Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 58
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 - ,58 „ Látum ok.kur sjá.. • ■ Mitxga.rzx.fossa.r ... Niagarafb5sar." z-ie © 1986 Universal Press Syndicate j Áster... . .. að hringja ekki út á land þegar hann er nærstaddur. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved e1985 Los Angeles Times Syndicate Þú hefur rúman tíma núna, Þú gerir þér Ijóst að þú varst því skrifar þú ekki jólakortin dauðadrukkinn í gær? fyrir okkur? HÖGNIHREKKVÍSI Ekkiís- lenskt tal ÍKÓ segir öllum Ijóst hvernig söngvakeppni sjónvarpsstöðva fer fram. Reyndar hefur ekki farið framhjá neinum hverjir báru sigur úr býtum i fyrra. Mig og eflaust fleira fólk langar til að benda starfsfólki sjónvarpsins á, að það er ástæðulaust að láta íslenskan þul endurtaka það sem kynnirinn á Eurovision-söngva- keppninni segir. Þeir eru mjög fáir sem ekki skilja ensku, en keppnin skýrir sig að öllu leyti sjálf. Það er hreint ömurlegt að hlusta á ís- lenska þulinn grípa stöðugt fram í fyrir þeim erlenda. ÍKÓ. Ræður hnefaréttur- inn á Hótel Borg? Ágæti Velvakandi. Föstudaginn 14. mars 1986, fór ég með kunningja mínum á skemmtistaðinn Hótel Borg. Þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í þijú fór ég á barinn og ætlaði að fá afgreiðslu. Var mér þá sagt að búið væri að loka. En einn þjóninn sagð- ist eiga tvö glös sem í væri einfaldur sjúss af áfengi í hvoru glasi ásamt gosi. Fyrir drykki þessa greiddi ég 300 krónur. Er ég tók að drekka úr öðru glasinu fannst mér hvorki vera áfengi né gos í því, heldur vatn. Smakkaði ég úr hinu glasinu og var það á sama veg. Lét ég kunningja minn fá annað glasið og drakk hann úr því. Leyfði ég fleirum að smakka á drykk þessum og fannst öllum sama og okkur. Kallaði ég á þjón þann sem selt hafði mér þessa dryki og bar upp kvörtun við hann. Tók hann kvörtun mína ekki til greina. Er hér var komið sögu bar að tvö tröllvaxna dyraverði og spurðu þeir mig hvort væri eitthvert vesen á mér. Sagði ég þeim málavexti og bað um yfírþjón. Þeir svöruðu mér snúðugt að ef ég vildi tala við hann yrði ég að heimsækja yfirþjóninn heim í rúm, þar sem hann væri sofandi. Upphófst nú svolítið þvarg. Kvörtun mín var í engu tekin til greina. Að því búnu var okkur fé- lögunum vísað á dyr ef ekki með góðu þá með illu. Það sem mér fannst einkenna framkomu þjóna og dyravarða sem í hlut áttu vegna máls þessa var stirðbusaháttur, út- úrsnúningur og engir tilburðir í þá veru að leysa málið, heldur skyldi hnefarétturinn ráða. Ætlar starfs- fólk á Hótel Borg að starfa í slíkum anda? Stefán Gissurason. Víkveiji skrifar Mikið er talað um að við þurfum að vernda tungu okkar fyrir erlendum áhrifum og enginn vafi er á því að almenningur hefur í því máli heilbrigðan metnað. Um- ræður um tunguna eru líka til mikils gagns og bera áhuganum fagurt vitni. Útlendingar öfunda okkur af þessum áhuga, ekki sízt frændur okkar á Norðurlöndum sem hafa orðið miklar áhyggjur af því að þeir muni glata tungunni enn einu sinni, ekki sízt Svíar sem telja má einu stórþjóðina meðal nor- rænna smáríkja. Þetta er raunar ekkert undarlegt, þegar litið er á alþjóðlegan þrýsting vegna gervi- hnatta og fjölmiðlunar og þar er ensk tunga frekust til fjörsins eins og allir vita. Jafnvel stórþjóðir eins og Frakkar og Þjóðveijar hafa áhyggjur af þessari engilsaxnesku áleitni og texta erlendar sjónvarps- myndir, en tala þó oftar inn á þær. Stundum verður þetta ankannalegt eins og þegar bandarískir kúrekar eru látnir tala háþýzku eða fagur- frönsku. En svona vilja stórþjóðim- ar samt hafa þetta. Hvað þá um okkur, auma, fátæka og smáa? Skyldum við ekki þurfa að vera vel á verði í þessum alþjóðlega fjöl- miðlaheimi sem blasir hvarvetna við. Víkveiji telur jafnvel að okkur stafi hvað mest hætta af skandin- avískum áhrifum, a.m.k. þurfum við á öllu okkar að halda til að hrista skandinavísku áhrifín af okkur, hvað sem norrænu samstarfi líður að öðru leyti. Oft er það nú svo að menn þurfa að vara sig mest á vinum sínum. XXX að var athyglisvert að fylgjast með útför Olofs Palme í beinni útsendingu sjónvarpsins. íslending- um eru lagðar þær skyldur á herðar — og engin ástæða til annars en hlíta þeim — að texta eða skýra jafnóðum í töluðu máli á íslenzku þann texta sem fluttur er erlendis og er það góð áskorun. I henni felst heilbrigður metnaður fyrir þjóð sem hefur strengt þess heit að vemda menningararf sinn og tungu í váleg- um heimi, en hvorttveggja er það dýrmætasta sem við eigum og sker úr um það að við erum sérstök þjóð, eigum sérstæða sögu og heims- sögulega málsmenninngarhefð sem dugði okkur jafnvel vel í þorska- stríðunum, þegar við vorum að krefjast þess að aðrar þjóðir virtu sérstöðu okkar, þótt smáir værum. Menningararfur okkar og sérstaða hafa ávallt dugað okkur vel í sjálf- stæðisbaráttunni. En vandi fylgir vegsemd hverri. Það er ekki á allra færi að snara ræðum eða efni ræðna af einu máli á annað, svo að ekki sé nú talað um þegar snara þarf bæði af ensku og sænsku eins og raun bar vitni við minningarat- höfnina um Palme sem sjónvarpað var beint til íslenzkra áhorfenda. Til þess þarf færa túlka sem þyrftu að vera fréttamanninum til aðstoðar ef vel ætti að vera. Eitt er að lýsa athöfn fyrir sjónvarpsáhorfendum, en annað að túlka af einu máli á annað svo að vel fari. Þetta ættu forráðamenn sjónvarpsins að íhuga rækilega. Menn eiga sízt af öllu að leggja á opinbera starfsmenn það sem þeim er ofraun. Það er engum til góðs og Ríkisútvarpinu sízt af öllu til framdráttar. Bezt fer á því að menn séu í störfum sem þeir ráða vel við. Sjónvarpsmaðurinn við út- för Palme hefur oft sýnt að það er töggur í honum, hann hefur gert margt vel. En það hlýtur að hafa verið honum kvalræði að lýsa fyrr- nefndri athöfn eins og um hnútana var búið og þegar haft er í huga, hvaða kröfur voru til hans gerðar. Þetta er einungis til athugunar fyrir sjónvarpsmenn, því að við munum ekki sjá í gegnum fingur við frétta- menn og þuli þegar til lengdar lætur. Þeir eiga annað skilið en þurfa að kljást við vandasöm verk- efni sem þeim er ofætlun að leysa óaðfínnanlega af hendi. Þeir hafa áreiðanlega þann metnað að fást einungis við þau verkefni sem þeir hafa burði til að skila sómasamlega af sér. XXX Og fyrst við erum í þessum stellingum hér í Víkveija er •bezt að klykkja út með því að minna á hve skrítið var að fylgjast með Á líðandi stundu í beinni útsendingu (eins og allt þarf helzt að vera nú á dögum) frá Akureyri um daginn og horfa á ungan Norðlending syngja helzt dægurlögin sín á ensku (enda ætluð til útflutnings þótt það verki á mann eins og helzt væri ástæða til að flytja kaffí til Bras- ilíu!) En við lifum á erfíðum tímum, það má nú segja! Og skrítnum! En kannski hafa allir tímar verið bæði erfiðir og skrítnir! XXX P.s. Það er ósköp leiðinlegt að heyra fjölmiðlamenn segja Góða kvöldið í útvarpi og sjónvarpi. Það á auðvitað að vera Gott kvöld! Við segjum ekki sérhvað hús, heldur sérhvert hús, svo að dæmi sé tekið; eitthvert efni, nokkurt skjól en ekki nokkuð skjól — en aftur á móti er eihhvað nokkuð gott (ek. nafnorðsígildi). Þá er ósköp leiðinlegt að sjá menn skrifa hundruðir manna o.s.frv. Kunnur rithöfundur notaði orðið hundruðir í grein um sönglaga- keppnina hér í blaðinu um daginn. Hundrað er einfaldlega hundruð í fleirtölu, s.s. hundruð manna, hundruð laga, ekki hundruðir laga. Þetta ætti að duga í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.