Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Ullariðnaður — mikilvæg útflutningsgrein Ullariðnaður hefur skipað mik- ilvægan sess í íslenzkum út- flutningsiðnaði í áratugi. Pjöldi fyrirtækja, víðs vegar um landið, kemur við sögu þessarar iðngrein- ar. Milli tólf og þrettán hundruð manns sækja atvinnu og afkomu til hennar, auk þess sem fjöldi einstaklinga hefur störf við hliðar- greinar. Fyrirtæki í ullariðnaði skipa mikilvægan sess í atvinnulífí margra kaupstaða og kauptúna landsins. Það er til marks um mikilvægi ullariðnaðar í atvinnulífi okkar að þessi iðngrein veitir tvö- falt fleiri starfsmönnum atvinnu en álverið í Straumsvík og heildar- sala iðngreinarinnar er jafnmikil og sala jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Verðmæti ullarvöru nam 1.200 milljónum króna á síðast liðnu ári, eða 38% af söluverði útfluttra iðnaðarvara, að frátöldu áli og ál- melmi, og 3,6% af heildarútflutn- ingi landsmanna. Mikilvægi ullar- iðnaðar snýr því ekki einungis að atvinnumöguleikum og atvinnu- öryggi í fjölda smærri og stærri byggðarlaga, heldur ekki síður að gjaldeyrisöflun, en óhagstæður viðskiptajöfnuður er eitt af stærstu vandamálum okkar. Þessi mikilvæga útflutnings- grein hefur átt í töluverðum erfíð- leikum. Flest fyrirtæki í greininni sættu verulegu tapi á síðasta ári, sem náði til allra þátta framleiðsl- unnar, bands, voðar og fullbúins fatnaðar. Heildartapið hefur lík- lega numið nálægt 6% af tekjum, en það var mjög breytilegt eftir fyrirtækjum. Astæður taprekstrar vóru einkum af þrenns konar toga: 1) Lækkað gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum myntum, ásamt innlendri verðbólgu 1985, 2) Breytt tízka, sem gerði markaðinn erfiðari, 3) Fjármagnskostnaður vegna fjárfestingar til að mæta samkeppni á markaðinum og kostnaðarsams birgðahalds, enda sölutími framleiðslunnar bundinn við tiltölulega stuttan tíma ár hvert. Skiptar skoðanir eru um sölu- horfur þessarar framleiðslu á líð- andi ári. Sum fyrirtæki, sem lagt hafa mikla vinnu i hönnun, vöru- þróun og sölustarf erlendis, segja eftirspum sízt minni en áður, en aðrir, sem mikla reynslu hafa af sölu á ullarvörum telja ljóst, að grundvallarbreyting verði að koma til í þessari framleiðslu til þess að hún haldi stöðu sinni á erlendum mörkuðum. Hinsvegar eru menn ekki bjartsýnir á hærra söluverð á þessu ári - og óvissa ríkir um gengisþróun þeirra mynta, sem þessum viðskiptum tengjast. Flest- ir tefla því á tæpt vað um að ná endum saman í rekstri í ár. Hins- vegar eru vonir bundnar við þá tilraun stjómvalda og aðila vinnu- markaðarins, sem nú stendur yfír, til að ná verðbólgu niður á svipað stig og í markaðslöndum okkar - og skapa stöðugleika í efnahags- málum. Það kann hinsvegar að skipta sköpum um framtíð ullariðnaðar að fyrirtækin fái ráðrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Hjöðn- un verðbólgu skiptir þar miklu máli. En hagræðing í reícstri, vöru- þróun og markaðsstarf, sem eru vegvísar til rekstraröryggis, kosta íjármuni. Fjármunir eru nauðsyn- leg vinnutæki til hagræðingar, endurskipulagningar, vélvæðingar og vömþróunar. Arðsemi verður hinsvegar að ráða ferð við ráðstöf- un þeirra, ef þeir eiga að skila sér aftur, meðal annars í bættum hag fyrirtækja og starfsfólks. Rekstraraðilar í ullariðnaði leggja áherzlu á eftirfarandi að- gerðir til að auðvelda atvinnugrein- inni að sigla milli skers og bám - • inn á lygnari sjó meira rekstrarör- yggis: 1) Markvissari og skjótari ákvörðun ullarverðs, 2) Greiðslum á uppsöfnuðum söluskatti verði flýtt, 3) Launaskattur verði felldur niður, 4) Aðstöðugjald lækkað til samræmis við aðrar útflutnings- greinar, 5) Lækkun fjármagns- kostnaðar, 6) Lánasjóðir iðnaðar- ins verði efldir til þess að geta betur sinnt hlutverki sínu. • Hér verður ekki tekin afstaða til einstakra ábendinga hagsmuna- aðila í þessum rekstri. Það er hinsvegar óhjákvæmilegt, þegar jafn mikilvæg atvinnugrein á í hlut, að fara vel ofan í sauma á vanda- málum hennar og leita skynsam- legra ráða til að fleyta henni yfír erfíðleika, sem vonandi em tíma- bundir. Það er alltof mikið í húfi fyrir fjölmörg byggðarlög, þúsund- ir fólks, sem byggir afkomu sína á þessari atvinnugrein, og nauð- synlega viðleitni okkar til að auka útflutning og lækka viðskiptahalla, til að skella skollaeymm við ábend- ingum talsmanna hennar. Víglund- ur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, segir í viðtali við Morgunblaðið, að ekkert geti rétt ullariðnaðinn við nema kröftug vömþróun og öflugt markaðsstarf. Hann tíundar þær ábendingar um nauðsynleg viðbrögð, sem hér hefur verið vitnað til, og segir orðrétt: „Við höfum þá trú, gangi þessir hlutir fram, skapist hér mjög gott tækifæri fyrir ullariðnaðinn til að hagnýta sér þá vömþróun sem fyrirtækin vinna að. Stöðugleiki í kjölfar kjarasamninganna gerir þeim auðveldara um vik að ráðast að vandanum með hagræðingu í fyrirtækjunum sjálfum. Þannig ætti að vera hægt að breyta þessu tapi í greininni í hagnað." Og það er einmitt þessi æskilegi hagnaður í atvinnugreinum þjóðar- búskaparins sem er forsenda þess að hefja þá sókn til bættra lífs- kjara, sem stefnt er að, til að tryggja til frambúðar íslenzka velmegun. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þegar litið er yfír fermingar- bamaskrár á Akureyri á þessu vori, kemur í ljós að tvínefni em enn um sinn nokkm fleiri en einnefni. Skiptir litlu hvort í hlut eiga meyjar eða sveinar. Um það bil 56 af hundraði beggja kynja heita tveimur nöfnum. Að mörgu er gaman að hyggja í sambandi við nafngift- imar. Meðal kvennanafna em 7 sem borin em af 6 eða fleiri. Þau em: Anna (10), Björk (9), Björg og Margrét (8), Sigríður (7) og Guðrún og Kristín (6). Til skamms tíma vom þijú hin síðasttöldu þessara kvennanafna algengust í röðinni: Guðrún, Sigríður, Kristín. Athyglisvert er að Anna er í öllum dæmunum fyrra nafn af tveimur, en Björk og Björg undantekningarlítið seinna nafnið af tveimur. Meðal karlanafna em aðeins 5 borin af 6 eða fleiri. Þau em: Jón (12), Þór (9), Birgir, Már 330. þáttur og Stefán (7). Jón heldur sem sagt skömlega gamalli forystu, en nær undantekningarlaust fyrra nafn af tveimur. Guð- mundur og Sigurður halda ekki í við Jón, eins og áður var. Þór og Már em langoftast seinna nafn og em hliðstæð kvennanöfnunum Björk og Björg að því leyti. Lítum svo á skrá 297 ferming- arbama, 154 drengja og 143 stúlkna. Nöfn meyja: 1. Aðalheiður 2 29. Ellenl 57. Ingveldurl 85. Rós 1 2. Agla 1 30. Elva (Elfa) 3 58. Jenný 1 86. Rósa3 3. Albína 1 31. Emma 2 59. Jóhanna2 87. Rut 2 4. Aldal 32. Ema 1 60. Jónína 1 88. Sif 2 5. Alma 1 33. Eval 61. Katrín4 89. Sigríður7 6. Aníta 1 34. Eydís2 62. Kolbrún 3 90. Sigrún 3 7. AnnalO 35. Eyrún 1 63. Kristbjörg 1 91. Sigurlína 1 8. Ama2 36. Gerður 2 64. Kristín 6 92. Sigurrós 1 9. Amdís 1 37. Guðbjörg2 65. Lára 1 93. Snjólaugl 10. Auðbjörg 1 38. Guðný4 66. Lena 1 94. Soffía 2 11. Álfheiður2 39. Guðríður 1 67. Linda5 95. Sóleyl 12. Ása 1 40. Guðrún6 68. Lovísa 1 96. Sólveigl 13. Ásdís2 41. Halla 2 69. Margrét8 97. Stefanía 1 14. Ásta4 42. Halldóra2 70. María4 98. Steinunn 1 15. Baldvina 1 43. Harpa2 71. Maríanna 1 99. Sunna2 16. Berglind 1 44. Heiðdís3 72. Marý 2 100. Telma 1 17. Bergrós 1 45. Hekla 1 73. Matthildur 1 101. Valdís 2 18. Birgitta2 46. Helen 1 74. Málfríður 1 102. Valgerðurl 19. Bimal 47. Helga5 75. Mjölll 103. Veral 20. Bjamey 1 48. Hermína 1 76. Mundína 1 104. Védísl 21. Björg 8 49. Hildur 2 77. Nanna 1 105. Þorbjörgl 22. Björk 9 50. Hjördís 2 78. Olgal 106. Þóra 2 23. Bryndís3 51. Hlín 2 79. Ólöfl 107. Þórdísl 24. Brynja 1 52. Hrafnhildurl 80. Ósk 1 108. Þórhildur 1 25. Drífa 1 53. Hmnd2 81. Ragna 1 109. Þómnn2 26. Dröfn2 54. Hrönn3 82. Ragnheiður2 110. Ösp 1 27. Eddal 55. Hugrún 1 83. Rannveig 1 28. Elínl 56. Hulda 3 84. Rán 2 Nöfn sveina: 1. Aðalsteinn3 35. Finnur2 69. Hrafnl 103. Sigurður5 2. Agnar 1 36. Freyr 5 70. Hrannar 1 104. Sigurgeir 3. Andri 2 37. Friðberg 1 71. Hróil 105. Sindri 1 4. Ari 1 38. Friðfínnur 1 72. Ingi 5 106. Símon 1 5. Amaldurl 39. Friðrik 2 73. Ingólfur 2 107. Skúlil 6. Amar5 40. Frosti2 74. ívarl 108. Stefán 7 7. Amór 1 41. Garðar 1 75. Jakob 1 109. Steinar 1 8. Amþór 1 42. Gauti 2 76. Jesse 1 110. Steingrímurl 9. Auðjón 1 43. Gautur 1 77. John 1 111. Sverrirl 10. Axel 1 44. Geir 1 78. Jóhann3 112. Sævarl 11. Ágúst2 45. Gottfreð 1 79. Jóhannes 1 113. Teiturl 12. Ámi 1 46. Guðbjöm 1 80. Jón 12 114. Torfí 1 13. Ásgeirl 47. Guðjón 1 81. Jónas3 115. Trausti 1 14. Baldur2 48. Guðlaugur 1 82. Karl 3 116. Unnarl 15. Benedikt 1 49. Guðmundur2 83. Konráðl 117. Vaiurl 16. Bergur 1 50. Guðni 1 84. Kristján2 118. Valdemarl 17. Bergþórl 51. Guðvarðurl 85. Logi 1 119. Valdimarl 18. Birgir7 52. Gunnar4 86. Magnús3 120. Viðar 1 19. Bimir3 53. Gunnlaugur2 87. Már.7 121. Vigfúsl 20. Bjami 1 54. Gústafl 88. Ottó 1 122. Vilhelm 1 21. Bjöml 55. Hafberg 1 89. Ólafur 1 123. Vilhjálmur2 22. Bragi2 56. Halldór 3 90. Ómar2 124. Víðirl 23. Brynjarl 57. Hans 1 91. Óskar2 125. Þormar 1 24. Böðvar 1 58. Haraldur2 92. Óttarl 126. Þorril 25. Eggert 1 59. Haukur3 93. Pálll 127. Þorvaldur 2 26. Egill 1 60. Heiðar 5 94. Pálmar 1 128. Þór 9 27. Eiður 2 61. Helgi 3 95. Pálmil 129. Þórhallur 1 28. Einar5 62. Hjaltdal 1 96. Péturl 130. Þórólfur 1 29. Eiríkur2 63. Hjalti l 97. Reimarl 131. Þröstur 1 30. Elvar (Elfar) 3 64. Hjörleifur 1 98. Reynirl 132. Ægirl 31. Erlendur 1 65. Hlynur 1 99. Reyrl 133. Ævarl 32. Erlingur 1 66. Hólm 2 100. Róbertl 134. Öm 3 33. Eyþórl 67. Hólmgeir 1 101. Rúnar5 34. Finnbogi 1 68. Hólmsteinn 1 102. Sigmar 1 Vestmannaeyjar: Metvertíð 1 loðnuhrognum Vcetmannaeyjum. FENGSÆLLI loðnuvertíð er nú um það bil að ljúka. Hefur þessi litli fiskur, sem í eina tíð var kallaður því óvirðulega nafni „skítfiskur" ásamt öðru því fiskmeti sem eingöngu fór í bræðslu til skepnufóðurs, fært ótaldar milljónir í þjóðar- búið. Þetta er metvertíð hér í Eyjum hvað varðar frystingu loðnuhrogna. 2.200 tonn af þessu sælkerafæði japanskra vom fryst í fímm frysti- húsum, þar af rösklega 800 tonn hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Þetta mun vera mesta magn loðnu- hrogna sem unnið hefur verið hér á landi í einu frystihúsi. Áætlað útflutningsverðmæti þessara 2.200 tonna sem hér vom fryst fyrir Japansmarkað mun nema um 150 milljónum króna. Þá er talið að útflutningsverðmæti heilfrystrar loðnu frá frystihúsun- um fimm sé um 70 milljónir og ótalið er þá útflutningsverðmæti loðnumjöls og lýsis frá bræðslunum tveimur sem hér em starfræktar. — hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.