Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 22, MARZ 1986 27 Málefni aldraðra: Tillögu um byggingu leiguíbúða vísað frá MÁLEFNI aldraðra voru enn til umræðu á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudagskvöld. Borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins lögðu fram tillögu þess efnis að hannaðar yrðu leiguíbúðir fyrir aldraða og að bygging þeirra hæfist eigi síðar en árið 1987. Einnig kom fram i tillögunni að nýta bæri lóð á mótum Dal- brautar og Sundlaugavegar í þessuskyni. Guðrún Ágústsdóttir (Alb) fylgdi tillögunni úr hlaði. Sagði hún að nauðsynlegt væri að hjálpa þeim sem verst væru staddir og því ætti að hverfa frá þeirri stefnu meirihluta. Sjálfstæðisflokksins að byggja söluíbúðir fyrir aldraða og hefja byggingu leiguíbúða. Guðrún sagði ennfremur, að Sjálfstæðis- flokkurinn virtist ekki skilja neyð þess fólks er ekki gæti keypt íbúð- ir. Guðrún Jónsdóttir (Kf) sagði, að stefna Sjálfstæðisflokksins byggðist á því að hjálpa þeim sem gætu hjálpað sér sjálfir. „Þeir sem geta hins vegar ekki keypt bíða og bíða og aldrei gerist neitt," sagði Guðrún. Aibert Guðmundsson (S) sagði, að neyð gamla fólksins væri mikil og því ætti að hefjast handa strax, en ekki ætti að eyða peningum borgarinnar í hönnun ibúða, því borgin ætti nú þegar nóg af teikn- ingum sem mætti nota. Páll Gíslason (S) sagði, að tillaga Alþýðubandalagsins væri byggð ná misskilningi. Stefna Sjálfstæð- isflokksins byggðist ekki á því að hafa annað hvort leiguíbúðakerfi eða söluíbúðir, heldur hvort tveggja. Páll sagði, að með því að byggja bæði leigu- og söluíbúðir fengist mun meira fjármagn til byggingarmála aldraðra. Páll sagði ennfremur, að nú þegar væri til athugunar að byggja þjónustu- íbúðir fyrir aldraða á mótum Sund- laugavegar og Dalbrautar og því væri tillaga Alþýðubandalagsins ekki timabær. Því bæri að vísa málinu frá. Var frávísunartillaga Páls samþykkt með atkvæðum sjálfstæðismanna gegn atkvæðum minnihlutans. Albert Guðmunds- son sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Framsóknar- flokkurinn deildí SÍS“ - sagði borg-íirstjóri í umræðum um Miklagarð „HÉR ER um afar sérstætt mál að ræða og ég held að það sé full ástæða til þess að halda því á lofti,“ sagði borgarstjóri á borgarstjómarfundi í um- ræðum um starfsleyfi Mikla- garðs í Holtagörðum. Borgar- stjóri lagði til, að Miklagarði yrði veitt starfsleyfi í tvö ár en Kristján Benediktsson (F) lagði til að starfsleyfið yrði veitt til fimm ára. Borgarstjóri sagði, að Fram- sóknarflokkurinn hefði gengið erinda Sambandsins fyrir fímm árum, er þáverandi meirihluti borgarstjórnar veitti Miklagarði starfsleyfi í Holtagörðum og enn á ný væri Framsóknarflokknum beitt fyrir Sambandið. „Fram- sóknarflokkurinn hafði eitt sinn ítök í Sambandinu en nú er Framsóknarflokkurinn aðeins deild innan þess og það er eins gott að flokkurinn standi sig, því hver veit hvaða deildir nýi forstjórinn leggur niður," sagði borgarstjóri. I máii borgarstjóra kom einnig fram, að Sambandið ætti lóð undir verslunarrekstur í borginni en sú lóð stæði enn óhreyfð. Kristján Benediktsson (F) sagði, að engin efnisleg rök leiddu til þess að veita Miklagarði aðeins starfsleyfi til tveggja ára og sagði hann málflutning borg- arstjóra einkennast af dylgjum og skítkasti. Siguijón Pétursson (Alb.) tók í sama streng og sagði, að málflutningur borgarstjóra væri ómálefnalegur. Að loknum umræðum var til- laga borgarstjóra um að veita Miklagarði starfsleyfi til tveggja ára, samþykkt. Ný lýsing og stærri salarkynni í List- veri á Selljarnamesi á það umstang sem óhjákvæmilega fylgir grafíkinni hef ég kosið að einbeita mér að olíu- og vatnslitum áfram." „Hvernig hefur þér gengið að lifa af listinni?" „Það hefur gengið ágætlega; Maður er ánægðður ef maður hefur ofan í sig og á fyrir sköttunum. Frá því að ég byijaði að mála og var búinn að ljúka námi í Kúnstaka- demíunni í Kaupmannahöfn hef ég selt myndir nokkuð jafnt og þétt en þó aðallega á sýningum.“ „Er mikið um að fólk komi og falist eftir myndum hjá þér milli sýninga?" „Já, það er alltaf eitthvað um það.“ „Þú hefur ferðazt mikið um dagana og á þessari sýningu eru m.a. myndir frá Puerto Rico, Taiw- an og Spáni.“ „Já, ég hef gaman af því að mála í framandlegu umhverfi. Ég geri talsvert af því að fara til útlanda og meginmarkmiðið með þessum ferðalögum er það að skoða myndir, bæði á sýningum og í söfnum, en jafnan verða til einhveijar myndir líka. Ég hef ferðast mikið um Evr- ópu en ekki síður í Bandaríkjunum. Ég held að ég sé búinn að fara einum fímmtán sinnum í námsferðir vestur um haf. Mér fínnst þetta ómissandi þáttur í starfí mínu og er ekki í vafa um að það hefur haft mikil áhrif á mig sem myndlist- armann," sagði Pétur Friðrik. SÝNINGASALURINN Listver á Austurströnd 6 á Seltjamarnesi hefur nú verið stækkaður og sett í hann ný og fullkomin lýs- ing. Lýsingin kemur frá Ítalíu en hefur verið sérhönnuð i sal- inn. Að sögn Guðmundar Krist- inssonar, eiganda Listvers og Rammavers á sama stað, en Rammaver var áður til húsa við Vesturgötuna, er unnt að skipta sýningarrýminu í Listveri þannig að það rými í senn tvær Iitlar málverkasýningar. „Það hefur að mínu mati háð sýningarstarfsemi á höfuðborgar- svæðinu að undanfömu að vöntun hefur verið á húsakynnum sem eru ekki mjög stór. Það er kostur við þessi salarkynni hér í Listveri að þau eru sveigjanleg þannig að ýmist má hafa hér eina stóra sýningu eða tvær minni. Það er þegar komið í ljós að við erum á réttri leið því að húsnæðið er frátekið langt fram á árið og sífellt berast fyrirspumir, jafnvel frá útlöndum." Sýningarýmið í Listveri er á tveimur hæðum, alls um 180 fer- metrar. Fyrsta sýningin eftir breyt- inguna verður opnuð í dag. Þar sýnir Pétur Friðrik 70 myndir. Sýn- ing Péturs Friðriks verður opin til 6. apríl. Hún er opin kl. 14—22 um helgar og kl. 16—22 á virkum dögum. Listver er sem fyrr segir til húsa á Austurströnd 6, sem er litla Byggung-blokkin á bak við Spari- sjóðinn á Seltjamamesi. Síðustu sýningar Herranætur SÍÐUSTU sýningar Herranætur MR á Húsinu á hæðinni eða hring eftir hring eftir Sigurð Pálsson eru' nú um helgina. Sýnt verður laugar- dags- og sunnudagskvöld kl. 20.30 í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut. Þessar sýningar em þær elleftu og tólfu, en aðsókn að hinum hefur verið mjög góð, að því er segir í fréttatilkynningu frá Herranótt. Tilboð hvítir fata- skápar frá kr. 4.500.- Hæð 210 cm — dýpt 60 cm. Opið laugardag Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur Sími 44011. Pósthólf 167. HAVNEN fr Wl HADSUNP rap NYR VALKOSTUR í TRÉGÓLFUM MK ■II IV! 21 sm breitt massíftfurugólf. Heidur ávallt upprunalegum lit, gulnar EKKI. Sýning laugardag kl. 9—16 sunnudag kl. 13—16. A MARKAÐURINN Mýrargötu 2, sími622422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.