Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Morgunblaðið/Ámi Johnsen Hluti af starfsfólki verslunar Kaupfélagsins Þórs ásamt Emil kaupfélagsstjóra sem er lengst til vinstri í aftari röð. Kaupfélaginu Þór á Hellu breytt í hlutafélag: Nýjum stoðum hleypt undir reksturinn með samstilltu átaki Kjötborðið í verslun Þórs er meiriháttar, en þarna er Emil kaup- félagsstjóri að spjalla við afgreiðslustúikurnar. Úr sláturhúsi Kaupfélagsins Þórs. „Það mál sem er hvað þyngst fyrir hjá okkur nú,“ sagði Páll „er staða Kaupfélagsins Þórs. Vandinn er til kominn af ýmsum ástæðum, mikið tap á fyrirtækinu undanfarin ár og mikill fjár- magnskostnaður, því allar skuldir hafa verið skammtimaskuldir og því hefur í raun og veru verið gengið á eigið fé. Síðari hluta ársins 1984 var gerð úttekt á öUum deildum fyrirtækisins og útkoman leiddi í Ijós að bregðast þyrfti við áður en í óefni færi fyrir alvöru. Vissulega er um vanda að ræða, en þar munar öUu að hann er viðráðanlegur ef menn standa saman. Það tókst að spyrna við fótum í tima og fyrirtækið á eignir langt umfram skuldir, en lausafjárstaðan hefur hins vegar verið erfið. Ýmsar róttækar breytingar hafa verið gerðar, nýir menn voru ráðnir til starfa í ársbyrjun 1985 og þá var Emil Gíslason ráðinn kaupfélagsstjóri. Tekist hefur að stöðva beint rekstrartap, en þar sem allar skuldir fyrirtækisins eru skammtímaskuldir, er fjármagns- kostnaðurinn svo mikill að endar hafa ekki náð saman. Heildar- skuldir 30. júní sl. voru 98 milljón- ir króna og sýndi bráðabirgðaupp- gjör þá að reksturinn stefndi í rétt horf. Mat stjómar Kaupfélagsins og endurskoðenda fyrirtækisins er að það þurfi að ná nýju fjármagni inn í fyrirtækið til þess að leysa vandann og koma fyrirtækinu á traustan grundvöll. Til þessa þarf 30 milljónir króna og jafnframt þarf að breyta fyrirtækinu í hluta- félag. Leitað verður til viðskipta félagsins í héraði og til aðila í Reykjavík og víðar, til aðila sem selja félaginu og til fleiri. Hlutafj- ársöfnunin er hafin um allt hérað- ið, en mánaðarlega eru sendir út um 700 reikningar til fastra við- skiptavina. Á fundum í ýmsum hreppum að undanfömu með fólki úr héraðinu hefur hvarvetna verið samþykktur stuðningur við þessi áform, en nær 100 manna fundur varáHellu." Velta Kaupfélagsins Þórs árið 1985 nam um 230 milljónum króna. íbúar Rangárvallahrepps em á 9. hundrað, um G00 á Hellu og um 200 í sveitinni. Um 60—70 manns hafa vinnu hjá Kaupféiag- inu Þór. „Það má segja að í fyrsta skipti til margra ára séu horfur ekki almennt nógu góðar á Heilp, en stefnt er markvisst að því að styrkja stöðuna á ný,“ sagði Páll Bjömsson oddviti í upphafí sam- tals um almennt atvinnuástand á Hellu og rekstur fyrirtækja þar. Hið nýja verslunar- og skrifstofuhúsnæði Kaupfélagsins Þórs á Hellu. „Það má segja," hélt hann áfram, „að þessi staða endurspegli ástandið sem hefur verið í landinu og við finnum fyrir því eins og aðrir, en í atvinnu og rekstri er það svo að það em heist konur og vömbflstjórar sem ekki hafa næga atvinnu. Fyrirtæki hafa hætt hér rekstri og þá skipast skjótt veður í lofti, m.a. hefur Kjötvinnslan hætt störfum, en umræður em nú í gangi um að koma Kjötvinnslunni af stað aftur og menn hafa sannarlega bundið miklar vonir við þann rekstur. Eitt nýtt fyrirtæki hefur verið sett á stofn nýlega í þjónustu, Teiknistofa Gísla Guðmundssonar tæknifræðings. Er það mjög þörf starfsemi sem hann er með á sín- um snæmm, m.a. þjónusta fyrir Byggingastofnun iandbúnaðarins auk þess að hann teiknar fyrir almenning. Á Hellu em um 15 fyrirtæki í framleiðslu, en vandinn er sá hjá okkur eins og víðar að það er erfitt að fá hæfa menn til þess að reka fyrirtæki. Höfuð- vandinn í þeim efnum er að mínu mati skortur á hæfum mönnum." Mörg fyrirtæki á Hellu ganga vel, reksturinn á saumastofu Það var ys og þys við kassana sl. föstudag, en þarna sér yfir hluta af hinni rúmgóðu verslun Þórs. Séð yfir hluta af HeUu. TU fjalla sér til TindafjaUajökuls, Þrihyrn- ings og Eyj afj allaj ökuls. Mosfells og átak þeirra í ferða- mannaþjónustu og gistingu, rekstur Vignis Sigurbjamasonar með Grillskálann svo eitthvað sé nefnt. Grillskálinn er vaxandi fyrirtæki og er að byggja upp í samvinnu við aðra. Og Samverk hefur verið traust fyrirtæki um árabil. Á vegum hreppsins hefur að sjálfsögðu verið unnið að ýmsu og má nefna að nýlega var tekin í notkun sundlaug, en næsta stór- verkefni er að byggja við Gmnn- skólann, byggja bamaheimili þar sem gmnnur er fyrir. Þá er stefnt að því að gera átak í gatnagerðar- framkvæmdum. Vegna fram- kvæmda hins opinbera er ljúft og skylt að geta þess að símaþjónust- an hefúr gjörbatnað og hefur því létt snarlega 15 ára kvörtunar- tímabili fólks í héraðinu svo hér skiptir miklu máli að vel takist til. Þór rekur auk verzlunar, margháttaða þjónustustarfsemi, bflaverkstæði, jámsmíðaverk- stæði, smurstöð, rafmagnsverk- stæði, sláturhús, frystihús, og flutningastarfsemi, en stefnt er að því að sú skipulagsbreyting og hlutafjáraukning sem um er rætt geti átt sér stað með vorinu og jafnvel lokið í aprílmánuði. Það má segja að kaupfélagið Þór hafí verið aðaldriffjöður við- skipta og rekstrar á Hellu um langt árabil. Fjölbreyttur atvinnu- rekstur hefur blómgast í þessu sambýli, en það skiptast á skin og skúrir eins og gengur. Með því að snúa vöm í sókn og afla aukins hlutaijár m.a. frá nýjum aðilum er verið að styrkja stórlega hið mikilvæga fyrirtæki. Það er verið að hléypa nýjum stoðum undir reksturinn í kjölfar skipu- lagsbreytinga og uppstokkunar á ýmsum þáttum. í húfi er hagur mikils fjölda fólks í héraðinu, bæði í þéttbýlinu og í sveitinni, hagur héraðsins í heild, en það er ljóst að ef menn standa saman um að ieysa vandann, þá stefnir til betri tíma og meiri bratta í uppbyggingu atvinnulífs og mannlífs í Rangárvallasýslu. Grein: Árni Johnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.