Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 Eldur í brautarstöðinni í Kaupmannahöfn; Slökkviliðið kom í veg fyrir stórslys Kaupmannahöfn 21. mars. Kitzau. VIÐ LÁ að stórslys yrði á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaup- mannahöfn þegar eldur braust þar út skömmu fyrir hádegi í dag. Upptök eldsins voru þau að neisti hljóp úr logsuðu- tæki iðnaðarmanns svo kviknaði í vinnupalli úr tré. Engan sakaði í eldsvoðanum. Slík var útbreiðsla eldsins að sprengingu var líkast og á ör- fáum mínútum stóð þakið yfír brautarsporunum í ljósum log- um. Slökkviliðið var fljótt á vett- vang og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Talsmaður dönsku ríkisjám- brautarlestanna segir að tjónið af eldsvoðanum nemi 20 til 25 milljónum danskra króna (um 100 til 125 millj. ísl. kr.). „Smiðimir vora að logsjóða og var vinna þeirra hluti af þeirri andlitslyftingu, sem nú fer fram á brautarstöðinni," sagði Frank Helmnæs, vaktstjóri á lögregluvaktinni á brautarstöð- inni. „Þeir stóðu á palli í nokk- urri hæð þegar einn þeirra tók eftir því að glóð hafði fallið á pall fyrir neðan þá. Ut frá glóðinni kviknaði í pappír og síðan í plönkum, sem borið hafði verið á eldfimt fúa- vamarefni, Pinotex. Eldurinn náði að breiðast út áður en smiðunum gafst ráðrúm til að ná í slökkvitæki," sagði Helmnæs. Samkvæmt upplýsingum Rit- zau-fréttastofunnar stóðu brús- ar með ijögur hundrað lítram af Pinotexi fyrir neðan logsuðu- mennina. Sem áður segir breiddist eld- urinn hratt út og munaði litlu að illa færi þar sem salurinn, sem eldurinn braust út í, er mestanpart úr timbri, reistur árið 1911. iMoraioto/simamynd Slökkviliðsmaður stendur á brautarspori járnbrautarstöðvarinnar í Kaupmannahöfn eftir að búið var að ráða niðurlögum eldsins í gærmorgun. ■ Nopdfoto/Símamynd Eldtungurnar sleikja þakið á aðalbrautarstöðinni í Kaupmanna- höfn og lögreglu- og slökkviliðsmenn eru á þönum að reyna að kæfa eldinn. Átta slökkviliðsbílar og 30 slökkviliðsmenn vora sendir á vettvang og þegar ijóst var hversu glatt eldurinn brann var sent eftir fimm bflum til viðbótar þannig að þrettán slökkviliðs- bflar og 50 slökkviliðsmenn slökktu eldinn og er það þriðj- ungur þess slökkviliðs, sem alla- jaftia er á vakt í Kaupmanna- höfn. Hálftíma eftir að eidurinn braust út og slökkviliðsmenn stóðu á brautarpöllunum og kæfðu síðustu logana hrandi hluti af þakinu niður svo að undirtók í salnum. Brennandi bjálkar hrandu niður úr loftinu og höfnuðu við fætur slökkviliðs- mannanna, sem með naumind- um tókst að forða lífí og limum. Bjálkamir rifu með sér fjölda jámmastra og rafmagnsleiðslna í fallinu. Slökkviliðið telur að lestarferðir frá spori ellefu og tólf á Kaupmannahafnarsvæð- inu hefjist ekki aftur fyrr en á mánudag. Um klukkan eitt eftir hádegi í dag, rúmri klukkustund eftir að eldurinn braust út, var að mestu leyti búið að slökkva hann. Ame Melchior, ferðamálaráð- herra, og Ole Andersen, forstjóri ríkisjámbrautarlestanna, komu til að líta á skemmdimar. „Slökkvistarfíð gekk eins og best verður á kosið,“ sagði Melchior. „Það er röggsömu slökkviliði að þakka að ekki hlaust stórslys af brananum." FVam kom á blaðamannafundi dönsku ríl'isjárnbrautarlestanna að tréverkið í loftinu hefði verið rannsakað 1984 en þá hefði ekki verið talin þörf á að grípa til varúðarráðstafana gegn branahættu. 29 Franska stjórnin: Frelsi gíslanna fyrsta verkefnið París, 21. mars. AP. Hryðjuverkastarfsemi og frelsi frönsku gislanna í Líb- anon eru meðal þeirra mála, sem stjórn Jacques Chriacs mun fyrsta verða að glíma við. Hryðjuverkamenn, sem staðið hafa fyrir mörgum sprengingum í París, lýstu því yfír í dag, að þeir hefðu komið fyrir sprengjunni á Champs Elysees en tveir menn lét- ust þegar hún sprakk og 28 slösuð- ust. Var Chirac þá að flytja sitt fyrsta útvarpsávarp til þjóðarinn- ar. Chirac hvatti í dag til aukinnar öryggisgæslu í Frakklandi og skor- aði á allar þjóðir að taka höndum saman í baráttunni við hryðju- verkamenn. Innanríkisráðherra í stjóm Chiracs er Charles Pasqua, sem þykir harður í hom að taka og mun fara með málefni lögregl- unnar. Chirac sagði í dag, að hann ætlaði áfram að vera borgarstjóri í París ásamt því að vera forsætis- ráðherra. Gengi gjaldmiðla London, 20. marz. AP. Bandarikjadollar lækkaði í dag gagnvart helztu gjaldmiðl- um í Evrópu. Sterlingspundið hækkaði nokkuð sökum orðróms um, að OPEC-ríkin kunni senn að ná samkomulagi um olíuverð. Síðdegis í dag kostaði pundið 1,5035 dollara (1,4865) í London og var gengi þess gagnvart dollara þannig hærra en nokkra sinni síðan í október 1983. Gengi dollarans var annars þannig, að fyrir hann feng- ust: 2,2475 vestur-þýzk mörk (2,2520) 1,8830 svissneskir frankar (1,8890) 6,9200 franskir frankar (6,9300) 2,5365 hollenzk gyllini (2,5420) 1.530,50 ítalskar lírur (1.533,25) 1,39895 kanadískir dollarar (1,3940) 176,05 jen (176,80). Gull hækkaði og var verð þess 354,00 dollarar únsan (350,00). Góður dagur í bókabúðinni Það verður mikið um að vera í bókabúðinni í dag. Oókamarkaðurinn Bókamarkaðurinn í fullum gangi W.11°o kl. 1115 J ass Jasssveit leikur létta sveiflu U pplestur Margaret Drabble og Silja Aðalsteinsdóttir lesa úr bók Margaret Drabble, The Garrick Year. Einnig mun Margaret árita bækur sínar og The Oxford Companion to English Litterature, sem hún ritstýrði nýlega. Athugið. Bækur Margaret Drabble verða á ótrúlegu verði í dag! Bókabúð LMÁLS & MENNINGARJ LAUGAVEGI 18 SÍMI 24242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.