Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 60 Minnig: Helga Helen Andreasen Fædd 29. desember 1950 Dáin 16. mars 1986 Hversu flókið og tilviljanakennt er lífið ekki. Hver er tilgangur þess að 35 ára, 3ja bama móðir er látin hverfa svo snögglega frá ástvinum sínum. En eitt er víst að hver sá sem tilgangurinn er, þá er hann mikill. Því þeir sem guðimir elska deyja ungir. Eg trúi því að þetta jarðlíf okkar sé bara byijun á mörgum öðrum tilverustigum. Og að seinna munum við öll sameinast á ný. Helga var ekki gallalaus né full- komin frekar en ég og aðrir, sem betur fer því fullkomið fólk hlýtur að vera mjög litlaust. Og það væri aldrei hægt að segja um Helgu að hún hefði verið litlaus persóna. Hún var mjög litríkur persónuleiki og einstaklega lífleg á allan hátt. Við áttum tvennt sameiginlegt sem við hentum oft gaman að. Við töluðum oft báðar hratt og stundum full mikið. Sem lítið dæmi man ég enn vel er við hittumst í fyrsta sinn. Helga var að tala við mig og ég stóð og starði á hana og hugsaði: „Hún lítur út eins og íslendingur, en talar eins og Kínveiji." Hún sá hvað mér leið og fór að brosa, svo skellihló hún og sagði: „Viltu að ég þýði þetta?" Eftir þetta áttum við margar góðar stundir saman og þær þakka ég fyrir. Helga hafði sínar föstu og ákveðnu skoðanir á ýmsu og er allt gott um það að segja. En það sem mér fannst mest áberandi hjá henni var glaðværðin. Þegar Helga kynnti okkur hjónin fyrir eiginmanni sínum þá sáum við traustan og rólegan mann. Það er oft talað um að gott sé að hjón séu sem líkust en dæmin kringum mig sýna að oft sé hið gagnstæða hamingjuríkra. Þau Helga og Siggi voru svo lánsöm að eiga þijú heil- brigð böm sem nú eiga um sárt að binda. Ég veit að Helgu verður sárt saknað en ég veit líka að hún mun lifa áfram í hjörtum ailra. Og eitt hefi ég lært á ónotalegan hátt, en það er að fresta aldrei neinu til morguns. Það gæti orðið of seint. Kæri Siggi, ég bið Guð að blessa þig og bömin ykkar og veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Anna Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta um svip og hjörtun þreytast Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tímans skál. Það má með sanni segja að tím- amir breytast. Fyrirvaralaust er kippt í þráðinn og standa þá eftir ættingjar og vinir harmi slegnir. Að þessu sinni er það Helga Helen. Það er ekki langt síðan við heyrðum hennar fyrst getið, en víst er, að hún hafði markað sér stefnu innan félagsskapar okkar, JC Mos- fellssveit. Á fyrsta félagsfundi okkar sl. haust, var okkur sagt að hún byggi hér í sveitinni, og líklega með áhuga á JC, sem var henni ekki reyndar alveg ókunnugt, því áður var hún félagi í JC Húsavík. Við hringdum fljótlega í hana og buðum henni í heimsókn. Það var eins og við manninn mælt, hún sagði strax: „Já, ætli ég reyni það ekki.“ Það var hennar einkenni. Hún var alitaf fús til að reyna, vera með, taka að sér. Hjá svo mörgum virðist tilgangurinn snúast mest um það, að eiga og þykjast, í stað þess að vera og finna til, vaxa og vera aflögufær. Við sem eftir stöndum, erum auðugri, eftir þessi skömmu kynni. Við fengum að kynnast manneskju, sem var, óx og gaf. Og slíku fólki er gjaman ætlað hlutverk. Á kom- andi starfsári var fyrirhugað, að hún tæki að sér stjómarstarf innan félags okkar. Henni var ætlað stórt hlutverk innan JC. En svo mátti ekki verða, því bilið milli lífs og dauða er þröngt. Þessi duglega kona, sem átti sér marga drauma, fékk ekki lokið áformum sínum. Hún var í námi, auk vinnu sinnar og uppeldis á þremur bömum sín- um. Það er vandfundið, hver tilgang- urinn er, en eitt er víst, að hver þraut feíur í sér þroska. Við sem eftir stöndum, getum ekkert gert héðan af, annað en halda saman, efla hvert annað. Við félagar hennar, sendum eig- inmanni, bömum og ástvinum öll- um, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung að morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega óháð þvi sem kemur, í æsku sinni tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum augum lyki, um lífsins perlu í gullnu augnabliki. Félagar í JC Mosfellssveit. Vegir Guðs em órannsakanlegir. Hún Helen er dáin. Ég á svo erfitt með að trúa því, að hún svo ung og frísk skyldi vera burtkölluð svo óvænt og snöggt. Minningamar streyma gegnum hugann. Við kynntumst fyrst í bama- skóla, en bundumst vináttuböndum í gagnfræðaskóla og höfum ætíð verið bestu vinkonur síðan. Ég man eftir að þegar við bekkjarsystkinin í Vogaskóla skildum um vorið í §órða bekk, var hún kosin til að kalla okkur saman eftir 3—5 ár. Henni var best treyst til að koma því í framkvæmd, enda gerði hún það þrisvar sinnum og var það ekki auðvelt verk þar sem allir voru famir hingað og þangað um landið, en henni tókst að ná til allra. Ég man eftir spilamennskunni og gömlu dönsunum sem við í eina tíð stunduðum mikið saman og skemmtum okkur vel. Mér er líka minnisstætt það eina og hálfa ár sem við leigðum saman og að það skildi aidrei bera skugga á vinskap okkar. Hún þoldi mér margt sem flestir hefðu átt erfítt með að umbera. Alltaf mundi hún eftir afmælinu mínu, og hringdi eða kom. Nú síðast í haust, þegar við hjón- in eignuðumst dóttur, kom hún með fangið fullt af gjöfum handa henni og svo aftur þegar við komum heim af fæðingardeildinni, kom hún með gjafir sem hún lét bömin sin gefa litlu konunni og mér gaf hún blóm í afmælisgjöf. Litla stúlkan var skírð á afmælis- daginn hennar. Nokkrum dögum seinna kom Helen með gjöf. Það var ekki til glaðari mann- eskja, þegar hún var að gefa. Á henni sannaðist máltækið „sælla er að gefa en að þiggja". Fátækleg orð mín um samskipti okkar vinkvenna eru aðeins brot af þeim ljúfu minningum sem ég á um hana. Ég vil þakka henni af alhug fyrir allar okkar samveru- stundir. Siggi minn, við hjónin vottum þér, Nönnu, Jóhanni og Ólöfu litlu okkar dýpstu samúðarkveðjur, einnig móður, tengdamóður, systk- inum og öðrum aðstandendum, og biðjum Guð að styrkja ykkur öll. Jóhanna Lífsklukkan tifar og lífið gengur sinn vanagang. Leiðir liggja saman og skiljast. Þetta blundar í undir- meðvitund okkar, þetta vitum við, en hvemig ber að taka því, þegar ung samferðakona er hrifin brott í blóma lífs síns, frá fjölskyldu og vinum, sem eftir standa hljóð og harmi slegin. Helga Helen Andreasen var ráðin til starfa við Búnaðarbankann í Mosfellssveit 1. júní 1983 ogduldist engum að þar fór ósérhlífin og ákveðin persóna með geislandi orkulind. Helen var glögg á hin ýmsu bankastörf og sýndi í verki áhuga sinn á öllu sem þeim viðkom. Henni fylgdi ferskur andblær og sterkur persónuleiki. Skarð er höggvið í okkar hóp. Við minnumst Helenar með þakklæti og hlýju og fjölskyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Búnaðar- banka Islands í Mosfellssveit. Minnig: Kristín G. Olsen frá Vestmannaeyjum I dag er til moldar borin systir mín, Kristín Guðmundsdóttir Olsen frá Vestmannaeyjum. Hún andaðist á Sólvangi, Hafnarfírði, hinn 12. þ.m. en þar dvaldi hún síðustu árin. Kristín fæddist 27. maí 1899 að Sigluvík í Vestur-Landeyjum. For- eldrar hennar voru þau hjónin Guðmundur Gíslason frá Sigluvík og Sigríður Bjamadóttir frá Herdís- arvík. Eins árs að aldri fluttist Kristín með foreldrum sínum að Glæsistöðum í Vestur-Landeyjum og þar ólst hún upp í hópi 11 systk- ina. Þeir sem muna fyrstu áratugi yfirstandandi aldar eða eru kunnug- ir þeim aðstæðum er þá ríktu, munu skilja að þröngt muni hafa verið í búi á svo bammörgu heimili þegar þess er gætt að jörðin Glæsistaðir var rýrðarkot á þeim tíma. En með því er þó ekki öll sagan sögð um heimilið. Ráðunautur okkar, sem var í eftirlitsferð í sveitinni, þegar við systkinin vorum á bemskualdri, sagði eftirfarandi sögu: „Ég hlakk- aði ekki til að koma á þetta heim- ili. Mér var kunnugt um stærð eða smæð jarðarinnar, hin lélegu húsa- kynni og hin mörgu böm í ómegð. Það kom mér því á óvart að sjá bömin öll hrein og vel uppfærð og sápulyktin angaði út úr dyrum.“ Þótt kjörin væru kröpp vom Glæsi- staðahjónin samtaka í því að láta baslið ekki smækka sig. Regla og hirðusemi utanhúss og innan auð- kenndu heimilið. Það segir sig sjálft að á slíku heimili voru bömin sett til verka jafnskjótt og geta þeirra leyfði. Elsta dóttirin, Guðrún, var látin hjálpa til við útiverkin en Kristín, sem var næstelst, var innanhúss og látin gæta yngri systkinanna undir stjóm móður sinnar. Á því sviði sýndi hún snemma frábæra hæfileika. Móðir okkar var bundin af hinum mörgu störfum sem hús- móðurstaða þess tíma útheimti. Þegar litlu bömin þurftu á hjálp móður sinnar að halda gat hún vísað þeim til Kristínar, hún hafði frábært lag á því að bjarga vandamálum þeirra. Þegar þau sögðu eitthvað sem enginn skildi, var kallað á hana, hún gat ráðið þau orð, sem öðrum voru óskiljanleg. Móðir okkar var ein af þeim fáu konum í sveitinni sem áttu sauma- vél og höfðu lært að sauma. Auk þess að sauma allt á sín eigin böm reyndi hún að uppfyila þarfir grann- kvenna sinna á þessu sviði og að launum fékk hún kærkomnar mat- vömr handa okkur bömunum. Eftir að við systkinin vomm uppkomin, hafði ég eitt sinn orð á því við Kristínu, að ég myndi ekki mikið eftir því að hafa séð móður okkar við saumaskap. „Það er ekki von,“ sagði Kristín, „því að hún settist fyrst við saumavélina á kvöldin þegar þið, yngri systkinin, vomð sofnuð en þá stalst ég til að vera á fótum lengur en ég mátti til þess að sjá hvemig hún sneið ogsaumaði." En móðir okkar naut ekki hjálpar Kristínar lengur en til 15 ára aldurs hennar. Þá var hún ráðin aðallega til bamagæslu á bammargt heimili í Vestmannaeyjum hjá Stefáni Gíslasyni í Ási, sem þá var út- gerðarmaður og Sigríði Jónsdóttur, konu hans. Uppfrá þessu var Krist- ín þar heimilisföst en heima í sveit- inni einungis um háannatíma sum- arsins. Þegar Kristín var 17 ára og að því komin að fara til Vest- mannaeyja um haustið, gerðist sá ógnaratburður á heimiii okkar, að móðir okkar dó, einungis 40 ára gömul, frá sínum stóra bamahópi, hið yngsta var á öðru ári. Kristín var þá elst þeirra systranna sem heima vom og á hennar ungu herð- ar féll sú ábyrgð að taka við hús- móðurstarfinu heima, þar til elsta systir okkar var laus úr sínu starfi og gat tekið við stjóm okkar heimil- is. Upp úr þessu gekk Kristín í hjónaband með Gústav Stefánssyni, eísta sjmi Ásheimilisins í Vest- mannaeyjum. Um margra ára skeið bjuggu þau Gústav og Kristín í þröngu húsnæði á loftinu í Ási, og þar fæddust bömin þeirra sex. Gústav var vel gefinn maður og dugandi í sínu starfi sem vélstjóri, en atvinna sjómanna í Vestmanna- eyjum var stopul á þessum tíma og Gústav var snemma haldinn þeim sjúkdómi er leiddi hann til dauða þegar hann var rúmlega fertugur. Af því sem hér hefur verið sagt, verður það Ijóst að kjör heimilisins voru slík að mjög reyndi á þrek húsmóðurinnar. Tekjumar voru stopular og óvissar. En Kristín var úr því efni gerð að henni kom ekki til hugar að deyja ráðalaus. Þegar maður hennar var á sumarvertíð norðanlands eða austan og ekki var von á tekjum fyrr en að sumrinu loknu, sendi hún eldri bömin í sveit til ættingja sinna og bjargaði sjálf afkomu heimilisins með stopulli vinnu í fiskþurrkun og/eða sauma- skap. Þegar læknir hennar taldi sig sjá merki þess að hún kynni að verða berklaveiki að bráð og ráð- lagði henni sumardvöl í sveit, þá réð hún sig í kaupavinnu með eitt eða tvö smáböm með sér. Nú á tíma myndi það tæplega teljast að vera hressingardvöl! Þegar aðalfyrirvinna heimilisins varð óvinnufær, lagðist framfærsl- an á Kristínu eina. Hún hafði nú unnið sér það álit að vera ein smekklegasta saumakona bæjarins. Hún gat því fengið nóg að gera í saumaskap og hún hafði stundum eina eða tvær konur sér til hjálpar í því starfi. Hún var vel kynnt og margir réttu henni hjálparhönd. Að eðlinu til held ég að Kristín hafi verið of stór í sniðum til að vera fátæk. Hún iifði fyrir bömin sín, þau vom vel gefin og prúðmannleg, og hún átti þá hugsjón að þrátt fyrir fátækt heimilisins skyldu þau ekki standa öðmm að baki. Orð var á því haft af sumum, að klæðnaður bamanna bæri ekki vott um neina fátækt. Þeir sem það sögðu vissu ekki að föt þeirra vom stundum gerð úr gömlum flíkum, sem ein- hveijir höfðu gefið henni og hún gat breytt þannig að ókunnugir héldu að um ný og dýr föt væri að ræða. í öllu stóð Kristín sig eins og hetja og lét hvergi bugast. Það var fyrst þegar um hægðist hjá henni að þess varð vart að kraftar hennar væm að þrotum komnir. Hún var orðin ein, bömin vom að fljúga úr hreiðrinu og næstelsta dóttirin, Inga, dó úr berklaveiki í blóma lífs- ins. Kristín stóð nú ein uppi. Hún þoldi ekki lengur að stunda sauma- skap. Okkur sem þekktum hana vel var það ljóst að upp frá þessu bar hún aldrei fyllilega sitt barr. Árið 1967 giftist Kristn sr. O.J. Olsen. Næstu árin bjuggu þau á vetmm í Reykjavík en á sumrin í litlu húsi sem þau áttu á Tromey yið Arendal í Noregi. Þar veiktist Kristín skyndilega af heilablæðingu sumarið 1976 og upp frá því var hún ávallt sjúklingur. Hin síðari ár naut hún ágætrar hjúkmnar á Sól- vangi. Þetta er í stuttum dráttum ytri ramminn um ævi Kristínar. Þeim sem þekktu hana er það ljóst að hún var engin meðalmanneskja. Hún var hæversk og lét ekki mikið yfir sér en traust og föst fyrir. í öllum efnum keppti hún frekar að því að vera en að sýnast. Hún var hin vandaðasta manneskja bæði til orða og verka, öll hennar verk vom unnin af frábæmm myndarskap. Guðstrúna fengum við systkinin sem veganesti á heimili okkar. Hún átti ríkan hljómgmnn hjá Kristínu og hún var ein af þeim sem stofnuðu aðventsöfnuðinn í Vestmannaeyjum árið 1924. Trúin veitti henni styrk í baráttu lífsins en á því sviði eins og öðmm kaus hún að láta verkin tala. „Sælir em dánir, þeir sem í Drottni deyja. Þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Bömum Kristínar heima og er- lendis ásamt fjölskyldum þeirra sendum við hjónin innilegar samúð- arkveðjur. Juelsminde, Danmörku 14. mars 1986, Júlíus Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.