Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Eitt stykki iðnað, (um hlutverk athafnamanna og ráðunauta) eftir Snorra Pétursson í einu dagblaðanna var á dögun- um vitnað í ummæli athafnamanns- ins Davíðs Scheving Thorsteinsson- ar, þar sem hann lýsti litlu áliti sínu á ráðunautum með eftirfarandi orðum: „Ráðunautur er maður, sem fær lánað úrið þitt og segir þér síðan hvað klukkan er.“ Hér komst Davíð skemmtilega að orði eins og oftast endranær, og eflaust er eitt gramm af sannleik í þessu. Hins vegar var það, sem Davíð sagði í framhaldi af þessum orðum miklu merkilegra. Hann minnti á það, að athafnamenn gætu ekki treyst á ráðunauta til að leysa allan sinn vanda. Þeir yrðu sjálfir að skapa hugmyndimar og hafa frumkvæðið í sínum málum. Þetta eru mikilvæg sannindi, náttúrulög- mál, sem allt of margir virðast þó hafa gleymt. Of oft gerist það, að misvitrir stjómmálamenn, og jafnvel vel meinandi ráðunautar, reyna að troða hugmyndum sínum upp á almenning með því að veita gælu- verkefnum sínum ýmiskonar for- gang t.d. með niðurgreiðslu af almannafé. Og allt of margir efni- legir athafnamenn hafa gleymt náttúrulögmálinu, og mæna til landsfeðra og ráðunauta eftir bjarg- ræðinu. Forystumenn sveitarfélaga sitja í atvinnumálanefndum og fjasa um að setja þurfi á stofn iðnað í byggð- arlaginu, léttan iðnað, hátækniiðn- að, lífefnaiðnað, matvælaiðnað eða jafnvel orkufrekan iðnað, og svo er formaðurinn sendur suður til að sækja eitt stykki iðnað, takk. En árangurinn lætur á sér standa. Það er nefnilega ekki hægt að brjóta náttúrulögmálið. Ekkert getur komið í stað sköpunargáfu einstaklingsins, frumkvæðis og áræðis. Hugmyndimar spretta upp úr reynslu og umhverfi athafna- mannanna, sem vita hvar þörfin er og þeir þekkja sínar sterku hliðar. Frumkvæðið verður til vegna með- fæddrar athafnasemi en ekki fyrir tilstuðlan ytri aðstæðna. Er það þá nóg til að virkja at- hafnamennina, að láta þá vera í friði og eftirláta. þeim leiksviðið? geta þeir spjarað sig einir með „dug, djörfung og drengskap" að vopni? Svarið er bæði já og nei. Hugmyndin, frumkvæðið og áræðið em undirstaðan. En það þarf fleira til. Það þarf íjármagn, tækniþekkingu, þekkingu á mark- aðsmálum o.sv.frv. Oftast skamm- ast menn yfir skortinum á fjár- magni, yfir þröngsýni stjómvalda, sem ekki vilja veita fé í þetta mál eða hitt. Satt er það, að oft er svo miklu eytt í gæluverkefnin, að ekkert er aflögu í annað. Hitt gerist þó æði oft, að athafnamaðurinn getur ekki, eða vill ekki, leggja mál sín þannig fyrir, að fjármagnseig- endur, hvort heldur opinberir aðilar eða einkaaðilar, geti metið hvort þeir vilji leggja fram fé sitt til fyrir- tækisins. Oft veldur tortryggni og þröngsýni því, að athafnamaðurinn treystir engum utanaðkomandi fyr- ir hugmyndum sínum, reynir að puða einn í sínu homi eða geymir hugmyndina vandlega undir kodd- anum. Margt bendir til þess að jákvæð breyting sé að verða í þessum efn- um. Menn em famir að rifja upp gamla náttúmlögmálið, athafna- maðurinn er aftur að öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið, fjármagnseigendur em famir að gefa honum gaum og hann sjálfur er orðinn opnari fyrir því að leita Snorrí Pétursson „Greinarhöfundur þekkir af eigin reynslu mörg dæmi um það, hvernig góðar hug- myndir urðu að engu vegna þess að athafna- maðurinn lét undir höfuð leggjast að leita til annarra eftir þeirri þekkingu sem hann skorti.“ takk aðstoðar annarra. Og sem betur fer eru margir ráðunautar reiðubúnir til að leggja honum lið. Greinarhöfundur þekkir af eigin reynslu mörg dæmi um það, hvernig góðar hugmyndir urðu að engu vegna þess að athafnamaðurinn lét undir höfuð leggjast að leita til annarra eftir þeirri þekkingu sem hann skorti. Minnisstæð em sam- skipti við ónefndan uppfinninga- mann. Uppfinningin var ótvírætt snjöll, og markaðsmöguleikamir vom miklir. Það var hins vegar ljóst, að umsækjandann skorti reynslu og þekkingu (og raunar áhuga) á fjár- málastjórn og markaðsmálum, og hann hafði ekki skilning á nauðsyn strangs gæðaeftirlits og faglegrar útlitshönnunar. Einnig var ljóst að hann var ófáanlegur til að breyta afstöðu sinni til utanaðkomandi aðstoðar, hann taldi sig fullkomlega færan um að leysa öll vandamál sjálfur. Það fór því miður eins og greinar- höfundur óttaðist. Fyrirtækið lenti í miklum erfíðleikum og gjaldþrot blasti við. Sem betur fer var þá eigandinn reynslunni ríkari og féllst á að leita þeirra aðstoðar, sem hann þarfnaðist og áræðir fjármagnseig- endur komu einnig til liðs við hann. Nú er þetta blómlegt fyrirtæki, sem selur framleiðslu sína í mörgum löndum. Það kostaði meira fé en þurft hefði að koma þessu fyrirtæki á laggimar, og árangrinum var að ástæðulausu teflt í tvísýnu. Þessi athafnamaður spurði eng- an hvað klukkan var fyrri en það var nærri því orðið of seint. Höfundur er viðskiptafræðingur og rekur ráðgjafastofu í Reykja- vík. Laissez-faire — frjálshyggja eftir Kjartan Ragnars Laissez-faire (undirskilið l’ind- ustrie) er gömul hagfræðikenning sem boðar hömlulaust frelsi at- vinnuvega, einkum iðnaðar og verzlunar, án ríkisafskipta. Þegar á ofanverðri 17. öld verður vart frumdraga að hugmynd þessari. Um eitt hundrað árum síðar, á því méli er iðnbyltingin hófst í Bret- landi, kom fram í Frakklandi kjör- orðið „pour mieux gouvemer il faudrait gouvemer moins“, þ.e. eitthvað á þá leið að slökun á stjóm- taumum boði betri stjóm. Hugmyndir þessar bera sjáifsagt keim af lögmáli framboðs og eftir- spumar, en undan því lögmáli verð- ur ekki vikizt, hvorki í sósíölsku hagkerfi né kapítölsku, enda er skemmst að minnast t.d. markaðs- verðs búvöm austantjalds þar sem bændur fá að selja (takmarkað) afurðir sínar miklum mun hærra verði en lögboðnir skömmtunarprís- ar ákvarða, markaðurinn ræður sem sé verðlagi; framboð og eftir- spum ráða fískverði í Bretlandi, svo "og olíuverði á heimsmarkaði eins og dæmin sanna, og nýlega bámst fregnir af 30% verðlækkun eggja hér á landi vegna framboðs langt umfram eftirspum. Nefnd em hér aðeins örfá dæmi af fjölmörgum sem við þekkjum öll, og tengjast e.t.v. „laissez-faire“- hugmyndum í framkvæmd. Með hugtakinu „laissez-faire“ er við það átt að (iðnaðar)framleiðsla og (viðskipta)velta eigi að ráðast af sjálfum sér. Með hæfilegri glettni mætti e.t.v. orða þessar hugmyndir við fom orðstef íslenzk, að „reka á reiðanum" eða „vaða á súðum“, enda hætt við að ekki þyki björgu- lega um hnúta búið. Þá virðast og aðrar fomar hugmyndir koma hér við sögu, þ.e. stjómleysi eða anarki — þá, og aðeins þá verði fagurt mannlíf í sjónmáli. Reyndar töldu fomir spekingar kínverskir konung því aðeins réttlátan og farsælan, að þegnamir yrðu hans ekki varir; en það er önnur saga. Ekki verður betur séð en að hinar fomu hugmyndir um „laissez-faire“ séu færðar í nýjan búning um þess- Kjartan Ragnars „Ekki verður betur séð en að hinar fornu hug- myndir um „Laissez- faire“ séu færðar í nýj- an búning um þessar mundir undir heitinu „frjálshyg-gja“.“ ar mundir, undir heitinu „fijáls- hyggja“. Við sem erum ekki hagvanir á glæsivöllum viðskiptalífs tækjum því með þökkum ef hagspekingar vildu skýrgreina skilsmun, ef ein- hver er, þessara tveggja hugtaka um „laissez-faire“ og „fijáls- hyggju". Reyndar virðast þeir vísu menn sjaidnast sammála. Nú virðist fijálshyggjan einnig boða afnám opinberra trygginga, en taka upp það sem áður var nefnt „charity" í Bretlandi, þ.e. eins konar ölmusa sem mönnum þóknaðist að leggja fram sér til sáluhjálpar. Þess skal getið að hugmyndum „laissez-faire“ hefur hvergi verið framfylgt til hlítar, hvorki fyrr né síðar, enda telja fróðir menn þær óraunhæfar, svo og anarki-hugsýn- ir. Höfundur er fv. sendifulltrúi, hefur nýlega látið af opinberum störfum fyrir aldurs sakir. Emest Hemingway „ Gamli maður- inn oghafið“ íendurskoð- aðri þýðingu BÓKAKL ÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur gefið út Gamla manninn og hafið í endurskoð- aðrí þýðingu Bjöms O. Bjöms- sonar. í kynningu forlagsins segir „Gamli maðurinn og hafið er, eins og kunnugt er, síðasta stórlistaverk Hemingsways — þess höfundar sem hefur haft svo mikil áhrif á bók- menntir þessarar aldar. Margir líta svo á að sagan sé eins konar upp- gjör höfundarins — ekki aðeins við sína eigin ævi, heldur við ævi þeirr- ar kynslóðar sem hann tilheyrði. Sú kynslóð lifði tvær heimsstyijald- ir, var stórvirk í starfi og fram- kvæmdum, en hvað liggur eftir hana? Ef til vill aðeins beinagrindin af þeim fiski sem hún veiddi. Gamli maðurinn og hafið segjr frá gömlum fískimanni sem hefur svo vikum skiptir komið slyppur að landi. Svo gerist það að risafiskur bítur á hjá honum. Hann dregur bátinn eins og hann væri fis eitt, en með snilld sinni og þrautseigju tekst gamla manninum að þreyta fiskinn og eftir margra klukkutíma viðureign að drepa hann. Hann setur fiskinn á seil og á heimleiðinni ráðast hákarlamir á hann og éta hann þrátt fyrir harðvítuga vöm gamla mannsins. Hann kemur ekki í land með annað en beinagrindina og af henni er ekkert gagn að hafa annað en það að hún er vitni um veiði hans og ósigur hans sem frá ákveðnu sjónarmiði var einnig sig- ur. Útgáfa bókaklúbbsins er 2. út- gáfa bókarinnar á íslensku. Þýð- andinn er Bjöm O. Bjömsson, en Kristján Karlsson hefur að beiðni útgáfunnar endurskoðað þýðinguna — af þeirri einföldu ástæðu að séra Bjöm þótti fylgja of ákveðið sinni fastmótuðu stefnu — að leggja sig ekki eftir hinum sérstæða stíl Hemingways, sem hann taldi of óskyldan íslensku til þess að unnt væri að ná honum svo vei færi — eða eins og segir í eftirmálsorðum útgefanda: „Af þessum ástæðum fengum við Kristján Karlsson til þess að endurskoða þýðinguna með góðfúsu leyfi bama Bjöms 0. Bjömssonar. Okkur þótti hún óþarf- lega frjálsleg á köflum — of íjarri frásagnarstíl Hemingways." Gamli maðurinn og hafíð er 111 bls. að stærð í hinni nýju útgáfu. Hún er prentuð og bundin í Prent- smiðjunni Odda." OPINN I DAG 10—16 Vörumarkaðurinn hl. Sími 611310 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.