Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 49 Minning: KJARTANINGI EINARSSON Suðurland: Einn starfsdagur skóla til landgræðslustarfa á vorin Leiddu mína litlu hendi, ljúfí Jesú þér ég sendi, bæn frá mínu bijósti snjáðu, blíðiJesúaðmérgáðu. Það er erfítt að setjast niður og skrifa örfá orð um lítinn, elskulegan og fjörmikinn dreng. Maður spyr sjálfan sig og aðra, af hvetju hann, en ekki einhver annar sem þreyttur er orðinn. Eg sagði við ömmu mína oft þegar ég var lítil, að mér fynd- ist ekki réttlátt af Guði að taka til sín lítil börn og fólk í blóma lífsins, en hún svaraði strax: „Guð fyrirgefi þér barn, þetta er Guðs vilji.“ Þessi elskulegi drengur, Kjartan Ingi Einarsson, kom hingað suður nokkrum sinnum á ári til að vera hjá pabba sínum, afa, ömmu og frændsystkinum. Minnisstætt er okkur, er við tókum á móti honum úti á flugvelli, hann Ijómaði eins og sólargeisli af gleði og eftirvænt- ingu þegar hann sá okkur, hann hafði svo margt að segja og þurfti að spyija svo margs. Það var ánægjuleg vika hjá okkur í fyrrasumar, þegar við vor- um öll saman í Hrísey með barna- börnin þrjú. Ákafinn í að komast af stað var svo mikill að dagana áður en við sóttum hann, vaknaði hann eldsnemma á morgnana til að pakka niður og beið svo eftir okkur á tröppunum þegar við komum. Hann þekkti ekki bflinn, en þegar hann sá ókunnugan sendi- ferðabíl keyra framhjá húsinu, án þess að stoppa, kallaði hann „Áfi“, því hann var svo viss um að þarna værum við á ferð. I Hrísey var margt að skoða og margt að gera fyrir lítinn dreng. Hann var að allan daginn og átti sérstaklega auðvelt með að leysa hin ýmsu vandamál sem upp komu. Krafturinn var svo mikill og hugurinn fljótur að fram- kvæma. Nú er elsku vinur okkar horfinn yfir móðuna miklu, en minningin um einn af sólargeislunum okkar lifír áfram. Við biðjum góðan Guð að styrkja foreldra hans og fósturföður sem var honum svo góður. Sofðu vært, vinur, hinn síðsta blund, við signum beð þinn á kveðjustund. Og felum oss öll ffrelsarans hönd, og finnum þig aftur á lífsins strönd. (S.C.) Amma, afi og frænd- systkini, Kópavogi. Selfossi, 20. mars. FRÆÐSLURÁÐ Suðurlands hef- ur samþykkt ályktun þess efnis að þess skuli farið á leit við grunnskóla umdæmisins að ein- um starfsdegi nemenda og kenn- ara verði á hveiju vori varið til landgræðslustarfa. Gert er ráð fyrir að undirbúning- ur og stjómun verkefnisins verði í höndum hvers skóla og tekið mið af aðstæðum á hveijum stað. Gert er ráð fyrir því að efniskostnaður verði greiddur af viðkomandi sveit- arsjóðum og liggi samþykki þeirra fyrir áður en að framkvæmdum kemur. Fræðslustjóra, Jóni R. Hjálmarssyni, var falið að koma þessari ályktun á framfæri og því jafnframt að þess verði getið í vorskýrslu skóla hvemig til tekst hveiju sinni. í bréfí sínu til skólanna segir fræðslustjóri: „Mér er ljúft að koma þessari ályktun fræðsluráðs á framfæri og tek undir óskir fræðsluráðsmanna af heilum hug. Að mínu mati em verkefni á sviði skógræktar hvað nærtækust og brýnust en að sjálf- sögðu kæmi ýmislegt annað til greina svo sem sáning og upp- fræðsla örfoka lands, hefting upp- blásturs, fegmn og snyrting um- hverfís og fleira. Vonast ég til að erindi þessu verði vel tekið af skólafólki og sveitarstjómarmönnum. Enda mún það staðreynd að menntun er ekki síður fólgin í ræktun og fegmn umhverfisins en mörgu öðm sem verið er að gera. Og ef menn em í vafa um heppileg verkefni þá má benda á að víða eru starfandi skóg- ræktarfélög sem bæði mundu þiggja vinnukraft og veita gagnleg- ar ráðleggingar." í fræðsluráði Suðurlands sitja Oli Þ. Guðbjartsson Selfossi, Ölvir Karlsson Rang., Sigurður Jónsson Vestmannaeyjum, Öskar Magnús- son Eyrarbakka og sr. Siguijón Einarsson Kirkjubæjarklaustri. Sig. Jóns. BorghildH. Einars son - Kveðjuorð Fædd 28. marz 1903 Dáin 5. febrúar 1986 Þótt kveðji vinur einn og einn ogaðrirtýnistmér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. (MJ. Sálmur) Nú, er ég kveð ástkæra ömmu mína, vil ég minnast hennar lítillega hér. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu, sem ég mun ætíð varðveita, en sem ég kem aðeins broti af hér. Amma var fædd í Eggesbönes á Herö, í Noregi, 28. marz 1903, dóttir hjónanna Nikoline Ingeborg og Jakob Hemes. Tvö systkini átti hún, amma var elzt, þá Magda og Jóhannes yngstur, en bæði eru þau látin. Amma og afí kynntust í Noregi og kom hún hingað til lands með honum, árið 1924, og settust þau að á Siglufirði. Afa mínum kynntist ég aldrei, þar sem hann var látinn, er ég fæddist. Hann var lærður mat- reiðslumeistari og sigldi hann mikið um höfín. Margar góðar og skemmtilegar sögur fara af honum og fínnst mér leitt að hafa ekki kynnst honum. Amma var yndisleg kona og þótti mér afar vænt um hana, enda var hún þannig gerð að ekki var hægt annað. Hún var svo fínleg og góð og vildi fólki ætíð vel. Falleg var hún og minnist ég þess, hvað fögur augu hennar ljóm- uðu ætíð, þegar hún minntist liðinn- ar tíðar, hér eða í Noregi. Hún hafði oft frá svo skemmtilegu að segja og ég man hvað ég heillaðist ætíð af sögunum frá æskuárum hennar í Noregi. Hún opnaði svo augu manns fyrir öllu þar, að allt stóð manni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Það sem mér fannst einstaklega aðdáunarvert var, að ætíð gat hún talað norskuna, henni gleymdi hún aldrei, þó svo að hún hefði engan til að tala við á norsku. Einnig fylgdist hún með málum í föðurlandi sínu, í gegnum norsk vikublöð, sem henni þótti ætíð vænt um að fá og var hún áskrifandi að þeim, í gegnum árin. Hún hélt einnig sambandi við ættingja og vini í Noregi, í gegnum bréfaskrift- ir. Einnig minnist ég jólanna og allra þeirra hátíðisdaga, sem ég og systir mín áttum hjá ömmu og bömum hennar, sem þar voru, og hvað hún var glöð að fá okkur til sín. Þá vorum við miðdepillinn og gleðin og hátíðarbragurinn ríkti á heimilinu. Þá var dýrindis veizlu- matur og góðgæti á boðstólum, sem og var ætíð er maður kom. Það var ætíð gaman að koma til ömmu og það var svo gott að tala við hana og leið manni vel í návist hennar. Aldrei heyrði ég hana kvarta eða hallmæla nokkrum manni, enda heyrði maður hana frekar minnast þess góða, sem fólk gerði fyrir hana og það veit ég að hún hefur kunnað vel að meta. Það sem einkenndi ömmu var, að hún var mjög hógvær, fáguð kona, sem bjó yfír miklum andleg- um styrk og bar ég mikla virðingu fyrir henni. Hún átti svo margt gott til, sem var til fyrirmyndar. Amma var búin að vera mjög lasin, nú síðustu árin. Var henni hjúkrað heima af bömum sínum, sem þar voru. Hún vildi geta hjálpað sér sjálf, en ég veit, að hún var þakklát þeim, hvað þau voru henni. Aldrei kom til greina að senda hana á stofnun, og fékk hún beztu umönnun sem hugsast gat heima fyrir. Hún var svo sterkur liður í fjölskyldunni og ætíð þótti okkur vænt um að sjá hana. Síðustu legu sinni varð hún að eyða á Borgarspít- alanum, deild A-6, vegna mikilla veikinda. Þar var fólkið mjög gott við hana og talaði hún um það, og eins um þá hjúkrunarfræðinga, sem komu heim er hún var þar. Ég veit að hún kann öllu þessu fólki þakkir fyrir. Ég reyndi að heimsækja hana þegar ég gat og vildi ég að ég hefði getað komist oftar, en mikil huggun er í því, að Karl, sonur hennar, heimsótti hana daglega í spítaiann, og fór þá móðir mín yfirleitt með honum. Það er erfítt að sjá á bak svo góðri konu, sem amma var, og er það ekki tregalaust. Það er aðeins smáhuggun í því, að hún skuli vera búin að fá hvíld og allra meina bót, sem og að hafa sameinast afa hin- um megin. Hér í heimi er þjáningu hennar lokið. Ég vil að lokum þakka ömmu allt það fallega og góða sem hún var mér og mun ég ætíð vemda þær minningar sem ég á um hana. Ég veit að ég á ósjaldan eftir að minnast hennar. Guð blessi hana. Elfa Björk Ásmundsdóttir Og einn er faðir allra sá, er æðstan kærleik sýndi þá, er sinn hann eigin son gaf oss, og síðan andans dýra hnoss, þess anda, er helgar hjarta manns og heim oss býr til sælu ranns. (HelgiHálfdánarson) Það má svo sannarlega segja að lífið sé hverfult. Engan viljum við missa. Við erum eigingjörn á þá er okkur þykir vænt um, ekki sízt okkar nánustu. Milli móður og barns er svo sterk- ur strengur að ef hann brestur sem við andlát, er sem eitthvað sé slitið úr bijósti manns og eftir verður tómarúm sem tíminn græðir aldrei til fulls, hann mildar aðeins sárasta söknuðinn. Með nokkrum orðum vil ég minnast móður minnar og þakka henni allt það er hún var mér og öðrum bömum sínum. Hún var fædd í Eggesbönes, á Herö, í Noregi, dóttir hjónanna Nikoline Ingeborg Berge frá Herö, og Jakob Hemes bakarameistara og kaupmanns frá Bergen, sem rak brauðgerðarhús og verzlun í Egges- bönes. Afi og amma eignuðust þijú böm, auk móður minnar vom það Magda og Jóhannes. Þau létust bæði fyrir aldur fram. Móðir mín átti góða æsku ásamt systkinum sínum og hlutu þau gott uppeldi góðra foreldra. Eítt skyggði á æsku móður minnar, það var að hún veiktist af bijósthimnubólgu og var svo til rúmföst í eitt ár. Það sagði hún að hefði verið erfítt, að vita af krökkum að leik kringum húsið og geta ekki verið með. Henni var hjúkrað af móður sinni og fékk heimakennslu. Móðir mín var ætíð mikill Norð- maður og elskaði sitt foðurland, en hún varð líka góður íslendingur og þótti vænt um landið. Til Islands kom hún á tvítugsaldri með foður mínum, Kristmundi Eggert Einars- syni. Hann fæddist í Litlu-Brekku á Höfðaströnd 1896, sonur Sigur- bjargar Jónsdóttur Hallgrímssonar bónda á Ytra-Hóli, Skagaströnd, og Einars Ásgrímssonar Hallssonar bónda, Geldingaholti, Ásgrímsson- ar, og konu hans, Guðríðar Einars- dóttur í Þingholtum, Reykjavík, Jónssonar. Foreldrar mínir settust að á Siglufírði og bjuggu fyrst hjá fóst- urforeldrum foður míns, Páli Áma- syni og Onnu Einarsdóttur, en Anna var föðursystir mín. Áður en móðir mín kom til Siglufjarðar, höfðu ættingjar hennar verið þar með útgerð og byggt þar sfldarverk- smiðju handan Ijarðarins. Nefndist hún Evangers-verksmiðjan, eftir þeim bræðrum, Gustav og Olav, sem ráku hana, en þessi verksmiðja fór í miklu snjóflóði sem féll árið 1919. Var það mikill fjárhagslegur skaði sem einnig kom hart niður á afa mínum, Jakob Hemes, sem hafði verið í mikilli ábyrgð fyrir frændur sína, Gustav og Olav. Á Siglufirði bjuggu foreldrar mínir lengst af sínum búskap og stundaði faðir minn ýmis störf, en sjórinn átti hug hans mestan. Hann hafði farið til Kaupmannahafnar ungur maður, til matreiðslunáms og útskrifast þar sem matreiðslu- meistari og var eftirsóttur til þeirra starfa og var því ætíð með annan fótinn til sjós. Hann sigldi milli ís- lands og Énglands flest stríðsárin, og hefur því oft verið erfítt fyrir móður mína með mörg böm í heim- ili, en þetta hafa sjómanns-konur alltaf þurft að hafa og í mínum augum em þær ekki minni hetjur en menn þeirra. Þeirra störf em aldrei of mikils metin í þjóðfélaginu. Móðir mín var frekar hlédræg kona, þó ekki feimin, en þannig gerð að hún var ekki gefín fyrir að láta berast mikið á. Hún var fyrst og fremst fyrir heimilið. Hún var vinaföst og trygg vinum sínum. Á Siglufirði kynntist hún góðu fólki þessi 40 ár er hún bjó þar og hélt tryggð við það til dauðadags. Við systkinin urðum níu talsins, en tvö létust í fmmbemsku og einn uppkominn bróðir minn lézt árið 1977. Þá ólst upp á heimili foreldra minna dótturdóttir þeirra, sem varð sólargeisli á fullorðinsámm þeirra, en hún naut afa síns aðeins i fímm ár. Hann lézt árið 1961. Til Reyka- víkur fluttum við ásamt móður okkar árið 1964. Stríðsárin vom móður minni erfíð, er Noregur var hersetið land. I byijun stríðs lézt móðir hennar og í lok stríðsáranna missti hún bróður sinn og föður. Var það því sorgblandin gleði fyrir hana að koma til ættlands síns eftir stríð. Jóhannes bróðir hennar hafði verið giftur og eignast tvö böm, Hilde- gunn og Jakob, en Jakob lézt af slysfomm 5 eða 6 ára gamall. Hilde- gunn er búsett á æskuslóðum móð- ur minnar og gerði móðir mín allt sem hún gat fyrir þessa bróðurdótt- ur sína, er hún var orðin foreldra- laus. Magda eignaðist ekki bam í sínu hjónabandi, en þau hjón tóku að sér kjörbam. Móðir mín hélt heimili fyrir okkur böm sín, sem vomm í heimahúsi, á meðan kraftar hennar entust. Aldrei ætlaðist hún til endurgjalds fyrir sín störf, nema að við létum eitthvað af því góða er hún hafði kennt okkur verða okkur leiðarljós í lífínu. Það væm hennar beztu laun sem hún gæti hugsað sér. Móðir mín var orðinn mikill sjúkl- ingur síðustu árin sem hún lifði og þurfti mikla umönnun, bæði heima og í sjúkrahúsi. Hún var þannig gerð, að hún vildi hjálpa sér sem mest sjálf, en vera ekki upp á aðra komin, en var þó mjög þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Hún sagði mér að sér hefði þótt vænt um hjúkmnarfræðinga þá, sem kæmu á heimili hennar og eins það hjúkmnarfólk, sem hafði stundaði hana í veikindum hennar á deild A-6 á Borgarspítala. Ég vil færa þeim öllum beztu þakkir hennar. Móðir mín hélt andlegri heilsu en gat verið óminnug á nöfn, en hún hafði góða heym og sjón til þess síðasta. Eitt háði henni mikið upp á síðkastið, en það var að hún átti oft bágt með mál. Bjó hún því til táknmál sem ég átti frekar gott með að skilja. Þegar ástand hennar var þannig, þá vildi hún að maður talaði þess meira, en sæti ekki þegjandi. Að sjá sína á hveijum degi, var henni afar mikils virði í sjúkrahúslegu hennar og mátti hún vera mikið veik, ef hún brosti ekki við manni er maður birtist henni. Móðir mín var búin að vera með Parkinsons-veiki um nokkur ár og sá sjúkdómurinn búinn að fara illa með hana og hafði hún því lítið mótstöðuafl, er annað bættist við eins og lungnabólga, sem hún lézt úr, en það virðist einum of mikið af því að aldrað fólk látist af hennar völdum í sjúkrahúsum. Utför móður minnar fór fram frá nýju kapellunni í Fossvogi föstu- daginn 14. febrúar sl. Hinsta leg- stað hlaut hún í Gufunes-kirkju- garili. Ég þakka móður minni fagrar minningar, sem hún skilur eftir sig og þakka henni allt sem hún var mér og systkinum mínum. Hún hafði aldrei fyrir okkur annað en það sem fallegt var. Guð blessi minningu hennar. Hvfli hún í friði. K. Einarsson Hótel Saga Sími 1 2013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.