Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 48
 48 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Móðir mín, t OLGA VALDIM ARSDÓTTIR frá Æðey, er látin. Anna Jensdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, INGI B. GRÖNDAL, erlátinn. Herdis Gröndal, Guðrún G. Gröndal, Sveinbjörn Ö. Gröndal. t Ástkaer bróðir okkar, ÞÓRÐUR KRISTINN BJÖRNSSON, lést á heimili sínu í New Jersey í Bandaríkjunum aðfaranótt 20. þ.m. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna, Lára Björnsdóttir, Hólmfríður Björnsdóttir, Martin Björnsson. t Eiginmaður minn, SIGURÐUR HALLDÓRSSON, Tjarnargötu 30, Reykjavík, lést í Landspítalanum 15. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Ólafía Þorvaldsdóttir. t Móðir mín og tengdamóöir, ÁGÚSTA EIRÍKSDÓTTIR fyrrverandi kaupkona, Eskihlíð 5, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Bjarnþór Karlsson, Ragna Wendel. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, ÓLAFS SVEINSSONAR, Sogavegi 146. Lilja Júlíusdóttir. f a h t\' I % t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR STEIN ÞÓRSDÓTTU R, frá Ytri-Grimslæk, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deild 2A Landakoti og Hafnarbúðum. Guðjón Eyjólfsson, Anna Jónsdóttir, Jörundur Jónsson, Guðbjörn Jakobsson, Sigrún Reynisdóttir, Hallgrimur Kristinsson, Lúsia Jörundsdóttir, Guðjón Guðbjörnsson. Legsteinar granit - - marmari Ó.f Opið alla daga, einnig kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar. símar 620809 og 72818. Jón Loftur Jóns- son - Minning Jón afí er látinn. Hann kvaddi þennan heim á Elliheimilinu á Hvammstanga þann 15. mars 1986, áttatíu ára að aldri. Jón var í raun ekki afí minn, en þar sem mig vantaði afa á æskuárum mínum, þá gerði ég Jón að afa fljótlega eftir að ég kynntist honum. Jón Loftur var frændi minn í föðurætt, sonur Jóns Friðrikssonar, sem var bróðir raunverulega afa míns, Karls Friðrikssonar. Jóni kynntist ég þegar ég var send í sveit til hans og Friðbjargar konu hans, en þau bjuggu á Hrísum í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðbjörg lést fyrir allmörgum árum. Ég kunni vel við mig hjá þeim og þó svo að Jón ætti það til að vera hvass ef ekki gekk allt sem skyldi, þá hændist ég að honum og fór að kalla hann afa. Ekki er hægt að segja að Jón hafí verið stórbóndi en hann var góður við skepnumar og vann verk sín vel enda þótt oft hafí astmasjúkdómur háð honum. Seinna hættu þau Jón búskap og Jón varð húsvörður í Víðihlíð, fé- lagsheimili sveitarinnar. Ég fluttist þá með og snattaðist í kringum þau hjónin yfír sumartímann. Svo fluttu þau á Hvammstanga og rofnaði þá sambandið okkar um hríð. Þegar Jón varð ekkill fluttist hann suður og styrktust þá böndin aftur. Hann var velkominn gestur á heim- ili foreldra minna og eftir að ég stofnaði heimili, leit hann oft til okkar hjóna og ávallt færandi hendinni og leið ekki á löngu að bömin væm farin að kalla hann afa. Jón Loftur hafði mjög gaman af að spila og má segja að það virkaði oft sem vítamínsprauta á hann, þegar sest var að spilum hvort sem um bridge eða lomber var að ræða. Því miður var það svo að hann varð að hætta að spila nokkmm ámm áður en hann lést. Einhvem tímann orðaði hann það við mig, að helst vildi hann fá að deyja með spilin í hendinni. Jón reyndi að kenna mér lomber um tíma en ekki get ég sagt að árangurinn hafí orðið mikill þrátt fyrir góða og ötula kennslu. Mér er minnisstætt frá seinni ámm hve gaman var að hlusta á frásagnir hans frá fyrri tímum, því að með sanni má segja að hann hafí lifað tímana tvenna. Hann var fæddur og uppalinn í torfbæ, þar sem lífsbaráttan var hörð og óvæg- in. Þeim fer nú fækkandi sem lifað hafa þessar miklu breytingar sem orðið hafa á þessari öld. Ailt var notað sem gat fært björg í bú. Minntist ég þess er hann lýsti fyrir Margrét Bjarna- dóttir - Minning Fædd 31. ágúst 1901 Dáin 13. mars 1986 Fyrir fáeium dögum var hringt í mig og sagt að hún Margrét amma mín væri veik. Rúmum sólarhringi síðar var hún öll. Andlát hennar bar brátt að. Hún hafði verið heilsu- hraust og mig gmnaði ekki að svo stutt væri eftir af ævi hennar. Amma mín fæddist á Svalbarði á Svalbarðsströnd þann 31. ágúst árið 1901, sú fjórða í röðinni af fímm systkinum. Yngsti bróðirinn, Jón, er sá eini sem eftir lifír. For- eldrar ömmu vom þau Bjami Ara- son og Snjólaug Júlíana Sigfús- dóttir. Amma var rétt tæplega tveggja ára þegar ijölskyldan flutt- ist að Grýtubakka í Höfðahverfí og þar ólst hún upp. Hún var í ungl- ingaskóla á Grenivík og lauk síðan námi við Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Á 25. afmælisdegi sínum giftist hún afa mínum, Hólmgrími Sig- urðssyni frá Hrauni í Aðaldal, sem lifír konu sína. Um átján ára skeið bjuggu þau á Dæli í Fnjóskadal, en fluttust þá að Ystu-Vík í Grýtu- bakkahreppi. Þegar amma var rúm- lega sjötug fluttist hún í Sniðgötu á Akureyri, en afí kaus að búa í sveitinni áfram. Böm þeirra hjóna em fjögur, þau Sigurður, Kristín, Bjami og Snjólaug Bergljót. Þegar ég hugsa til baka hlaðast upp ljúfar minningar frá þeim tíma sem ég hef í gegnum árin eytt með ömmu. Hún var yndisleg kona sem ekki mátti vamm sitt vita. Hún var mér alltaf góð og ég man ekki eftir að hún ávítaði mig nokkum tímann fyrir bamabrek mín, stór eða smá. Hún kenndi mér að læra af reynsl- unni. Ég man mjög lítið eftir því er hún bjó í Ystu-Vík, en ég heim- sótti hana oft í Sniðgötuna og hlakkaði alltaf jafnmikið til. Alltaf beið borðstofuborðið hlaðið kökum og ýmsu góðgæti og aldrei varð amma ánægð fyrr en ég gat engan veginn látið meira ofan í mig. Annað slagið fékk ég að sofa nokkrar nætur hjá henni og það var hátindur sælunnar. Hún fór þá yfírleitt með mig í gönguferðir um bæinn og stundum líka niður í ijöru. Einstaka sinnum fór ég og verslaði fyrir hana og ekki stóð á kossunum og brosinu hennar þegar ég kom til baka. Það var sama hversu lítið var gert fyrir hana, hún ljómaði alltaf af þakklæti. Amma var líka afar þolinmóð. Ég man til dæmis eftir einu skipti sem ég fékk að sofa hjá henni að hún var að horfa á sjónvarpið. Hún hafði útbúið handa mér trommur úr tómum dollum og baukum og ég sat við hliðina á henni allt kvöldið og barði trommumar með spýtu. Mörgum hefði sjálfsagt þótt nóg um, en amma bara brosti og bað mig endilega að halda fram þegar ég bauðst til að hætta. Amma mín kunni ótal sögur sem ég bað hana oft að segja mér og ajltaf brást hún vel við þeirri beiðni. Á kvöldin áðui en ég sofnaði fór hún með bænimar mínar með mér og á morgnana læddist hún um til að vekja mig t Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, OLGFIRS SIGURÐSSONAR, Súluhólum 2. Ingibjörg Árnadóttir, Olga S. Olgeirsdóttir, Inga Olgeirsdóttir, Árdfs Olgeirsdóttir, Sigr. Helga Olgeirsdóttir, Hörður Harðarson, Halldór S. Olgeirsson, Elin Mariusdóttir, Friðrik K. Friðriksson, Björg A. Baldvinsdóttir og barnabörn. okkur, hvemig fólk varð að bjarga sér, t.d. þegar eitt sinn fóm um hlaðið sex hestar klyfjaðir af álft- um, sem veiddar höfðu verið upp til heiða. Eins vom ekki fáar sögur sem hann sagði okkur frá refaveið- um og eltingarleik við lágfótu eða önnur ámóta ævintýri fyrir okkur borgarbömin. Kann ég Jóni mínar bestu þakkir að gefa mér og ekki síst bömum mínum kost á að fá hlutdeild í ævi og lífsreynslu sinni. Hann hvíli í friði. Sigríður P. Friðriksdóttir og fjölskylda. ekki, á meðan hún hitaði handa mér kakóið. Amma var hugulsöm og greiðvikin við alla og mér þótti gott að geta leitað til hennar með • vandamál mín, sem mér fannst oft á tíðum þau heimsins stærstu. Hún var sannur vinur í raun og gaf sér ætíð tíma til að deila bæði sorg og bleði með bamabömunum sínum. Það var mjög gestkvæmt hjá ömmu í Sniðgötunni og hún gladdist líka yfir hverri heimsókn. Síðustu árin bjó hún til skiptis hjá Kristínu dóttur sinni og Bjama syni sínum, pabba mínum. Hún var farin að tapa minni en þó líkamlega hraust og alltaf gmnnt á góða skapið og þakklætið. Það kom fyrir að ég settist niður hjá henni á kvöldin og rifjaði upp með henni gömlú, góðu dagana þegar ég heim- sótti hana í Sniðgötuna. Ég minnti hana á hversu hjálpleg og blíð hún hefði alltaf verið mér, en amma bara hló og reyndi að draga úr því sem mest hún mátti. Þar sýndi gamla hæverskan sig best, en hún var ömmu töm. Nú er amma horfín yfír móðuna miklu. Ég á minninguna eftir og hana ætla ég að geyma vel. Afa mínum og Jóni, ömmubróður mín- um, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að blessa þá og styrkja á erfiðum tímum. Ég þakka ömmu minni, sem allt- af var mér svo góð, fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Kristín S. Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.