Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 SVINAKJOT A PÁSKABORÐIÐ Nú þegar verð á svínakjöti hefur verið lækkað, eins og allir vita, er um að gera að nota sér það, því það er afbragðs matur. Mig langar að gefa ykkur nokkrar góðar uppskriftir sem þið gætuð til dæmis reynt á komandi páskum. Fyrst er það pottréttur fyir þá sem ætla að hafa gesti í mat. Rétturinn er ætlaður fyrir átta. Svínakjöts-pottréttur 1 xh kg svínakjöt í bitum (gott að nota svínahnakkakjöt) 75 gr. smjör 2 matsk. olía 4 gulrætur, 2 lárbeijablöð Salt + pipar, 'h tesk. timían- krydd 'é Um 4 matsk. Dijon sinnep V2 lítri kjötsoð (teningar) 400 gr. nýir sveppir. Kjötið — sem getur verið hvort heldur er sneiðar af bóg eða hnakkakjöt — er skorið í litla bita, og þeir steiktir á pönnu í blöndu af smjöri og olíu. Tekið jafnharðan af pönnunni og sett í pott. Gul- rætumar skomar í sneiðar, settar í pottinn með timían, lárbeijablöð- um, salti og pipar eftir smekk. Bætið næst sinnepinu út í og hrærið þar til öllu er vel blandað saman. Volgu kjötsoðinu hellt yfir. Látið malla undir loki þar til kjötið er orðið vel meirt. Sveppimir snöggsoðnir í léttsöltu vatni. Látið renna vel af þeim og bætið þeim út í pottinn. Látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Borið fram í pottinum með laussoðnum hrísgijonum eða grófu brauði og hrásalati. Fylltar svínakótel- ettur, fyrir 4 (mjög auðvelt). 4 þykkar svínakótelettur Salt + pipar Fylling: 250 gr. sveppir 2—3 tesk. steinselja xh græn paprika 2 matsk. rifínn ostur Egg + rasp 75 gr. smjör til steikingar Um 2'/2 dl. tómatkraftur (tómat- Skolið, þurrkið og saxið niður sveppina og blandið þeim saman við steinselju, saxaða paprikuna og rifna ostinn. Skerið djúpa „vasa“ í kótelettumar, kryddið með salti og pipar, og deilið fyllingunni niður í „vasana". Lokið með tannstöngli. Veltið kótelettunum upp úr þeyttu eggi, og þar á eftir upp úr raspi. Bræðið smjörið á pönnu og steikið kótelettumar í um 8—10 mínút- ur á hvorri hlið. Bakið upp af pönnunni með tómatkraftinum, hrærið vel í. Gott að bera fram með hrásalati, spaghetti eða hrísgijónum. Ungverskur réttur — med súrkáli fyrir 4 600 gr. svínakjöt (bógur eða hnakki) 25 gr. smjör 1 tesk. salt 2 rif hvítlaukur ‘/2— 1 tesk. chilipipar 1 matsk. paprikuduft (milt) V4 lítri kjötsoð (teningur) 1 græn paprika 2 laukar, 20 gr. smjör 3 matsk. tómatkraftur (tómat- puré) 2 dl. sýrður ijómi, 1 lítil dós súr- kál. Skerið kjötið í smábita eða strimla, brúnið það í smjöri á pönnu, látið það svo í pott með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og steikið saman pressaðan hvítlaukinn, chilipipar og paprikuduftið. Hrærið vel saman og vætið í með kjötsoð- inu. Setjið þá lauksneiðarnar út'i. Skerið grænu paprikuna í ræmur og bætið þeim í pottinn. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Hellið þessu svo út í kjötpottinn ásamt tómatkraftinum og látið krauma í um hálftíma. Smakkið á og kryddið meira ef með þarf. Hrærið sýrða ijómanum saman við og berið fram í pottinum. Berið með súrkál (fæst í flestum stóru mörkuðunum) og soðnar kartöflur. Það sakar ekki að hafa hrásalat með, ogþið getið gjaman notað meiri sýrðan ijóma. iHeðöur á morgun Pálmasunnudagnr ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardaginn 22. mars kl. 11.00 árd. Barnasam- koma í Safnaöarheimili Árbæjar- sóknar pálmasunnudag kl. 10.30 árd. Guósþjónusta í Safnaðar- heimilinu kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guömundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Laugardag: Barnasamkoma kl. 11.00. Pálmasunnudag: Messa kl. 14.00 í Breiðholtsskóla. Litan- ía sr. Bjarna Þorsteinssonar sungin. Organleikari Daníel Jóns- son. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúla- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir. Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen. Föstumessa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syng- ur við báðar messurnar, organ- ieikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Laug- ardag: Kirkjuskóli verður í kirkj- unni við Hólaberg 88 kl. 10.30. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnasamkoma í Hólabrekku- skóla kl. 14.00. Sunnudag: Ferm- ing og altarisganga kl. 14.00. Organleikari Guðný Margrét Magnúsdóttir. Fundur í æsku- lýðsfélaginu mánudagskv. 24. mars kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjart- arson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Fermingarguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Þorsteinn Björnsson, fyrrverandi fríkirkjuprestur, skírir barn í messunni. Hjörtur Magni Jóhannsson stud. theol., les ritn- ingartexta. Fríkirkjukórinn syng- ur 'undir stjórn Pavel Smid. Bænastundir eru í kirkjunni alla virka daga kl. 18.00, nema mánu- daga. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organleikari Árni Arinbjarnar- son. Fyrirbænir eftir messu. Sr. HalldórS. Gröndal. HALLGRIMSKIRKJA: Laugar- dag: Samvera fermingarbarna kl. 10.30. Félagsvist í safnaðarsal kl. 15.00. Pálmasunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Barnasamkoma á sama tíma í safnaðarheimili. Messa kl. 17.00. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Fyrir- bænáguðsþjónusta þriðjudag kl. 10.30. Kvöldbænir mánudaga, þriðjudaga og miðvikud. kl. 18.00. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Gít- arleikur Símon ívarsson, organ- leikari Orthulf Prunner. BORGARSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11.00 í Kópavogskirkju. Kór Kársnes- og Þinghólsskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, organleikari Kjartan Sigurjóns- son. Sr. Guðmundur Örn Ragn- arsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stundin kl. 11.00 fellur niður. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prédik- un Þórhallur Heimisson. Altaris- þjónusta sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organleikari Jón Stefánsson. Fermdur verður Hjörleifur Halldórsson, Skeiðar- vogi 125. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11.00. Ungt fólk úr æskulýðsstarfi kirkj- unnar kemur fram og barnakór kirkjunnar syngur. Helgistund með föstutónlist kl. 17.00. Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríks- son leika orgelverk sem tengjast efni föstunnar. Ritningarorð verða lesin og höfð bænagjörð. Þriðjudag 25. mars, bænaguðs- þjónusta kl. 18.00. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15—17. Síðasta sinn fyrir páska. Gestir: Jónas Gíslason, dósent, og Júlíus Vífill Ingvarsson, söngvari. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í Seljaskóla kl. 10.30. Fermingarguðsþjón- usta í Langholtskirkju kl. 10.30. Fermingarguðsþjónusta í Laug- arneskirkju kl. 14.00. Sóknar- prestur. Þriðjudag 25. mars: Fyrirbænasamvera í Tindaseli 3 kl. 18.30. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20.00 íTindaseli 3. Guðspjall dagsins: Lúk. 19.: Innreið Krists í Jerú- salem. SELTJARNARNESSÓKN: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00 í kirkj- unni. Sóknarnefndin. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR- INS: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organleikari Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Bænastund kl. 20. Samkoma kl. 20.30. Upphafsorð og bæn, Auður Pálsdóttir. Ræðumaður Benedikt Arnkelsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- dag—föstudags kl. 18. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Kór kirkj- unnar syngur. Ræðumaður Sam Glad og fleiri. MOSFELLSPRESTAKALL: Barnasamkoma í Lágafellskirkju kl. 11. Messa á Mosfelli kl. 14. Sr. BirgirÁsgeirsson. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11. Fermingar- guðsþjónusta kl. 10.30 og kl. 14. Altarisganga þriðjudagskvöld 25. mars kl. 20.30. Sr. Bragi Friðriks- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fermingar á vegum Víðistaða- sóknar kl. 10 og kl. 14. Messa skírdagskvöld kl. 20. Barnakór Kársnesskóla syngur við mess- una. Aðalsafnaðarfundur verður í Fjarðarseli, íþróttahúsinu, kl. 21. Safnaðarstjórn og sóknar- prestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Tómas Guðmunds- son. KAPELLA St. Jósefssystra i Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta í Hrafnistu kl. 11. Ferm- ingarguðsþjónusta í Hafnarfjarð- arkirkju kl. 10 og kl. 14. Sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 14. Orgel- og kór- stjórn Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Brynjólfsson. KAPELLA St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 14. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl.8. NJARÐVÍKURPRESTAKALL. Sameiginleg barnamessa verður í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 11. Bíl- ferð verður frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju kl. 10.50. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sunnudaga- skólastarfi lýkur. Munið skólabíl- inn. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Altarisganga mánudagskvöld 24. mars kl. 20.30. Sóknarprest- ur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Föndur fyrir yngstu börnin. Aðalsafnaðar- fundur að messu lokinni. Örn Bárður Jónsson. Katrín H. Ágústsd. sýnir á Kjarvalsstöðum KATRÍN H. Ágústsdóttir opnar sýningu á vatnslita- myndum á Kjarvalsstöðum klukkan 14.00 í dag, laugar- dag. Þetta er fjórða einkasýning Katrínar á vatnslita- myndum, en einnig hefur fatnað. Katrín H. Ágústsdóttir stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann, í Handavinnudeild Kennara- skóla íslands og við Mynd- listaskólann í Reykjavík. Auk þess hefur hún farið í námsferðir til Danmerkur og Finnlands. Hún starfaði áður að textíl ásamt Stefáni Halldórssyni, en þau reka textílverkstæði. Þar hafa þau unnið við fatnað, þjóð- lífsmyndir og hökkla. hún sýnt batikmyndir og Katrín hefur haldið átta einkasýningar á batik- myndum. Hún hefur einnig haldið nokkrar kjólasýning- ar, en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Katrín starfar nú við Kvennaskólann í Reykjavík þar sem hún kennir hand- og myndment. Sýning Katrínar er opin daglega klukkan 14.00 til 22.00. Henni lýkur sunnu- daginn 6. apríl. Morgunblaðið/ÓI. K.M. Katrín H. Ágústsdóttir við eina af myndum sínum á sýningunni. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.