Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUfíARDAGUR 22. MARZ1986 „Vissi ekki af fram- lögum til flokksins“ Genscher ber vitni í Flick-málinu Bonn, 21. mars. AP. HANS-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, bar vitni í Flick-málinu á fimmtudag og kvaðst ekki hafa vitað af fjár- framlögum Flick samsteypunnar til flokks síns, Frjálsra demókrata (FDP). herma að hafi runnið til utanríkis- ráðherrans. Genscher sagði fyrir réttinum að hann vissi lítið um fjármál flokks- Genscher sagði að hann hefði aldrei tekið á móti 300 þúsund marka (5,4 milljóna ísl. kr.) greiðslu, sem fyrirtækisskrár Kuwait: Felldu frumvarp um kosningarétit til handa konum Kuwait, 21. mars. AP. ÞINGIÐ í Kuwait felldi í dag tillögu um að veita konum kosninga- rétt, eftir að trúmálanefnd þingsins hafði úrskurðað, að konur væru útilokaðar frá að gegna æðstu embættum á vegum stjórnvalda. Samhljóða tillaga var felld i þinginu fyrir tæpu ári. Meneisel Al-Anazi, formaður hæfi kvenna til að gegna háum embættum á vegum hins opinbera eða kjósa í almennum kosningum. Þetta er í annað sinn, sem þingið fellir slíkt lagafrumvarp. í fyrra var tillaga sama efnis felld með 43 atkvæðum gegn 7. Al-Anazi sagði, að nefnd hans hefði samþykkt annað lagafrum- varp, en það kvæði á um lækkun kosningaaldurs karla úr 21 í 18 ár. innanríkis- og varnarmálanefndar þingsins, sagði við fréttamenn, að meirihluti nefndarinnar hefði fellt frumvarpið. Hann sagði enn frem- ur, að það væri „ótímabært“, að konur fengju kosningarétt. Al-Anazi sagði, að ákvörðun nefndarinnar hefði grundvallast á reglugerð, sem trúmálaráðuneytið hefði gefið út og kvæði á um van- ins, hann léti það fjárhirði FDP eftir. Saksóknari kvaðst ekki trúa því að féð hafa í raun runnið til Gensch- ers, þótt hann hefði verið spurður um umrædd 300 þúsund mörk. Hann sagði að peningamir hefðu verið raktir til Friedrich-Naumann stofnunarinnar, sem tengist FDP. FDP er minni flokkurinn í sam- steypustjórninni í V-Þýskalandi. Þetta var í fyrsta skipti, sem Genscher bar vitni í réttarhöldun- um. Þau hafa nú staðið síðan í október. Otto Lambsdorff, fyrrum við- skiptaráðherra og atkvæðamikill Fijáls-demókrati, og Hans Frid- erichs, forveri Lambsdorffs, eru sakðir um að þiggja rúmlega 510 þúsund marka mútur frá Eberhard von Brauchitsch, fyrrum fram- kvæmdastjóra Flick móðurfyrir- tækisins. Brauchitsch er sakaður um að hafa mútað tvímenningunum á síð- asta áratug og fengið í staðinn skattaívilnanir upp á 480 milljónir marka að minnsta kosti. Saksókn- arar segja að hvorki Friderichs, né Lambsdorff hafi stungið fénu í eigin vasa, heldur látið það renna til flokksins, FDP. Holland: * Utgerðarmenn fullir óánægju Wageningen, 21. mars. Frá Eggerti H. kjartansHyni, fréttaritara Morgunblads- ins. SAMKVÆMT upplýsingum B. Daalder og K. Kramer hjá sam- tökum útgerðarmanna, ætla út- gerðarmenn og sjómenn í Hol- landi ekki að sætta sig við þá kvótaskiptingu sem Ploeg, sjáv- arútvegsráðherra, hefur lagt til fyrir árið 1986. Astæðan er sú að sjávarútvegsráðuneytið neitar að ábyrgjast kvóta einstakra fiskiskipa eftir að sá afli sem Hollendingum hefur verið út- hlutað af Evrópubandalaginu fyrir 1986 hefur verið fylltur. Utgerðarmenn eru hræddir um að ekki verði unnt að fylgjast nægilega með aflamagni ein- stakra skipa og vegna strangara eftirlits á fiskmörkuðunum sé hætt við að heildarkvóti Hollands verði fylltur undir lok sumarsins. Það þýddi að þau fikskiskip sem hefðu reiknað með að geta veitt meira og minna allt árið með skynsamlegri nýtingu þess kvóta sem þeim hefur verið úthlutað yrðu einnig að hætta veiðum þó svo að þeirra kvóti væri enn ófylltur. Fulltrúar útgerðarmanna sögð- ust búast við að allir myndu reyna að ná sem fyrst þeim afla á land sem þeim hefur verið úthlutað. Þetta hefði í för með sér að hver og einn reynir að veiða éins mikið og unnt er á sem skemmstum tíma. Það er gert ráð fyrir að sama staða komi upp seinni part þessa árs og í fyrra að öllum fískiskipum Hol- lands verði lagt eftir að heildarafli Hollands er kominn á land. Vegna strangara eftirlits hvoru tveggja af hálfu EB og hollenska sjávarút- vegsráðuneytisins með fiskmörkuð- unum er gert ráð fyrir því að í september næstkomandi verði heildaraflinn kominn á land og þá verði skipunum lagt. í fastanefnd hollenska þingsins, 'sem fjallar um málefni sjávarút- vegsins, er unnið að lausn þessa vandamáls. Mikilvægi þess að finna lausn, sem allir aðilar geta sætt sig við, sést best á því að gert er ráð fyrir að fjöldi útgerðarfélaga verði að loka fyrir fullt og allt ef þau verða að hætta veiðum í september. Einnig er gert ráð fyrir að verð á fiskmörkuðunum muni lækka vegna tímabundins offramboðs og síðan snarhækka í haust þegar flytja verður inn nær allan neyslu- fisk. Nancy Regan í flugóhappi Atlanta, Georgíu, 21. mars. AP. EIN flugvéla Bandaríkjaforseta rann út af flugbrautinni með Nancy Reagan, forsetafrú, innan borðs þegar verið var að búa hana til flugtaks á flugvelli vest- ur af Atlanta í Georgíu ríki í Bandaríkjunum. Engann sakaði. Önnur flugvél var send frá Washington til að sækja Nancy, sem var í Atlanta til þess að halda ræðu á ráðstefnu gegn eiturlyfjum. Hún var á leið í burtu eftir að hafa flutt ræðuna. Vélin rann til í eðju á brautinni og hentust nokkrir farþegar til þegar hægra hjól vélarinnar skrens- aði út af út fyrir hana og vélin snérist í hring. Einar fékk sér far Einar Einarsen festir bát sinn við gasflutningaskipið Sheldon Gas. Aðfaranótt fimmtudags þáði hann far með öðru skipi til og er nú á leið til Las Palmas. Sovétríkin: Flutningaflaug leggst að Mir Moskvu, 21. mars. AP. FLUTNINGAFLAUG, Progress-25, lagðist í dag að sovésku geim- rannsóknastöðinni Mir, að sögn TASS-fréttastofunnar. Progress var með eldsneyti, matvæli, vatn og aðrar vistir, sem þarf til langtímadvalar og starfa um borð í rannsóknarstöðinni. Mir var skotið á loft hinn 20. febrúar sl. og verður stöðin kjami rannsóknarmannvirkis „af nýrri kynslóð", þar sem gert er ráð fyrir samfelldri búsetu manna. Geimfaramir Leonid Kizim og Vladimir Solovev fóru um borð í Mir á laugardaginn var, eftir þriggja daga geimferð, og vígðu stöðina, en ekki hefur verið greint frá því, hversu lengi þeir verða þar við störf. TASS sagði, að Progress hefði lagst að Mir fyrir tilstilli sjálfvirks búnaðar, auk þess sem geimfaramir hefðu haft hönd í bagga. Tekið var fram, að geimförunum liði vel. AP/Símamynd Móðir og stjúpfaðir Ferguson Susan og Hector Barrantes, móðir og stjúpfaðir Söru Ferguson, heitkonu Andrews Bretaprins, fagna tilkynningunni um trúlof- unina. Þau eru búsett í Buenos Aires í Argentínu. Getgátur eru komnar á kreik um það, að þeim verði ekki boðið til brúðkaups- ins, vegna þess að enn er ekki komið á stjórnmálasamband milli Bretlands og Argentínu eftir Falklandseyjastriðið. Sovésk stúlka í frið- arferð um Bandaríkin Ferðin farin m.a. til að minnast Samönthu Smith (’hicago, 21. mars. AP. ELLEFU ára gömul, sovésk stúlka kom í dag, föstudag, til Chicago og er það fyrsti áfanginn í tveggja vikna friðarferð hennar um Bandaríkin. Er ferðin m.a. farin til að minnast Samönthu Smith, bandarisku stúlkunnar, sem boðið var til So vétríkjanna. „Ég vona, að við verðum vinir,“ Samönthu Smith, stúlkunnar frá sagði sovéska stúlkan, Katya Lycheva, þegar hún kom til Chicago en þar tók m.a. á móti henni 10 ára gömul stúlka frá San Francisco, Star Rowe, sem fagn- aði henni á rússnesku og sagði: „Velkomin til landsins. Saman skulum við vinna að friði." Það eru samtök í Bandaríkjun- um, „Börn sem friðflytjendur", sem buðu Kötyu vestur og var það m.a. gert til að minnast Maine, sem Andropov, leiðtogi Sovétríkjanna, bauð til sín árið 1983. Samantha lést ásamt foður sínum í bílslysi í ágúst í fyrra. Frá Chicago fer Katya til New York, Washington, Houston og Los Angeles. í dag, fostudag, ætlaði Katya að borða með bandarískum skóla- krökkum og spjalla dálítið við borgarstjórann í Chicago en síðar mun hún fara í Disneyland í Kalifomíu, í grillveislu eins og þær gerast bestar í Texas og síð- ast en ekki síst ætlar hún að fá sér risastóran hamborgara hjá McDonalds. Katya stundar nám í sérstökum enskunámsskóla nr. 4 í Moskvu en í þeim er farið að kenna böm- unum ensku sjö ára gömlum. Sovéskir fjölmiðlar hafa gert ferð- inni mikil skil. Sjónvarpið sýndi þegar hún kvaddi og skaut inn myndum af Samönthu Smith og Tass-fréttastofan sagði, að Katya hefði með sér til Bandaríkjanna margar „friðardúfur" úr pappír. Væri nafn og heimilisfang sové- Samantha Smith. Mynd þessi var tekin, er hún lagði af stað upp í för sína til Sovétríkjanna. skra unglinga skrifað á annan vænginn og vonaðist Katya til, að bandarískir unglingar, sem vildu skrifast á við þá, settu nafn sitt á hinn vænginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.