Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 41 Afmæliskveðja: Sigurður Sigurðsson * frá Isafirði — níræður Níutíu ára er í dag Sigurður Sigurðsson. Hann er fæddur að Kleifum í Seyðisfirði við Isafjarðar- djúp 22. mars 1896. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson og Þorgerður Jónatansdóttir, sem þá voru þar í húsmennsku. Þegar hann er aðeins 2ja ára flyst hann með foreldrum sínum til Súðavíkur í Álftafirði við Djúp. Um þetta leyti, eða stuttu síðar, er Sigurður látinn í fóstur til hjónanna Jónasar Krist- jánssonar og Lovísu Sturludóttur. Hafði hann lítið af foreldrum sínum að segja eftir það en ólst einvörð- ungu upp hjá fósturforeldrum sín- um. Snemma bytjar Sigurður að stunda sjómennsku, því ekki er hann nema 12 ára gamall þegar hann er fyrst ráðinn á lítinn, opinn árabát, sem róið var frá Hnífsdal. Á þessum árum gekk fískur árvíst inn allt ísaflarðardjúp og var veiði oft notaleg á þeim slóðum þótt fleyturnar væru smáar. Árið 1912 ræðst hann á 15 tonna seglskútu, Garðar, frá Bíldudal og er í því skipsrúmi í þijú sumur. Um það leyti fjölgar vélbátum verulega og árið 1916 er Sigurður ráðinn á vb. Hörpu, 29 tonna bát, til Halldórs Benediktssonar, sem var þekktur skipstjóri hjá útgerð Magnúsar Thorbergs. I því skiprúmi var hann í fímm ár. Frá Thorbergs-útgerðinni flutti Sigurður til eins þekktasta skipstjóra Vestfjarða á þessum árum, Guðmundar Magnússonar, og fylgdi honum í mörg ár, fyrst á vb. Persý, því næst á vb. Sjöfn og loks á 100 tonna línuveiðara. Lætur Sigurður mikið af skipstjómar- hæfileikum og mannkostum Guð- mundar Magnússonar. Á þessum árum var atvinnuleysi oft mikið við sjávarsíðuna hér á landi og margir um boðið þegar um góð skipsrúm var að ræða. Það var því góður mælikvarði á dug og húsbóndahollustu sjómanna, þegar þeir fylgdu bestu og aflasælustu skipstjómnum í áraraðir. Tekjur manna vom oft knappar á þessum ámm, og svo segir Sigurð- ur að hjá sjómönnum hafi árstekj- umar að jafnaði verið tvö til þijú þúsund krónur. Hann segist samt muna eftir einu ári þegar hann var hjá Thorbergs-útgerðinni, sem hlut- urinn náði fimm þúsund krónum og þóttu það þá mjög góðár og umtalsverðar tekjur. Sauðárkrókur: Alþýðuflokk- ur tilkynnir lista sinn FYRSTI framboðslistinn við bæjarstjórnarkosningarnar í vor hefur iitið dagsins ljós. Alþýðu- flokkurinn reið þar á vaðið. Níu efstu sæti listans skipa: 1. Björn Sigurbjömsson, skólastjóri, 2. Jón Karlsson, formaður Verka- mannafél. Fram, 3. Pétur Valdi- marsson, verslunarmaður, 4. Sigur- mundur Pálsson, húsvörður, 5. Helga Hannesdóttir, verslunarmað- ur, 6. Dóra Þorsteinsdóttir, talsíma- vörður, 7. Brynjólfur D. Halldórs- son, mælingamaður, 8. Eva Sigurð- ardóttir, húsmóðir, 9. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Af öðmm framboðum er það að frétta, að sjálfstæðismenn em að leggja síðustu hönd á sitt framboð og mun tillaga uppstillinganefndar verða lögð fram á sameiginlegum fundi sjálfstæðisfélaganna nk. sunnudag. Alþýðubandalagið er langt komið með röðun á sinn fram- boðslista og uppstillingamefnd framsóknarmanna situr á rökstól- um þessadágana. n • * Kári. Svo sem þegar hefur verið sagt, hóf Sigurður sjómennskustörf bam- ungur og er sjómennskan hans aðalstarf fram eftir ámm, enda þótt oft hafi verið gripið í hvers konar störf í landi á milli vertíða, eins og gerist og gengur í öllum sjávar- plássum landsins, að minnsta kosti þeim sem ekki hafa eða höfðu stór- virkum veiðiskipum svo sem botn- vörpungum á að skipa, sem veiðar stunda að staðaldri árið um kring. Árið 1938 varð Sigurður fyrir því óhappi að slasast við vinnu í landi og er sjómannsferli hans þar með lokið. Hann er um fjögra ára bil frá starfi og liggur langdvölum á sjúkrahúsi. Þetta er átakanlegt tímabil í lífí Sigurðar og fjölskyldu hans, en allir aðsteðjandi örðugleik- ar em yfírstignir af röggsamri og dugandi konu hans og með hjálp góðra bama. Þegar Sigurður fór loks að hress- ast eftir hina löngu legu, fór hann þegar að huga að verkefni, sem honum hentaði. Það atvikaðist þannig að hann er ráðinn starfs- maður við hafnarvigtina á ísafirði, fyrst lausráðinn en síðan fastráðinn ríkisstarfsmaður. Naut hann þar meðfæddra eiginleika, dugnaðar og ráðvendni. Mun meirihluti þáver- andi bæjarstjómar hafa stutt hann dyggilega við ráðninguna, enda þótt að stjómmálaskoðanir hafi ekki allskostar farið saman. Eins og fram hefur komið er Sigurður fæddur við Isaíjarðardjúp og engan mann hefí ég hitt, sem er heilsteyptari vestfírðingur en hann. Lengi hafði hann orð á því að ekki kæmi til mála að hann flytti suður í umhverfí Reykjavíkur, þótt gamall yrði, á ísafirði ætti hann heima og þar vildi hann búa og hvergi annars staðar. Þrátt fyrir þessar frómu óskir er Sigurður nú vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík, elli kerling tekur stundum völdin og þá er ekki að sökum að spyija. Fyrir tæpum fjórum ámm varð Sigurður fyrir mikilli sorg. Hann missti þá konu sína, Guðrúnu Guð- mundsdóttur, ættaða úr Breiðafirði. Fráfall hennar tók hann mjög nærri sér og það svo að vinum hans og ættingjum þótti nóg um. Hjónaband þeirra Guðrúnar og Sigurðar var langt, meira en sex áratugir og farsælt, enda var frú Guðrún mikil mannkostakona, stjómsöm og með afbrigðum dugmikil húsmóðir. Heimili þeirra að Fjarðarstræti 29, þar sem þau bjuggu í um það bil þijá áratugi, var ekki stórt en vina- legt, hlýlegt og bar smekklegri og myndarlegri húsmóður gleggst vitni. Lundarfar Sigurðar er eftirtekt- arvert, alltaf jafn æðmlaus og sí- kátur, ræðinn, vinmargur og mun ■ á yngri ámm hafa verið eftirsóttur selskapsmaður og enn ber hann aldurinn svo vel að ekki lætur hann sig vanta á sólarkaffíkvöld þeirra Isfírðinga og var þar mættur" í febrúarmánuði sl. og sómdi sér vel. Kæri faðir og tengdafaðir. Við óskum þér að sjálfsögðu alls hins besta og vonum að við eigum eftir að heimsækja þig næsta áratuginn af og til eins og undanfarin ár. Guðrún Þorg. Sigurðardóttir, Olafur E. Einarsson. l íiirrii " w __ ^v, w Verðaðeins ^ frá kr. 403.000 Honda kynnir stóra smábílinn Hingaö til hefur aöeins veriö ein leiö til aö gera smábíl rúmbetri — stækka hann Meö nýrri tækni hefur Honda tekist aö breyta hugtakinu „smábíll" á undraveröan hátt. í raun er lausnin einföld: aö minnka þaö rými sem er fyrir vél og annan búnaö og auka sem því nemur viö farþega- og farangursrými. Ný og aflmikil vél, ný Sportec-fjöörun ásamt tannstangarstýri gerir Honda Civic Sedan frábæran í akstri. Aldrei fyrr hefur fjölskyldubifreiö í þessum stæröarflokki veriö eins rúmgóö, þægileg og vönduö. Því má meö réttu kalla Honda Civic Sedan „nútíma bíl“. Tæknilegar upplýsingar: Vél: 4 cyl., 12-ventla þverstæð Sprengirými 1500 cc Hestöfl: 85 Din Gírar: 5 eða sjálfskipt LxBxH: 4.145x 1,630x 1,385m Viöbragð: 10,3 sek./100 km Hæð undir lægsta punkt: 16,5 sm Farangursrými: 420 lítra Opið í dag 13—17 -door Sedan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.