hér á landi en íbúðarbyggingar, og eru vitnisburðir skilríkra manna um það órækir. Margeir Jónsson, útgerðarmaður í Keflavík, lét t.d. það álit í ljós í umræðu um atvinnumál á síðasta ári, að nú sé fyrir hendi allt of mikið af húsum og mannvirkjum, sem gerð hafi verið fyrir íslenskan sjávarútveg og fiskvinnslu, svo að þar mætti finna ónotað húsnæði fyrir byijunarstarfsemi ýmissa nýrra iðnfyrirtækja framtíðarinnar. Sigurður E. Haraldsson, formað- ur kaupmannasamtakanna, sagði í grein í Morgunblaðinu 26. okt. 1983, að allt of mikið væri þá byggt af verslunarhúsnæði hér á landi. Og síðan hefur þó enn verið hert á þeirri ferð. „Af því sem að framan hefur verið rakið er augljóst, að brýn nauð- syn er á nýrri stefnu- mörkun til þess að nýta það húsnæði sem fyrir er í landinu og mikið framboð er af á íslensk- um fasteignamarkaði um þessar mundir, fremur en að halda áfram að auka enn á offjárfestinguna í ný- byggingum. Fyrsta og mikilvægasta skrefið í þá átt er að Húsnæðis- stofnun ríkisins breyti nú þegar lánaregium á þann veg, að ekki verði lánuð lægri upphæð hlutfallslega til kaupa á notuðum íbúðum en til nýrra íbúða í smíðum.“ í Þjóðviljanum 19. október 1985, þar sem vitnað er til viðtals við Sigurð E. Haraldsson, formann kaupmannasamtakanna, er sagt að „verslunarrými í Reykjavík sé helm- ingi meira á hvem íbúa en í stór- Eyþór Þórðarson borgum nágrannalandanna", og haft eftir Sigurði, að við séum „að reisa okkur hurðarás um öxl“. Þá segir Þjóðviljinn, að um 2,3 milljarðar úr bankakerfinu hafi runnið til verslunarinnar sl. 12 mánuði á sama tíma og tæpur milljarður fór til undirstöðuatvinnu- vegar þjóðarinnar, sjávarútvegs. Á síðustu tveimur áratugunum hafi verslunarrými í Reykjavík aukist um rúmlega helming, úr 150 þús. ferm. í 330 þús. ferm., og verði komið í 400 þús. ferm. innan fárra ára, eða um 4 ferm. á hvert manns- bam í Reykjavík, en það er helmingi meira en þekkist í öllum helstu stór- borgum nágrannalandanna. Um þetta eru þessi orð höfð eftir Sigurði: „Ég held að verslunin sé að lenda ofan í sama pyttinn og útgerðin á sínum tíma. Menn eru að reisa sér hurðarás um öxl og ekki lagast það þegar og ef allt það kemst í notkun sem nú er í smíðum." Haraldur Helgason, formaður Arkitektafélags Islands, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið 14. september 1983, þar sem hann ályktaði, að íbúðamarkaður væri þá mettaður. Hann sagði m.a.: „Fáir Islendingar hafa sjálfsagt leitt hugann að því að slíkt ástand (mettaður íbúðamarkaður) kynni að skapast hér á landi í náinni framtíð, en ýmislegt bendir þó til, að til þess kunni að koma áður en langt um líður, og víst er að mettað- ur íbúðamarkaður er umtalsvert vandamál á nokkrum stöðum á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna er rík ástæða til þess að athuga hveijar séu orsakir að baki þessu ástandi, og hvemig koma megi í veg fyrir að það ástand verði að vandamáli, sem erfitt er að fást við.“ Þessi spá Haralds hefur nú ræst óþyrmilega, og því eiga þessi orð hans erindi til allra, sem láta sig húsnæðismál varða, ekki síður nú en þá. Stefán Ingólfsson, verkfræðing- ur, hefur unnið að rannsóknum á íslenskum fasteignamarkaði í nær tvo áratugi, og stjómvöld og fjöl- miðlar hafa leitað sérfræðiálits hans þegar húsnæðismál hafa verið í brennidepli á síðustu missemm. Hann hefur líka ritað fjölda greina um fasteignamarkaðinn, þar sem hann kemst m.a. að þeirri niður- stöðu, að stærð íbúða sem byggðar hafa verið hér á landi síðustu árin, hafí verið sem svarar 60 ferm. á hvem íbúa fyrir utan alla sameign húsa, og sé það mesta íbúðarstærð á íbúa í Evrópu. Hann segir einnig réttilega, að vitað sé um að húsnæði sé illa nýtt og íbúðir standi auðar. I grein í Húseigandanum kemst Stefán m.a. svo að orði á árinu 1984: „Islendingar stefna í ofijárfest- ingu í íbúðarhúsnæði, sem gæti numið meiru en svaraði til heildar- upphæðar einna fjárlaga á næsta áratug, á sama tíma og stórir hópar fólks búa við verulegt húsnæðis- vandamál. Ef ekki verður stungið við fótum við stækkun íbúðarhúsnæðis, fylgir því yfirfjárfesting eins og fyrr segir. Slíkt hefur í för með sér verðfall á íbúðarhúsnæði, og sumar tegundir þess kunna að verða illselj- anlegar. Hér eru því augljóslega miklir hagsmunir í húfi, bæði þjóðfélags- ins alls og fasteignaeigenda. Það er því tímabært að stjómmálaflokk- arnir og opinberir aðilar taki tillit til þessara þátta í stefnumörkun um húsnæðismál." Þetta vom lokaorð Stefáns Ing- ólfssonar í þessari tilvitnuðu grein. Frá stofnun Leigjendasamta- kanna 18. maí, 1978 hafa þau bent á, að íbúðarhúsnæði sé ærið oft látið standa autt, þótt mikil eftir- spum sé að leiguhúsnæði. Stefnu- yfirlýsing samtakanna um auðar íbúðir birtist í Morgunblaðinu 9. september 1981, ogsegirþarm.a.: „Leigjendasamtökin telja það valdníðslu að nota sér úthlutun lóð- ar í bæjarfélagi, alla fyrirgreiðslu sem lóðarúthlutun fylgir og jafnvel fjármagn úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, til þess að láta svo húsnæðið standa autt. Hér þurfa borgar- og bæjaryfirvöld að grípa í taumana." Af þessari ályktun Leigjenda- samtakanna má draga þá niður- stöðu, að þjóðinni væri hagstætt að finna leiðir til þess að koma þessu auða húsnæði á markaðinn og stuðla að sölu þess eða leigu frekar en auka offjárfestingu íbúða- bygginga. Sigurður E. Guðmundsson, borg- arfulltrúi, ritaði tímabæra grein í DV 29. jan., 1986 og bar hún yfir- skriftina: „Stórfelld umframíj árfesting ... Áf grein Sigurðar má draga þá ályktun, að nú sé tímabært fyrir sveitarstjómir í landinu að flýta sér hægt við fjárfestingar í arðlausum götum og við að gera byggingarlóð- ir úthlutunarhæfar, þar sem lítil sem engin eftirspum virðist vera eftir þeim. Sigurður bætir við til áréttingar , áliti sínu, og tekur dæmið úr sínu sveitarféiagi: „í Grafarvogi og Selási em nú lausar lóðir undir hvorki meira né minna en 427 íbúðir ... „Gatnagerðargjöld fyrir allar þessar lóðir, yrði þeim úthlutað í dag, myndu nema 214,3 millj. kr. Allir vita þó að gjöldin em ekki nema nokkur hluti þess kostnaðar sem borgarsjóður verður að leggja fram við gatnagerð og til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.