Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 14
M ty.ORQHNBLADID, LAUG ARDAGL[R22. MARZ1986 GLÆSILEGUR UPPSPUNI í kvikmyndinni „Jörð í Afríku“ tekst höfundi kvikmyndahandritsins, Kurt Luedtke, og leikstjór- anum Sydney Pollack að sniðganga með öllu skáldkonuna og hugsuðinn Karen Blixen — þess í stað er brugðið upp glæstri og litríkri Hollywood-mynd af hinu fræga bókmenntaverki hennar. Sydney Pollack og Klaus Maria Brandauer við töku myndarinnar í Kenýa. „Égáttijörð íAfríku við rætur Ngonfjallanna". Með þessari setningu byrjar Karen Blixen endurminningar sinar um þau átakamiklu, stormasömu ár frá 1914 og fram til 1931 þegar hún var búsett í Kenýa — en um þetta bókmenntaafrek Karenar Blixen fór Ernest Hemingway afar lof- samlegum orðum, þegar bókin kom útá ensku 1940. Þessi upphafssetning heyrist nú oftar en einu sinni í bandarísku kvikmyndinni „Jörð í Afríku", sem frumsýnd verður hérlendis í Laug- arásbíói í dag. Það leynir sér hins vegar alls ekki, að á hvíta tjaldinu hefur hið djúpskyggna og ljóðræna skáldverk Karenar Blixen breytzt í eitt ótrúlega litríkt melódrama, hlaðið ólgandi tilfinningum, ofur- viðkvæmni og æsilegri ytri spennu í atburðarás — enn einu sinni hefur Hollywood sem sagt unnið spjöll á kunnu bókmenntaverki. Hin feiki- lega kostnaðarsama kvikmynd Sydney Pollacks er svo sannarlega dýrðlegt, gljáfægt sjónarspil, og má raunar segja að hans „Jörð í Afríku" sé eitt ákjósanlegasta dæmið um það, hvemig reglulegt listhismi eða innantómt listlíki verð- ur til, hvemig sönnu listaverki er breytt í eitthvað allt annað, í and- stæðu sína með tilfærslum og út- úrdúrum í öllum regnbogans litum, en þó svo heillandi hátt, að það er jafnvel ekki hægt annað en að láta hrífast með af þessari kvikmynd — sem kvikmynd. Verk Karenar Blixen undir valtara Sydney Pollack hefur ásamt þeim Meryl Streep, Robert Redford og Klaus Maria Brandauer gert hið hrikalega og átakamikla í frásögn Karenar Blixen að þýðum andvörp- um og niðurbældum ekkasogum, fagurlega gyllt með þeirri fullkomn- un og öllu því glysi, sem Hollywood býr yfir og kann að beita. Vitanlega er oft haft á orði um kvikmyndir, sem byggðar eru á þekktu bókmenntaverki, að persón- umar í bókinni eða þá sögulegar persónur séu með allt öðrum brag í bókmenntaverkinu en í raunveru- leikanum: I kvikmyndinni „Jörð í Afríku" ber þó fyrst verulega á þessu misræmi. Það var heldur ekkert smávegis búið að ganga á bak við tjöldin um það, hve ná- kvæmlega myndin skyldi fylgja frá- sögn Blixen, áður en kvikmyndun útiatriðanna hófst fyrir þessa 30 milljón-dollara stórmynd suður í Kenýa. Það var ákaft deilt um það, hvað kvikmyndin ætti að sýna og hvaða atriðum hún ætti að þegja sem vandlegast yfir. Italski leik- stjórinn, Anna Cataldi, sem í fyrstu vann sem aðstoðarleikstjóri að undirbúningnum fyrir töku myndar- innar, lagði á það áherzlu að myndin fylgdi sem nánast efnisþræði og persónulýsingum bókarinnar og að hvergi yrði slegið neitt af hinum djarfari atriðum í frásögn Blixen. Þessar kröfur hennar vöktu ákafar deilur, og hún varð að iokum að lúta í lægra haldi með sínar hugmyndir varðandi „Jörð í Afríku." Til að þóknast meðal annars hinum einkar gróðavænlega leik- ara, Robert Redford, varð útkoman sú, að við gerð myndarinnar skyldi fylgt þveröfugri stefnu miðað við hugmyndir Önnu Cataldis, og „Jörð í Afríku" breytt í þýðlegt, beizkju- blandið og sykursætt kvikmynda- verk, sem þó a.m.k. einstaka sinn- um bregður upp stórkostlegum, leiftrandi háðskum atriðum, sem verða eftirminnileg. Þessi kvikmynd, sem ætlað er að segja frá vissum þáttum í ævi- ferli mikilhæfrar, uppreisnargjam- rar og sérlundaðrar konu, er alveg ótrúlega siðprúð, pen og meinieysis- leg að allri gerð og það er svo víðs- fjarri að myndin geti hneykslað nokkra sálu enda vissulega ekki til þess ætlast af framleiðendum og leikstjóra. Kassastykki par excellence Það er vel við hæfi þeirrar stefnu, sem Sydney Pollack tók varðandi yfirbragð kvikmyndarinnar „Jörð í Afríku", að umgjörð atburðarásar- innar er unaðsleg, friðsæl og ósnortin náttúra Afríku, víðlendir skógar og gresjur og dýramyndir, sem verma hinum náttúrusinnuðu áhorfendum nútímans um hjarta- rætumar. í þessari, að þvf er virðist óendanlegu afrísku náttúruparadís bjástrar Karen Blixen — sem Meryl Streep leikur á hrífandi hátt — við að halda plantekrunni í horfinu og sinna mannúðarstörfum meðal inn- fæddra, einna líkust Albertínu Schweitzer umflotin viðvarandi ást- arsorg. Myndin lýsir því, þegar Karen, nýkomin til Afríku frá Danmörku, giftist sænska baróninum Bror Blixen; hún kynnist hinum ensku nágrönnum sínum frá Brezku- Austur-Afriku og þeim lífsháttum, sem þeir hafa mótað þar um slóðir, og hún tekur þátt í samkvæmislifi þeirra. Baróninn Bror Blixen er leikinn af Klaus Maria Brandauer á þann djöfullega hrífandi hátt, sem honum er jafnan lagið og tekst vel að túlka þennan reikula léttúðar- gepil, sem fljótlega tekur að van- rækja eiginkonuna og plantekruna en fær aftur á móti vaxandi áhuga á veiðiferðum á gresjunum og á þeldökkum konum þessa lands. Hann smitar Karen af sárasótt, sem henni tekst að fá lækningu við á sjúkrahúsi í Evrópu. Þá birtist Robert Redford á myndfletinum, líkt og kruklaður Marlboro-maður, í hlutverki Denys Finch-Hattons, elskhuga Karenar, sem að vísu flytur inn í hennar hús eftir að hin særða eiginkona hefur endanlega rekið barón Bror á dyr, en ljær hins vegar ekki einu sinni máls á því að ganga opinberlega að eiga hina dönsku ástmey sína. Undir lokin verður svo ógæfan nær allsráðandi í lífi Karenar Kaffiverksmiðjan brennur til kaldra kola, elskhuginn ferst í flugslysi, og Karen selur hið dýrmæta postulín sitt tii þess að geta snúið aftur heim til Evrópu. Táradalur í Af ríku Sú litríka „Jörð í Afríku", sem Sydney Pollack hefur látið kvik- mynda, höfðar ótæpilega til við- kvæmustu tilfinninga áhorfend- anna; það verður erfitt, jafnvel fyrir hin mestu karlmenni, að veijast tárum yfir þeim grimmu örlögum, sem kvenhetjan í myndinni má þola. Líkt og holskeflur steypast ástríður, vonbrigði og áhyggjur yfir þessa konu, sem flækt er í net sinna eigin tilfinninga milli drykkfellds ruddalegs eiginmanns og heillandi elskhuga — og að lokum stendur hún ein uppi, slypp og snauð af hamingju. I myndinni getur að líta dýrðlega sólarupprás yfir gresjun- um, hið skæra ljós Afríku flæðir yfir myndsviðið, tíbrá, hillingar, og verður að umgjörð Karenar Blixen, þar sem hún hugar ein að plantekr- unni, svikin og niðurlægð af eigin- manni sínum, heillum horfin í fram- andlegu landi, víðs fjarri fjölskyldu sinni og vinum. En hún lætur ekki bugast. Áhorfandinn upplifir á hvíta tjaldinu ástarsamband hennar og hins enska hefðarmanns, Finch- Hattons, ævintýramanns, veiði- manns og óstýriláts heimsmanns, sem framar öllu er þó umhugað að láta engar skyldur og kvaðir borg- aralegs hjónabands fjötra sig, en alls ófús að skerða frelsi sitt sem óháður karlmaður með óslökkvandi ævintýraþrá í blóði. Viðbrögð áhorf- andans við þessari tveggja klukku- stunda og 40 mínútna löngu harm- þrungnu sögu hljóta að verða vikn- andi brár, því þama gefst vissulega tækifæri til að menn séu tilfinninga- lega hreinskilnir gagnvart sjálfum sér, leyfi sér að láta augun flóa í tárum og hjartað fyllast blýþungri sorg. Þá má ef til vill segja, að menn þurfi að vera sterkir nú á dögum til að áræða yfirleitt að láta þannig undan tilfinningalegum veikleika, sem sækir beint að manni í „Jörð í Afríku". Svo margir hafa núorðið vanizt með öllu af því að láta nokkum tíma í ljós ákafar og viðkvæmar tilfinningar — nútíminn hefur kennt mönnum, að heppilegra sé að kæfa allar slíkar innri hrær- ingar og kenndir þegar í fæðingu og mynda þykka, harða skel utan um tilfinningar sínar og sálarlíf. Merkisberi hinna klassísku Hollywood-stórmynda Allt frá upphafi kvikmyndagerð- ar hefur því oftlega verið haldið fram að hin leikna kvikmynd veiti áhorfandanum að vísu ekki neinn dýpri skilning, enga nýja vitneskju um innsta eðli og samhengi þerra vandamála, sem leitast er við að lýsa; en á meðan kvikmyndin líður fram á tjaldinu eða á skjánum, geti hún aftur á móti leyst áhorf- andann úr fjötrum rúms, tíma, orsakasamhengis og allra endan- legra þarfa. Þannig megnar kvik- myndin að deyfa og dreifa, að stökkva veruleikanum um stund á flótta og töfra fram annan tilbúinn heim í vitundinni, þegar henta þykir. Hollywood hefur frá upphafi sinna vega lagt alveg sérstaka rækt við einmitt þessa stefnu í kvik- myndagerð og hefur lagt ríka áherzlu á að ná fram undangreind- um afþreyingaráhrifum í fram- leiðslu mynda. Alveg án nokkurs tillits til dýpri skilnings og vitneskju um raunverulegt eðli þeirra hluta, sem kvikmyndin á að fjalla um, teflir Hollywood fram sinni eigin útgáfu af rúmi, tíma og orsakasam- hengi, án þess að taka hið minnsta tillit til raunveruleikans, án hlið- sjónar af því ástandi, sem heimur- inn er í, og umbreytir þannig kvik- myndinni í sinn eigin heim — og á þennan hátt hefur Hollywood líka tekizt að heilla heiminn. Þessi stefna í kvikmyndagerð er með öllu frábitin því að fást nokkuð nánar við flókið hugsanasamhengi og hugmyndir en gerir aftur á móti sögum og dáðum söguhetjum þeim mun hærra undir höfði. Þungamiðj- an í frásögn slíkra kvikmynda eru þau atvik, sem koma fyrir hetjumar og sú lífsreynsla sem þær verða að ganga í gegnum, en þessir þættir samtvinnast svo gjaman í mikil örlög, sem ná að halda áhorfendum gjörsamlega hugföngnum. Sydney Pollack fylgir í kvik- myndagerð sinni þessari klassísku Hollywwood-hefð í ríkara mæli en velflestir aðrir bandarískir kvik- myndaleikstjórar af hans kynslóð. Kvikmyndir hans verða til eftir fastri formúiu: Góð saga með þekktum kvikmyndastjömum er sögð á eins litríkan og hugnæman hátt og frekast er unnt; ekki er treyst á neina fasta afstöðu heldur fyrst og fremst á tilfinningar. Sjálf- ur lítur Pollack gjaman á sig sem „fylgjanda fastra hefða". Þær kvik- myndir, sem mest áhrif hafa haft á hann, segir hann að hafi verið þær myndir, sem hann hafi kynnzt á uppvaxtarárunum, kvikmyndir gerðar af William Wyler, Elia Kaz- an, George Stevens. Hann segir ennfremur, að það hafi haft djúp, varanleg áhrif á sig hve mjög þessar myndir hafi alltaf fjallað bara um einstakar persónur og drauma þeirra. Leikari gerist leikstjóri Sydney Pollack fæddist í Lafay- ette í Indianafylki í Bandaríkjunum árið 1934. Hann ólst upp í South Bend, þar sem faðir hans rak litla lyflabúð. 17 ára gamall tekur hann sig upp og heldur til New York- borgar, þar sem hann er við nám í leiklistarskóla Sanfords Meisners á árunum 1952 til 1954. Hann varð svo viðloðandi þennan leiklistar- skóla allt fram til ársins 1960 og starfaði þá sem aðstoðarmaður Meisners við kennsluna. Á þessum árum kemur Pollack líka fram í fyrsta sinn sem leikari á Broadway. Árið 1961 heldur hann svo vestur til Hollywood sem „dialóuge coach“ við töku kvikmyndarinnar „The Young Savages", sem John FYank- enheimer leikstýrði. í sambandi við gerð þeirrar kvikmyndar kynntist hann Burt Lancaster, sem studdi hann á framabrautinni. Ári síðar lék hann í kvikmynd Denis Sanders „War Hunt“ og fór þar með lítið hlutverk, en hann hitti þá í fyrsta sinn leikarann Robert Redford, sem síðar átti eftir að verða skærasta stjaman í kvikmyndagerð Pollacks. Á árunum milli 1962 og 1965 vann Pollack sem leikstjóri við gerð sjón- varpsmynda. Árið 1965 tók hann líka sínar fyrstu leiknu kvikmyndir í fullri lengd: „The Slender Thread" með Sidney Poitier og Anne Bancroft í aðalhlutverkunum, og „This Pro- perty is Condemned" með þeim Natalie Wood og Robert Redford í aðalhlutverkum. I dag kemur svo nýjasta kvikmynd Pollacks, „Jörð f Afríku", fyrir sjónir íslenzkra áhorf- enda, en myndin verður frumsýnd hérlendis í Laugarásbíói. „Jörð í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.